Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Qupperneq 11
Húrra fyrir
bobbingum!
Bloodhound Gang, sem ærði
landsmenn i Laugardalshöll í fyrra,
gefur út nýja plötu, Horray for
Boobies, í nóvember. Jimmy Pop,
aðalsprautan í bandinu, segir að
mamma sín sé ekki hneyksluð út af
plötuheitinu (Húrra fyrir bobbing-
um) en sú gamla er, að sögn, ekki
ýkja hress með textann í laginu
Vagina sem verður fyrsta smáskíf-
an af plötunni. Þar segir: „Ég er að
leita að stelpu sem minnir mig á
mömmu/en það er erfitt að finna
stelpu sem er með húðflúraða
nöðru á rassinum/og hvað margar
stelpur þekkirðu sem geta spilað á
munnhörpu með píkunni?" Mamm-
an þvertekur fyrir að vera búin
þessum hæfileika. Auk gommu af
gelgjulegum klósetthúmor í þessum
dúr býður nýja platan upp á John
Taylor úr Duran Duran sem herm-
ir eftir Mick Jagger í jungle-útgáfu
af gamla stóns-slagaranum, Under
My Thumb. 1 byrjun lagsins segir
hann: „Hæ, þetta er John Taylor úr
Duran Duran og nú ætla ég að
herma eftir Mick Jagger. Hæ, þetta
Mick Jagger...“
maskínuhljóð. Ég held að ef djass-
fushion artistarnir á áttunda ára-
tugnum hefðu haft aðgang að þeim
tölvugræjum sem við höfum þá
hefði útkoman orðið svipuð. Á nýju
plötunni vildum við nota tækifærið
og taka upp með alvörustrengjum og
slagverki ef okkur sýndist svo. Við
vildum hafa tækifæri til að koma
hugmyndum í framkvæmd án þess
að þurfa að pæla í hver kostnaður-
inn yrði. Og útkoman er eiginlega
eins og við höfum hörfað frá fram-
tíðinni og reynt að finna nýjan byij-
unarreit fyrir tónlistina."
Þeim er nokk sama þó hörðum
d&b-hlustendum frnnist nýja línan
vera skrýtin. „Þegar við byrjuðum
að gera þessa tónlist var „drum &
bass“-nafnið ekki komið til sögunn-
ar og þau takmörk sem nafninu fylg-
ir, þá var allt opið og áherslan lögð
á tilraunir. Við höfum alltaf viljað
víkka sjóndeildarhringinn, kanna
alla möguleika á því hvað gengur í
dansgeiranum almennt. Kannski
hefur fólk alltaf séð okkur utan við
d&b-geirann því við höfum aldrei
einbeitt okkur að því að vera bara
hluti af senunni." -glh
Yoga: ★i
Ekki fyrir
hvern sem er
Experimental drum'n'bass frá Svfþjóö
hljómar dálítió, erm... blöhh?? Engu ab síbur
staöreynd, fyrsti geisladiskur Prime music
inniheldur 10 lög sem öll bera fremur steikt
nöfn eins og t.d. Really Clean og Midnight
Whale. Það eru engar upplýsingar af viti inni í
umslaginu á disknum, aöeins einfaldar mynd-
ir og hverjir semja lögin og heimasíða (www.
primal.se) sem ég bendi fólki á að skoða ef
það vill vita meira.
Lögin á diskinum eru dáiítið úr öllum áttum
hart, mjúkt og líka eitt lag sem er rappað yfir.
En það er eitt sameiginlegt með öllum lögun-
um og þab er að þaö eru einhver verulega twi-
sted hljóð í þeim öllum, ekta exþerimental
þótt taktarnir séu fremur venjulegir.
Þótt ég sé ekkert ýkja hrifinn af þessum
geira drum'n'þass tónlistar voru þó nokkur
lög sem mér fannst nokkuð góð og aðeins
eitt sem mér fannst verulega slappt. Það
er lagið sem MC Supernatural gerir tilraun
til að rappa yfir en rappið hans var svona
einhvers konar ho ho ha ha ha ha og eitt-
hvert þannig bull, hlátur og vitleysa. Keflið
bara vitleysinginn og ég verð ánægður.
Það verður að segjast að það er ekki fyr-
ir hvern sem er að hlusta á þennan disk og
eflaust mundu margir þurfa að hreinsa út
á sér eyrun eftir að hafa hlustað á hann en
experimentalfólk, endilega kíkiö á þetta.
Og svona í lokinn þá gæti ég trúað að
þessi diskur sómdi sér vel í sænskum eð-
alvagni á þýskri hraðþraut.
Guðmundur Halldðr Guðmundsson
framtíði
í „drum & bass“-geiranum eru
Dego MacFarlane og Mark Mac
goðsagnir. Þeir bera ábyrgð á fyrstu
stóru plötunni sem d&b-nafnið festist
við („In Rough Territory" frá 1991),
komu með djass-áhrif inn í stefnuna
með annarri plötu sinni, „Parallel
Universe", og kynntu Goldie fyrir
heiminum. Þó 4 Hero sé þeirra aðal-
samstarfsgrundvöllur hafa þeir unn-
ið saman undir nöfnunum Jacobs
Optical Stairway, Tom & Jerry, Nu-
Era o.fl. og sinn í hvoru lagi, m.a.
sem Tek 9 og Manix. Þá reka þeir
Reinforced útgáfuna og hafa dælt út
á annan hundrað plötum með upp-
rennandi d&b-tónlistarmönnum. Ný-
lega kom út stærsta verkefni þeirra
til þessa, 4 Hero-platan „Two Pages“
sem er tvöfaldur diskur og nýr kafli í
d&b-sögu félaganna. Þeir hafa slípast
heil ósköp, tónlistin hefur m.a. verið
kölluð nýaldar-d&b eða þjóðlaga-d&b.
Á fyrri disknum fá þeir bæði söngv-
ara og klassíska strengjahljóðfæra-
leikara til að spila og syngja með
hljóðgervlatrukkinu en á þeim seinni
er hefðbundnara og rafmagnaðra
d&b. Þeir gefa plötuna út á Talkin'
Loud merkinu sem er stöndugt eftir
margar vinsælar útgáfur, t.d. plötu
Roni Size.
„Við höfum lengi viljað kanna
hvemig tónlist við gætum gert með
meira fjármagni en við höfum haft
til þessa," segir Mark „og nú þegar
við höfum meira til ráðstöfunar get-
um við gert tilraunir og farið nýjar
leiðir. 4 Hero hefur alltaf snúist um
að blanda „alvöru" hljóðum við
4 Hero: „Reynum að finna nýjan byrjunarreit með „Two Pages“.“
i
\
GLCRfíUGNfíVCRLSUNIN I MJODD
OPTICfíL STUDIO DUTV FRCC STOR6