Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Blaðsíða 7
Fyrirsætustarfið kitiar Bryndísi Bjarnadóttur ekki lengur. Hún er búin að silja fýrir hér og þar í heiminum alveg síðan hún var fjórtán ára en núna situr hún á skólabekk, sinnir móðurhlutverkinu og er á leiðinni í enn þá meira nám. Hún segir íslendinga þjást of mikið af Garðars Hólm-syndrómi og útilokar ekki að hennar pólitíski tími muni koma. Eftir að hafa starfað sem fyrir- sæta viða um heim i nærri áratug, kom Bryndís Bjamadóttir heim, eignaðist bam og sökkti sér í heim- spekinám við Háskólann. Allt frá því hún var á fermingaraldri var hún eftirsótt á fyrirsætuskrifstof- um úti um ailan heim enda hefur hún allt til að bera til að vera ofar- lega á heimsmælikvarðanum. Varstu þaö sem kallaö er ofurfyr- irsœta? „Nei, biddu fyrir þér. Það eru ekki til nema fimm eða sex konur i heiminum sem hægt er að kalla súpermódel eða ofurfyrirsætur. Gcirðars Hólm-syndrómið er ríkt í íslendingum, þeir mega ekki bregða sér til útlanda án þess að verða ofur hitt og ofur þetta. Ég átti mina spretti, það er ekki ofsögum sagt.“ íslenska frægðin Maðurinn hennar Bryndísar heitir Glúmur Baldvinsson. Hann er eðlilega mjög stoltur af sinni konu eins og berlega kom í ljós þeg- ar fyrsta spurning þessa viðtals var borin upp. Hann var þá ekki búinn að yfirgefa svæðið eins og til stóð og gat ekki setið á sér. „Hún hefði náð langt ef hún hefði ekki verið að dandalast með mér og MR.“ „Það er hálfspaugilegt hvað það þarf lítið til að verða frægur hér á íslandi. Það liggur við að það sé nóg að fá birta mynd af sér í Spurn- ingu dagsins. Eins og ég segi þá var ég aldrei nein ofurfyrirsæta þótt ég hafi verið í útlöndum." Framboðsdýrðir Eru tœkifœrin sem sagt í útlönd- um? Ómögulegt aö meika þaö hér? „Það er að vissu leyti stundum verra að gera það gott hérna heima þar sem kjörin hér eru lægri en fyrir samsvarandi vinnu erlendis. Það hlýtur að hafa áhrif á að landflóttinn héðan er veruleg- ur.“ Þetta var nú frekar pólitískt svar. Þú varst einhvern tíma í framboöi, var þaö ekki? „Oh, jú. Eigum við að tala um það?“ Já. „Ég álpaðist í framboð fyrir Al- þýðuflokkinn í síðustu alþingis- kosningum. Fékk svo oftrú á sjálfri mér og kenndi mér um að flokkurinn tapaði atkvæðum. Ég var nú bara i sextánda sæti.“ Ertu svolítiö pólitísk? „Ég fylgdist ekkert sérstaklega mikið með pófitík fyrr en ég fór í þetta framboð. Þá kviknaði áhug- inn enda var mjög gaman að taka þátt í þessu. Þetta var mér frekar auðvelt því málstaður Alþýðu- flokks þess tíma fór vel saman við skoðanir mínar á þjóðmálum. Það er sjónarsviptir að flokknum sem var. í kjölfar framboðsdáða minna á landsvísu fóru háskólafylking- arnar að bera í mig víurnar. En það er önnur saga." Ætlaröu aö reyna aö komast inn á þing núna? „Nei, ég reikna ekki með því en ég útiloka aldrei neitt sem gæti gerst í framtíðinni. Kannski mun minn tími koma.“ París vs. Flyðrugrandi Hvernig er aö vera tengdadóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og vera í þessari umtöluöu fjöl- skyldu? „Fjölskyldan er umtöluð af þeirri einföldu ástæðu að hún er afskaplega merkileg. Jón Baldvin og Bryndís eru áhugavert fólk og þess vegna er mikið um hana skrafað. Svo leynist alltaf öfund og afbrýði í samfélagi manna. Ann- ars finnst mér mjög gaman að eiga samneyti við þetta fólk, það er alls engin lognmolla á þeim bæ.“ Ergott að vera komin heim? Par- ís vs. Flyörugrandi? „Lífið hérna heima er mjög frá- brugðið þessari tilbúnu veröld sem ég er búin að vera að hrærast í.“ Tilbúnu veröld? „Já, það er einhver gervilykt af þessum glassúrheimi sem fyrir- sæturnar byggja. Þar er ekkert varanlegt. Orðið módel táknar fyr- irmynd einhvers tíma og tísku og er þar af leiðandi ekki endanlegt. Ég upplifði þetta affavega þannig. Skapgerð mín passaði kannski ekki alveg inn í þetta. Fyrirsætan þarf alltaf að vera til í að leika, vera hress og kát og veita jáyrði við öllu. Ég er bara ekki þannig." Reðursrökmiðjuhyggjan Ertu þá alveg hœtt aö sitja fyrir? „Þetta verður ekki aðalatvinnan mín oftar þó ég taki kannski að mér eitt og eitt verkefni ef það býðst. Módelbransinn kitlar mig ekki lengur." Af hverju kepptir þú aldrei í feg- uröarsamkeppni? „Ég hafði bara aldrei áhuga á þeirri keppni. Mér fannst alveg nóg að vera fyrirsæta enda er ég ekki haldin þrálátri athyglisþörf. Feg- urðarsamkeppni íslands býður ekki upp á mörg atvinnutækifæri og er tilgangslaus að mörgu leyti.“ Hvernig er svo aö vera mamma? „Það er stórkostlegt að fá nýja veru til liðs við sig, að fylgjast með ferðalaginu frá upphafi og horfa á hana mótast og umbreytast dag frá degi. Ég er mjög hamingjusöm með yndislegu, litlu dóttur mfna. Þetta er hins vegar ekkert grín, það væri fölsk vitund að segja að móðurhlut- verkið sé frábært og ekkert annað. Lífið umturnast og fólk verður að temja sér nýja siði. Ég vil ekki halda því fram að til sé eitthvert móðureðli, það er bara reðursrökmiðjuhyggja. Konur jafnt sem karlmenn þurfa að læra að ala upp börn, það er ekki meðfætt." Þetta er oröiö nokkuö heimspeki- legt viötal. Gœtir þú ekki sagt mér eitthvaó heimspekilegt um islenska karlmenn í samanburöi viö erlenda? „Æ, ég vil alls ekkert setja út á þessar elskur. Það er heilmikið var- ið í íslenska karlmenn. Goðsögnin um að erlendir karlmenn séu svo kurteisir, frábærir, blíðir og hugul- samir er fráleit. Karlmenn eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Þessi íslensku eiga það helst til að hleypa seint heimdraganum. Naflastreng- urinn milli þeirra og mömmu slitn- ar ekki mjög auðveldlega." -ILK föld ónæcjja! Hringdu og pantaðu 16" pizzu með 5 áleggsteg. fyrir aðeins 1400 kr. 16. október 1998 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.