Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 <&nlist ísland t » ( * | t 1 ( - ) Adore Smashing Pumpkins 2(1) Nákvæmlega Skítamórall 3(2) Mezzanine Massive Attack 4 (- ) Wedding Singer Úr kvikmynd 5(5) Best of Nick Cave & The Bad Seeds 6(6) Big Willie Style Will Smith 7(10) Left of the Middle Natalie Imbruglia 8(3) íslenskir karlmenn Stuðmenn & Karlakórinn Fóstbr. 9(4) Blue Simply Red 10 ( 9 ) Bulworth Úr kvikmynd 11(7) Version 2.0 Garbage 12(8 ) Pottþétt 11 Ýmsir flytjendur 13(11) 5 Lenny Kravitz 14 (- ) Savage Garden Savage Garden 15(12) Moon Safari Air 16(13) AllSaints All Saints 17 (Al) Experience Hendrix Jimi Hendrix 18 (Al) Lot's Talk About Love Celine Dion 19 (Al) GlingGló Björk & Tríó Guðmundar Ingólfs. 20 (19) Angels With Dirty Faces Tricky London -lög- t 1. (1 ) C'est La Vie B*witched t 2. ( 3 ) Horny Mousse T Vs Hot ‘n' Juicy ( 3. ( 2 ) The Boy Is Mine Brandy & Monica f 4. (-)MyAII Mariah Carey $ 5. ( 4 ) Feel lt The Temperer featuring Maya P... t 6. ( 7 ) Dance The Night Away The Mavericks t 7. ( 8 ) Stranded Lutricia McNeal ( 8. (11) Kung Fu Fighting Bus Stop Fcaturing Carl Douglas | 9. ( - ) On Top Of The World England United $ 10. ( 5 ) UnderThe Bridge/Lady Marmalade All Saints New York -lög- J 1. (1 ) The Boy Is Mine Brandy & Monica t 2. ( 2 ) Too Close Next V 3. ( 3 ) You're Still the One Shania Twain | 4. ( 4 ) My All Mariah Carey | 5. ( 5 ) I Get Lonely Janet (Feat Blackstreet) t 6. ( 6 ) Everybody (Backstreet's Back) Backstreet Boys I 7. ( 8 ) All My Life K-Ci & Jojo t 8. ( 9 ) Truely Madly Deeply Savage Garden ( 9. ( 7 ) The Arms Of The One Who L. Y.. Xscape t 10. (- ) Sex and Candy Marcy Underground Bretland — plötur og diskar— t 1. (2) Blue Simply Red t Z ( -) When We Were The New Boys Rod Stewart t 3. ( 3 ) Talk On Corners The Corrs $ 4. ( 1 ) Where We Belong Boyzone t 5. ( -) Adore Smashing Pumpkins | 6. ( 4 ) Life Thru a Lens Robbie Williams t 7. ( 7 ) Urban Hymns The Verve | 8. ( 6 ) All Saints All Saints t 9. ( -) Let It Ride Shed Seven | 10. ( 5 ) International Velvet Catatonia Bandaríkin -plötur og diskar— t 1. ( 2 ) City of Angels Úr kvikmynd »2.(4) Godzilla Úr kvikmynd | 3. (1 ) It's Dark and Hell Is Hot DMX t 4. ( 6 ) The Limited Series Garth Brooks t 5. (11) Backstreet Boys Backstreet Boys t 6. ( 7 ) Before These Crowded Streets Dave Matthews Band 4 7. ( 3 ) Sparkle Sparkle t 8. ( 9 ) Songs From Ally McBeal Vonda Shepard t 9. (-) Come On Ovor Shania Twain >10. (-) Titanic ...Úr kvikmynd ____ ______ __ Sálin - Sólin HverBer manarinn? í tilefni þess að bæði Sálin hans Jóns míns og S.S.Sól eru komnar á fullt skrið fyrir sumarið er ekki úr vegi að bera lítillega saman þessar lífseigu hljómsveit- ir og spyrja: Hver er munurinn? Guðmundur Jónsson var í forsvari fyrir Sálina, en Helgi Björnsson fyrir Sólina. Sálin hans Jóns míns Stofnuð 1987 Hvernig er sveitin skipuð í sumar? Stefán Hilmarsson, söngur, Guðmundur Jónsson, gítar, Atli Örvarsson, hljómborð, Friðrik Sturluson, bassi, Jens Hans- son, saxófónn, Jóhann Hjörleifsson, trommur. Áætlun ársins: Spila sem mest. Það er orðið langt síðan við höfum spilað svona mikið í einu, finnst það við hæfi á tiu ára afmælinu. Förum svo 1 stúdíó í sumar og tökum upp lög fyrir plötu sem kemur í haust. Næstu böll: Akureyri í kvöld, Selfoss annað kvöld. Hvar um verslunarmannahelgina? Verðum á Halló, Akureyri. Eftirminnilegasta ballið? Það eru mörg eftirminnileg böll. Mér er eftirminni- legast þegar við vorum að byrja og tókum upp tónleika í Bíókjallaranum fyrir plötu. Svo eru mörg böll auðvitað eftirminnileg fyrir vissa hluti sem borgar sig ekki að fara neitt nánar út í. Þrjú koverlög: Núorðið spilum við bara okkar eigið efni. Stundum byrjar einhver á einhverju koverlagi