Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 6
Sony PC10, stafræn myndbandstökuvél: Fyrir um þaö bil tuttugu árum fóru að koma á markað tæki sem gerðu vel efnuðu fólki kleift að taka sjónvarpsmyndir tii einkabrúks. Þótti mjög smart að eiga myndbandstökuvél og merki um mikla efnahagslega velmegun. Al- gengt var að i dönnuðum heimsóknum væri dregin fram myndbandsspóla með Kanariferð sumarsins og hún skoðuð af athygli. I þessa árdaga heimamyndbandagerðarinnar voru myndavélarnar á stærð við Labradorhund og voru þær tengdar við ferðamyndbandstæki sem vógu á annan tug kílóa. Vöðvabólga var mjög algengur fylgikvilli myndbandstöku og að endingu voru það frekar sjúkraþjálfarar sem græddu á þessum tækjum fremur en græju- salar. Eftir því sem verðið á tækjunum lækkaði varð eignarhaldiö almennara. Smám saman fór glansinn af því að eiga myndbandstökuvél og sjarminn viö það að horfa á heimamynd- bönd minnkaði mjög, enda algengasta myndefnið tærnar á tökumanninum og stétt á hreyfingu. Nú er svo komiö að myndbandstökur til einkabrúks þykja hreint ekki jafn smart og þær þóttu fýrir 20 árum. Mörgum þykir hrein- lega ósmart að taka viðburði daglegs lífs upp á band. En ekki lengur! Nú hafa flest helstu fyrirtækin í græjugeiranum komið fram með mjög litlar og handhægar upptökuvélar sem taka myndir sem jafnast á viö gæöin sem við sjáum í fréttatímum sjónvarpsstöövanna. Vél- in sem hér er til umfjöllunar heyrir til þessa flokks, hún er litil og nett en gefur samt frá- bærar myndir. Þaö vekur strax athygli að á vélinni er skjár sem er um þaö bil 8 cm á breidd og í honum sér fólk myndefnið sem það ætlar að taka upp. Þetta hefur þann kost í för með sér að myndatakan verður stöðugri, þvi ekki þarf að bera vélina upp að andlitinu. Á skjánum er hægt að horfa á þaö myndefni sem hefur ver- ið tekið upp. Einnig er hægt að hlusta á hljóö- ið, því í vélinni er örsmár hátalari (lágtalari?). Þegar allt er talið er hér um að ræða draumamyndbandstökuvél hvers heimilis, hún gerir alla sem vettlingi geta valdið að ágætis myndasmiðum og ætti að draga úr leiðindun- um sem fylgja því að horfa á hreyfðar og illa fókuseraðar myndir af tánum á skyldmennum f útlöndum. Stærstu kostir: • Vélin er lítil og létt. • Stór litaskjár sýnir vel myndefnið. • Hægt er að stilla Ijósopiö með þumlinum á meöan á töku stendur. • Linsan er í hæsta gæðaflokki og hægt að stilla fókusinn handvirkt. • Hægt er að hlaða myndefninu á staf- rænan hátt inn i tölvu og klippa efnið þar. • Bæöi stór litaskjár á hliöinni og lítill inni í vélinni. • Vélin er smíðuð úr málmi að stórum hluta og virðist a.m.k. vera nokkuð hnjaskþolin. Ókostlr: • Erfitt aö ná til allra stjórntækja í tökum. • Fáir og slappir myndeffektar. • Digitalzoom er eitthvaö sem gengur ekki upp. • Rafhlaða dugir aðeins í 40-50 mínútur noti maður litaskjáinn á hlið vélarinnar. Vélin fæst hjá Japis og kostar 179.000 kr. Sumar á Sýrlandi Stuðmenn riðjast inn á dauflegan islenskan músík- markað með frá- bæra skemmtiplötu. Platan hefur orðið klassik í tímanna rás og er sá stuð- brunnur sem Stuð- menn hafa alltaf getað sótt í. Med allt á hreinu **★★ Fyrsta „kombakkið" tekst firnavel með frábærri gaman- mynd og sniðugri tónlist sem Grýlurn- ar eiga þátt i. Topp- urinn á ferli Stuð- manna, þeir slá í gegn og þurfa ekki að vera berir til þess heldur bara fyndnir og sniðugir." .Frumkvöðlar »fortíðarinnar Tivolí ***i „Konsept“-plata um gamalt tívolífjör úr Vatnsmýrinni. Nost- algíunni fylgt eftir með angurværum ballöðum og sprell- fjörugum lögum. Meðlimina langar þó að gera „metnaðar- fyllri" tónlist