Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Blaðsíða 21
Sóley Kristjánsdóttir á Skratzinu: Efast aldrei „Já, ég trúi á guð,“ segir Sóley án þess að efi heyr- ist í röddinni. Afhverju? „Bara, uppeldið eða eitthvað. Pabbi er ansi öflugur í þessum málum og það smitaðist á mig í æsku.“ Hvernig iðkaröu trúna? „Stundum bið ég Faðirvorið en það er mjög misjafnt. Ég fer bara í kirkju ef það er sérstök athöfn eins og brúðkaup. Jú, og svo kíki ég á aðfangadag." Þú spjallar ekkert viö guö? „Nei, bið í mesta lagi um að mínum nánustu líði vel eða þakka fyrir þegar eitthvað heppnast hjá mér.“ Efastu aldrei um tilvist guös? Ari Gísli E ekí ti alv „Ég trúi á guð. Er kaþólskur og bið bæn- ir á hverju kvöldi og er í Félagi kaþólskra leikmanna." Um hvaö biöuröu? „Að guð haldi þessu öllu saman gangandi og að fólk sé almennt að hafa það flnt. Ég bið líka bænir eins og Láttu nú ljósið þitt / loga við rúmið mitt og margar fleiri.“ Efastu aldrei? „Nei, aldrei. Ekki um tilvist alvaldsins." En nýtiröu þér þjón- ustu presta meö því til dœmis aö leita ráöa hjá þeim? „Já. Ég á mjög gott samband við nokkra presta og leita til þeirra ef svo ber undir." Botnaróu í þrenningarkenning- unni? „Ég skfl hana svona í stórum „Nei, ekki hingað til.“ Er Jesú guö eöa maöur? „Maður, sonur guðs. Eða ég hef alltaf litið á þá sem tvo gaura en ekki einn.“ Gerir trúin þig aö betri mann- eskju? „Já, miklu betri.“ Hefurðu leitaö til prests í neyö? „Nei, aldrei." Þótt við íslendingar eigum að heita kristin þjóð þá er Guð ekki mjög áberandi í umræðunni - það er ef undan er skilin launabarátta presta. En þótt Guð fari leynt þá hafa allir skoðun á honum - sumir trúa á hann, aðrir óttast hann. Ó, Guð minn góður Sveinrt Waaae skemmtikraftur: Kris er ve dráttum og trúi á hana.“ Er andleg leiösögn nauösynleg samfélaginu? „Já. Hún hjálpar okkur til að halda þessu gangandi en þetta er frekar huglægt atriði og erfitt að meta það sem slíkt." Trúiröu á guö? „Alls ekki. Ég er svo andtrúaður að ég fer eiginlega hringinn.“ Léstuferma þig? „Já, ég er skírður og fermdur. Gerði það nú af sömu ástæðu og flestir byrja að reykja. Hópþrýstingurinn og allt það. Það er líka ekkert vit í að fermast fjórtán ára, það ætti að færa það til átján ára aldurs. En ég er ekki í Þjóðkirkjunni lengur og lít á trúar- brögð sem eitt það hættulegasta sem maðurinn hefur búið til. Það er nú bara þannig að megn- ið af þeim hörmungum sem dunið hafa á mannkyninu, fyrir utan nátt- úruhamfarir, eru trúarbrögðum að kenna. Og í þeim málum er kristn- in verst.“ Hefuröu beöiö til guös? „Einhvern tíma þegar ég var yngri og lét glepjast. Kristin trú var markaðssett ofan í heiðingja á sín- um tíma. Það er til dæmis engin sönnun fyrir því að Jesú hafi dáið 24. desember og risið upp á páskum. Þetta tengist allt því þegar reynt var að sætta sjónarmið heiðinna sem héldu hátíð ljóssins á jólum og vorhátíð á páskum." Þaö er ekki hœgt aö segja aö þú sért hrifinn af kirkjunni? „Nei. Sérstaklega ekki þeirri ís- lensku. Hún fer meira í taugarnar á mér en öfgaliðið í