Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 18
34 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 JLlV hús og húsbúnaður Bólstrarinn: Mikil handavinna að gera upp antikhúsgögn Bólstrun er löggilt iðngrein og fyrir um það bil mánuði síðan hélt Meist- arafélag bólstrara sýninguna „Hús- gögn vaxa ekki á tijám“ í Perlunni. Þar var margt að sjá og á sýningunni voru eingöngu íslenskar framleiðslu- vörur. íslenskur húsgagna- og bólstur- iðnaður er í mikilli sókn um þessar mundir. Meðal sýningaratriða voru ýmis verðlaunahúsgögn; ráðherra- stóll, fyrsta sveinsstykki sem gert var á íslandi, rókókóstólar, skólahúsgögn Eftir. og rúm svo eitthvað sé nefnt. Yfir- skrift sýningarinnar var eins og áður segir Húsgögn vaxa ekki á trjánum. Þar er vísað til þess að almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir því hversu mikið islenskur húsgagnaiön- aður hefur vaxið og þróast. Húsgagna- framleiðsla er i mikilli sókn bæði hjá stórum og smáum fyrirtækjum. „Ég starfa eingöngu við bólstrun húsgagna og það er nóg að gera í því. Þá er um að ræða antíkhúsgögn sem fólk vill láta gera upp svo dæmi séu tekin. Auk þess er orðið algengt að fólk sé að gera upp húsgögn sem eru gömul en hafa ekki náð því að verða antik. Áklæðið á þessum nýrri hús- gögnum er oft ekkert sérstakt," segir Hafsteinn Gunnarsson í Bólstraran- um. Að sögn Hafsteins er mikil handa- vinna við að gera upp antikhúsgögn- in. Yfirleitt er fljótlegra að bólstra og vinna nýrri húsgögnin því oft er hægt að gera þau upp í vélum. Annars er þetta mismunandi eftir því hvernig húsgögn eiga í hlut. „Ég hef tekið eftir því að það er meiri ásókn í gamla hluti heldur en áður fyrr. Við fáum til okkar fleiri gömul sófasett sem fólk viU láta bólstra. Unga fólkið hefur einnig mik- inn áhuga á þessum húsgögnum. Auk þess erum við farin að sjá tekkhús- gögn frá 1960. Sumum finnst þau mjög falleg. Það er yfirleitt mjög mikill áhugi fyrir gömlum húsgögnum. Fólk velur síðan yfirleitt áklæði sem passar hverjum stíl. Það er mjög misjafnt eins og fólkið er margt hvað því finnst fallegt. Við höfum mikið úr- val áklæða en þau eru öll sérpöntuð erlendis frá. Gerðir áklæðisins og lita- tónar verða að hæfa húsgagninu. Áklæðið verður að passa stílnum. Við erum með stórar prufubækur sem við lánum heim. Þá getur fólk skoðað ná- kvæmlega og borið saman viö hús- gagnið. Það tekur ekki nema nokkra daga að fá áklæðið þótt það sé sér- pantað," segir Hafsteinn. -em Eftir. Hér sést hvernig sófinn var útleikinn fyrir bólstrunina. Gömul húsgögn frá Skotlandi og skrautlegir speglar Valdís Ragnarsdóttir rekur Forn- sölu Fornleifs á homi Laugavegar og Klapparstígs. Hún flytur aðallega inn skosk húsgögn. Þau segir hún vera talsvert frábrugðin þeim dönsku sem algengt er að seld séu á íslandi. „Skosku húsgögnin eru talsvert ódýrari en þau dönsku en þau em auðvitað ekkert lík þeim. Það er um að ræða húsgögn frá því fyrir alda- mót og allt fram til 1930-40. Þetta er allt öðruvísi lína heldur en sú danska en sum þeirra eru útskor- in,“ segir Valdís. Valdís segist auk þess vera með skrautlega spegla með gylltum römmum sem hafa verið mjög vin- sælir að undanfornu. Nýlega fékk hún inn spegla frá Portúgal sem hún segir sérlega fallega. Speglamir em mjög viðamiklir að sjá og glæsi- legir. Einnig er hægt að fá þá með silfurrömmum fyrir þá sem em hrifnari af því. „Ég er líka með Tiffany-ljósin og Valdís Ragnarsdóttir rekur Fornsölu Fornleifs en þar kennir margra grasa, meðal annars flytur hún inn húsgögn frá Skotlandi. lampana en þau eru úr handblásnu gleri með málmþræöi. Þau era sér- staklega falleg en ekkert sérstaklega ódýr þar sem þau era handblásin." -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.