Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 8
Dæml um umfjöllunarefnl: Viötal viö
netfréttamanninn Matt Drudge, greirv
ar um íslenskar konur og stjórnmála-
lega þýðingu munnmaka, úttekt á
hvar best er að drekka, skemmta sér
og stunda kynlíf í sumar, kennsludálk-
ur um hvernig á að búa til góðan
Margaritu-kokkteil, smásögur og ýms-
ar vangaveltur miðaldra karla um lífiö
og tilveruna, ístrur og skalla.
Bijóst: 73 (þar af 22 íslensk) Skapa-
hár: 13 (þar af 5 íslensk) Píkur: 0
Typpl: 0 Fólk að verkl: 0 Verð: 750
kr,
Dæml um umfjöllunarefnl: Viðtal
sem blaðamaður heldur aö hann
hafi tekið við typpið á Adam mann-
kynsforföður, grein um hvernig dón-
ar allra landa hafa sameinast á Net-
inu og myndað með sér samfélag,
lesendabréfadálkur Xavieru
Hollander (Hamingjusama hðran) og
teiknimyndasaga um líflegt kynlíf
unglingsstúlkna (sem eru yngri en
löglegt er að Ijósmynda við þessa
iðju).
Bijóst: 80 Skapahár: 7 Píkur: 34
Typpl: 11 Fólk að verkl: 37 Verð:
910 kr.
Dæml um umfjóllunarefnl: Lesenda-
dálkur þar sem menn lýsa reynslu
sinni af feitum konum og myndir
sem feitar konur hafa sent af sér og
myndir af feitum konum og mönn-
um aö gamna sér og feitum konum.
Brjóst: 191 Skapahár: 16 Píkur:
73 Typpl: 126 Fólk að verkl: 23
Verð: 1.065 kr.
Dæmi um umfjöllunarefnl: Greln um
sterkasta mann í heimi (bíddu nú,
það er einhver Dani en ekki tslend-
ingur), umfjöllun um kynlífsnám-
skeið þar sem fólk getur lært að
stunda kynlíf á félagslega þroskað-
an hátt, frásögn tveggja unglings-
stúlkna af því þegar þær falleruðu
tvo sendibílstjóra.
Brjóst: 74 Skapahár: 18 Píkur: 27
Typpl: 3 Fólk að verkl: 3 Verö: 795
kr.
íslensku stelpurnar átján hafa dregið áthygli landsmanna að Playboy
- karlablaði sem vill vera virðulegt en er samt svolítið dónalegt
- og fólk veltir fyrir sér hvort þetta framtak stúlknanna sé ekki hin allra
besta landkynning. Fátt gleður íslendinga meira en einmitt þetta orð
- landkynning - vonin sem það ber með sér um að einhvers staðar sé
einhver sem taki eftir okkur. í tilefni af landkynningunni í Playboy kann-
aði Fókus dónalegu karlablöðin á markaðinum - hvernig þau væru,
hvað í þeim stæði og hvað mætti sjá á myndunum - með það í huga
hvort þarna séu ef til vill möguleikar á frekari landkynningu.
Subbuskapur
handa
séntilmennum
Playboy
Playboy (Glaumgosinn) þykir fínast
svokallaðra klámblaða og hefur stofn-
andinn, Hugh Hefner, barist gegn því að
blaðið verði flokkað með dónablöðum.
Helsta vopn hans í þeirri baráttu hafa
verið viðtölin, en þar hefur mátt rekast á
stjórnmálamenn á borð við Castro, Jim-
my Carter, Gaddafí, og aðra slíka sem
algengara er að rekast á í Time eða
Newsweek, og listamenn á borð við
Norman Mailer og Woody Allen. Þrátt
fyrir að viðtölin geti verið ágæt þá eru
þau fyrst og fremst afsökun fyrir kaup-
endurna. „Það eru góð viðtöl í blaðinu,“
segja þeir og neita að hafa keypt blaðið
vegna myndanna. En þessi línudans
Playboy er líka helsti veikleiki þess.
