Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 21
!■'
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
b í ó
bíódómur
Meg Ryan:
Fræg fýrir að
gera sér upp
fullnægingu
Meg Ryan leikur í City of Angels
hjartaskurðlækni sem verður fyrir
því óláni að missa sjúkling í aðgerð,
að því er virðist að ástæðulausu, og
hefur það mikil áhrif á líf hennar.
Hennar björgun felst í því að engill
var á staðnum og ákveður hann að
hjálpa henni þótt hann hafi verið í
öðrum erindagjörðum.
Meg Ryan á að baki einstaklega
glæsilegan feril. Að mörgu leyti getur
hún þakkað frægðina því að henni
tókst að gera sér upp fullnægingu á
eftirminnilegan máta í kaffihúsi í
einni af sínum fyrstu kvikmyndum,
When Harry Met Sally. í þeirri mynd
sýndi hún umtalsverða hæfileika
sem gamanleikkona og voru hennar
helstu hlutverk á næstu árum í gam-
anmyndum. Undanfarið hefur Meg
Ryan æ meira verið að færa sig yfir í
alvarleg hlutverk og má til að mynda
nefna leik hennar í When a Man
Loves a Woman, þar sem hún lék
alkóhólista.
Meg Ryan er gift leikaranum
Dennis Quaid og hefur það hjóna-
band ekki alltaf verið dans á rósum.
Quaid var án þess að hún vissi háð-
ur eiturlyfjum þegar þau kynntust. I
nokkur ár gerði hún sér ekki grein
fyrir vandanum en þegar kom að því
að taka þurfti á málunum stóð hún
sem klettur við hlið eiginmanns síns.
Meg Ryan fæddist 19. nóvember
1961 í smábænum Fairfield í Conn-
ecticut. Á námsárunum stóð hugur
hennar til blaðamennsku og innritað-
ist hún í háskólann í New York i þá
grein. Eftir nokkrar annir sneri hún
við blaðinu og innritaði sig i leiklist-
ardeOd. Að námi loknu var Meg
Ryan ein af þeim heppnu og þurfti
ekki að bíða lengi eftir að fá hlut-
verk. Hennar fyrsta stóra hlutverk
var í sápuóperunni As the World
Turns, en þessi sápa hefur gengið í
nokkra áratugi í bandaríska sjón-
varpinu. Ryan var í tvö ár í sápunni
og því næst tóku við hlutverk í sjón-
varpi og í tveimur kvikmyndum.
Stóra stökkið kom þegar henni
bauðst lítið hlutverk í Top Gun þar
sem hún lék á móti Tom Cruise. I
framhaldi var henni boðið annað að-
alhlutverkið í Innerspace þar sem
hún kynntist Dennis Quaid og giftu
þau sig stuttu eftir frumsýninguna.
Næsta kvikmynd sem Meg Ryan
leikur í er You Have a Mail. Þar leik-
ur hún á móti Tom Hanks. Þá hefur
hún einnig lokið við að leika i Hur-
lyburly á móti Sean Penn, Chazz
Palminteri og Kevin Spacey. -HK
Háskólabíó
Blúsbræöur 2000 ★★ Framhald framhalds-
ins vegna er víst óhætt að segja um þessa
misheppnuðu tilraun til að endurlífga Blús-
bræður án John Belushi. Ef ekki væri fýrir stór-
góða tónlist og enn betri flutning blúsmanna
þar sem stjörnur eru í hverjum bás þá væri lít-
ið varið í myndina sem fyrir utan tónlistina er
ein endemis della frá upphafi til enda. -HK
Rökkur ★★★ Gamaldags krimmi með mátu-
lega flókinni fléttu sem gengur ágætlega upp.
