Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 25. ágúst 1998
17
ÍJjUiíjjJjJ
íslensk erfðagreining:
fyrir
í ágúst 1996 tók nýtt fyrirtæki, íslensk
erfðagreining, til starfa á íslandi. Fyrirtæk-
ið vakti mikla athygli og hefur verið í
brennidepli íslenskrar þjóðmálaumræðu
síðan. Þótt mikið hafi verið talað, skrifað og
rifist um þetta nýja fyrirtæki hefur lítið
verið fjallað um það vísindastarf sem þar
ferfram eða fólkið sem þar vinnur.
DV heimsótti íslenska erfðagreiningu og
rabbaði við nokkra unga íslenska
r~j að er undarleg tilviljun að á ís-
gf lenskri erfðagreiningu skuli
vinna tveir menn að nafni Stef-
án Jónsson, og það sem meira er, báð-
ir eru þeir lífefnafræðingar. „Við
vinnum á tölvum við að búa til erfða-
upplýsingar úr tölvumyndum sem
koma út úr raðgreinum," segja Stefán
Jónsson og Stefán Jónsson. „Þær upp-
lýsingar sem við drögum úr mynd-
inni sendum við til tölffæðideiidar
sem notar þær til að fmna svæði á
litningum sem hafa erfðafræðileg og
raunvísindamenn.
tölfræðileg tengsl við þann sjúkdóm
sem verið er að rannsaka."
Til að aðgreina þessa ágætu menn
ákvað blaðamaður að kalla mennina
þeim frumlegu nöfnum Stefán Jóns-
son „fyrsti" og Stefán Jónsson „ann-
ar“.
„Ég hóf störf héma í apríl 1997 og
er þetta því annað sumarið mitt,“ seg-
ir Stefán Jónsson fyrsti. „Ég vann hér
í hlutastarfi með skólanum í vetur en
útskrifaðist með BS í lífefnafræði 17.
júní. Nú í haust er ég að fara í dokt-
Stefán Jónsson og Stefán Jónsson segjast ekki vera í vafa um að á íslenskri erfðagreiningu verði í framtíðinni gerð-
ar merkar uppgötvanir.
orsnám i Dublin.“
„Ég byrjaði héma 4. ágúst og er því
enn að setja mig inn í hlutina héma
og læra á ýmis tæki,“ segir Stefán
Jónsson annar. „Ég útskrifaðist fyrir
tveimur árum með BS í lífefnafræði
og er nú að skrifa MA-ritgerð í líf-
rænni efnafræði. Ég mun útskrifast
með MS-gráðuna í október." Stefán
Jónsson fyrsti og annar segjast báðir
vera mjög ánægðir hjá íslenskri erfða-
greiningu. „Það eru allir sammála um
það að íslensk erfðagreining er mikill
fengur fyrir íslenskt raunvísindafólk.
Áður en íslensk erfðagreining kom til
sögunnar var enginn virkilega spenn-
andi kostur í boði héma heima en
þetta fyrirtæki gerir það að verkum
að íslenskt raunvísindafólk kemur
frekar heim að loknu framhaldsnámi
erlendis. Hér er öll aðstaða eins og
best verður á kosið, þetta er besti
staður í heimi til að framkvæma
erfðafræðirannsóknir og hér er stór
hópur af mjög vel menntuðu og færu
fólki. Við erum ekki í nokkrum vafa
um að hér munu verða gerðar merk-
ar uppgötvanir á komandi árum og
hlökkum við til að taka þátt i því
starfi.“ -me
pottinn
Elísabet Einarsdóttir segir að á íslenskri erfðagreiningu hafi allir
áhuga á því sem þeir eru að gera og stundum gangi illa að koma
fólki heim úr vinnunni. DV-myndir E.ÓI
I _ lísabet Einarsdóttir var önn-
_ um kafin þegar DV bar að
garði en gaf sér þó tíma til að
líta aðeins upp úr vinnu sinni og
spjalla við blaðamann. „Það má segja að ég hafi
dottið í lukkupottinn að fá þessa vinnu," segir Elisa-
bet sem nú í haust útskrifast með BS í líffræði við
HÍ. „Ég byrjaði hjá íslenskri erfðagreiningu síðasta
vor og var svo að vinna með skólanum í vetur.
Núna er ég að vinna í hópi sem rannsakar arfgengt
heilablóðfall. Við erum ekki komin langt af stað en
markmiðið er að finna gen sem veldur þessum
hræðilega sjúkdómi. Þetta er rosalega spennandi og
gaman að vinna með öllu þessu hæfa fólki."
