Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 Kaffidrykkja (slendinga: Meðheittá könnunni Kajfi hefur löngum veríð talið þjóðardrykkur íslendinga og eru margir sem ekki lifa af daginn nema fá sér sopa. Sumir eru sötrandi kajfi daginn út og inn og leggja minna upp úr gæðum en magni en aðrir eru vandlátir og vilja einungis gott kajfi. DV hitti hjónin Guðnýju Guðjónsdóttur og Guðmund Baldvinsson, eigendur Mokka, og þrjá aðra íslenska kajfidrykkjumenn. * kenndum íslendingum í Iw að drekka espresso og cappuccino" segja hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guð- mundur Baldvinsson. Mokka opn- aði árið 1958 og er það elsta kaffi- hús á íslandi sem hefur verið rek- ið af sömu eigendum frá upphafi. „Á þessum tíma voru fullt af kaffihúsum í Reykjavík, Hressó, Laugavegur 11 o.fl en þessar ítölsku kaffitegundir höfðu ekki sést áður hér á landi. íslending- um fannst þetta svolítið skrýtið til að byrja með og man ég að fólk spurði mikið um hvemig á því stæði að lítill espresso kostaði jafnmikið og stór venjulegur. Landinn var þó fljótur að taka þessa nýjung í sátt og höfúm við selt ófáa cappuccino og espresso síðan. Kaffi hefur löngum verið talið þjóðardrykkur íslendinga og er mörgum sem finnst þeir ekki vera vaknaðir á morgnana fyrr en þeir eru búnir að fá sér smá- dreitil. „Það drekka allir kaffi og hingað á Mokka kemur öll flóra Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldvinsson hafa selt ófáa kaffiboila í gegnum tíðina. Þau stofnuðu Mokka árið 1958 og voru fyrst til að koma með espresso og cappuccino hingað til lands. DV-mynd E.ÓI. íslensks mannlífs," segir Guð- mundur. „Menntaskóla- og há- skólanemar, listafólk og fólk úr öllum stigum atvinnulifsins. Á árum áður vom frú Vigdís Finn- bogadóttir og herra Ólafur Ragn- ar Grímsson hér daglegir gestir og hafa ýmsir frægir stjómmála- menn eytt ófáum stundum hér hjá okkur á sínum sokkabandsár- um.“ „Gallinn við kaffidrykkju ís- lendinga er að þeir drekka alltof mikiö kaffi og sérstaklega held ég að þetta vinnustaðakaffi sé hættu- legt,“ segir Guðný. „Þegar kaffi er látið standa lengi, eins og oft er gert á vinnustöðum, minnka gæð- in og þaö fer illa með magann í fólki. Sjálf drekk ég ekki nema 1-2 bolla á dag og þá yfirleitt þetta „gamla, venjulega" en Guð- mundur drekkur einn espresso á dag. Gott kaffi er gleðigjafi og mér finnst að fólk ætti frekar að drekka minna af kaffi og þá al- mennilegu kaffi en vera að drekka eitthvert sull allan lið- langan daginn.“ -me Möndlukaffi á morgnana Bergþór Pálsson söngvari segist vera þessi venju- legi kaffidrykkjumaður. „Ég fæ mér yflrleitt virkilega gott kaffi á morgnana og er möndlukaffi í miklu uppáhaldi hjá mér. Á daginn drekk ég mest Expresso en þegar ég fer á kaffihús verður Cappuccino oft fyrir valinu. Ég er enginn fíkill á kaffi og lifi alveg dag- inn af án þess að fá mér bolla. Það er misjafnt hvað ég drekk mikið af kaffi, stundum drekk ég ekki neitt en þegar er mikið að gera drekk ég allt upp í 10 bolla á dag. Ég byrjaði að drekka kaffi 17-18 ára gamall en þá drakk ég eingöngu venju- legt kaffi. Það er ekki fyrr en á seinni árum sem ég hef farið út í það að prófa eitthvað nýtt og spennandi og flnnst mér ósköp notalegt að setjast niður á kaffihúsi og fá mér virkilega gott kaffi.“ -me Bergþór Pálsson segir að þegar hann fari á kaffihús verði Cappuccino oft fyrir valinu. Algjör lífsnauðsyn Stefán Pálsson byrjaði að drekka kaffi 14-15 ára gamall og segist hann drekka um 2,5 lítra af kaffi á dag. Stefán Pálsson sagnfræðingur er maður sem sést sjaldan án kaffi- bollans. Ég byijaði að drekka kaffi þegar ég var 14-15 ára gamall og hef ég innbyrt ansi mikið magn síð- an.“ Það er engum orðum aukið því að Stefán segir blaðamanni að hann drekki að meðaltali 2,5 lítra af kaffl á dag. „Kaffi er það fyrsta sem ég fæ mér þegar ég vakna á morgnana og það síðasta sem ég fæ mér áður en ég sofna á kvöldin. Það er agaleg byijun á degi ef ég upp- götva að ég hef gleymt að kaupa kaffl og er ég ótrúlega fljótur að fá frá- hvarfseinkenni." Stefán segist drekka kaffi án mjólkur og sykurs því að þannig njóti kaffið sín best. „Ég er orðinn vanur því að drekka það kaffl sem að mér er rétt og er langt frá því að alltaf sé um eitthvert eðalkaffl að ræða. Gamalt, þunnt Braga- kaffl er jú kaffi líka. Þó að ég sætti mig við hvaða sull sem er finnst mér gott að fá stundum almennilegt kaffi og fer ég þá i Kaffftár eða aðrar „kaffibúöir" og kaupi mér reglulega góða blöndu. KafFi er algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir mig og get ég lofað því að ef ríki Karíbahafsins færu að setja á okkur viðskiptabann yrði ég fyrstur manna til að mæla fyrir því aö við gæfumst upp.“ -me Sykur og mjólkurkex Vigdís Guðbjartsdóttir hús- móðir byrjaði að drekka kaffi 10-12 ára. „Þá drakk ég kafflð með mjólk og mikl- um sykri og dýfði mjólk- urkexinu út í kaffið," segir Vigdís. „Þetta fannst mér voðalega gott. Mér flnnst enn þá mjög gott að fá al- mennilegt kaffi en ég sleppi frekar að fá mér kaffibolla en að drekka eitthvert sull. Heima drekk ég rautt BKI-kaffi eða Gull en einstaka sinnum fæ ég mér einn sterkan espresso. Ég fer annað slagið á kaffihús og fæ mér cappuccino eða Swiss Mocca sem mér finnst afar ljúffengt. Það er mjög misjafnt hvað ég drekk mikiö af kaffl. Ég helli alltaf á könnuna þegar koma gestir en ég nenni sjaldnast að hella upp á fýrir mig eina. Ætli ég drekki ekki að með- altali 4-5 bolla á dag. Ég nota mjólk og mola út í kaffið en mjólkurkexið er ekki lengur nauðsyn- legur hluti af kafflnu hjá mér. Einstaka sinnum fæ ég mér Irish coffee eða Tia Maria svona til hátíðabrigða.“ -me Vigdís er vandlát á kaffi og segist ekki drekka hvaða sull sem er. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.