Krossinum og Hvítasunnusöfnuðinum. Það fólk þorir þó allavega að trúa öllu sem stendur í Biblíunni. Er ekkert að sigta út það sem hentar því eins og þeir lútersku. Svo er það hreinlega brot á mannréttindum að halda úti huglægri stofnun með sköttunum mínurn." Teluröu aö Jesús hafi veriö til? „Líklega hefin- einhver maður gengið á jörðinni sem svipaði til hans. En þetta er haft eftir sex ólík- um heimildum og ég trúi ekki að hann hafi gengið á vatni og breytt því í vin. Sagan er bara blásin upp. Tökum íslendingasögurnar sem dæmi. Við trúum þeim tæplega og sömu sögu er að segja um ýkjurnar í Biblíunni því þegar sögumar voru loksins ritaðar þá var ekkert CNN og enginn diktafónn." Magga Sfína tóniistarmaður: Opnun Gallerí Ingðlfsstræti 8, Reykjavík: Elmgreen & Dragset „Dug Down White Cube Callery" stendur frá 15. okt - 8. nóv. Þeir Elmgreen & Dragset hafa starfað saman frá 1995. Verkið sem þeir sýna í Ingólfsstræti 8 er hluti af röð verka sem þeir kalla „Powerless Structures". Rauði þráðurinn I verkunum er sá að öllum formum er hægt að breyta. Á meðal nýlegra verka má nefna stökkbretti sem klýfur! sund- ur safnglugga og bar sem er snúið á rönguna. Ingólfsstræti 8 er opið fim - sun. kl. 14-18. Síðustu forvöð Sjálfboðaliðamiðstöð Rauða kross (slands, Reykjavíkurdeild, Hverfisgötu 105. Málverka- sýning ! tilefni af alþjóðlegum geðhellbrigðls- degl þann 10. okt. Að sýningunni standa fjöl- margir gesta Vinjar, athvarfs fyrir geöfatlaða, og er hún opin á skrifstofutlma til 21. okt. Norræna húslð. Sýning ! anddyri Norræna hússins á vatnslitamyndum eftir finnsku lista- konuna Kaarina Kalla. Sýningin stendur til 18. október og er opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga frá 12-18. Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15. Eva G. Slg- urðardóttlr er með málverkasýningu. Sýningin stendur til 21. október og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Norræna húslð. Sýning á olíumálverkum eftir Erlu B. Axelsdóttur. Sýningin stendur til 18. október og er opin alla daga frá kl. 14-18. Nýllstasafniö. Á efstu hæð, í Súm-sal, sýnir Ásta Ólafsdóttir lágmyndir. Á mlðhæð, ! Bjarta- og Svarta sal, sýnir Eygló Harðardóttir verk sem eru þrivíð form, unnin út frá rými ! papplr og pappa. Á fyrstu hæð, í forsal og ! Gryfju, sýnir Þórdís Alda Sigurðardóttlr skúlp- túr og innsetningar. Sýningarnar standa frá 3. til 18. október og eru opnar alla daga frá kl. 14 til 18 nema mán. Ásmundarsalur, Freyjugötu. Inga Þórey Jó- hannsdóttir er með sýningu. Sýningin er opin frá kl. 14-18 þri. til sun. og lýkur 25. október. . - Kafflhús Súflstans ! j,_• - húsi Máls og menning- . . / ar við Laugaveg. Sýn- ing unnin i tengslum Ttjr' viö óag dagbókarinnar. SgP- * Þeir sem eiga verk á Wjfc undarnir Thor VII- hjálmsson, Hallgrímur ■k Helgason og Auður WJJP* Jonsdottlr Auf þeirra . 