Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 '•fc og húsbúnaður 21 & 1 > 1 > > > Búslóð með notuð húsgögn: Frönsk kastalahúsgögn frá 1870 væntanleg „Ég á bráðlega von á mjög fal- legum húsgögnum frá 1870 sem eru upprunalega úr frönskum kastala. Þetta eru mjög velútlít- andi mublur sem gaman verður „Fólk kemur til mín með allt milli him- ins og jarðar. Þessa dagana er ég mest með antikhúsgögn. Ég hef tekið eftir því að það hefur aldrei verið jafn- mikil eftirspurn eftir þeim og nú,“ seg- ir Magnús Valdimarsson. að fá,“ segir Magnús Valdimars- son, framkvæmdastjóri verslun- arinnar Búslóðar sem verslar með notuð húsgögn og hluti til heimilisins. Hann kaupir tals- vert af antikhúsgögnum erlendis frá auk þess að fá til sín hluti frá íslenskum heimilum. „Fólk kemur til mín með allt milli himins og jarðar. Þessa dagana er ég mest með antikhús- gögn. Ég hef tekið eftir því að það hefur aldrei verið jafnmikil eftirspurn eftir þeim og nú.“ Að sögn Magnúsar hefur hann mikið að gera í því að taka við vörum en þær streyma inn á hverjum degi. Hann segir að einnig sé landsbyggðarfólkið duglegt að spyrjast fyrir á Net- inu eftir vörum frá honum. Hann sendir myndir af húsgögnum á Netinu svo fólk sem ekki á heim- angengt getur nýtt sér og skoðað vöruúrvalið. -em ) Bólstrun Ragnars Bjömssonar ( Springdýnur og * sjúkrarúm með fjarstýringu Húsgagnabólstrun Ragnars Björns- sonar ehf. var stofnuð árið 1943. Fyr- irtækið er í heimssamtökunum ISPA W sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem | sérhæfa sig í framleiðslu og hönmm springdýna. Einnig sérhæfir fyrir- " tækið sig í bólstrun og viðgerðum á eldri húsgögnum. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi við val á bólstruðum k höfðagöflum. Viðskiptavinurinn vel- ur hæðina, lögunina og áklæðið sjálf- > \ í \ ) I ) ) i ) I I ) í ) ) ) ur. „Því miður gerir fólk sér alls ekki grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að sofa á góðri dýnu. Það er und- irstaða þess að heilsan sé í lagi og að líkamanum líði vel í góðu rúmi. Mér finnst mjög slæmt hvað það eru fáir að selja dýnur sem hafa vit á því í raun og veru. Ég er mjög ósáttur við að fólk gefi sig út fyrir að vera sér- fræðingar þegar það er það ekki. Það er mikið um að fólki séu gefnar rang- ar upplýsingar varðandi val á dýnu. Það getur orðið afdrifaríkt," segir Ragnar Bjömsson. Húsgagnabólstrun Ragnars fram- leiðir einnig sjúkrarúm með fjarstýr- ingu sem hægt er að breyta stilling- „Því miður gerir fólk sér alls ekki grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að sofa á góðri dýnu. Það er undirstaða þess að heilsan sé f lagi og að líkamanum líði vel í góðu rúm,“ segir Ragnar. unni ár. Fjarstýringin er litil og handhæg með ljósi. Bæði er hægt að lyfta upp fóta- og höfðagafli og stilla þá að óskum hvers og eins. Ragnar er frægastur fyrir íslensku springdýnumar. Við framleiðslu á þeim eru notaðar lokaðar fjaðrir sem koma í veg fyrir að klæðning dýnunn- ar skemmist við áralanga notkun. Al- gengur endingartími þeirra er tólf til sextán ár. Ef dýnunum er snúið með jöfnu millibili endast þær mun lengur og fjaðrirnar í þeim laga sig aftur og aftur að líkamslagi eigandans. Hægt er að velja um þrjár tegundir spring- dýna, venjulegar, super og super deluxe. Fjórir stífleikar era í boði, mjúk, medium, stíf og extra stíf, allt eftir þörfum hvers og eins. Það hangir meira á spýtunni hjá Ragnari. Fyrirtæki hans hefur um árabil verið eini húsgagnaframleið- andinn á íslandi sem framleiöir ekta Chesterfield húsgögn. Þau fást bæði með leðri og áklæði. Einnig er hægt að velja um háa stóla, lága, tveggja sæta sófa, þriggja sæta sófa auk homsófa í þeirri stærð sem hentar. Fágað yfirbragð Náttúrulegt yfirbragð Kahrs parket Síeilt vfirbraeð O j o Nýr hugmyndabæklingur - allt sem þú þarft að vita um Kahrs parket RÁÐGREfÐSLUfí TIL 36 MÁNAÐA EUROCARD Umboösmenn Egils Árnasonar hf: Akranes Húsavík Veldu yfirborðsáferð: Háglans - Silkimatt - Olía Kahrs Egill Arnason hf Ármúli 8 Pósthólf 740 108 Reykjavík Sími: 581 2111 Fax: 568 0311 Netfang: www.isholf.is/earnason Parquet&Inspiration Skagaver S. 431-1775 - Málningarþjónustan S. 431-17991 Akureyri - Teppahúsið S. 462-5055 ■ Blönduós - Kaupf. HúnvetningaS. 452-4200 ■ Borgarnes - Kaupl. Borgfirðinga S. 437-1200 Kaupfélag Þingeyinga S. 464-0440 • Höfn f Hornafirði - K.A.S.K. S. 478-1200 ■ ísafjörður - Núpur S. 456-3114 ■ Keflavík - Dropinn S. 421-4790 • Neskaupstaður - Verslunin Vfk S. 477-1900 Ólafsvík - Litabúðin S. 436-1313 ■ Sauðárkrókur - Kaupf. Skagfirðinga S. 455-4612 ■ Vestmannaeyjar - Brimnes hf. S. 481-1220 Borðleggjandi gæði Sænska fyrirtækið Kahns hefur í áratugi framleitt parket í hæsta gæðaflokki og ávallt tekið mið af þörfum heimilanna í vali á viðartegundum. Til að auðvelda valið hefur Kahrs skipt parketinu í þrjár línur eftir því hvers konar yfirbragð fólk kýs að hafa á heimili sínu: Kahrs parket Style Selection, eða fágað yfirbragð, er hlutlaust og fágað gólf sem hentar þeim sem hafa smekk fyrir glæsilegum og stílhreinum húsbúnaði. Jafnt æðamynstur, samræmt form og jafnvægi í litum. Kahrs parket Classic Selection, eða sígilt yfirbragð, byggir á aldalangri hefð kynslóðanna. Stórkostleg viðargólf sem uppfylla ítrustu kröfur nútímans Life Selection, eða náttúrulegt yfirbragð, er gólfefni með kvistum og litabrigðum fyrir fólk sem kýs að gefa hýbýlum sínum frjálslegt útlit. Tilvalin skilyrði fyrir þægilegt andrúmsloft fullt af lífi og löngun. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.