Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Síða 36
> o
o
oO
UJ
so
o
s lo
<
c/3 O
kLO
m
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
Húsavíkurflug:
Yfirgnæfandi
líkur eru á
íslandsflugi
Yfirgnæfandi líkur eru á því að ís-
landsflug hefji áætlunarflug til
Húsavíkur þegar Flugfélag íslands
hættir flugi
þangað
þann 1. sept-
ember. Sam-
kvæmt
heimildum
DV kom
Ómar Bene-
diktsson,
framkvæmdastjóri íslandsflugs, úr
sumrafrii fyrr en ætlað var til að
ganga í þessi mál. Félagið mun telja
sig hafa þann vélaflota sem þarf til
að þjóna Húsvíkingum. ídag og á
morgun munu stjórnendur íslands-
flugs fara yfir dæmið og stjórn fé-
lagsins kemur síðan til fundar á
fimmtudag þar sem er að vænta
ákvörðunar í málinu. Ekki náðist i
Ómar Benediktsson í morgun. -RT
Breski listinn:
Alda beint í
7. sæti
Smáskífa Öldu Bjarkar Ólafsdóttur
með laginu Real Good Time fór beint í
7. sæti á breska sölulistanum sem birt-
ur var í fyrradag. Þama er um frábær-
an árangur að ræða því þetta er fyrsta
vika skífunnar á listanum. í gær höfðu
yfir 200.000 eintök selst. Lagið er eftir
Öldu sem syngur
það jafnffamt.
í helgarblaði DV
birtist nýlega við-
tal við Öldu en þá
hafði hún nýlega
sungið á Wembley
fyrir milijónir
manna áður en
Arsenal og
Manchester United
léku um Góðgerðarskjöldinn. Þá þegar
hafði Alda gert plötusamning við Wiid
Star Records sem er eitt virtasta út-
gáfufyrirtæki Bretlands um þessar
mundir. Er von á breiðskífu í nóvem-
ber og annarri smáskífú um svipað
leyti.
DV tókst ekki að ná tali af Öldu í
gær þar sem hún er á tónleikaferðalagi,
svokölluðu Road Show, um Suður-Eng-
land. Á bak við Road Show standa út-
varpsstöðvar víðs vegar um landið sem
fá söngvara til að koma fram. Nk.
fimmtudag verður Alda á Top of the
Pops sem er aðal-poppsjónvarpsþáttur-
inn í Bretlandi. Að því búnu heldur
hún tónleikaferðalaginu áfram og verð-
ur á ferð og flugi, a.m.k. út þennan
mánuð. Platan mun eiga að koma út í
Evrópu í dag ef allt fer samkvæmt áætl-
un. Álda mun fylgja útkomu hennar
eftir með tónleikahaldi. -JSS
Alda Björk.
Hér má sjá Halldór Blöndal taka á móti samráöherra sínum, Þorsteini Páissyni, í sextugsafmæli sínu sem hann hélt
upp á í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Hundruö manna voru í afmælinu en þingflokksfundir Sjálfstæðisflokks-
ins var haldinn á Akureyri í gær til þess aö þingmenn gætu haldið í afmæli flokksbróður síns. DV-mynd Anton
Andaílótti af Tjörninni:
Hðfðum
tekið tillit
„Þetta kom okkur algjörlega í opna
skjöldu, og sérstaklega að þetta skuli
gert með þessum hætti. Fuglafræðing-
urinn hefði alveg mátt tala við okkur
fyrr,“ sagði Harpa
Björnsdóttir,
framkvæmda-
stjóri menningar-
nætur í Reykja-
vík.
Jóhann Óli
Hilmarsson fugla-
fræðingur fullyrð-
ir að um 40 pró-
sent andanna á
Tjörninni í
Reykjavík hafi flúið við flugeldasýn-
inguna á menningamótt sl. laugar-
dagskvöld.
Harpa sagðist hafa verið í sam-
bandi við Jóhann Óla í fyrra þegar
flugeldasýningin var ákveðin á þess-
um stað. „Hann hefur aldrei haft sam-
band við okkur, þannig að við höfðum
enga vitneskju um þetta. Hefði hann
haft svo mikið sem grun um að þetta
gæti gerst hefði hann átt að tala við
okkur því við hefðum tekið tillit til
þess.“
Harpa sagði að málið yrði tekið fyr-
ir svo fljótt sem fuglafræðingúrinn
legði fram rökstuddar mælingar.
