Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Side 6
m a t u r ARGENTÍNA ★★★ Bar- ónsstfg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað. Dýrustu og enn þá bestu nautasteikur landsins, en ekki alveg eins innanfeitar og safaríkar og áður.“ Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. CAFÉ ÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499. „Undariegir stælar einkenna þetta Café Óperu og þar viröist vera takmarkaður áhugi á matreiðslu." Op/'ð frá 17.30 til 23.30. CARPE DIEM ★ Rauðarárstíg 18, s. 552 4555. „Hátt verölag hæfir ekki tilviljana- kenndri og brokkgengri matreiðslu staðarins.” Op/'ð kl. 18-20 virka daga, 18-23 um helgar. EINAR BEN ★★ Veltusundl 1. 5115 090. „Fremur þemahús en veitingahús og leggur meiri áherslu á umbúðiren innihald. Einar Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café eða Planet Hollywood." Op/'ð 18-22. HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568 9888. „Staðurinn hæfir fólki, sem ekki þekkir annað en skyndibita og vill ekki annað en skyndibita; fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða hamborgara og daufa ímynd þess að vera úti að borða. Þjónustan jafn alúöleg og ágæt og fyrr." Op/'ð 11.30-23.30. HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaðastræti 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber I matargerðarlist af öðrum veitingastofum lands- ins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin matreiðsla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti." Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíð." Op/'ð 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Öll umgjörð Iðnó er vönduð og stílhrein. Henni fylgir traust og góð þjónusta og matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóðir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnisstæö- ir.“ Op/ð frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. „Eignar- haldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir og gæðaþjón- ustan er hálfítölsk. Það, sem tæpast hangir í ítölsk- unni, er matreiðslan." Op/'ð 11.30-11.30. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Margt er það, sem dregur, matreiðsla, verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera Kínahúsið að einni af helztu matarvinjum miö- bæjarins." Op/'ð 11.30-14.00 og 17.30-22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki aö elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá útlöndum. Hér koma hvorki uppar né ímyndarfræðingar." Op/'ð 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, frambærileg eða vond eftir atvikum. Með annarri hendinni eru gerðar forvitnilegar til- raunir en með hinni er fariö eftir verstu hefð- um." Op/'ð mánudaga-miövikudaga 11-23.30, fimmtudaga-sunnudaga 11-0.30. MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6„ s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir í profiteroles og créme brulée. Mirabelle er kom- in á gott skrið." Op/'ð 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góðum pöstum en lítt skólað og of uppáþrengjandi þjónustufólk." Op/'ð 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s. 5618555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir því.“ Op/'ð 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um helgar frá 18.00-23.30. RAUÐARÁ ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. „Túrista-steikhús." Op/'ð frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir absókn. SKÓLABRÚ ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm." Op/'ð frá kl. 18 alla daga. m ’Á-TSr j ám JÞE VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 551 8666. „Nú virðist Tjörnin endanlega hafa gefið foryst- una eftir og raunar annað sætið lika, gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." Op/ð 12-23. ÞRÍR FRAKKAR ★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum is- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." Op/'ð 