Rökkur er kvikmynd leikaranna. Mestur er.
fengurinn að Paul Newman sem heldur enn
reisn þrátt fýrir aldurinn. Gene Hackman og
Susan Sarandon standa einnig fýrir sínu. -HK
Grease ★★■*, Oft hafði ég á tilfinningunni að
það eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli
Grease væri að hún hefði með árunum tekið
á sig „kamp“-ímynd Rocky Horror Picture
Show. Þannig gengur hún upp fýrir mér. Að
þessu sögöu má síðan bæta við að lögin _
standa enn fýrir sínu og dansatriðin eru'
skemmtileg. -GE
Kringlubíó
Swltchback ★★ Sakamálamynd um rað-
morðingja sem gerist að mestu að vetri til í
Utah í Bandarikjunum. Dennis Quaid og Danny
Glover, sem eru hvor á sínum endanum f flétt-
unni, gera sitt besta en myndin er of hæg og
fyrirsjáanleg til að hún sé eins spennandi og
tilefnið gefur til kynna. -HK
Regnboginn
Mlmic ★★■*. Ég verð að játa að ég beið með
mikilli eftirvæntingu eftir nýju myndinni frá
Guillermo Del Torro eftir að hafa heillast ákaf-
lega af hinni afskaplega frumlegu og áhuga-
verðu vampýrumynd Cronos. Kannski er slfk
eftirvænting ósanngjörn. Þrátt fyrir frábærlega
flottar myndrænar útfærslur og skemmtilegar
sviðsmyndir þá fellur Mimic f þá gildru að vera )
of mikil eftirherma. -ÚD
The Object of My Afectlon ★★* Nicholas
Hytner ætlar sér mikið með þessari mynd
enda hefur hann leikstýrt metnaðarfullum
kvikmyndum á borð við The Madness of King
George og The Crucuble. Honum tekst að
sneiða fram hjá ýmsum gildrum en handritið
kemur f veg fýrir að honum takist ætlunarverk
sitt. -ÚD
Scream 2 ★★★ Þó Scream 2 nái ekki þeirri
snilld sem 1 átti þá held ég að ég geti ekki
annað en kallað þetta þriggja stjörnu hroll-
vekjuskemmtun. Eftir magnaða byrjun fór Scr-
eam 2 of hægt af stað en síðan tók hún kipp
og brunaði af stað og hélt uppi þessari líka *
finu spennu án þess að slaka á drepfýndnum
hroll-vfsununum og skildi við áhorfandann
ánægjulega hrylltan. -ÚD
Tltanic ★★★* Stórbrotin og ákaflega gef-
andi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst
James Cameron að koma heilli f höfn dýrustu
kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunar-
árátta Camerons skilar sér f eðlilegri sviðsetn-
ingu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Le-
onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg f hlutverkum elskendanna. -HK
Stjörnubíó
Skotmarklð ★★★ Ber öll einkenni hinnar fag-
urfræöilega ýktu sviðsetningar og sjónarspils
sem einkennir Hong-Kong myndir en hér er
spilaö fyrst og fremst upp á húmorinn.
Skemmtileg hasarmynd sem einnig er róman-
tfsk og kómísk. Mark Wahlberg tekst enn og
aftur vel upp. -ÚD r
Sam-bíóin: City ofAngels ★★t
City ofAngels verður frumsýnd í Sam-bíóunum í dag:
Endurgerð þýsk
verðlaunamynd
City of Angels, sem Sam-bíóin
frumsýna í dag, á langan að-
draganda. Árið 1988 sá framleið-
andinn Dawn Steel kvikmynd
Wim Wenders, Wings of Desire,
sem þá hafði unnið æðstu verð-
launin á kvikmyndahátíðinni í
Cannes, og keypti rétt til þess að
endurgera hana. Eiginmaður Dawn
Steel, Charles Roven, sem einnig
er kvikmyndaframleiðandi, segir
eiginkonu sína hafa verið hug-
fangna af myndinni, en jafnframt
verið ákveðna í að gera sína útgáfu
öðruvísi og það hafi tafið fyrir
framkvæmdinni. Stöðug leit að
góðri hugmynd tók loks enda þegar
Dana Stevens, sem var einn nokk-
urra handritshöfunda sem fengnir
voru til að gera drög að handriti,
kom með þá hugmynd að gera ást-
arsögu þar sem aðalpersónumar
hittust strax í byrjun. Þegar mynd-
in var fullgerð stóð þannig á að
Wim Wenders var í Hollywood og
var honum boðið að sjá myndina.
