Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 19
Kiddi í Vínyl
S c e b b i
*
o
□
z
>-
S
U)
3
*
■O
Hljómsveitin Vínyll heldur áfram
að dæla finum lögum á markaðinn
annað sumarið í röð. Nú á hún lagið
Vera á safnplötunni Kvistir og er
þessa dagana að taka upp plötu sem
á að koma út i haust. Kristinn Jún-
íusson söngvari er mættur árla
morguns á Gráa köttinn. Hann segist
ekki vera almennilega vaknaður en
ég spyr hvemig upptökurnar gangi:
„Vel. Við tökum þetta upp í
skömmtum og semjum eiginlega jafn-
óðum. Við stefnum á tíu laga plötu,
þar af þrjú sem hafa komið út áður á
safnplötum. Við tökum upp í Grjót-
námunni með Þorvaldi Bjarni. Við
erum komnir meira út í
prógrammeringar og gervla til að fá
eitthvað nýtt í þetta. Maður er búinn
að vera í þessu beisik alveg heillengi
og rótin verður alltaf rokkið. Þau tvö
lög sem við erum að vinna að núna
eru t.d. allt öðravisi en það sem við
höfum gert áður - nýtt skref, fullt af
alls konar syntum. Það er frábært að
vera í hljómsveit með hljóðgervlum.
Þessi nýju lög krefiast þess að við
verðum með eitthvað af tónlistinni á
bandi á tónleikum, annars verða þau
svo hrikalega tóm.“
Kristinn og bróðir hans, Gunn-
laugur, eru búnir að rokka í ein sjö
ár, byrjuðu fimmtán ára með Tjalz
Gissur, unnu með Gunnari Bjama
í Jetz að einni plötu - „það var bara
bull því við vorum að pæla í allt öðr-
um hlutum" - en Vínyll er búinn að
vera starfandi á annað ár. Ég spyr
Kidda út í fyrirmyndirnar:
„Kóngurinn er náttúrlega fyrir-
myndin, Elvis. Þegar ég var lítill var
svo auðvelt að hlusta á hann, bara
einn gæi með gítar. Hann kom mér
út í músíkina, Elvis.“
Allt búið
eftir Akureyri
Vínyll hefur spilað þónokkuð úti á
landi, t.d. með Stuðmönnum á Akra-
nesi. „Þeir voru ótrúlega pró,“ segir
Kiddi, „maður getur lært mikið af
þeim.“
Vínyll var að spila með Quarashi
á Egilsstöðum um síðustu helgi.
„Það var kannski ekki brjálæðis-
lega fullt en helvíti gaman. Þar var
rokk, maður. ísland er rokkbæli. Þó
það sé einhver minnihlutahópur
sem hlustar á R&B þá er það alltaf
rokkið sem gildir."
Er einhver munur á hvernig
krakkar út á landi taka ykkur?
„Krakkar á landsbyggðinni eru
miklu jákvæðari í að skemmta sér
og hafa meira gaman af hlutunum
heldur en hérna. Maður spilar alltaf
á sömu stöðunum í bænum, Ingólfs-
torgi og eitthvert dæmi. Það er
skemmtilegt að spila á öðrum stöð-
um.“
Vínyll stefnir auðvitað utan og
Kiddi segir að bandið ætli að ein-
beita sér að því þegar platan er full-
gerð.
„Það er eina vitið. Þegar maður
er búinn að spila á Akureyri er
maður búinn að gera allt sem hægt
er að gera í íslensku tónlistarlifi. Og
við erum búnir að spila þar þrisvar.
Það verður ekkert öðruvísi. Maður
vill fá eitthvað nýtt, stærri markað
og bara gaman. Þó maður nái vin-
sælum lögum hérna þá breytist í
rauninni ekki neitt. Maður hélt að
það breytti einhverju en það gerir
það ekki. En það er gaman að ná
markmiðinu, að ná vinsælum lög-
um á eigin forsendum."
Eruð þið ekki að spila með Móu
systur þinni líka?