Blaðið er alltaf að reyna að fela það sem
það vill sýna - og það gengur náttúrlega
ekki upp. Myndimar í Playboy eru allar
í soft-fókus og það er eins og ljósmyndar-
arnir hafi smurt vaselíni á linsurnar.
Stelpumar eru í stöðluðum stellingum,
yfirleitt í hlutverki tiltölulega sakláusra
heimasætna sem fyrir einhverja tindar-
lega tilviljun lyftu upp pilsinu sínu þeg-
ar ljósmyndari átti leið hjá. Annar galli
við Playboy eru greinaskrifin. Um þau
sjá mest menn á sextugs- og sjötugsaldri,
sem ef til vill voru eitt sinn glaumgosar
en em nú fyrir löngu annað hvort giftir
eða orðnir að ekklum eða rykfóllnum
piparköllum. Playboy er því gamalt blað
- blað fyrir þá sem eiga sér þá einu von
að viagra hressi upp á kynlífið og geri þá
unga í annað sinn.
Hustler
Það er aðeins tímaspursmál hvenær
Hustler (getur bæði þýtt Svindlarinn og
Portkonan) verður flokkað til listtíma-
rita. Eftir að Hollywood tók Larry Flint
upp á sína arma, í kjölfar þess að rót-
tækar kvenfrelsiskonur gerðu úr hon-
um hetju, er nú flestum að verða ljóst að
Larry er ekki aðeins dóni heldur ótrú-
lega dónalegur listamaður - eða sérdeil-
is listfengur dóni. Larry Flint hefur í
raun gert allt það sem nútímalistamenn
hafa verið að fást við á undanförnum
áratugum. Munurinn er sá að Larry er
fyrir löngu búinn að þessu og að hann
flúði ekki inn í galleríin með sköpun
sína heldur stillti henni upp í blað-
sölustanda út um víða veröld og fékk
venjulegasta fólk til að borga fyrir hana.
í Hustler hefur hann staðið fyrir skipu-
lagðri afhelgun á öllum þekktum gild-
um. Sýn hans á líkamann er óralangt
frá hefðinni (í dag hafi reyndar ótal
klámblaðaútgefendur og myndlistar-
menn fetað í fótspor hans og gert sýn
hans almenna). Það er sama á hverju
hann snertir, allt breytist í ögrun.
Hustler er náttúrlega subbuskapur - en
sá sem vill hafna þeim subbuskap verð-
ur jafnframt að strika yfír stóran hluta
listgeirans og annarra þátta í menning-
unni.
Penthouse
Þrátt fyrir mikinn metnað hefur Bob
Guccione, útgefanda Penthouse (Þakíbúð-
in), hvorki tekist að komast næstum því í
hóp fina fólksins eins og Hugh Hefner, né
næstum því í hóp hinna róttæku og upp-
reisnargjömu eins og Larry Flint. Pent-
house er akkúrat á milli þessara blaða og
er því nánast ekki neitt. Þeir sem vilja lesa
viðtöl geta lesið viðtöl við frægara fólk í
Playboy. Þeir sem vilja skoða hart pomó
fá það harðara í Hustler. Þeir sem vilja
íhugular greinar eftir settlega rithöfunda
fá fágaðri greinar í Playboy og þeir sem
vilja ósvífni og ískaldan húmor fá hann
betri í Hustler. En þeir sem eru jafnaðar-
menn í eðli sínu ættu að geta fundið það
sem þeir leita að í Penthouse, það er upp-
fullt af málamiðlunum milli ímyndaðs
virðuleika Playboy og óforbetranlegs götu-
stráksskapar Hustler. Ein þessara mála-
miðlana var bíómyndin Caligula, þar sem
Guccione fékk Malcolm McDowell, sir
John Gielgud, Helen Mrren og Peter
O'Toole til að leika í sögulegri kvikmynd
á daginn en skaut klámsenur með statist-
um á nóttinni og sauð þetta síðan saman í
óborganlegustu vitleysu kvikmyndasög-
unnEU-.