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um heigar en til 23 föstu- og laugardag. |meira á| www.visir.is Kínamúrinn: ★★ Verð og metnaður í hófí Kínamúrinn er notaleg matar- hola, sem líður fyrir afleitt veit- ingahús með sama nafni, sem um hríð var rekið á þessum stað. Þetta nýja er miklu betra, býður sómasamlegan mat við vægu verði, eitt fárra frambærilegra hér á landi, sem kenna sig við austræna matreiðslu. Við ramman reip er að draga við Hlemmtorg, þótt staðurinn sé áberandi. Reynslan sýnir, að í þessum húsakynnum hefur hver veitingastaðurinn á fætur öðrum lagt upp laupana: Kráin, Mamma Rosa, Zorba, Alex, Rauði sófinn og Prag, sumir hverjir betri en sá, sem nú storkar örlögunum. Veitingasalurinn er óbreyttur frá fyrri tilvistarstigum, einfaldur vinkill umhverfis skenkinn, hóf- lega búinn Kínaskrauti og lágvær- um Austurlandahljómum í seinni tíð. Þjónusta er austræn og við- kunnanleg, í meira lagi undirgef- in í samanburði við íslenzka hefð. í hádeginu fæst súpa og val milli nokkurra aðalrétta á 580 krónur að meðaltali. Á kvöldin er mest byggt á fjögurra og fleiri rétta syrpum á 1880 krónur að meðaltali. Hvort tveggja hlýtur að teljast notalegt fyrir viðskiptavini og gefur ekki tilefni til listrænna tilþrifa í eldhúsi. Súpur eru misjafnar. Blönduð sjávarréttasúpa var tær og fremur þunn rækju- og fiskisúpa. Eggja- dropuð sjávarréttasúpa var betri rækju- og skötuselssúpa. Blandað- ir réttir kaldir reyndust vera spjótgrillað lambakjöt, pönnu- steikt nautakjöt og fátækleg gúrka, sem gekk undir nafninu sjávarréttur. Pönnusteiktur smokkfiskur var seigur, svo sem búast má við á austrænum veitingastað, gerólík- ur hinni meyru matreiðslu hans á góðum Vesturlandastöðum. Pönnusteiktur koli var hins vegar milt eldaður, borinn fram með mildri sojasósu. Djúpsteiktur humar var í miklum, en léttum hjúp, góður á bragðið, borinn fram með súrsætri sósu. Kong Pau-kjúklingur með hnet- um var ekki heldur ofeldaður og ágætlega bragðsterkur, rétt eins og Szechuan-pönnusteikt nauta- kjöt með sterkum pipar í sósunni. Milt var hins vegar snöggsteikt lambakjöt. Yfirleitt voru betri gætur hafðar á eldunartíma en tíðkast á austrænum veitingahús- um hér á landi. Pönnusteikt grænmeti, sem fylgir næstum öllum réttum, fiski jafnt sem kjöti, er fremur staðlað, bambus, blaðlaukur, laukur, kína- kál og gulrætur. Það bendir til, að kunnáttusvið kokksins sé í þrengsta lagi. Sú kenning fékk byr undir báða vængi, þegar beðið var um sæta vorrúllu með þeyttum rjóma sam- kvæmt matseðli. Ekki var hægt að fá hana, heldur sæta vorrúllu með ís, þeyttum rjóma og súkkulaðisósu. Ekki var hægt að fá sleppt ísnum og sósunni, svo að sennilega kemur rétturinn full- gerður og frosinn í hús. Djúpsteiktar eplakúlur voru góðar, bornar fram með vanilluís og þeyttum rjóma. Jasmín-te var ekki fáanlegt, sem bendir til, að metnaði staðarins sem Austur- landahúss sé í hóf stillt. Jónas Kristjánsson „Kinamúrinn er notaleg -m matarhola, eitt fárra * frambærilegra veitingahúsa hér á landi, sem kenna sig við austræna matreiðslu.11 Eins og komiö hefur fram í frétt- um hefur dómsmálaráðherra nú lagt til að komið verði á fót sér- stakri stofnun sem gegni því sívax- andi hlutverki sem tölvunefnd ann- ar ekki lengur. Persónuvemd Rík- isins mun formlega taka til starfa um áramót og hefur dr. Ásgeir B. Magnússon verið ráðinn í starf forstöðumanns hinnar nýju stofn- unar. Ásgeir lauk B.A.