bara til þess að ergja hina eða vekja þá. Þeg- ar við vorum að byrja tókum við eingöngu gamla soul-tónlist, James Brown og þess háttar klassík. Hvernig drepur Sálin tímann í rútum? Á ýmsan hátt. Það er spjallað og horft á video ef við erum i svo góðri rútu. Eftir böll er svo oft drukkinn bjór og partíast. Hvað finnst þér um Sólina? Sólin er mjög fínt band. Ég var að heyra nýja lagið með henni og það er mjög gott. Hvaða bók er á náttborðinu? Ég er mikill tímaritasjúklingur, þá aðallega tónlistar- og kvikmyndablöð, t.d. Vox, Q og Rolling Stone - allt góð blöð. Hver er besta plata sem þú hefur heyrt á árinu? Ég er mjög hrifmn af „OK Computer" með Radiohead. Þar er ekki feilnóta. Svo er ég að renna nýju Garbage-plötunni í gegn núna, er nýbúinn að fá mér hana. Hver er besta plata í heimi? „Slade in Flame“ er langbesta platan. Ég var al- gjör Slade-aðdáandi þegar ég var 13 ára og í einangruninni á Skagaströnd. Uppáhaldslag með þér sjálfum? Ætli það séu ekki bara einhver ný lög sem ég er að vinna að í það og það skiptið. Þegar ég er nýbúinn að taka upp lag get ég ekki hlustaö á það. Það er alltaf eitthvert ergelsi i gangi og mér fmnst alltaf eins og ég hefði getað gert betur. Þetta líður svo auðvitað hjá. Síðustu tónleikar sem þú fórst á og hvernig fannst þér? Ég fór á staö sem heit- ir Orange að sjá japanskt Queen tribute-band, ég man ekki hvað bandið hét. Það var bara nokkuð gaman. Þeir reyndu að ná Brian May og Freddie og það var spaugilegt að sjá Japana vera að herma eftir þessum gaurum. Hvaða liði heldurðu með á HM? Englandi auðvitað. Maður er orðinn gegnsósa af stemningunni þarna úti. S.S.SÓI Stofnuð 1988 Hvemig er sveitin skipuð í sumar: Helgi Bjömsson, söngur, Eyjólfur Jóhannsson, gítar, Jakob Magnússon, bassi, Hafþór Guðmundsson, trommur, Hrafn Thoroddsen, hljómborð. Áætlun ársins: Við áváðum að taka „the stadiums“ - Ýdali, Miðgarð og Njálsbúð - og tökum kannski annan svona hring í ágúst. Við ætlum að nota sumarið í að vinna tvöfalda safnplötu sem á að koma út 1 haust. Annar diskurinn verður svona „Best of‘, en hinn með óútgefnum, óklár- uðum og 2-3 nýjum lögum. Næstu böll: Miðgarður 13.6., Njálsbúð 20.6. Hvar um verslunarmannahelgina? Ég held menn ætli bara að taka sér frí þá helgi i fyrsta skipti í tíu ár. Eftirminnilegasta ballið: Þau eru mörg. Þetta rennur allt saman, ég sé engan mun á þessu. Á siðasta balli í Ýdölum var helvíti gaman. Þrjú koverlög: Bitter Sweet Symphony, Satisfaction, Electric Barbarella. Hvernig drepur Sólin tímann í rútum? Videoið er notað, spil- aður póker og menn rifja upp klámvisur. Á leiðinni heim er kassagitarinn dreginn upp. Hvað finnst þér um Sálina: Ég hef lítið séð til hennar á böll- um en finnst skemmtilegt hvað hún fylgir okkur eftir. Ég varð þó fyrir vonbrigðum með nýjasta efnið með henni, sé engan mun á því og því sem hún var að gera fyrir fimm til sjö árum. Hún er ekkert að „öppdeita" sig. Hvaða bók er á náttborðinu? Ég var að lesa „Mystery Train“ eftir Grail Marcus. Frábærar ritgerðir um það hvernig rokkið endurspeglar amerisku þjóðarsálina. Hver er besta plata sem þú hefur heyrt á árinu? Platan með Akasha finnst mér ferlega skemmtileg og svo datt ég oní Lee Hazlewood og Nancy Sinatra. Hver er besta plata í heimi? „Exile on Main Street". Uppáhaldslag með þér sjáifum? „Svo hittumst við aftur“. Síðustu tónleikar sem þú fórst á og hvernig fannst þér? Síðasta kvöld- ið á Poppi í Reykjavík. Mér fannst flott hvemig gus gus setti sig upp sjón- rænt og naut mín bara vel. Móa var góð líka. Hvaða liði heldurðu með á HM? ítölum og Argentínumönnum. Töframenn eða krumpudýr? Hvað finnst poppurunum um Rolling Stones? Rolling Stones koma! æptu fjöl- miðlar á mánudaginn. Þar sem við eigum í vændum stærstu tónleika íslandssögunnar er ekki úr vegi að spyrja nokkra íslenska poppara, unga sem eldri, hvað þeim flnnst um þá gömlu. Þrjár vísindalegar spurningar voru færðar fram; 1. Hvað ertu tilbúinn að borga inn á Rolling Stones á íslandi? 