Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 27 Hestar Úrslit - á þýska meistaramótinu Tölt 1. Walter Feldmann á Bjarka frá Aldenghoor 2. Irene Reber á Kappa frá Álftagerði 3. Suzan Beuk á Kolfinnu frá Vatnsleysu 4. Jolly Schrenk á Ófeigi 5. Hans-Georg Gundlach á Þyt frá Krossum 6. Rúna Einarsdóttir á Snerpu frá Reykjavík 9. Sigurður Óskarsson á Kát frá Stördal Fjórgangur 1. Irene Reber á Kappa frá Álftagerði 2. Walter Feldmann á Nökkva von Cartze 3. Jolly Schrenk á Ófeigi 4. Helmut Lange á Emi frá Eyrarbakka 5. Martin Gúldner á Hugarburði von Guggenheim 6. Hans-Georg Gundlach á Þyt frá Krossum Fimmgangur 1. Karly Zingsheim á Feyki von Rinkscheid 2. Tanja Gundlach á Geysir frá Hvolsvelli 3. Jens Fúchtenschnieder á Reyk frá Kringlu 4. Uli Reber á Pistli frá Búlandi 5. Dörte Mithau á Gletta von Ellenbach 6. Laura Grimm á Sæla vom Basselthof 7 Styrmir Árnason á Yngri frá Reykjavík Slaktaumatölt 1. Tanja Gundlach á Geysi frá Hvolsvelli 2. Daniel Berres á Mætti frá Króki 3. Thorsten Reisinger á Gösla 4. Anna Valdimarsdóttir á Safir frá Grænumýri 5. Tanja Heinze á Kolfreyju frá Hólakoti 6. Rosl Rössner á Skýjafák frá Djúpadal Gæðingaskeið 1. Karly Zingsheim á Fák frá Holti 2. Ralf Wohllaib á Svört frá Aldenghoor 3. Karly Zingsheim á Feyki von Rinkscheid 4. Dieter Becker á Feyki 5. Jón Steinbjömsson á Hárfagra vom Barhof 6. Diddi Sigurbjömsson á Kolbak frá Hvassafelli 7. Styrmir Árnason á Yngri frá Reykjavík 8. Herbert Ólason á Smára frá Borgarhóli 150 metra skeið 1. Yngri frá Reykjavík á 14,79 sek. Knapi: Styrmir Árnason 2. Stóri-Jarpur frá Akureyri á 14,83 sek. Knapi: Angantýr Þórðarson 3. Feykir á 14,83 sek. Knapi: Dieter Becker 4. Elvar frá Búlandi á 14,84 sek. Knapi: Brjánn Júliusson 5. Hárfagri vom Barhof á 14,87 sek. Knapi: Jón Steinbjömsson 6. Jónas von Ellenbach á 14,92 sek. Knapi: Dörte Mitgau 8. Kolur frá Stóra-Hofí á 15,3 sek. Knapi: Hulda Gústafsdóttir 9. Hvellur frá Læk I á 15,69 sek. Knapi: Hólmgeir Jónsson 250 metra skeið 1. Gordon frá Stóru-Ásgeirsá á 22,8 sek. Knapi: Bemd Schliekermann 2. Gammur frá Krithóli á 22,82 sek. Knapi: Lothar Schenzel 3. Fákur frá Holti á 22,89 sek. Knapi: Karly Zingsheim 4. Spútnik frá Hóli á 23,17 sek. Knapi: Herbert Ólason 5. Níels frá Árbæ á 23,62 sek. Knapi: Þórir Grétarsson 6. Sprengi-Hvellur frá Efstadal á 23,62 sek. Knapi: Uli Reber 8. Eitill frá Akureyri á 23,74 sek. Knapi: Brjánn Júlíusson sumarssýningin Bringa frá Feti, fjögurra vetra gömul, fékk 8,11 á síðsumarssýningunni á Hellu. Knapi er Erlingur Erlingsson. DV-mynd E.J. 128 kynbótahross voru fulldæmd á síðsumarssýningu á Hellu í síð- ustu viku, sex stóðhestar og 122 hryssur. Útkoman var ljómandi góð og taldi Jón Vilmundarson kynbóta- hrossadómari að þessi sýning væri sú besta til þessa á stórmóti á Hellu. Fjögurra vetra hryssa, Bringa frá Feti, var stjarna sýningarinn- ar, með 8,11 I aðaleinkunn, en auk hennar var ein fimm vetra hryssa og 9 hryssur í sex vetra flokknum með 8,00 eða meira í aðaleinkunn. Stóðhestar í yngri flokkunum gerðu engar rósir en í sex vetra flokknum fengu þrír hestar fulln- aðardóm og voru allir yfir 7,75 í aðaleinkunn. Stefnir frá Ketilsstöðum stóð efstur með 7,98 fyrir byggingu, 8,26 fyrir hæfileika og 8,12 í aðalein- kunn. Hann er undan Orra frá Þúfu og Brynju frá Ketilsstöðum og fékk meðal annars 10,00 fyrir hófa. Svaði frá Árbakka fékk 7,95 og Dagur frá Þverá I fékk 7,90. í sex vetra flokki hryssna fengu 9 hryssur hærri aðaleinkunn en 8,00. Ekki var mikill munur á efstu hryssunmn en List frá Litla- Dunhaga II stóð efst með 8,13 í að- aleinkunn. Hún er undan Sóloni frá Hóli og Tinnu frá Möðruvöll- um