Hann segist hafa verið kvíðinn í
fyrstu en sá kvíði hvarf fljótt þar
sem myndimar em mjög ólíkar að
uppbyggingu. Að lokinni sýningu
sagði hann: „Þessi mynd er næst-
um jafngóð og þýska myndin sem
Nicholas Cage er í hlutverki engils sem bæði verndar og færir fólki dauðann.
ég er búinn að gleyma í augnablik-
inu hvað heitir."
Leikstjóri City of Angels er Brad
Silbertling á aðeins eina kvik-
mynd að baki, Casper, sem hann
gerði í fyrra. Silbertling kemur í
kvikmyndirnar úr sjónvarpinu þar
sem hann leikstýrði í nokkur ár
þekktum sjónvarpssyrpum á borð
við L.A. Laws, NYPD Blue og
Brooklyn Bridge. I aðalhlutverkum
em Nicholas Cage, Meg Ryan og
Dennis Franz, sem margir þekkja
úr sjónvarpsseríunni NYPD Blue.
“ *
meira a.|
www.visir.is
Englar dauðans eða verndarenglar
Lelkstjórl: Brad Silberling. Aðalhlutverk:
Nicholas Cage, Meg Ryan, Dennis Franz,
André Braughner.
Það myndi aldrei hvarfla að
mér að mótmæla því að Nicholas
Cage sé engill. Hann er allt of
skemmtilega margvíslegur til
þess að vera fyllilega mennskur.
Og enn einu sinni reynist hann
betri en myndin sem hann birtist
í. íslenskir kvikmyndaáhorfend-
ur hafa þegar fengið auka-
skammt af englum Wims Wend-
ers í Bömum náttúrunnar en þar
var þemað notað á öllu áhuga-
verðari hátt en hér í þessari
„endurgerð" Brads Silberlings á
Himmel úber Berlin. Cage er eng-
illinn Seth sem verður ástfang-
inn af hjartaskurðlækninum
(sbr. ást=hjarta) Maggie (Meg
Ryan) og stofnar til sambands við
hana, sambands sem eðlis þátt-
takenda vegna verður að vera
platónskt. Það er ekki fyrr en
Seth hittir hinn fallna engil,
Messinger (Dennis Franz), að
hann uppgötvar möguleikann á
holdlegri tilveru - og fellur um-
svifalaust. Það sem helst háir
þessari Borg engla er hvað hún
er ójöfn og misjöfn. Það er eins
og kvikmyndagerðarmennirnir
hafi aldrei getað gert upp við sig
hvers konar mynd skiöli gera,
listræna mynd um engla eða
hefðbundna rómantíska kómedíu
eða drama eins og Hollywood
framleiðir hugsunarlaust í
hrönnum. Hugmyndin um allt-
mnvefjandi engla, sem eru bæði
englar dauðans og verndarenglar
- án þess þó að geta nokkurn
tíma tekið virkan þátt í neinu -
er bæði indæl og póetísk. Mynd
Wenders leið nokkuð fyrir tilgerð
og því miður hefur sá vankantur
skilað sér áfram í endurgerðinni
og blandast einstaklega illa því
klisjukennda bandaríska ástar-
drama sem óneitanlega setur
sinn svip á City of Angels. En
þrátt fyrir þessa galla, tilgerð og
klisjur á City of Angels virkilega
fallegar og áhrifamiklar senur
inni á milli þar sem leikstjóra og
myndatökumanni tekst vel upp
við að skapa þá stemningu sem
upprunalega hugmyndin um
(ó)sýnilega engla býður upp á.
ÚlfhUdur Dagsdóttir
„Þrátt fyrir galla, tilgerð
og klisjur á City ofAngels
virkilega fallegar og
áhrifamiklar senur. “
t
24. júlí 1998 f Ó k U S
21