Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 20
Bíóborgin Armageddon ** Bruce Willis stendur fyrir sínu sem mesti töffarinn í Hollywood í mynd þar sem frammistaða tæknimanna er þaö eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og því er Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK Mad Clty *** Sterk kvikmynd um það hvernig fjölmiðlar búa til stórfrétt. Þótt deila megi um hvort gíslatakan í myndinni geti staö- ið yfir í þrjá sólarhringa kemur það ekki að sök. Costa-Gavras hefur styrka stjórn á því sem hann er að fjalla um og hefur ekki gert betri kvikmynd I mörg ár. Dustin Hoffman og John Travolta eru öryggið uppmálað í aðalhlut- verkunum. -HK Mouse Hunt *** Músaveiðimynd sem seg- ir frá vitgrönnu bræðrunum Smuntz sem erfa snæraverksmiðju og niðurnítt hús (með mús) eftir fööur sinn. Sjálf músin er aöalhetja mynd- arinnar þar sem hún klífur og stekkur og sveifl- ar sér af mikilli fimi og hugrekki um húsið, sigrast bæöi á banvænum ketti og meindýra- eyði og hvomsar í sig kllói af osti án þess aö svo mikið sem gildna um miðbikið. -úd Bíóhöllin/Saga-bíó Slx Days, Slx Nlghts **i Fremur hug- myndasnauö en þó skemmtilega rómantísk gamanmynd sem gerist I fallegu umhverfi á eyjum I Kyrrahafinu. Myndinni er haldiö uppi af góðum leik aðalleikaranna Harrisons Fords og Anne Heche sem ná einstaklega vel saman. Aðrir leikarar standa sig ágætlega en hverfa í skuggann af gneistandi samleik Fords og Heche. -HK Lltla hafmeyjan *** Laugarásbíó Deep Rlslng ** Skrímslamynd sem greini- lega er gerö í kjölfar vinsælda Anaconda. Ótrú- lega saga um lítil sjávarkvikindi sem stækka eftir því sem þau lifa dýpra. Gerist myndin þar sem sjórinn er dýpstur. Sagan er ruglingsleg en tæknibrellur gieðja þá sem kunna að meta slíkt. Sem hryllingsmynd er hún of klisjukennd til að skapa almennilegan hroll. -HK Lost In Space ** Framtlðarkvikmynd sem byggð er á gamalli sjónvarpsseríu sem ekki þótti merkileg. Myndin er stór I sniöum og stundum mikilfengleg en sem betur fer tekur hún sig ekki alvarlega. Hægt er að mæla meö henni við alla fjölskylduna sem er meira en hægt er við aðrar framtlöarmyndir sem sýndar eru I kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar. -HK Hvað gerir Tom Cruise? Nú þegar glansliðið í Hollywood getur ekki velt sér lengur upp úr því hvað Leonardo DiCaprio gerir á næstunni þá beinir það augum sín- um að Tom Cruise sem ekkert hefur látið hafa eftir sér hver framtíð- arplön hans eru. Síðasta kvikmynd- in sem hann lék í og hefur verið sýnd var Jerry Maguire. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hann að mestu leyti verið að leika í kvikmynd Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut, og var hann kaUaður oftar en einu sinni aftur á tökustaö. Þótti stór- stjaman sýna meistaranum mikla þolinmæði, meiri þolinmæði en flestir aðrir. Samkvæmt tölum yfir aðsókn á síðustu myndir Toms Cru- ise er hann sú stórstjama sem er ör- uggasta fjárfestingin svo það er eng- in furða að fólk velti fyrir sér hvað hann ætli að gera næst. Tvö virt blöð í kvikmyndabransanum, Hollywood Reporter og Daily Vari- ety, hafa það fyrir satt að Tom Cra- ise hafi sýnt mikinn á huga á dramatískri rómantík, Steinbeck's Point of View, sem Warner Bros er að fara að gera. Fjallar handritið um mann með krabbamein sem fer nokkurs konar pílagrímsför til stað- ar sem var í eigu afa hans. Þar finn- ur hinn sjúki maður nýjan tilgang með lífinu. Warner hafði ráðið handritshöfundinn Brandon Camp til að leikstýra myndinni en það gæti breyst snögglega ef Tom Cruise tæki að sér hlutverkið. Af öðrum líklegum verkefnum má nefna Mission Impossible II og nafnlausa kvikmynd sem Steven Spielberg er með í undirbúningi. Kim Basinger kom mörgum á óvart með frammistöðu sinni í L.A. Confidental og fékk óskarsverölaunin. Fýrirsætur sem komu á óvart Fyrir frægar fyrirsætur liggur leiðin oftast greið yfir í kvikmynda- heiminn þegar þær kjósa slík starfs- skipti. En þar með er ekki sagt að þær kunni að leika þótt þær séu eins og fæddar til að vera fyrir framan myndavélina. Nýjasta dæmið um al- gjörlega misheppnuð starfsskipti hjá súperfyrirsætu er Cindy Crawford, Hún fékk bitastætt hlutverk í saka- málamyndinni Fair Game, sem henni tókst að klúðra eftirminnilega, Nokkrar fyrirsætur hafa náð tölu- verðri frægð í kvikmyndum og telj- ast í dag kvikmyndastjömur. Oftar en ekki hefor það verið glæsileikinn sem hefúr fleytt þeim áffarn fremur en leikhæfileikamir. Það hefur þó komið fyrir að fyrirsætur sem gerst hafa leikkonur hafi komið á óvart með góðum leik og hér er birtur listi yfir tólf bestu hlutverk kvikmynda- stjama sem allar komu úr tísku- bransanum. Besta frammlstaðan 1. Isabella Rossellini Blue Velvet 1986 LEIKSTJÓRII DAVID LYNCH 2. Lauren Bacall ?????? 1946 LHIKSTJÓRi: ????? 3. Cybil Sheperd The Last Picture Show 1971, leikstjóri: Peter Bogdanovich 4. Kim Basinger L.A. Confidental 1997, LEIKSTJÓRi: CURTIS HANSON 5. Audrey Hepburn Funny Face 1957, leikstjóri: Stanley Donen 6. Andie MacDowell Sex, Lies and Videotapes 1989, leikstjóri: Steven Soderberg 7. Rene Russo In the Line of Fire 1993, leikstjóri: Wolfgang Petersen 8. Elle Macpherson The Edge 1997 leikstjóri: Lee Tamahori 9. Candice Bergen Carnal Knowledge 1971, leikstjóri: Mike Nichols 10. Cameron Diaz My Best Friend's Wedding 1997, leikstjóri: P.J. Hogan 11. AIÍ MacGraw Goodbye Columbus 1969, leikstjóri: Larry Peerce 12. Lauren Hutton American Gigolo 1980, leikstjóri: Paul Schrader rokk, popp, pönk, blús, djass, fönk, íslenskt, erlent, létt, þungt og allt þar á milli. Fös. 24. júlí og lau. 25. jiilí BUTTF.RCUP fínir rokk- popparar, góö grúppa ct Gaukur á stöng - Huggulega brjálaður Gaukur á Stung, Trygg\agötii 22, 101 Reykjavík, Sími 511 1556. Fax 562 2*40. Netfang www.islaiulia.is/gaukurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.