Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Side 10
plötudómur
Herra Elliott er í
Elliot Smith
-XO: ★★★'i
Upp úr
undirgöngunum
framan eins og illa
skræld kartafla,
meB fitugt hár og
lúðalegt feímnis-
glott á andlitinu.
En fegurB er sjald-
an miði á tónlistar-
lega hæfileika og
þá hefur þessi
söngvari og gítar-
leikari í tonnum. Hann hafBi gefið út þrjár
sólóplötur sem sýndu vaxandi snilli, sú þriBja
„Either/or" var toppurinn. Hann starfaði þó í
undirgöngum poppsins og var á fárra vitorði.
Þá var hann fenginn til aö semja lög í myndina
„Good Will Hunting" og gerði það svo vel að
innan skamms var hann kominn upp á pall á
óskarsverðlaunaafhendingu, tapaði a& vísu fyr-
ir Cellne Dlon, en var I kjölfariB drifinn úr und-
irgöngunum á stóran samning. Þar fékk hann
monníglás og gat loksins gert það sem hann
vildi. Sumir hefBu spreðað í tóma vitleysu en
Elli er ekkert fífl og notaði peninginn til að
gera sína langbestu plötu til þessa. Hann
pakkar nú poppinu inn í fallegri skrautpappír
en áður með aðstoð Bong load-teymisins,
sem hefur unnið með Beck, en gamli
kassagítarinn er þó alltaf í aðalhlutverki. Það
er kannski ekkert nýtt við popp Elliotts - það
minnir t.d. á Ijúfsárt eðalpopp Slmons & Gar-
funkel, Beach Boys og Nlck Drake - en meló-
díurnar eru oft það sterkar að maður fær bein-
línis tár í augun þegar poppið heppnast best.
Þó þaB sé ekkert réttlæti í poppbransanum
verður maður bara að vona að Elliott uppskeri
eins og hann sáir.
Gunnar Hjálmarsson
ís1ensk
NR. 294
vikuna 15.10-22.10. 1998
S*ti Vikur LAG FLYTJANDI
1 7 IF YOU TOLERATETHIS ........MANIC STREET PREACHERS
2 5 D00 WOP (THAT THING)...................LAURYN HILL
3 7 WALKING AFTER YOU ...................F00 FIGHTERS
4 1 MUSIC SOUNDS NETTER WITH.................STARDUST
5 6 WHATSITLIKE..............................EVERLAST
6 3 WATER VERVE...............MARK VAN DALE WITH ENRICO
7 3 SPECIAL ...................................GARBAGE
8 7 SUBSTITUTE FOR LOVE.......................MADONNA
9 8 PURE MORNING .............................PLACEBO
10 2 STANDBYME .............................4 THE CAUSE
11 16 I DONTWANTTO MISS ATHING ...............AEROSMITH
12 5 BURNING .................................BABYBUMPS
13 2 RELAX......................................DEETAH
14 5 BOOTIE CALL .............................ALLSAINTS
15 6 MILLENIUM.........................ROBBIE WILLIAMS
16 3 CELEBRITY SKIN...............................HOLE
17 1 MOVEYOURBODY............................2 EIVISSA
18 4 TEARDROP .............................LOVESTATION
19 2 THEDOPESHOW ........................MARILYN MANSON
20 4 NEEDIN’U ................DAVID MORALES FEATTHE FACE
21 3 HÚSMAEÐRAGARÐURINN......................NÝ DÖNSK
22 6 LASTTHING ON MY MIND.........................STEPS
23 5 FLAGPOLE SITTA ......................HARVEY DANGER
24 4 FINALLY FOUND ..............................HONEYZ
25 2 BODY MOVIN ...........................BEASTIE BOYS
26 4 MYSTERIOUS TIMES ............SASH FEATTINA COUSINS
27 1 GANGSTERTRIPPIN............................FATBOY SLIM
28 2 SACREDTHINGS..................................BANG GANG
29 1 BIGNIGHTOUT...................FUN LOVEN’CRIMINALS
30 2 OUTSIDE.....................................GEORGE MICHAEL
31 6 ONEWEEK ..........................BARENAKED LADIES
32 10 SÍLIKON ..............................SKÍTAMÓRALL
33 1 DREYMIR .............................LAND OG SYNIR
34 5 ALL THE WRONG PEOPLE........................SELMA
35 1 SWEETESTTHING ..................................U2
36 11 I BELONG TO YOU .....................LENNY KRAVITZ
37 1 ENOLAGAY .............................OMDFEATSASH
38 2 INSIDE OUT...................................EVE 6
39 4 THEFISTNIGHT ..............................MONICA
40 1 ROLLERCOSTER ............................B'WITCHED
8/101/10
1 1
2 10
3 3
nvtt
4 4
5 12
33 40
6 2
8 19
10 -
9 6
7 9
37 -
15 8
13 16
11 36
In ytt
16 20
19 -
17 23
21 31
23 24
14 14
28 37
27 -
22 34
ItiVTT
32 -
lillál
35 -
12 5
18 11
I N Ý T T 1
26 28
|N VTT
24 7
Invtt
40 -
29 29
iNVTll
Taktu þátt í vali listans
í síma 550 0044
íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er
f 300 til 400 manns á aldrlnum 14 til 35 ára, af öllu landlnu.
