Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 12
x 26
myndbönd
FÖSTUDAGUR 12. júní 1998 T*>~\y
k
MYNDBANDA
Don't Look Back:
Falinn fjársjóður ★★★
Jesse Parish ólst upp í Texas, en skildi við æskuslóðir sínar og hélt á vit
ævintýranna í Hollywood, þar sem hann missir tökin á tilverunni og sekk-
ur til botns í eiturlyfjaneyslu. Eitt kvöldið sér hann hvar maður stekkur út
úr bíl og annar á eftir honum, vopnaður byssu. Eftir situr taska full af pen-
ingum í bílsætinu. Jesse hirðir töskuna og kemst undan. Hann heldur siðan
heim í heiðardalinn, grefur peningana í jörð og endumýjar kynni sin við
æskuvini sína. Með aðstoð þeirra nær hann smám saman að púsla lífi sínu
saman aftur en eigendur peninganna eru ekki á því að afskrifa þá og ná að
þefa hann uppi. Billy Bob Thornton á mikið í þessari mynd, leikur aðal-
skúrkinn, skrifar handritið með Tom Epperson og er einn framleiðenda.
Þetta er ágætlega skrifuð spennusaga, fer svosum hefðbundnar leiðir en nær
engu að síður að skapa grípandi persónur og byggja upp nokkra spennu. Að-
alstyrkur myndarinnar liggur þó í fjölda góðra leikara. Billy Bob Thornton
ber af og virðist vera einhver fiölhæfasti leikari Bandaríkjanna í dag. Eric
Stoltz leikur aðalhlutverkið og gerir það vel eins og við er að búast af hon-
um. Margir þekktir og/eða athyglisverðir leikarar eru í smáhlutverkum, svo
sem Dwight Yoakam, Amanda Plummer, M.C. Gainey og Peter Fonda.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri Geoff Murphy. Aðalhlutverk: Eric
Stoltz. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Bandit Queen:
Útlagi ★★★
Phoolan Devi er lifandi goðsögn í Indlandi í dag. í
þjóðfélagi þar sem stéttaskipting er mikil og konur eru
nánast flokkaðar með búpeningi, reis hún tO forystu í
útlagagengi og gat sér frægðarorð fyrir að berjast gegn
kúgun hinna ríku á hinum fátæku. Að lokum neyddist
hún til að gefa sig fram og sat í fangelsi í ellefu ár. 1994
var hún látin laus og tveimur árum síðar var hún kos-
in á þing. Meðan hún sat í fangelsinu lét hún skrásetja
sögu sína og er þessi mynd byggð á þeirri frásögn henn-
ar. Sem betur fer er ekki reynt að búa til goðsagna-
kennda frelsishetju úr henni heldur er rakin meðferðin
sem hún hlaut hjá karlmönnum og yfirstéttinni, sem skýrir vel hatur henn-
ar á þeim, en aðgerðir hennar í bófaflokknum virðast stjórnast að miklu
leyti af þessu hatri. Myndin er athyglisverð og grimm lýsing á stéttaskiptu
og kvenfjandsamlegu samfélagi hindúa á Indlandi sem reyndar hefur löng-
um verið talið eitt af siðmenntaðri löndum Asíu en það er allt önnur mynd
sem hér er dregin upp. Því miður ræður aðalleikkonan ekki alveg nógu vel
við dramatískari augnablikin og myndin virðist gerð af nokkrum vanefnum.
Hún virkar því ekki nógu vel sem dramatísk saga en hefur þó að geyma at-
hyglisverða samfélagslýsingu.
Útgefandi Myndform. Leikstjóri Shekhar Kapur. Aðalhlutverk: Seema
Biswas og Nirmal Pandey. Indversk, 1994. Lengd 110 mín. Bönnuð innan
16 ára. -PJ
Playing God:
★★★ Doktor Duchovny
Dr. Eugene Sands er snjall skurðlæknir sem missir
læknisleyfið í kjölfar þess að sjúklingur deyr í skurðað-
gerð hjá honum og í ljós kemur að hann var undir
áhrifum örvandi lyfla. Hann sökkvir sér í eiturlyfja-
neyslu, en einn daginn kemur gamli skurðlæknirinn
upp í honum og hann bjargar lífl manns, sem varð fyr-
ir skotárás á bar. Með þessu vekur hann athygli
glæpaforingja, sem telur sig hafa hag af því að hafa
mann á borð við Dr. Sands í þjónustu sinni. X-Files-
stjarnan David Duchovny virðist vera að reyna að
smokra sér inn í kvikmyndabransann. Hann leikur að-
alhlutverkið í þessari mynd, sem gerir varla mikið tO að opna honum dyrn-
ar að bitastæðum hlutverkum i kvikmyndum. Hann sýnir ekki mikil tilþrif
í leik sínum og er eiginlega nákvæmlega eins og Mulder í X-Files. Hins veg-
ar er myndin alls ekki svo slæm. Söguþráðurinn er ekkert götóttari en geng-
ur og gerist og fléttan er sæmilega áhugaverð. Þama eru nokkrar skemmti-
legar persónur og Timothy Hutton er hér um bil hæfilega geggjaður í hlut-
verki glæpaforingjans. Hann mætti fara að fá hlutverk í athyglisverðari
myndum aftur, þótt þessi sé reyndar ágætis afþreying.
