Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Síða 6
m a t u r f Ó k U S 28. ágúst 1998 Argentína ★★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað. Dýrustu ogenn þá bestu nautasteikur landsins, en ekki alveg eins innanfeitar og safa- rikar og áður." Op/'ð 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Einar Ben ★★ Veltusundl 1. 5115090. „Fremur þemahús en veitingahús og leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsaell og Fashion Café eða Planet Hollywood." Op/ð 18-22. Café Ópera ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499 „Undarlegir stælar einkenna þetta Café Óperu og þar virðist vera takmarkaður áhugi á mat- reiöslu." Op/ð frá 17.30 til 23.30. Fiðlarinn á þakinu ★★★ Sklpagötu 14, Akureyrl, s. 462 7100 „Matreiðslan stóð ekki undir háu verði en hún hefur batnað. Þjónustan var alltaf góö en nú er of mikið treyst á lærlinga." Op/ð 12.30- 14.00 Og 18.00-22.00. Hótel Holt ★★★★★ Bergstaðastræti 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í matargerðarlist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiösla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti." Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel Óðinsvé ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafn- vel í einni og sömu máltíð." Op/'ð 12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. Ítalía ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokk- arnir eru ítalskir, gæðaþjónust- an er hálfítölsk, vel valið vínið er að mestu ítalskt og tilviljana- kenndar veggskreytingarnar eru ítalskar. Það, sem tæpast hangir í Itölskunni, er mat- reiðslan. Bakaðar kartöflur og ameriskar pítsur eru einkennis- tákn hennar." Op/'ð 11:30-11:30. Játvarður ★★★ Strandgötu 13, Akureyrl, 461 3050 „Skemmtilega hannaður staður með fínlegri matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elsku- legri þjónustu sem getur svarað spurningum um matinn." Op/'ð 11.30-14.00 og 18.00-22.00. Lauga-ás ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfis- búa, sem nenna ekki að elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan að landi og frá útlöndum. Hér koma hvorki uppar né ímyndar- fræðingar." Op/'ð 11-22 og 11-21 um helgar. Lækjarbrekka ★★ Bankastrætl 2, s. 5514430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, fram- bærileg eða vond eftir atvikum. Með annarri hendinni eru geröar forvitnilegar tilraunir en með hinni er farið eftir verstu hefðum." Op/'ð md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30. Mirabelle ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir I profiteroles og créme brulée. Mirabelle er komin á gott skrið." Op/'ð 18-22.30. Pasta Basta ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131 „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigöi af góðum pöstum en lítt skólað og of uppá- þrengjandi þjónustufólk." Op/'ð 11.30-23.00 virka daga og 11.30-24.00 um helgar. Barinn er opinn til 1.00 virka daga og til 3.00 um heigar. Rauðará ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. „Túrista-steikhús. Nautasteikin getur verið góð, en hún getur líka verið óæt. Yfirþjónninn er svo önnum kafinn við að vera kammó að hann tekur ekki alvarlega ábendingar um að nautakjöt sé skemmt." Op/'ð frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn. Skólabrú ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dálítið fros- in. Þjónustan er kurteis og hóf- söm.