Buf
Tímaritið Buf (Berrassa krókriðandi)
hefur þröngt áhugasvið. Það fjallar um og
birtir myndir af feitum konum. Þetta er
því blað sem þeir Kátu piltar úr Hafnar-
firöinum (Hallur Helgason og Jakob
Bjarnar Grétarsson voru meðal annarra
dáindismanna í því bandi) ættu að unna
og njóta í tonnavís. I raun er litlu við
þessa einu staðreynd að bæta - blaðið fjaU-
ar um feitar konur. Og eins og þegar öðr-
um blöðum með þröngt áhugasvið er flett,
getur lesandinn undrast hversu mörg sjón-
arhorn eru á litlu máli - sem í þessu til-
feUi er reyndar aUs ekki svo lítið. Eitt af
því fyrsta sem lesandinn tekur eftir er að
blaðið rennir stoðum undir gamla þjóðtrú,
að feitt fólk sé léttara í skapi en horaðir.
Konumar á myndunum er án undantekn-
inga í hinu allra besta skapi og nenna ekki
að setja upp frygðarsvipinn sem mjónurn-
ar í hinum blöðunum bera.
Rapport
Rapport (Skýrslan) er Samúel þeirra
Dana. Eins og Samúel sálugi hefur
Rapport áhuga á konum, bUum, flugdreka-
flugi, hneykslismálum, rakvélum og öðru
kaUadóti. SjónarhóU Rapport er líka svip-
aður og Samúels, það sér heiminn eins og
bílasali. Þess vegna er það svolítið púka-
legt í tilraunum sínum til að vera smart.
Það getur útvegað fyrirsætur en ekki al-
veg komið þeim úr. Það er sannfært um að
sitthvað sé rotið í ríki Dana en getur ekki
almennflega fundið út hvað það er. Það
vill toUa í tískunni en missir aUtaf af lest-
inni. Það hefur reyndar aldrei verið sterka
hlið Dana að vera smart en Rapport er
lummó - jafnvel á danskan mælikvarða.
40+
40+ (Á fimmtugsaldri) er blað '68-kyn-
slóðarinnar, ungu kynslóðarinnar sem nú
er orðin ráðsett. í blaðinu er ekkert lamba-
kjöt - aðeins ærkjöt. Öfugt við hinar mad-
ömuvöxnu konur í Buf eru þær í 40+ flest-
ar í ágætu líkamlegu ástandi og góð kynn-
ing fyrir líkamsræktarstöðvarnar sem þær
stunda. Blaðið virðist líka hafa sérstakan
áhuga á öUu þvi sem við kemur likams-
rækt. Þannig má á myndasíðunum sjá
konur á líkamsræktarstöðvum lyfta lóðum
en missa áhugann, hátta sig í hveUi og
fara að stunda æfingar aUt annars eðlis.
Þrátt fyrir aldur og reynslu fyrirsætnanna
verður ekki sagt að 40+ sé þroskað blað.
Þar eru til dæmis engar greinar um friðar-
og umhverfismál né önnur mál sem '68-
kynslóðinni hefur verið hugleikin. Þvert á
móti sannar 40+ að ef fólk leggur hart að
sér getur það haldið áhugamálum gelgj-
unnar langt inn í miðaldurinn.
Bleikt & blátt
Ætli íslendingar standi ekki svipað í al-
þjóðlegum klámblaðasamanburði og ís-
hokki. Við erum einfaldlega ekki í sömu
defld og þeir bestu. Bleikt & blátt (Pink &
blue) er undarlegur samsetningur. Innan
um myndir af íslenskum fyrirsætum (sem
oftast snúa vanganum að lesandanum í
von um að þekkjast síður) er einhver
kynóra-naglasúpa þar sem ægir saman
greinum um fræga kynlífsfikla úr mann-
kynssögunni, húsráð um hvemig megi
bæta kynlífið eða veijast barneignum, ráð-
leggingar um hvað beri að gera þegar lim-
urinn bognar og vill ekki réttast aftur, töl-
fræðiupplýsingar úr erlendum könnunum
um hversu stór hluti fólks hefur haft
munnmök og/eða endaþarmsmök og þar
fram eftir götunum. Bleikt & blátt er bla-
nkt blað, ekki bara peningalega heldur
líka hugmyndalega. En það kæmi að
minni sök ef það vissi hvað það ætlaði að
verða - klassískt dónablað, skandinavískt
uppfræðirit, kallablað eða grínblað. En
Bleikt & blátt fær hrós fyrir að birta
teiknimyndasögu Hallgríms Helgasonar
í síðasta blaði - þótt Hallgrímur eigi nátt-
úrlega hrósið sjálfur.