og bandið leysist upp eftir plötuna. linhver þarf að vera fyrstur. Tón- listin, líkt og aðrar listgreinar, á sína brautryðjendur. Abba, Bítlarnir og Stuð- menn eru allt dæmi um frumkvöðla á sínum sviðum, þó markaður hinna síð- asttöldu hafi verið minni en hinna. Stuð- menn hafa átt miklum vinsældum að fagna og ferill þeirra er langur. En er hann orðinn of langur? Fókus hefur velt málinu fyrir sér með aðstoð nokkurra valinkunnra manna. Einkenni frumkvöðulsins er að gera eitthvað nýtt og ferskt sem enginn annar gerir eða hefur gert. Ferskleikinn varir þó ekki að eilífu. Ferill listamannsins liggur í fyrstu upp á við en svo kemur að toppnum er náð og framhaldið er hnign- irn. Kannski má skipta ferli frumkvöð- ulsins í fjögur þrep sem gætu verið eitt- hvað á þessa leið: Grái fiðringurinn **i Stuðmenn ráða sveitaballamarkaðin um eftir velgengni bíómyndarinnar og senda frá sér sex laga plötu. Það jafnast ekkert á við jass og Blindfullur meika það feitt. Sveitin eyðir þó gróða ársins ( bókina Draumur okkar beggja, rán- dýrt prenttækniund- ur sem selst illa.“ Þrep 1 „Tryllings-þrepið“ Æskulýðurinn trylltur með frumlegum og nýstárlegum flutningi. Tónlistar- maðurinn er í andstöðu við rikjandi ástand en skapar svokallað „trend“ sem aðrir reyna síðar að líkja eftir. Stuðmenn voru á þessu þrepi frá 1975-1982. Hljómsveitin var skemmtileg andstæða við hippana sem lifðu lifinu samkvæmt hugsjón- um sínum um ást og frið. Stuðmenn voru í fararbroddi þess hóps sem gerði grín að alvarleika hugsjón- anna. Þeir hömpuðu því sem þótti hallærislegt og ögruðu þannig ríkjandi hug- myndum. En þó Stuðmenn væru hallærislegir voru þeir það á skemmtilegan og séríslenskan máta. Þannig vöktu þeir at- hygli og fyrsta breiðskífa þeirra, Sumar á Sýr- landi, kom út við trylltar vinsældir 1975. Ári síðar kom svo platan Tívolí sem einnig sló í gegn. Eftir útgáfu plötunnar hætti hljómsveit- Jakob Frímann Magnússon stuðmaður. Færumst nær hinum upprunalega upphafspunkti mmm Kókostré og hvrtir mávar ** Með allt á hreinu fylgt eftir með ann- arri bíómynd, Hvít- um mávum, sem floppar. Tónlistin er djassað bitl, tvist og rokk og ekki sér- staklega sann- færandi. í góðu geimi ★* Nokkur ágæt ný lög í bland við eldri lög sem ekki höfðu komist á plötur Stuðmanna. Á gæsaveiðum Eftir Strax-ævintýrið, sem dró Stuðmenn m.a. til Kína í leit að frægð fyrir utan landsteinanna, er snúið við og gerð plata I hinum sér- íslenska og nett- púkó Stuðmanna- stíl. Valgeir semur Popplag í G-dúr (eða snurfusar Mariey-lagið „No Woman No Cry“), sem sprengir öll vinsældarmet. Annað gott og slgilt á plötunni er t.d. Energí og trú. „Eg hef satt að segja undr- ast að ekki skuli hafa komið fram sterkari einstaklingar og hljómsveltir en raun ber vitni. Þrátt fyrir að allir elski Stuðmenn eru margir á því máli að Stuðmanna- fílingurinn sé ekki til staðar í nýjustu lögum hljómsveitarinnar: Stuðmenn: -KPJ Rataðiá að gifta sig Dagur Sigurðsson hand- boltahetja gifti sig fýrir M viku í Friðrikskapellu á rí rm Hlíöarenda, sem væri 1 \ ekki í frásögur færandi Há ef hann hefði ekki gert það meö þvi að boóa I ættmenni sín og vini i Hi tvöfalt 25 ára afmæli í Valsheimilinu. Þegar á staöinn var komió var síðan farið í ratleik og fólki skipt i ýmsa hópa, vinir úr Versló í einum, vinkonurnar I enn öðrum og síóan fjölskylda og vinir úr handboltanum. Þegar hóparnir höfðu komist i gegnum ratleikinn þá brá þeim viö að sjá aö leikurinn endaöi í Friörikskapellu á Hlíöarenda. Þegar inn í hana var komið beiö þeirra séra Pálmi Matthíasson og Dagur Sig- urösson ásamt heitmey sinni