-JSS
Harpa
Björnsdóttir.
Komst lífs af ásamt félaga sínum og 10 ára dreng er bát hvolfdi á Þingvallavatni:
Hélt þetta væri búiö
Bjargvættirnir Hrönn og Guömann Reynir við bátinn sem
hvoifdi á Þingvallavatni. DV-mynd Pjetur.
„Þegar ég var kominn upp á kjöl-
inn á bátnum var ég hræddur í
10-15 sekúndur. Ég hugsaði með
mér, nú er tíminn kominn. Það var
myrkur og mér datt ekki í hug að
nokkur myndi sjá okkur eða heyra í
okkur. En svo var ekki um annað að
ræða en hugsa jákvætt," sagði
Kjartan Guðjónsson sem var bjarg-
að köldum af kili báts ásamt félaga
sínum og 10 ára dreng á Þingvalla-
vatni, á móts við Skálabrekku, í
fyrrakvöld.
„Þetta byrjaði með því að það
drapst á bátnum þegar við vorum á
leiðinni í land. Þegar ég byrjaði að
draga hann i gang aftur uppgötvaði
ég að aftasta hólfið af þremur var
orðið fullt af vatni. Stuttu síðar var
annað hólf orðið fullt líka. Ég fór að
reyna að róa en félagi minn og
strákurinn fóru fram í stafn. Á 2-3
mínútum fylltist báturinn og hon-
um hvolfdi. Við réðum ekki við
neitt.“
Félagi Kjartans hélt fast í dreng-
inn þegar ósköpin dundu yflr. Þre-
menningunum tókst
öllum að komast upp
á kjölinn. „Siðan var
ekki um annað að
ræða en kalla á hjálp.
Við flautuðum líka
því flauta var á vest-
unum,“ sagði Kjartan.
„Mér fannst þetta
ekki þægilegt. Samt
fannst mér að okkur
yrði bjargað," sagði
drengurinn við DV.
„Við heyrðum
neyðaróp en rosalega
dauft,“ sagði Guð-
mann Reynir Hilm-
arsson sem var stadd-
ur ásamt konu sinni,
Hrönn Ægisdóttur, inni i stofu sum-
arbústaðar við Skálabrekku, í á að
giska 800 metra fjarlægð. Glugginn
var opinn. „Við heyrðum „hjálp“ og
neyðina í röddinni," sagði Hrönn.
„Þetta var ofboðslega sláandi augna-
blik. Þetta var angistarvein. Við
höfum kynnst vatninu sem ekki hef-
ur skilað öllum sem hafa farið út á
það.“
Hjónin voru með bát við litla
bryggju skammt frá og ákváðu að
sigla strax af stað í áttina að þeim
stað sem neyðarópin heyrðust: „Ég
sá ekki bátinn úti á vatninu en
ákvað að taka Hörð Guðmannsson
bónda með okkur
Hrönn,“ sagði Reynir.
„Við sáum ljós á bíl
hjá bóndabænum,“ sagði
Kjartan. „Mér fannst
samt ótrúlegt að einhver
hefði heyrt í okkur.“
„Við sáum þremenn-
ingana sitja á kilinum og
það var þónokkur alda
þama þegar við komum
á staðinn,“ sagði Guð-
mann Reynir. „Mennirn-
ir tveir ríghéldu í strák-
inn. Við náðum að kom-
ast upp að bátnum og
koma þeim um borð til
okkar,“ sagði Guðmann
Reynir. Hann sagði að
mikil mildi hefði verið að þau hjón
hefðu heyrt í þremenningunum sem
ekki varð meint af. „Eina ástæðan
fyrir því að við heyrðum var sú að
við erum ekki með sjónvarp eða
önnur tæki. Við sátum bara inni í
bústað í kyrrðinni," sagði hann.
-Ótt
Veðrið á morgun:
Hiti 8 til 15 stig
Á morgun verður hæg vestlæg
átt og skýjað með köflum norð-
austanlands en annars litils hátt-
ar súld eða rigning af og til. Hiti
verður 8 til 15 stig að deginum.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Vörubílar
og leikföng í miklu úrvali
Heildverslun S: 567 4151