2. Hvert er uppáhalds Rolling Stones-lagið þitt og uppáhaldsplatan? og 3. Lýstu Rolling Stones ingu. Heiðar, Botnleðju 1. „Ég myndi sætta mig við að borga 5000- kall, jafnvel þótt ég þurfi að fá styrk til þess.“ 2. „Brown Sugar / Ex- ile on Main Street.“ 3. „Rolling Stones er flottasta band í heimi - þetta eru töframenn.“ Jón Þór, Sigur Rós 1. „5000 fyrir að sjá bandið - 5000 fyrir að sjá sjóið." 2. „She’s a Rainbow / Satanic Majesties Request." 3. „Þeir eru löngu dauðir og hingað koma bara fjarstýrð vélmenni." Birgir Örn, Maus 1. „í mesta lagi 3500 kr.“ 2. 2000 Light Years from Home / Let it Bleed. 3. „Rokk og ról t hálfa öld.“ aMegas 1. „Ekki eina krónu því ég á hana ekki til. Ef ég ætti eina krónu gæti ég hugsað mér að spandera uppundir 10 þúsundkalli á þá.“ 2. „Ég get ekki fókuserað á eitt lag af því þeir voru ekkert one-hit- wonder og því síður á eina plötu, þeir voru allt of yflrgripsmiklir til þess. Ef mér dettur í hug Sticky Fingers, kemur Beggar’s Banquet upp i hugann, þá Let it Bleed og þannig koll af kolli, svo ég get ekki svarað þessu.“ 3. „Brian Jones.Ron Wood.“ Guðmundur Jóns- son, Sálinni 1. „Ansi mikið því ég ætla að reyna að sjá þá i ár. Allt upp í tíu þúsund kall.“ 2. „Trembling Dice / Some Girls.“ 3. „Þeir eru frumkvöðlar og hafa komist upp með að þróast sífellt í rokki og róli án þess að missa virð- inguna." PáU Óskar 1. „Ekki krónu. Ég er of glamúrös til að borga mig inn. Þessi gömlu prump geta boðið mér!“ 2. „Mér liði betur ef þú spyrðir mig um uppáhalds Dusty Springfield-plötuna mína. Do I look like a rock’n’roller to you?“ 3. „Hljómsveitin og meðlimir henn- ar eru lifandi goðsagnir, en NÚNA held ég að það sé svipaður fílingur að fara á þá og vaxmyndasafn Mad- ame Tussaud’s." Helgi Bjömsson 1. „Það er ekki hægt að verðleggja þetta, ég borga bara það sem er sett upp.“ 2. „No Expectations / Exile On Main Street.“ 3. „The greatest rock’n’roll band in the world.“ Heiða, Unun 1. „Ekkert. Ég er búin að sjá þá.“ 2. „Fool to Cry / Out of Our Heads." 3. „Mick Jagger var æðislegur töffari þegar hann var ungur, en mér flnnst þeir hefðu átt að hætta áður en þeir urðu svona gamlir, því það er svo leiðinlegt að sjá þá svitna og þurfa að skipta um glansgalla eftir hvert einasta lag.“ Birgir Örn, Curver 1. „2000-kall.“ 2. „Paint it Black / Engin sérstök stór plata." 3. „Krumpuð rokk og ról dýr.“ Elisa, BeUatrix 1. „Ég fæ mömmu og pabba til að splæsa á mig.“ 2. „Sympathy for the Devil / The Singles Collection." 3. „Ótrúlega krumpaðir en flottir - ég veit ekki hvernig þeir fara að því.“ Geirmundur Valtýs- son 1. „Það væri gaman að sjá þá, ég myndi borga 5000-kall.“ 2. „It’s All over now / The Rolling Stones." 3. „Ég var alltaf miklu meiri Bítla- maður.“ Magga Stína 1. „Annaðhvort fer maður bara eða fer ekki, verðið skiptir ekki máli.“ 2. „Eina platan þar sem ég og Rolling Sto- nes hafa náð saman er af- mæliskökuplatan - Let it Bleed - en ég man ekki hvað lögin heita." 3. „Pabbi.“ Rúnar Júlíusson 1. „Það sem þeir setja upp.“ 2. „Það er úr allt of mörgu að velja. Plötu- hópurinn Beggar’s Banquet, Let it Bleed, Sticky Fingers og Aftermath er t.d. frábær og eins nýjasta platan. Þeir gætu spilaö í 5 tíma og það væru ekk- ert nema smellir. Þeir hafa ailtaf ver- ið trúir upprunanum og ekki elt tísku- strauma - engir trommuheilar þar.“ 3. „Rolling Stones hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, ég hef eytt meiri tíma í að hlusta á þá en á nokkurt annað band.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.