sem var meö brúöarslör. Enginn hafði fengiö fregnir af fýrir- ætlan þeirra um að gifta sig og kom athöfnin öllum þægilega á óvart þegar séra Pálmi gaf eiskendurna saman. „Eg get fallist á að einhvem tím- ann á þessum langa ferli hafi verið hvikað frá upphaflega „concept- inu“, Þá hefur kannski sumum þótt ástæða til að gagnrýna hljómsveit- ina,“ segir Jakob Frímann Magn- ússon sem hefur verið einn aðal- burðarás Stuðmanna frá stofnun hljómsveitarinnar. „Að undanfornu hefur hljómsveitin hins vegar verið að færast nær hinum upprunalega útgangpunkti hins glaðbeitta sjálfs- háðs. Þaö sem hefur fyrst og fremst gert þessa hljómsveit að hljómsveit allra landsmanna er sú staðreynd að sumir greina háðið, aðrir bara græskulaust gamanið o.s.frv. Þannig hefur hljómsveitin náð að höfða til margra ólíkra hópa samfé- lagsins á mismunandi þroskastig- um, ef svo mætti að orði komast. Það mætti vonandi færa rök fyrir því að okkar eigin kimnigáfa hafi þróast og þroskast með tímanum og aö íronían sé ekki eins hrá og aug- ljós og í upphafi. Um leið þarf e.t.v. að rýna betur milli línanna til að meðtaka spaugið. Að öðrum kosti fer það hugsanlega fyrir ofan garð og neðan, a.m.k. hjá þeim sem eru gæddir takmörkuðum húmor. En það skiptir okkur einfaldlega ekki nokkru máli þó að slíkar raddir heyrist í bland við annað. Það sem skiptir okkur máli eru viðbrögð áhorfenda og sú staðreynd að við okkur blasa undantekningarlaust troðfull hús af hæstánægðu fólki og það á öllum aldri. En er fólkiö ekki mœtt til aó hlusta á gömlu lögin? „Auðvitað eru lögin úr Með allt á hreinu alltaf vinsælust en fólk kem- ur jú fyrst og fremst til að hlusta á lög sem hafa slegið í gegn og sem betur fer er slík lög að fmna á hverri einustu plötu sem hljóm- sveitin hefur gefið út. Hins vegar má benda á það að allt frá því að Sumar á Sýrlandi kom út hafa ávallt verið einhverjir íhaldssamir gegnrýnendur sem líkar betur við eldra efnið, m.ö.o. það sem var gef- ið út meðan þeir sjálfir voru upp á sitt besta og enn ekki staðnaðir. Þannig er Tívolí, Með allt á hreinu eða einhver önnur plata „þeirra" plata á meðan nýja efnið höfðar síð- ur til þeirra, svipað og með þá sem ekki hafa heyrt neitt bitastætt eftir að Presley dó, eða Ellington gamla þegar um gamla jassgeggjara er að ræða.““ Þegar talinu víkur svo að pening- um segir Jakob: „Það fer í taugarn- ar á sumum að Stuðmenn virðast þéna mikla peninga en það gleymist jafnan að líta tii þess að sveitin hef- ur gefið út um 125 lög í formi vín- ylplatna, geisladiska, kvikmynda, myndbanda, sjónvarpsþátta, út- varpsþátta og jafnvel bóka, en fyrst og fremst hefur þess verið gætt að halda framboði á hljómsveitinni ávallt takmörkuðu, a.m.k. mun minna en eftirspum er á hverjum tíma.“ Er kominn tími til aö nýir tónlistar- menn taki viö? „Ég hef satt að segja undrast að ekki skuli hafa komið fram sterkari einstaklingar og hljómsveitir en raun ber vitni. Páfagaukshátturinn er enn of einkennandi í íslensku tón- listarlífi. Við þá sem eru að gefa út á íslenskum hljómplötum óbreyttar út- gáfur af gömlum Bacharach-lögum eða útþynntar stælingar á amerískri rapptónlist hef ég tilhneigingu til að segja: Látiö ykkur detta eitthvað í hug sem þið getið eignað ykkur sjálf- ir, það verður drýgra veganesti þeg- ar til lengri tíma er litið.“ En hvaða hljómsveit finnst þér best af þessum allra yngstu? „Ég hef gaman af Vinyl. Söngvar- inn í þeirri hljómsveit er prýðilegur performer og margar skemmtilegar hugmyndir virðast vera í gerjun á þeim bæ“. 6 f Ó k U S 24. júlí 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.