'WmKfimSfB eiga Ragna Garðars- dóttlr, Slgrún Slgurðardóttir og Svanur Krist- bergsson verk þar. Sýningin stendur til 18. október og er opin á sama tíma og kaffihúsið, frá kl. 9-22. Gallerí Nema hvað!, Skólavörðustlg 22 c. Ragnhelður Tryggvadóttlr og Már Örlygsson eru með sýningu. Sýningin er opin fim. til sun. frá 14-18 og lýkur 18. október. meira a. www.visir.is r on n að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir í Stundinni okkar: Fylgjandi kristn „Nei, ég trúi ekki á guð og var lögð í einelti út af því í barna- skóla. Var ein af fáum í mínum árgangi sem létu ekki ferma sig og hef alltaf staðið fast með mín- um skoðunum." Hefuröu engan áhuga á guöi? „Jú, mjög mikinn og bara öllum trúarbrögðum. Mér þykir þessi fræði vera stórskemmtileg öll sömul en er bara svo materíalísk að andar, vættir og aðrir heimar en þessi er eitthvað sem ég trúi ekki nema þá sem staf í bók.“ Hefuröu aldrei trúaö á guö? Ekki einu sinni sem barn? „Nei. En ég velti þessu mikið fyrir mér sem krakki og komst að þeirri niðurstöðu að ég bara trúi ekki á guð og get ekkert að því gert. En ég er mjög fylgjandi kristnu siðferði og virði trúar- skoðanir annarra. Fyrir mér er trúin á alvaldan guð bam síns tíma. Var notað í gamla daga til að útskýra fyrirbæri náttúrunnar og lífsins en nú erum við komin aðeins lengra." Foreldrar þínir eru sem sagt hippar? „Nei, reyndar ekki. Foreldrar mínir ólu okkur systurnar bara upp í því að hugsa sjálfstætt og vera heið- arlegar. Það var einmitt þess vegna sem ég lét ekki ferma mig. Vildi ekki hræsna með því að ljúga að prestinum bara til að fá gjafir.“ En finnst þér andleg leiðsögn vera ríkjahdi í samfélaginu? „Já, mjög. Samfélag- ið fylgir kristnu sið- ferði og lögin eru byggð á boðorðunum tíu svo ég myndi segja það.“ „Ég get ekki sagt að ég trúi beint á einhvem sérstakan guð en ég er mjög tækifærissinnuð þegar svo ber undir en það er allt með mínum forsendum." Af hverju trúiröu ekki á guö Biblíunnar? „Ég er svo vísinda- lega uppalin að ég sætti mig ekki við hvaða vit- leysu sem er. Efast voðalega hverja ein- ustu sekúndu sem ég lifi. Maður hlýtur að spyrja sig og efast þó trúin geri mörgum gott. Ég hef ekkert út á trúað fólk að setja og er ánægð með að margir finna sig í guði. Það abbast ekkert upp á mig.“ En Jesú, var hann til? „Já. Jesú var til en hann var að sjálfsögðu maður en ekki guð.“ Biður þú bœnir þegar svo ber und- ir? „Nei, allavega ekki þetta hefð- bundna eins og Faðirvorið. Ég vona frekar en að biðja. Líklega er hægt að kalla það bæn þegar ég vona að öllum heiminum líði vel. En ég tek ekki þátt í svona hópiðkun eins og framkvæmd er í kirkjum. Líklega er ég í of mikilli uppreisn til að biðja Faðirvorið í kór í brúðkaupi." Magga Stína leitar heldur ekki til prests þegar á bjátar. Frekar elt- ir hún uppi fólk sem hún telur sér vitrara því hún vill ekkert negla sig niður á Lúter eða eitthvað ann- að þó aðrir geri það. Hvað um andlega leiösögn í ís- lensku samfélagi? „Hún hefur ekki mikið að segja. Ég held að íslendingar séu ekkert svo trúaðir í hjarta sinu. Þeir nota trúna meira svona sem kodda til að hvíla sig á. Við erum sjálfum okkur nóg nema þegar eitthvað bjátar á.“ 16. október 1998 f Ókus 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.