og fékk 7,60 fyrir byggingu og 8,66 fyrir hæfileika. Krás frá Stóra-Hofi, undan Stíg frá Kjartansstöðum og Kötlu frá Syðra-Skörðugili, fékk 7,83 fyrir byggingu, 8,36 fyrir hæfileika og 8,09 í aðaleinkunn. Linda frá Árbakka fékk 8,08 í að- aleinkunn. Hún er undan Leisti frá Álftagerði og Dala-Brúnku frá Kolkuósi og fékk 7,93 fyrir bygg- ingu og 8,24 fyrir hæfileika. Duld frá Víðivöllum fremri fékk 8,06, Reisn frá Húsatóftum fékk 8,05 í aðaleinkunn, Aría frá Laug- ardælum, Orka frá Kálfholti, Fiðla frá Kjarnholtum I og Blika frá Höskuldsstöðum fengu allar 8,01 í aðaleinkunn. Hylling frá Kvistum stóð efst 5 vetra hryssnanna og var sú eina sem fór í gömlu 1. verðlaunin. Hylling er undan Ófeigi frá Flugumýri og Hremsu frá Hafnar- firði og fékk 7,85 fyrir byggingu, 8,19 fyrir hæfileika og 8,02 í aðal- einkunn. Tilvera frá Votmúla fékk 7,93, Gifting frá Hofi I fékk 7,86, Issa frá Hrólfsstaðahelli 7,84 og Snót frá Brimilsvöllum 7,84. Bringa frá Feti, stjarna sýning- arinnar, er undan Orra frá Þúfu og Brynju frá Skarði. Hún fékk 7,83 fyrir byggingu, 8,39 fyrir hæfi- leika og 8,11 í aðaleinkunn og bæt- ist I hóp þeirra hryssna frá Feti sem hafa vakið athygli á undan- förnum árum. Steinvör frá Nautabúi fékk 7,76 og Rúna frá Varmadal 7,48. Leiðrétting Því miður urðu þau mistök í upptalningu á verðlaunahöfúm á Suðurlandsmótinu að nafn Hrefnu M. Ómarsdóttur féll niður, en hún varð i 4. sæti í fjórgangi unglinga á Hrafnari frá Álfhólum, eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. Besta síð- Þýska meistaramótið: Karly Zingsheim fékk flest gull Þýska meistaramótið var haldið um síðustu helgi. Margir íslending- ar kepptu á mótinu og voru nokkrir þeirra í efstu sætunum. Þeir geta þó ekki talist þýskir meistarar vegna íslenska vegabréfsins. Til dæmis sigraði Styrmir Árna- son í 150 metra skeiði á Yngri frá Reykjavík og Angantýr Þórðarson var annar á Stóra-Jarpi frá Akur- eyri svo þýski meistarinn Dieter Becker á Feyki varð í 3. sæti en þýskur meistari þrátt fyrir það. Hér eru taldir upp sigurvegarar í helstu greinunum og íslenskir knapar sem komust í B-úrslit. Nöfn margra hestanna eru kunn- ugleg og hafa verið í keppni hér á landi og jafnvel sem fulltrúar Is- lands á heimsmeistaramótum. Karly Zingsheim var sigursælasti knapi mótsins. Hann var stigahæsti knapinn og sigraði að auki í fimm- gangi og gæðingaskeiði. Eflaust munu einhverjir þessara knapa og hesta verða fulltrúar Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi á næsta ári. Dögg vó sig yfir átta Á síðsumarsýningu á Melgerðis- melum síðastliðinn laugardag náði ein hryssa af nítján fulldæmdum hærri aðaleinkunn en 8,00. Það var Dögg frá Eyvindarstöð- um, undan Glað frá Sauðárkróki og Vök frá Eyvindarstöðum. Hún fékk 7,93 fyrir byggingu, 8,07 fyrir hæfi- leika og 8,00 í aðaleinkunn. Skvetta frá Eiríksstöðum fékk 7,83 og Drottning frá Hofsstaðaseli 7,61. Fulldæmdar voru 15 sex vetra hryssur og fengu sex þeirra hærri aðaleinkunn en 7,50. 4 fimm vetra hryssur voru full- dæmdar og stóð efst Sending frá Indriðastöðum undan Dyn frá Múla- koti og Spurningu frá Indriðastöð- um. Sending fékk 7,50 fyrir bygg- ingu, 8,30 fyrir hæfileika og 7,90 í aðaleinkunn. Glóð frá Meðalheimi fékk 7,64 og Sólrún frá Ytra-Dals- gerði 7,59. 4 íjögurra vetra hryssur voru byggingadæmdar og fékk Vænting frá Garðshorni hæstu einkunnina 8,18. Vænting er undan Dyn frá Keldudal og Blesu frá Garðshomi. . «;• ■ýgt&A 'ÆKSiM /jft/ Hagstœö kjör WÁ w, Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni. Ife. a\W mil/i him/i 'ns, fSÍt Smáaugtýsingar rfiSÁ 550 5000 < ■T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.