Elísabet segist ekki hafa farið í líffræði til að
verða rik heldur vegna brennandi áhuga á faginu.
„Síðan ég byrjaði hérna hef ég fengið enn meiri
áhuga á líffræði og einnig hefur þessi reynsla hjálp-
að mér mikið í náminu. Meirihlutann af þvi sem ég
kann hef ég lært á því að vinna hér á Islenskri
erföagreiningu. Ég ætla að vera hjá fyrirtækinu í
vetur en svo langar mig til að læra meira og taka
masterspróf. Hvort að ég tek það hér heima eða úti
hef ég enn ekki ákveðið."
Góður andi
Þegar Islensk erfðagreining tók til starfa í ágúst
1996 unnu þar um 55 manns en í dag eru þar um
230 manns. „Á þessu eina ári síðan ég byrjaði hjá
fyrirtækinu hefur orðið ótrúleg aukning og héma
vinnur mjög mikiö af ungu raimvísindafólki.
Þetta er skemmtilegur vinnustaður og er aðstaðan
hér í alla staði góð. Hér hafa allir áhuga á því sem
þeir em að gera og stundum gengur erfiðlega að
koma fólki heim úr vinnunni." Elísabet hefur ver-
ið nemendaráðgjafi í líffræðinni tvö síðustu árin
og segir hún að síðan að íslensk erfðagreining tók
til starfa hafi íslenskir stúdentar sýnt raungrein-
um vaxandi áhuga. „Nýnemar í líffræði hafa
aldrei verið fleiri en tvö síðustu árin viö HÍ og er
sömu sögu að segja með lífefnafræðina. Loksins er
komið fyrirtæki hér á landi þar sem íslenskt raun-
vísindafólk getur unnið við það sem það hefur
áhuga á.“ -me
Dattí
Opnar möguleika
slensk erfðagreining er vinsæll vinnustað-
ur hjá ungu raunvísindafólki," segir Vala
Dröfn Jóhannsdóttir líffræðingur. „Eftir
að ég útskrifaðist úr HÍ 1997 fékk ég styrk frá
Leonardo da Vinci til að vinna á rannsókna-
stofu í Frakklandi í eitt ár. Ég kom heim um
miðjan júlí og hef unnið hér síðan. Ég er í
10-12 manna hópi sem rannsakar arf-
gengan sjúkdóm en hver einstaklingur
vinnur með sitt afmarkaða verkefni.
Við fylgjumst þó vel með hvert öðm og
höldum fund einu sinni í viku til að
fara yfir málin. Þetta er samstilltur
hópur og er gaman að vinna með þessu
fólki.“
Rannsóknarstofan er langstærsta
deildin á íslenskri erfðagreiningu og
þar fer fram kjami allrar starfseminn-
ar. „Starf okkar felst i því að reyna að
finna gen, eitt eða fleiri, sem valda hin-
um ýmsu sjúkdómum. Vegna einangr-
unar í margar aldir er erfðamengi ís-
lensku þjóðarinnar mjög einsleitt en
það auðveldar okkur leitina að hinum
skaðlegu genum. ísland er því mjög vel
fallið til allra erfðafræðirannsókna."
Ýmsir hafa velt fyrir sér og haft
áhyggjur af lítilli aðsókn í raunvísinda-
deild við HÍ. „Ég tel að þennan litla
áhuga megi rekja til þess að það hafa
ekki verið nægilega spennandi mögu-
leikar í boði hér á landi fyrir raunvís-
indafólk. Með tilkomu íslenskrar erfða-
greiningar verður breyting þar á og hef
ég trú á að íslensku raunvísindafólki
muni fjölga hér á landi á næstu ámm.
Ég hef nú þegar orðið vör við aukinn
áhuga ungs fólks á fógum eins og líffræði, líf-
efnafræði og tölvufræði.
Ég er á leiðinni í mastersnám í S-Frakk-
landi nú í haust en ég gæti vel hugsað mér að
koma aftur og vinna hér i framtiðinni. Á ís-
lenskri erfðagreiningu fara fram áhugaverðar
og mikilvægar rannsóknir." -me
Vala Dröfn Jóhannsdóttir segist hafa orðið vör við
aukinn áhuga ungs fólks á fögum eins og líffræði,
lífefnafræði og tölvufræði.