Útgefandi Myndform. Leikstjóri Andy Wilson. Aðalhlutverk David
Duchovny. Bandarísk, 1996. Lengd: 94 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
I Know What You Did Last Summer:
Hefðbundinn unglingahrollur ★★
Fjórir smábæjarunglingar fara á fyllirí og keyra á
mann. Þeir óttast að-framavonir þeirra verði að engu
með manndrápsákæru og smábæjarhneyksli. Þeir
ákveða því að losa sig við líkið og halda síðan hver f
sína áttina en ári síðar fara þeir að verða fyrir ofsókn-
um einhvers sem virðist vita um leyndarmál þeirra.
íbúar bæjarins fara að týna tölunni en ungmennin telja
sig ekki geta veitt lögreglunni þær upplýsingar sem
þau hafa og verða því að leysa gátuna sjálf áður en þau
lenda sjálf í klóm morðingjans. Kevin Williamson er
með heitustu handritshöfundum í Hollywood í dag og
hefur vakið athygli fyrir að nýta formúlur í táninga-
hrollvekjum á snjaOan og skemmtUegan hátt í Scream myndunum. Þessi
mynd er því mikil vonbrigði. Hann byggir handritið ekki á eigin hugmynd
heldur á skáldsögu og útkoman er bara þessi venjulega klisjuhroUvekja,
ágætlega skrifuð sem slik en nær ekki að komast upp úr meðalmennskunni.
Aukinheldur er hér enginn Wes Craven tU að útfæra hugmyndirnar og í
staðinn fyrir góða og áhugaverða leikara eru lítið merkUegir og hæfUeika-
litlir sjónvarpsþáttaleikarar. Ætli hann hafi úthald í Scream 3?
Útgefandi Skífan. Leikstjóri Jim Gillespie. Aðalhlutverk: Jennifer Love
Hewitt, Sarah, Michelle Gellar, Ryan Philippe og Freddie Prinze jr. Banda-
rísk, 1997. Lengd 101 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Myndbandalisti vikunnar
SÆTI1 i j FYRRI VIKA 1 VIKUR ;á lista J TITILL j j j j ÚTGEF. ! TEG. j j
1 . J 1 1 3 J Game, The < j j Háskólabíó j Spenna
|2§w J Ný ! 1 J ! 1 Know What You Did Last Summer j j Skífan j j Spenna J
3 ! 2 1 3 J In&Out Sam Myndbönd Gaman
j 4 J i 4 ) j 2 J j j Alien: Resurection < j j Skffan j J Spenna j
5 ! 3 ! 4 L.A. Confidential Warner Myndir ! Spenna
J 6 ! 1 8 J 2 i j j Perlur&Svín j j Sam Myndbönd j j Gaman l
J 7 J 5 ! 4 That Old Feeling CIC Myndbönd J J Gaman
8 ! j 6 J 1 2 i L \. Playing God j j Myndform J Spenna j
9 1 j 7 < 8 1 Peacemaker, The J 1 J CIC Myndbönd j Spenna
io ! j Ný l ! i ■RM ! Plump Fiction j. j Skífan ) j Gaman J
ii ! 10 ! 9 Face/Off Sam Myndbönd j Spenna
12 j 11 6 i j j Event Horizon j j CIC Myndbönd j j Spenna
13 ! 15 ! 6 Life Less Ordinary Skífan ! Gaman
HÍ | 9 1 ! 4 t j j Spice World: The Movie j j *j Skffan j j Gaman |
15 J 13 ! 3 < She's So Lovely < 1 1 Skffan J J Spenna 1
i. i J 16 9 1 ■ i J My Best Friend's Wedding j j j Skffan J ! Gaman J
17 ! 12 3 | Home Alone 3 Skffan j Gaman
j 18 J j 18 ! 9 i Shooting Fish ! j j Sfjömubíó I j Gaman j
19 ! 17 i ; 9 Chasing Amy Skffan Gaman
20 i i Ai j i 9 i i j Nothing to Lose Sam Myndbönd J < Gaman J
Leikurinn eða The Game heldur efsta sæti myndbandalist-
ans en unglingatryllirinn I Know What You Did Last Summer
kemur ný inn á listann og beint í annaö sætið. Að ööru leyti
eru ekki breytingar á efstu sætunum þessa vikuna. I tíunda
sæti listans er að finna kunnuglegt nafn, Plump Fiction, og
þegar undirtitill myndarinnar er skoöaður kemur skýringin
en þar stendur: Frá mönnunum sem sáu Pulp Fiction, Reser-
voir Dogs og Braveheart. Greinilega að eitthvað er veriö að
gera grín að Quentin Tarantino og fleirum stórköllum í
Hollywood enda er myndin auglýst sem ein vitleysa frá upp-
hafi til enda. Á myndinni eru aðalpersónurnar í I Know What
You Did Last Summer, persónur sem taka áhættu sem á eft-
ir aö hafa alvarlegar afleiðingar. -HK
The Game
Michael Douglas
og Sean Penn.