“ Op/'ð frá kl. 18 alla daga. Smiðjan ★★★ Hafnarstrætl 92, Akureyrl, s. 462 1818 „Smiöjan hefur árum og sennilega árum sam- an verið eini staðurinn á Akureyri þar sem er þorandi að borða fisk." Op/'ð 18.00-22.00. þetta fólk í heimsókn? Allt frá tímum Loftleiða hafa íslendingar þráð að fá útlent fólk til að líta hér við, þó ekki væri nema í örskotsstund sem stop-over-farþegar á leið yfir hafið. Á síðustu áratugum hefur þessi þrá breyst í skipulagða herferð þar sem reglulega eru birtar upplýsingar um tölu fallinni. Og í þessu stríði er öllum brögðum beitt. Við segjumst eiga náttúruperlur, að hér sé kynlífsparadís, jafnvel að hér sé menningarborg. En hvaða fólk er það sem við erum að tæla hingað? Er þetta fólk sem við myndum vilja þekkja ef við værum ekki sannfærð um að það væri með að meðaltali 100 þúsund kall í vasanum sem við gætum grætt af því? Fókus fékk hóp valinkunnra mannþekkjara til spá í þetta fólk sem leggst yfir landið og borgina á sumrin, fyllir tjaldstæðin og kaffihúsin og virðist aldrei geta lært hvar Barónsstígur er. Vill einhver fá Helga Braga: „Yeees, typpaframlengingin virkar hérna.“ Þorsteinn: „Jussi Norgén kom til íslands til aö fylgja Bylgjulestinni um landið." Þorvaldur: „Þegar háriö fer að þynnast er fínt að fá sér svona stórt hjól. Ég skil ekki hvað hann er að gera með þessa skjalatösku." Jakob Bjarnar: „Ég man ekki til þess að hafa séð mótor- hjólagarp með skjalatösku fyrr. Ef ég væri Óli Umferðarráðs hefði ég af þessu þungar áhyggjur." Jakob Bjarnar: „Á þessu stigi er þessi einmanalegi ungi maður farinn að sjá verulega eftir því að hafa komið til Islands í staðinn fyrir að fara til Mallorca. Hann er búinn með alla pen- ingana og er að velta því fyrir sér hvort hann eigi fyrir pylsu.“ Helga Braga: „Hún fór frá mér og ég fór til fslands til að gleyma - en það tókst ekki. Ég er einmana og maturinn er vondur. I'm in heeell.“ Þorsteinn: „Oooo, rosalega sakna ég móður minnar." Þorvaldun „Þetta er gáfumaður sem hefur orðið fyrir von- brigðum með Kaffi List. Gáfumönnum finnst þeir komast í snertingu við náttúruna þegar þeir fá sér pulsu." Hard Rock Café ★★ Tommi er hættur og hávaði hefur aukizt, verð hækkað og gæði minnk- að. Innihald hefur vikið fyrir um- búðum, örugg formúla aukinnar vel- gengni, enda er oftar en áður beðið eftir borðum á Hard Rock Café. Staðurinn hæfir fólki, sem ekki þekkir annað en skyndibita og viU ekki annað en skyndibita; fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða ham- borgara og daufa ímynd þess aö vera úti að borða. Ósjálfstæðir við- skiptavinir eru ekki beinlínis að kaupa mat, heldur aðgang að þekkt- um stæl. Hávaðavænn sogar staðurinn til sín afmælisbörn og túrista, drykkju- lið og barnafólk, býður raunar vel þegna bamagæzlu á kvöldin. Óm- stríöir hátalarar yfirgnæfa tónlistar- myndbandarásina og bamsgrátinn en eiga í harðri samkeppni við drykkjuliðið. Hringlaga harðviðarbar úr vöra- lista hefur hrokkið inn á mitt gólf og storkar upprunalegum rokkminja- stíl hússins. Að öðra leyti er hús- búnaður að mestu óbreyttur og þjónusta jafn alúðleg og ágæt sem fym. Hér borga menn 975 krónur fyrir hamborgara og 1090 krónur fyrir samloku, 1750 krónur fyrir aðalrétt og 3170 krónur fyrir þríréttað með kaffi. Aðalréttur og súpa í hádeginu kosta 745 krónur. Súpa dagsins var í eitt skipti hefð- bundin, uppbökuð sveppasúpa og í annað sinn hveitilaus tómatsúpa, hvor tveggja með brúnu frans- brauði. Hard Rock Salat reyndist eins og annað salat hússins vera næsta einfalt jöklasalat, ferskt og hlutlaust. Nachos vora fyrrum betri, þegar hörðu tortilla-flögurnar vora bomar fram sérstaklega, en ekki í graut með álegginu. Santa Fe-hveitikökur vora bornar fram í stórri eftirrétta- skál með jöklasalati, fylltar creole- krydduðu kjúklingahakki. Fiskur dagsins tókst bezt. Pönnu- „Staðurinn hæfir fólki, sem ekki þekkir annað en skyndihita og vill ekki annað en skyndihita; fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða hamhorgara og daufa ímynd þess að vera úti að borða. “ steiktur karfi með mildri gráð- ostsósu var mátulega eldað- ur, svo og grillað- ur lax með mildri sjávar- réttasósu, hvor