Barely Legal
Þetta blað er eins konar yngri flokkur
Hustler. Barely Legal (Rétt svo löglegt) sér-
hæfir sig í að birta myndir af ungum kon-
um sem líta út fyrir aö vera enn yngri en
þær eru. Lesendur geta því gælt við það í
huganum á meðan þeir fletta blaðinu að
þarna séu á ferð ólögráða unglingsstúlkur.
Innan um myndimar em síðan greinar
eftir ýmsa barnaperverta sem láta sig
dreyma um að sofa hjá smástelpum. Bar-
ely Legal er toppurinn á subbuskapnum í
bókabúðunum. Það sést meðal annars af
því að næstum helmingur blaðsins er lagð-
ur undir auglýsingar um alls kyns kynlífs-
þjónustu, sumar hverjar svo grófkyns að
þær yrðu aldrei kynntar í heldri klámblöð-
um.
Dæml um umfjöllunarefnl: Myndir
af Hugh Hefner, stofnanda Playboy,
aö gamna sér viö kornunga kanínu
(fyrirsögnin er: Komdu til pabba
Hugh), Kæra tæfa, lesendadálkur
klámdrottningarinnar Jeanna Fine,
tíu bestu kynlífsborgirnar í Banda-
ríkjunum (hvar er best að kaupa
kynlíf?), leiöbeiningar um hvernig
auðveldast er að krækja sér í kven-
mann á Netinu (fýrirsögn: Netstelp-
ur eru auöfengar).
Brjöst: 152 Skapahár: 31 Píkur:
81 Typpl: 25 (þar af typpið á Hugh
Hefner, stofnanda Playboy). Fólk aö
verkl: 43 Verö: 860 kr.
Dæml um umfjöllunarefnl: Dómar
um klámspólur úr bakherbergium vl-
deóleiganna, varnarræða fyrir koss-
inn sem vanrækta kynlífsathöfn, yf-
irlit yfir dónaskap á ýmsum stööum
í útlöndum, grein um smokka I ýms-
um litum, könnun sem lesendur
geta framkvæmt og komist að
hvernig kynverur þeir séu.
Brjóst: 35 Skapahár: 7 Pfkur: 2
Typpl: 8 Fólk aö verkl: 7 Verö: 669
kr.
Dæml um umfjöllunarefnl: Rabbaö
við ráðskonuna (lesendadálkur),
greinar um að víst sé kynlífiö gott
eftir fertugt og að víst geti fólk ver-
ið kynþokkafullt þótt það sé grá-
hært undir strípunum.
Brjöst: 56 Skapahár: 18 Píkur: 28
Typpl: 3 Fólk aö verkl: 9 Verö:
1.065 kr.
Dæml um umfjöllunarefnl: Játning-
arviðtal við mæðgur sem deildu
saman unnusta (fyrirsögn: Taktu
mig fyrst og síðan skal ég hjálpa þér
við mömmu), vangaveltur blaða-
manns um hugarheim unglings-
stúlkna (fyrirsögn: Saklaus augu
segja ósatt), Smásagan The Slice
Girls (fjallar um ferð stúlknahljóm-
sveitar um heiminn og kynlífsævin-
týri þeirra).
Brjóst: 124 Skapahár: 46 Píkur:
42 Typpl: 3 Fólk aö verki: 0 Verö:
1.065 kr.
f Ó k U S 24. júlí 1998
8