-prófi frá tölvufræðideild HÍ árið 1989 og doktorsnámi í sömu grein frá Berkeley-háskólanum í Kalifomíu árið 1997 þar sem sérgrein hans var tölvur sem vöm einkalífsins. Ás- geir flutti heim fyrr á þessu ári og hefur verið í sérverkefnum hjá dómsmálaráðuneytinu og sinnt undirbúningsvinnu við hina nýju ríkisstofnun. „Persónuvernd Ríkisins verður í eðli sínu ekkert öðru vísi en Holl- ustuvernd Ríkisins eða Náttúru- vernd Ríkisins. Okkur er ætlað að vemda vissar persónur sem fremur öðrum þykir þörf á að vernda, líkt og gert hefur verið við dýrmætar náttúruperlur landsins. Auðvitað gerum við ráð fyrir að val okkar á persónum verði umdeilt, það mun alltaf koma til með að verða það, og viö gerum okkur grein fyrir því. En við teljum þó að með tíð og tíma verði almennt samkomulag í þjóð- félaginu um þá menn sem þarf að vemda. Sjálfsagt kemur að því ein- hvemtíma að allir muni njóta per- sónuverndar en eins og staðan er í dag ráðum við ekki við það tækni- lega. Menn þurfa að gera það upp við sig og ákveða hvaða persónur sé mikilvægt að vernda. Fyrst og fremst er um að ræða ýmsa framá- menn í þjóðfélaginu, fólk í lykil- stöðum, þekkta einstaklinga og þá sem em sérstökum og þjóðhagslega hagkvæmum hæfileikum búnir, eins og til dæmis skákmenn, Ever- est-fararnir og landsliðin í fótbolta og handknattleik. Valið verður í höndum fimm manna nefndar sem starfar utan stofnuninnar en end- anlegt vald liggur auðvitað hjá ráð- herra.“ Að sögn Ásgeirs þekkir Þor- steinn Pálsson vel til þessara mála, hann hefur fylgst með þróun persónuverndar í nágrannalöndun- um og lagt mikið upp úr því að koma slíkri stofnun á laggirnar hér heima. Að auki hefur dómsmála- ráðherra fengið að kynnast per- sónuvemd af eigin raun, þvi hann hefur ásamt fjórum öðrum framá- mönnum í íslensku samfélagi tekið þátt í reynsluverkefni sem er liður í undirbúningsvinnu að stofnun Persónuverndar Ríkisins. „Þorsteinn Pálsson hefur sjálfur notið persónuverndar nú um fimm mánaða skeið og er geysilega ánægður með það hvemig til hefur tekist. Sama má segja um hina ein- staklingana fjóra sem hafa tekið þátt í verkefninu. Menn eru á einu máli um það að þetta sé það sem koma skal. Sumir gera því jafnvel skóna að með vemdinni hafi þeir hafið nýtt lif. Aflt þetta ætti að vera okkur gott vegarnesti nú þegar starfsemin fer senn í gang. „ Ásgeir segir hina eiginlegu per- sónuvernd einkum felast í alhliða „aðgangsvernd" sem hann kallar svo. „í rauninni má líkja þessu við það hvernig Securitas-fyrirtækið vaktar sína viðskiptamenn. Litlum örsendi, sem á íslensku hefur hlot- ið nafnið „lús“, samanber mús, er komið fyrir á einstaklingnum. Það er hægt að láta græða hann í inn- veggi nasa eða bora fyrir honum i tennur en enn sem komið er erum við með hann utanáliggjandi ef svo má segja, í úri, giftingarhring eða öðru slíku. Þorsteinn Pálsson er til dæmis með tölvulúsina í gler- augnaumgjörð sinni. Lúsin sendir stöðugt merki í móðurtölvu í stjómstöð og gerir okkur þannig kleift að fylgjast með öllum ferðum hans. Að auki eru öll símtöl til ráð- herrans „filteruð“ í gegnum tölvu- kerfið okkar, þar eru vinsuð út öfl óæskileg og óþægileg símtöl, öll „bögg“ eins og sagt er. Síðan emm við með fimm myndbandstökuvélar á heimili og vinnustað viðkomandi auk tveggja í bílnum sem rúlla all- an sólarhringinn og eru beintengd- ar inn í stjómstöð. Þetta síðast- nefnda er umdeilt atriði og það tek- ur suma nokkurn tíma að venjast þessu en þetta er fyrst og fremst hugsað sem vernd persónunnar gagnvart sjálfri sér, svo hún fari sjálfri sér ekki að voða. Um þetta hefur verið fjallað af mörgum „Þorsteinn Pálsson hefur sjálfur notið persónu- vemdar nú um fimm mán- aða skeið og er geysilega ánægður með það hvemig til hefur teklsL" tölvusiðfræðingum og sýnist sitt hverjum en mín skoðun er þó sú að hagsmuni heillar þjóðar beri að taka fram yfir hag einstaklingsins. Persónuvemd Ríkisins er því ekki síst fólgin í því að vernda persón- una fyrir sjáífri sér.“ Eins og áður segir mun Persónu- vemdin taka tfl starfa um næstu áramót og hafa þegar verið vEddir 280 einstaklingar sem njóta munu vemdar. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir reyndist ekki unnt að ná í Þorstein Pálsson dómsmálaráð- herra og verður því ekki annað séð en að persónuverndin virki eins og ætlað var. Hallgnmur Helgason 6 f ÓktlS 16. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.