Einnig getur fdlk hringt f sfma 550 0044 og teklð þátt f vali
listans. íslenski listinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á
Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi f DV. Ustinn
er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl.
16.00. Llstinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarps-
stöðvarinnar. íslenski listlnn tekur þátt í vali „World Chart“ sem
framleiddur er af Radlo Express f Los Angeles. Einnig hefur hann
áhrif á Evrópulistann sem birtur er f tónlistarblaðinu Music &
Media sem er rekið af bandarfska tónlistarblaðinu Billboard.
YHrumsJón me! skoianakönnun: HoTldöra Hauksdóttir - Framkv*md könnunan Markaisdelld OV - TöWuvlnnsla: Dédá
Handrit, heimlldaröflun og yfirumsjón mf8 framlelislu: fvar 6u!mundsson - Tarknlstjóm og framlelSsla: Forsteinn Asgeirsson og Frálnn Steinsson
Útsendingastjóm: Ásgelr Kolbelnsson, Jóhann Jöhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnlr f útvarpl: ívar GuSmundsson
Með fjórðu plötu sinni, „IV“, er
Cypress Hill komið í virðulega
stöðu í rappheiminum. Mörg rapp-
bönd gera tvær, þrjár plötur á ferl-
inum en örfáar ná fjórum eða
meira. Þrjár fyrstu plötur Cypress
Hill hafa selst í 6 milljón eintökum
í Bandaríkjunum og sú nýja á ör-
ugglega eftir að fita einhverjar
bankainnstæður. „IV“ er ekki eins
drungaleg og sérstök og mörg fyrri
verk en höfundareinkennin, þétt
fónkgrúf DJ Muggs og sérstæð
rapprödd B-Real, eru á sínum
stað.
Það sem fólk helst tengir við Cy-
press Hill er berorð umfjöllun um
hassneyslu. Þeir félagar eru hass-
hausar miklir, rappa um hass (t.d.
„Hits from the bong“, „Light
another one“; og „High times“ og
„Dr. Greenthumb” á nýju plöt-
unni) og berjast fyrir lögleiðingu
efnisins. DJ Muggs hefur m.a.s.
skrifað greinar í tímarit um málið.
Cypress Hill varð til árið 1990.
Muggs hafði verið í 7A3 og B-Real
og rapparinn Sen Dog voru i DVX
en hvorugum hópnum hafði geng-
ið neitt sérstaklega vel. Allir voru
þeir frá South Central í Los Angel-
es. B-Real og Sen Dog eru ættaðir
frá Kúbu en Muggs er með ítalskt
blóð í æðunum. Dæmið small
þrusuvel saman og fyrsta platan,
sem kom út ári síðar, vakti gríðar-
lega athygli á tríóinu; sándið var
nýtt og áherslumar ferskar. Hið
kaldlynda lag, „How to just Kill a
Man“, sló í gegn og aðdáendahóp-
urinn stækkaði og breyttist. Hvít-
ir hjólabrettamenntskælingar
komust líka á bragðið.
Muggs stofnaði snemma hljóð-
verkstæðið Soul Assassins og varð
einn eftirsóttasti rímixari hipp-
hoppsins. Næsta plata, „Black
Sunday“, fór beint í efsta sætið og
Cypress Hill vakti athygli með fyr-
irgangi. Muggs kveikti t.d. í jónu í
beinni á Saturday Night Live á
meðan hinir gengu berserksgang
og rústuðu græjurnar. Þegar
þriðja platan, III-Temple of Boom,
kom út vom fá rappbönd vinsælli.
