Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 10
 26 |jéís og húsbúnaðúr MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 UV Lystadún Snæland: Sérsníðum fyrir hvern og einn Lystadún Snæland framleiðir fjöldann allan af barnahúsgögnum og er þar fyrst að telja margar teg- undir hægindastóla úr svampi með skrautlegu áklæði. Einnig framleiða þeir sérhannaða sófa fyrir leikskóla. Sófarnir eru settir saman úr þremur dýnum og dregnir út í hvíldinni og notaðir sem hvíldardýna fyrir bömin. „Auk þess framleiðum við ormana og hestana sem börnin nota sem leikföng en áklæðið á þeim er allt mjög skrautlegt. Við getum framleitt nánast hvað sem er ef viðskiptavinurinn kemur með hugmynd til okkar,“ segir Guðmundur Baldursson, fram- kvæmdastjóri Lystadún Snælands. Guðmundur segir að til standi að breyta fyrirtækinu sem orðið er rótgróið. Ætlunin er að bjóða upp á allt fyrir svefnherbergin og skella sér þannig út á þann mark- að. „Við flytjum inn rúmbotnsdýn- ur, nokkrar í hverri tegund. Við erum með latex-dýnumar, svamp- dýnur og celsius-heilsudýnur lika,“ segir Guðmundur. Náttúrulegt gúmmí í kynningu segir að Latex sé náttúrulegt gúmmí sem unnið er úr gúmmítrjám. Það hefur mjög mikla og þægilega fjöðrun og er Hestarnir, sem eru framleiddir með skrautlegu áklæði, eru mjög skemmtileg og mjúk leikföng fyrir börnin. Mikio urval boröstofuhúsgagna, hægindastóla og eldhúshúsgagna Armula 8-108 Reykjavik Simi 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 Full búð af spennandi vorum. Sofasei Vorum að taka upp nýja húsgagna- sendingu m.a. sófasett hornsófa og staka sófar bæði í áklæði og leðri. Hjá okkur eru Visa- og Euroraösamningar ávísun á staögreiöslu •3 Einnig er hægt að fá rúm með fjarstýringu. Hægindastólar með svampi innan í og skrautlegu áklæði geta orðið góð jóla- eða afmælisgjöf. Fyrirsæturnar heita ísabella Ýr Finnsdóttir og Gréta Rós Finnsdóttir. talið eitt besta hráefnið í rúmdýn- ur, annaðhvort eitt sér eða með öðrum efnum, t.d. svampi eða fjöðrum. í latex-gúmmíinu eru lítil göt sem hleypa lofti í gegnum sig á náttúrulegan hátt og halda þannig dýnimni rakalausri og stuðla að því að hvorki bakteríur né ryk- maurar þrífist í efninu. Svamp- dýnurnar eru unnar úr polyuret- hansvampi og fást í mörgum gæða- flokkum og stífleikum. Celcius- heilsusvampur er seigur svampur með opnar sellur sem auðvelda öndun hans. Svampurinn lagar sig að líkamanum og þannig dreifir dýnan þunga hans eins og best I verður á kosið. „Það má ekki gleymast heldur að við sérsníðum dýnur í rúm hjá | fólki. Sumir koma með mál úr mjög gömlum rúmum til okkar. Þessi rúm eru ekki í stöðluðum | stærðum en við getum skorið dýn- urnar til eftir málinu. Ég vil ein- dregið hvetja fólk til þess að halda | fast í þessi rúm þar sem mjög gam- an er að eiga þau. Oft eru þetta rúm sem amma eða afi hafa átt,“ I segir Guðmundur. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.