Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 9 DV Skjöl afhjúpa margra ára lögbrot Leyniþjónustu dönsku lögreglunnar: Safnaði upplýsingum um vinstrisinnaða Dani Skjöl sem nýlega fundust í skjala- safni Leyniþjónustu dönsku lögregl- unnar, PET, hafa valdið titringi á þingi og meðal almennings í Dan- mörku. Skjölin sýna að í mörg ár safnaði leyniþjónustan upplýsing- um um fólk sem var virkt í stjóm- málaflokkum á vinstri vængnum, þrátt fyrir að það væri ekki leyfílegt samkvæmt lögum. Vegna skjalanna, sem núverandi yfirmaður PET af- henti Fran Jensen dómsmálaráð- herra, hefur ríkisstjómin ákveðið að skipa óháða rannsóknarnefnd sem skoða á starfsemi leyniþjónust- unnar síðastliðin 30 ár niður í kjöl- inn. Annað skjalið sem um ræðir sýnir að Arne Nielsen, fyrram yfirmaður PET, gaf fyrirskipanir 1968 um að leyniþjónustan skyldi eftir sem áður safna upplýsingum um fólk sem virkt var í starfi vinstriflokk- anna. Þessar fyrir- skipanir gengu þvert á þær reglur sem Hilmar Baunsgaard, þáverandi forsætis- ráðherra, hafði kynnt um að framvegis væri Ríkisstjórn Pouls Nyrups Rasmussen tekur á njósna- hneyksli. að safna upplýsing- um um fólk vegna starfsemi þess í stjórnmálaflokkum. Hitt skjalið sýnir að þessi upplýsinga- söfnun var stöðvuð 1974 af þáverandi yfirmanni PET. Frank Jensen er allt annað en ánægður með þess- ar afhjúpanir og segir þær vekja upp spurningar um hvort Leyniþjón- usta lögreglunnar hafi starfað eins og ríki í ríkinu og hvernig upplýsingar i skjalasafni hennar hafi verið notaðar. Rannsóknarnefndin verður skip- uð landsdómara, lögmanni og há- skólaprófessor og mun ná yfir 30 ára tímabil. Það þýðir að fjöldi fyrr- verandi og núverandi ráðherra og embættismanna verða yfirheyrðir auk fjölda starfsmanna leyniþjón- ustunnar. Komist nefndin að því að einhver ofantalinna hafi brotið lög á sá sami refsingu yfir höfði sér. Ekki er aö vænta neinna upplýsinga frá nefndinni fyrr en árið 2001. Reuter mií +* I* Fleki sem tákna á þrælaskip er hér dreginn um götur Port au Prince á Haítí f hátíðahöldum til að minnast afnáms þrælahalds. Þann 23. ágúst 1791 gerðu þrælar á Haítí uppreisn og var sá dagur þvi valinn til að minnast afnáms þrælahalds víða um heim. Símamynd Reuters Útlönd Clinton sleppir golfi til að vera með frúnni Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur alveg sleppt því að spila golf það sem af er sumarleyfisins á Martha’s Vineyard undan strönd Massachusetts og veisluhöldin hafa verið lítil sem engin. Þess i stað hefur forsetinn verið öllum stundum með Hiliary, eiginkonu sinni, til að reyna að bæta fyrir framkomu sína í Lewinsky-mál- inu. Leiðir forsetahjónanna skildu svo í fyrsta sinn í tvo daga í há- deginu í gær. Clinton snæddi lax með vini sínum og ráögjafa, Vemon Jordan, en Hillary fór í bátsferð með vinum sínum. Embættismenn í Hvíta húsinu útilokuðu ekki í gær að Clinton mundi aftur ræða samband sitt við Monicu Lewinsky opinber- lega. Forsetinn viðurkenndi í síð- ustu viku í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að hann hefði átt í óviðurkvæmilegu sambandi við fyrrum lærlinginn í Hvíta hús- inu. Einn ráðgjafa forsetans lét að þvi liggja á sunnudag að Clinton kynni að biðjast opinberlega af- sökunar á framferði sínu. Beðið eflir svari Líbíumanna Bandarísk og bresk stjómvöld tilkynntu í gær að þau tækju boði Líbíustjómar um aö réttað yrði í Hollandi yfir mönnunum sem grunaðir eru um Lockerbie-til- ræðið þegar þota Pan Am var sprengd í loft upp á flugi. Líbíu- menn hafa lagt þetta til í nokkur ár. Nú er beðið viðbragða þeirra við samþykki landanna tveggja. Allt á floti í Suður-Texas: Sautján fundnir látnir Úrhellisrigning hefur valdið gif- urlegum flóðum í sunnanverðu Texasríki, við landamærin að Mexíkó, síðustu daga. Að minnsta kosti sautján manns hafa týnt lífi i flóðunum og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Búist er við að fleiri finnist látnir þegar björgunarsveitir hafa lokið leit í rústum heimila og fyrirtækja sem skoluðust burt þegar lækir breyttust í beljandi stórfljót eftir að 450 millimetra regn úr hitabeltis- lægðinni Charley féll á svæðiö. Talsmaður landamæraeftirlitsins sagði að þijátíu manna að minnsta kosti væri saknað. Ekki væri þó úti- lokað að þeir væra fleiri. Vörubílar og Þann 9. september mun 24 síðna aukablað um vörubíla og vinnuvélar fylgja DV. Meöal efnis: Dísilvélar og umhverfiskröfur. Kynntar ýmsar nýjungar á vörubíla- og vinnuvélamarkaöinum. Innflutningur á vinnuvélum. o.fl. o.fl. vinnuvélar Umsjón efnis: Þórhallur Jósepsson í síma 550 5000 Auglýsendur, athugið! Síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 3. september Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, 550 5000, fax 550 5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.