tveggja fremur mikið pipraður, borinn fram með jöklasalati. Lasagna dags- ins var bragð- sterk og kjötmikil, með mjúku hvítlauksbrauði og jöklasalati. Hversdagsleg var grilluð samloka með meyram kjúklingi, bráðnum osti, lárperumauki og auðvitað jöklasalati. Faitas var gott, tortilla-pönnu- kökur í bauk og snarkandi grillaö- ur kjúklingur og grænmeti á pönnu með lárperumauki og ýms- um sósum. Glóðargrilluð nauta- lund var smá í sniðum, en vel eld- uð, borin fram meö bakaðri kart- öflu og frönskum kartöflum í senn, svo og hinu endalausa jöklasalati staöarins. Ostakaka var hversdagsleg og mjólkurhristingur hnausþykkur, hæfilegur og síður en svo minnis- stæður endir á metnaðarlítilli og íhaldssamri matreiðslu. Kaffi var sæmilegt, svokallað espresso, stund- um lapþunnt og stundum sterkt og gott. Jónas Kristjánsson Þorsteinn: „Margret og Olav, náttúrufræðingar, komu til Islands til að kynna sér íslenska reðursafnið en urðu fyrir vonbrigðum. Margret: Þetta er í síðasta skipti sem ég læt draga mig yfir hálfan hnöttinn til að sjá uppstoppuð typpi." Jakob Bjarnar: „Þessi norsku hjón hafa aldrei botnað í því af hverju þessi þjóð flúði gósenlandið hér forðum og eru að reyna að átta sig á því núna. En allt kemur fyrir ekki... undrun þeirra vex ef eitt- hvað er.“ Helga Braga: „Þessi eru nýbúin að ræna bankahólf og hún er með peningana í svörtu töskunni. Þau lát- ast vera venjulegir vegfarendur en það er augljóst að þarna fara ræningjar. Fótabúnaðurinn er hins vegar flottur." Þorvaldun „Mér finnst merkilegt hvað svona fólk er eins alltaf. Hann hefur rekið einhvern frekar lítinn og venjulegan bissness, hún talað við kellinguna ( næsta húsi i 30 ár. Þau hafa orðið viðskila við hóp- inn og henni finnst það óþægilegra en honum.“ Jakob Bjarnan „Hérvera þessa gaurs er árangur þeirrar stefnu í ferðamálum vorum að hér sé að finna lauslátar konur. Hann er tilbúinn í slaginn og hugsar sér vel til veiðar þó svo að hann hafi aldrei komist í tæri við hitt kynið í heimalandi sínu - Nördalandinu góða.“ Þorvaldun „Þessi lagði áherslu á að finna gististað sem næst Húsdýragarðinum. Þarna er hún að leita að kúlunni sinni. Augljóslega norsk." Helga Braga: „Ooohh, hvað gerði ég við smokkana." Þorsteinn: „Er ég maður eða er ég kona? Jæja, ég geng þá bara í Fíladelfíu eins og Páll Rósinkrans." Þorsteinn: „Svetlana spyr: Hvaða lykt er þetta? Masha svarar: Hún er af mér. Ég geri ekki annað en svitna eftir að ég keypti þessa fjandans lopapeysu." Helga Braga: „Lessur in love. Þær eru greini- lega að skoða hringana og velta fyrir sér hvar þær eigi að láta gefa sig saman. Kannski í Surtshelli, kannski í fjörunni undir Dyrhóiaey.“ Eva María: „Þessi hafa sennilega fyrir sið að kaupa tískufatnað í því landi sem þau heim- sækja. En hann skal vera á niðursettu verði. Svona líta þau út fyrir að vera fyrsta flokks vegasjoppustarfsmenn hvaðan sem er af [s- landi.“ Þorvaldun „Hér á manni að finnast eitthvað fyndið við lesbiur i Rammagerðinni en þær þurfa að halda á sér hita eins og aðrir.“ Helga Braga: „Hún hugsar: Guð minn góður, hvað segir fíflið núna.“ Eva María: „Sannir túristar borða helst bara það sem þeir þekkja bragðið af og flýta þannig fyrir því að þjóðlönd heimsins líði undir lok og samsteypurnar taki við. Hvaða samsteypu verslar þú við? Hvaða afsláttarkorti ert þú ofurseldur?" Þorsteinn: „Þetta er fyrsta ferð Stefáns Halldórssonar til Reykjavík- ur. Hann er úr Kópavoginum og hefur aldrei heyrt talað um svita- sprey.“ Þorvaldur: „Það er allt í nösunum á þessum. Sennilega Dani. Kærast- an hans er að hugsa um hvort hún hafi fengið rétt til baka á MacDon- ald's og þau eru að fara heim á Hjálpræðisher að spila Yatzy." meira á. www.visir.is Dauf ímynd veitingahúss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.