Nicholas Van Ort-
on á 48 ára afmæli.
Frá bróður sínum
sem hann hefur ekki
séð lengi fær hann
gjafabréf frá CRS-fyr-
irtækinu sem sérhæf-
ir sig í að krydda til-
veru manna með
óvæntum uppákom-
um. Van Orton þigg-
ur gjafabréfið en hon-
um finnst hugmynd-
in það fáránleg að
hann leiðir ekki hug-
ann að henni fyrst
um sinn. Smám sam-
an er forvitni hans þó
vakin og þaö endar
með því að hann fer í
höfuðstöðvar fyrir-
tækisins til að inn-
heimta gjöfma.
I Know What
You Did...
Jennifer Love
Hewitt og Sarah
Michelle Gellar.
Helen, Barry, Julie
og Ray eru búin að
ljúka prófum og
stefna hvert í sína
áttina næsta vetur.
Öll hafa þau metnað
til að gera stóra hluti
í lífinu og stefna
langt. Á þjóðhátíðar-
daginn keyra þau út
á afskekkta strönd og
skemmta sér þar við
drykkju og hryllings-
sögur en á leiðinni
heim verða þau fyrir
þvi að keyra á mann
sem liggur hreyfmg-
arlaus eftir. Þau
ákveða því að losa sig
við líkið með því að
fleygja því i sjóinn.
In & Out
Kevin Kline og
Joan Cusack.
Lífið í smábænum
Greenleaf í Indiana
gengur sinn vana-
gang fyrir utan dá-
litla spennu sem er í
loftinu vegna ósk-
arsverðlaunafhend-
ingarinnar en einn af
sonum bæjarins er
tilnefndur sem besti
leikari. Þegar sá hlýt-
ur verðlaunin þakkar
hann öllum sem hafa
stutt hann, meðal
annars gömlum
kennara sínum,
Howard Beckett, sem
hann segir að sé
hommi. Howard
verður felmtri sleg-
inn, enda hefur hann
aldrei verið við karl-
mann kenndur.
Alien:
Resurrection
Sigourney Wea-
ver og Winona
Ryder
Alien: Ressurrect-
ion er fjórða kvik-
myndin í einhverri
vinsælustu fram-
haldsseríu kvik-
myndanna. Flestir
héldu að búið væri að
ganga frá seriunni í
mynd númer þrjú
þegar Ripley var lát-
in drepast en allt er
hægt í framtíðinni og
nú hefur hún verið
klónuð af hópi vís-
indamanna og her-
manna sem eru að
fást við gamlan
draum. Þeir vilja
koma sér upp her af
óvættum og Ripley er
þáttur í þeirri vinnu.
L.A. Confidential
Kevin Spacey og
Russell Crowe.
Hrottalegt morð er
framið inni á litlum
veitingastað og í ljós
kemur að einn hinna
myrtu er lögreglu-
maður. Hvað hann
var að gera þarna er
félaga hans i lögregl-
unni, Bud White, hul-
in ráðgáta enda bend-
ir allt til þess að
hann hafi verið flækt-
ur í eitthvert glæp-
samlegt athæfi. Bud
ákveður því að hefja
rannsókn á málinu
upp á eigin spýtm og
kemst fljótlega að því
að þar með er hann
búinn að stinga sér
út í lífshættulegt hyl-
dýpi svika og morða
þar sem enginn er
óhultur.