Þeir kynntust ásláttarleikairanum
Eric Bobo á túr með Beastie Boy
og bættu honum í hópinn og spil-
uðu stíft, bæði sem aðalnúmer á
„Lollapalooza" og „Smokin'
Grooves" hóptúrunum.
Snemma árs '96 hætti Sen Dog
og stofnaði rokkrappbandið SX 10.
Hann snýr þó til baka á „IV“ og
rappar í fimm lögum. Muggs og B-
Real baukuðu sitthvað áður en
„IV“ fór í vinnslu; Muggs gerði
vinsæla sólóplötu, „Soul Assassins
Volume 1“, og B-Real gerði lög fyr-
ir „Space Jam“ myndina og plöt-
una „Psycho Realrn" með rappfé-
lögum úr gamla hverfinu. Fram-
tíðarverkefni eru svo „Soul
Assassins Vol. 2“, ný rímix plata
og leyniverkefni sem þeir kalla
„The Spanish album". Á „IV“ em
sameinaðir hasstakar hins vegar
teknir til starfa á ný og ekki ann-
að að heyra en þeir séu velbirgir
af því græna.
-glh
plötudómur
On Earth - Magicol Dust: ★★
Niðrá jörðinni - í skýjunum
Sigurður Baldursson og Mart-
einn Bjamar eru On Earth, niðrá
jörðinni kappar en um leið með
hugann við óravíddir alheimsins.
Þeir gáfu út plötu í sumar og hafa
selt vel til túrista og andlega með-
vitaðra íslendinga. Ekki eins and-
lega pældir einstaklingar eiga
kannski erfitt með að leggja sam-
an tvo og tvo úr geimaldarjöfnu
On Earth og hugsanlegt að þeir fái
bara út að, já, þessi plata væri góð
undir skjáauglýsingar.
„Dreymandi" og „fljótandi" eru
ofnotuð lýsingarorð í poppinu, en
eiga samt vel heima á þessari
plötu sem flæðir vel úr tölvum og
tólum dúettsins. Fiðlarinn Dan
Cassidy fær mikið pláss til að
spinna á flotið og er lunkinn, þó
oft fmnist manni hann fá of mikið
pláss á kostnað annarra mögu-
legra tónáleggja. Sambland gervi-
hljóða svuntuþeysanna og líf-
rænnar fiðlunnar verður nefni-
lega fljótt einhæft. Þó mörg lag-
anna fari spennandi af stað með
töff og þéttum töktum og almennt
grúfi möguleikum, þá skellur von
bráðar blessuð fiðlan á og maður
er rifinn af sveittu dansgólfi i ein-
hvern bjálkakofa á írlandi og
verður að horfa upp á rauðhærðar
heimasætur sparka löppunum út í
loftið. Strákarnir eiga líka disk
með tónsýnum af söng og röddum
frá einangruðum hlutum Asíu og
nota stundum framandi raddimar
til að láta mann flakka af dans-
gólfinu og bjálkakofanum í
myrkviði regnskóga þar sem
gjammandi snillingar halda yfir
manni óskiljanlega ræðu. Gott og
vel, heimurinn er að skreppa sam-
an í alheimsþorp og allt það, og
kannski er blandan sniðug í því
ljósi, en On Earth hefur þó alla
möguleika á að verða þétt og fönkí
tölvudúó ef þeir grodduðust
meira, slepptu heimstónlistar/ný-
aldarpælingunum að mestu og
færu að borða hráa lifur í morg-
unmat.
Flest sleppur þó fyrir hom á
plötunni og „chill“-músík/heims-
tónlistarkássan rennur niður án
verulegs vindgangs. Aðeins tölvu-
poppútgáfa af „Krummi svaf í
klettagjá” er átakanlega „lame“ og
hefði betur verið sleppt. Þá tekur
annar hvor félaginn upp á því að
syngja í einu laginu, er óöruggur
og fálmandi, og hefði betur staðist
freistinguna. Platan er snyrtilega
„Töfraryk er tilvalin plata
í morgunjógað þegar maður
setur á sig indíánafjaðrirnar
og kveikir á ilmkertunum."
unnin, sándið gott og tölvugraflk-
in á umslaginu flott. Töfraryk Á
jörðinni er tilvalin plata í morg-
unjógað, þegar maður setur á sig
indíánafjaðrirnar og kveikir á ilm-
kertunum. Með góðum vilja getur
tónlistin raggað manni af parket-
inu og upp í skýin.
Gunnar Lárus Hjálmarsson
f Ó k U S 16. október 1998