„Jú, ég spila á bassa og Halli á
hljómborð. Við höfum farið
nokkrum sinnum utan með henni
og verðum með henni á Popcom-há-
tíöinni í Köln í ágúst. Það er ekkert
erfitt að velja á milli. Músíkin
hennar Móu er náttúrlega bara
hennar dæmi og Bjarka. Við erum
bara í læfbandinu. Það er gaman og
góð reynsla. Ég flla músíkina henn-
ar en í Vínyl erum við að gera mús-
íkina sjálfir og það er auðvitað aðal-
málið. Það er einum of „easy way“
að vera bara farþegi í hljómsveit.
En við kynnumst auðvitað fólki á
þessu og það getur nýst þegar Vín-
yll fer að gera eitthvað."
Dæst yfir sveitaballa-
bransanum
„Við höfum gefið út ýmsar yfir-
lýsingar um sveitaballaböndin en
maður skilur alveg af hverju þau
standa í þessu, gæjarnir eru auðvit-
að bara að reyna að lifa á þessu, en
maður hefur samt alveg rétt á að
gagnrýna tónlistina."
Hafiði fengið einhver viðbrögð
við því?
„Já, við vöktum gríðarlega reiði i
ballbransanum með þessu Undir-
tóna-viðtali þegar við vorum að
byrja. FM tók þetta t.d. eitthvað til
sín og harðneitaði að spila okkur.
Þetta var dálítið hart, en samt, við
meintum það, en það er samt algjör
óþarfi að vera að tönglast eitthvað á
þessu.“
Getiði það nokkuð. Voruði ekki
að spila sjálfir meö Stuðmönnum?
„Ja, Stuðmenn eru öðruvísi en
aðrar sveitaballahljómsveitir því
maður ólst upp við þá. Þeir eru
kannski að spila sömu lögin og '82,
en samt. Mér finnst engin þróun í
þessari sumarsmellamúsík. Þetta
var töff '87, en núna? Æ, ég held
ekki.“
Þú semur textana hjá ykkur, mér
fmnst þeir dálítið skrýtnir:
„Skrýtnir? Já. Það á ekki alveg
við mig að segja hlutina beint út.
Mér fmnst betra að vera með tvö-
faldar merkingar. Inspired by Sat-
an, nei nei, ég segi bara svona.
Þetta hljómar eins og ég sé geðsjúk-
lingur. Mér fmnst textagerðin hjá
sveitaballaböndunum skrýtin.
Stebbi Hibnars hefur greinilega
komið með byltingu í textagerð í
sambandi við þessa músík. Það eru
allir „inspired by Stebbi". Og hver
er eiginlega ábyrgur fyrir þessu
sándi á þessum böndum? Það hefur
einhver farið úr sambandi einhvers
staðar á leiðinni. Æi, ég veit það
ekki,“ segir Kiddi og dæsir, „ef fólk
sér ekki fram á annað en að slá í
gegn á þessum sveitaballamarkaði
verður ekki til nein almennileg
músík.“
Keffel bangsi
uppi í tré
Hvaða, hvaða. Sveitaball, sumar
og sól, víf og ævintýr? Ég pumpa
Kidda um sögu af sveitaballi og
hann segir mér átakasögu af
bangsa:
„Við Steini í Quarashi fundum
hvítan bangsa á flugvellinum á Eg-
ilsstöðum sem við kölluðum Keffel.
Það var bara nafn sem kom. Þessi
bangsi upplifði margt, var hent í
poll og reynt að kveikja í honum.
Kvöldið endaði með því að við köst-
uðum honum hátt upp í tré þar sem
hann sat fastur. Enginn þoröi upp i
tréð, þetta var hátt tré, skilurðu, en
þá kom einhver gaur hlaupandi í
skikkju og segir: ég skal bjarg'essu!
Hann vippar sér upp í tréð, er langt
kominn upp, situr á grein og segir
Don't try this at home. Þá brotnar
greinin, hann fyrst á magann á eina
grein - hu - á bakið og svo lendir
hann á hálsinum og lá þar í hálf-
tíma. Sá eini sem hló var Steini i
Quarashi. Hann hló ógeðslega hátt
en allir aðrir voru stjarfir. Við vor-
um að pælí hvort gæinn væri dauð-
ur eða ekki, en þá loksins þusti
löggan á staðinn og reisti hann við.
Hann náði sér alveg en þetta var há-
punktur ferðarinnar!"
- glh
24. júlí 1998 f Ó k U S
19