Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 5
"\T FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
Ijýn helgina
Á morgun verður opnuð í Slunka-
ríki á ísafirði sýning á verkum Aðal-
heiðar Valgeirsdóttur, Guðbjargar
Ringsted, Hafdísar Ólafsdóttur og
Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur.
Sýningin ber yfirskriftina Vest-
ur, það er fleirtala af orðinu Vesta,
sem er rómversk gyðja heimilis og
tjölskyldu og einnig ein af höfuðátt-
unum fjórum. Á sýningunni eru ný
verk, þrykk, málverk og teikningar.
Imyndir, ísmyndir, ísfletir, haf,
land, umbreytingar, ljós, litir, fjöll
og fiskar.
Listamennimir hafa allir lokið
námi frá Myndlista- og handíða-
skóla íslands og hafa haldið fjölda
sýninga hér á landi og erlendis.
Gallerí Geysir:
Ólíkum miðlum blandað saman
Fyrir stuttu var opnuð sýn-
ing á verkum Miles Holden
frá New York í Galleríi Geysi
í Hinu húsinu. Holden hefur
haldið fjölmargar einkasýn-
ingar í Bandarikjunum og
einnig tekið þátt í samsýning-
um þar, bæði í Kalifomíu og
New York. Á sýningunni era
bæði fígúratívsk og óhlut-
bundin verk eftir listamann-
inn. Tækni hans er um margt
sérstök en hann fléttar saman
ólíkum miðlum með því að
blanda saman olíumálverk-
um, eigin ljósmyndum, vax-
og pensilverkum.
Miles Holden hefur lokið
BA-prófi í listum og alþjóðleg-
um samskiptum frá Stanford-
háskóla í Bandaríkjunum.
Hann hefur hlotið fjölmargar
viðurkenningar, eins og til
dæmis Arthur Giese minning-
arverðlaun fyrir málaralist
(1997) og Becker styrk og
Golden Grant styrk til að ferð-
ast til Brasilíu til að vinna að
verkefhi.
Sýning Holdens i Gallerí
Geysi stendur til 20. júní og er
öllum opin.
Eitt verka Miles Holden sem sýnt er f Gallerí Geysi. DV-mynd ÞÖK
Ljósmyndakompan:
Sveppaupplausn
og lúsablóð
Eitt verka Ziists sem unniö er á mjög sérstakan hátt.
Á morgun verður opn-
uð i Ljósmyndakompunni
á Akureyri sýning á ljós-
myndum eftir svissneska
vísinda- og listamanninn
Andreas Zúst. Hann býr
og starfar í Zúrich þar
sem hann nam náttúra-
vísindi. Sá lærdómur hef-
iu komið honum vel í list-
sköpun hans. Áhugi á
náttúrunni er enda sýni-
legur í myndverkum
hans, hvort heldur hann
sækir myndefnið beint til hennar,
ellegar hann litar ljósmyndirnar
með efnum sem úr náttúrunni
koma, sveppaupplausn, lúsablóði og
trjákvoðu af ýmsu tagi. Útkoman
ræðst oft af tilviljun því erfitt er að
ímynda sér virkni þeirra efna sem
hann ber á ljósmyndirnar.
Zúst er víðfrægur myndlistar-
maður og einna frægastur fyrir
verk sitt Bekannte, Bekannte, ljós-
myndaröð af þekktum vinum hans.
Zúst hefur haldið fjölda einkasýn-
inga og gefið út allmargar bækur.
Listamaðurinn verður á staðnum
og býður alla bæjarbúa velkomna á
sýninguna í Ljósmyndakompunni
sem starfrækt er í vinnustofu Aðal-
heiðar að Kaupvangsstræti.
Gallerí Handverks & hönnunar:
Handmálaðar silkislæður
Á morgun opnar Sigrún Lára
Shanko fyrstu einkasýningu sína á
handmáluðum silkislæðum í Gallerí
Handverks & hönnunar. Sigrún lærði
silkimálun er hún bjó í Englandi en
síðan þá hefur hún þróað sinn eigin
stil og notar nú ýmsa tækni við litun
á silkinu en mest handmálun.
Sigrún Lára notar aðeins besta fá-
anlegt hráefni í verk sín og flytur
hún sjálf inn silkið og litina. Hún not-
ar aðeins liti sem þarf að gufufesta
því þeir gefa bestan skarpleika í lit-
um.Sýningunni lýkur laugardaginn
27. júni.
Sigurrós Stefánsdóttir sýnir verk sín í Varmahlíö.
Ash Keramik Gallery:
Náttúran í dulúð
Myndlistarkonan Sigurrós Stef-
ánsdóttir opnar sýningu á olíumál-
verkum og vatnslitamyndum í Ash
keramik gallery í Lundi, Varma-
hlíð, á morgun kl. 14. Verkin sem
hún sýnir þar sýna náttúruna i
dulúð.
Sigurrós stundaði nám við mál-
unardeild Myndlistaskólans á Akur-
eyri frá 1994 til 1997. Þetta er fjórða
einkasýning Sigurrósar en hún hef-
ur einnig tekið þátt í samsýningum.
Sýningin stendur til fostudagsins 3.
júli og er opin alla daga frá 10 til 18.
FERÐIR INNANLANDS
Miðvikudaginn 24. júní nk. mun aukablað um ferðir innanlands fýlgja DV.
9ð
Meðal annars verður fjallað um hestaferðir,
náttúruperluna Mývatn, ítarleg umfjöllun verður um
gönguskó og göngur, ferðaþjónustu, hvað er að
gerast á Akureyri, Egilsstöðum, ísafirði og í Reykjavík.
Þá verður einnig handhægt kort með ýmsum
upplýsingum.
Umsjón efnis:
Margrét Einarsdóttir,
í síma 550 5000.
Umsjón auglýsinga:
Guöni Geir Einarsson,
í síma 550 5722
Auglýsendurf athugið!
Síöasti skiladagur auglýsinga
er föstudagurinn 19. júni.