Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Qupperneq 11
popp
Þá er jólaplötuflóðið skollið á. Ein af þeim hljómsveitum sem kerrtur til með að
beijast um athygli næstu mánuði er Ensími sem gaf út plötuna Kafbátamúsik í gær.
Jonni trommari og Franz gítar-
leikari og söngvari byrjuðu á
því að segja mér af hverju plata
hljómsveitarinnar Ensími héti Kaf-
bátamúsik.
„Það er nú engin brjálæðisleg
hugsun á bak við það nafn en ætli
það sé ekki vegna þess að við ís-
lendingar eigum enga kafbáta. Ef
við ættum kafbáta gæti flotinn not-
að plötuna til að peppa sig upp,
fólk verður alltaf svo einmana í
þessum kafbátum.“
Þetta er þá músík fyrir neöan-
sjávarstarfsemi?
„Já, hún er æskileg sem slík.“
En aö öllu kaf-
bátagamni slepptu,
hvaöa ástand er œskileg-
ast til að fíla hljómsveit-
ina Ensími?
„Ekkert ástand beint.
Það er ekki verið að stíla
inn á eitthvað eitt. Það
er fjölbreytni í gangi, við
höfðum það að leiðar-
ljósi, án þess þó að
einhverja safnplötu. Við
köllum stundum tónlist-
ina „prokk“; popp og
rokk.“
Mér finnst stundum
vera eighties-fílingur í
gangi.
„Já, við neitum þvi
ekki. Við vorum öll mikl-
ir Duran Duran-aðdáend-
ur. Hrafn (gítarleikari
og aðalsöngvari) er líka
algjört eighties-fan,
þannig að mörg hljóm-
borðssándin eru ættuð
þaðan, alls kyns þannig
fílingur."
Þið eruð þá ný-nýróm-
antískt band?
„Jaaaa. Fólk verður að
gera það upp við sjáift
sig. Það heyra allir mús-
íkina á sinn hátt.“
Kælibox
og flotkví
Textarnir eru ekki
mjög greinilegir á plöt-
unni og ekki prentaöir í
umslaginu. Skipta þeir
litlu máli fyrir ykkur?
„Jú, jú, að sjálfsögðu
skipta þeir máli. Allt
bandið sá um textagerð-
ina saman og þeir voru
gerðir á lokastiginu, rétt
áður en farið var að
syngja. Það var komnir
grunnar en svo fóru text-
amir milli manna og
þeir voru ræddir á
diplómatískan hátt.
Texti og lag fittar saman, við heyr-
um það virka."
Eru einhver meginþemu í gangi í
textunum?
„Alls ekki. Það er verið að semja
um alls konar hluti, eins og t.d.
kælibox og flotkví - allt það nauð-
synlega i lífinu. Einnig er texti um
mann sem týnir uppáhaldsskónum
sínum og einn um frekan lítinn
krakka sem á afmæli, þannig að
þetta er ekkert tengt. Svo er ein-
hver rómantik þama inn á milli."
Engin þjóöfélagsleg gagnrýni?
„Óbeint jú. Þetta er allt á lík-
ingamáli, við fömm ekki beint að
rótinni. Kæliboxið bráðnar, það
hefur kannski merkingu fyrir
suma.“
Er þetta ekki í fyrsta skipti sem
þið eruö í hljómsveit sem syngur á
íslensku?
„Jú. Textamir vom reyndar á
ensku fyrst en það var ákveðið að
skipta í íslenskuna. Það er meiri
þraut að slengja fram textum á ís-
lensku, það vefst fyrir mönnum
sem hafa stundað þetta enskubrjál-
æði. Það er miklu skemmtilegra að
gera lög með íslenskum textum og
við gerum bara músík vegna þess
að það er gaman að búa hana til.
Einmanalegt í skúrnum
Jonni og Hrafn voru í Jet Black
Joe, Franz í Quicksand Jesus,
Kjarri bassaleikari í Strigaskóm
#42 en Ensími er fyrsta band Odd-
nýjar hljómborðsleikara. Ég spyr
hvernig saga hljómsveitarinnar sé.
„Eftir að Jet-bandið þarna dó
byijuðum við Hrafn að grúska í bíl-
skúmum heima hjá mér,“ segir
Jonni. „Við ætluðum að taka aðra
stefnu heldur en þetta hefur leiðst
út í; ætluðum að gera einhverjar
tölvupælingar, eitthvað nýtt - fyrir
okkur allavega. Það var bara svo
einmanalegt í bílskúrnum að við
fengum Franz til að
koma í skúrinn. Við vor-
um heilllengi saman
þrír og það komu hljóð-
færaleikarar og fóru.
Heildarmyndin, eins og
hún er núna, er búin að
vera saman í ár.“
Er jafnmikil sam-
vinna á bak við lögin og
textana?
„Já, þetta er allt gert í
sátt og samlyndi.“
Hvernig funduð þið
Oddnýju?
„Við fundum hana
eiginlega bara út á götu.
Hún var búin að vera í
klassík svo hún er að af-
meyjast núna, músík-
lega séö. Þetta small allt
saman og músíkin
breyttist. Allt stöffið á
plötunni varð til eftir að
heildarmyndin var kom-
in. Fyrir það voram við
bara að leika okkur en
þegar bandið var komið
var ekki aftur snúið. Þá
voram við komin út í
pælingar og vildum gera
einhverja hluti."
Breyttist eitthvaö
mórallinn á œfingum eft-
ir aö þaö kom stelpa í
bandiö - fóruö aö hella
upp á te og svoleiöis?
„Nei, mórailinn er ná-
kvæmlega eins, og hann
er mjög góður. Hún til-
kynnti okkur um daginn
að alltaf þegar við fær-
um að tala um karlamál
læddist hún út í hom og
hlustaði en færi svo
beint í vinkonur sínar
og segði þeim frá öllu.
Hún er mesti pervertinn
af okkur öllum ef eitt-
hvað er.“
-glh
BeckFatboy SlimBusta
Rage against the Machin
Jólaplötuflóðið er ekki bara á ís-
landi. Þó erlendum plötum sé dælt
á markað jafnt og þétt cillt árið er
þó alltaf áherslan sett á söluvænleg-
ar plötur fyrir jólin. Lítum aðeins á
það hvað er að koma út.
Átta fyrstu plötum Queen verður
safnað í einn kassa, sándið endur-
bætt og músíkin krufin
akademískt. Pakkinn heitir „The
Crown Jewels". Það sem heimur-
inn þarfnast akkúrat núna er best
of-plata með Whitney Houston. Sú
kemur í búðir bráðlega. Svipaða
hrifningu á hárgreiðslustofunum
ætti tvöföld best of-plata, „Ladies
and Gentlemen" með George
Martin, að vekja. Yfirvofandi best
of-plata með Dire Straits ætti hins
vegar að vekja lukku á dekkjaverk-
stæðum og ekki síður safhplatan
„Hits“ með Phil Collins, sem er
við það að skreiðast í búðir. Aðrir í
best-of pælingum era Lloyd Cole,
Joe Cocker, Vanessa Wiiliams og
svo auðvitað U2. Þeir gefa út helstu
lögin frá árunum 1980-90 þann 3.
nóv. Þá ættu U2-aðdáendur að hafa
hraðan á því aukadiskur með B-
hliðar lögum fylgir frítt með fyrstu
vikuna.
Faith Evans er góð vinkona
Puff Daddy og verður með sína
fyrstu sólóplötu. Eighties-dívan
Chaka Khan hefúr verið að vinna
með Prince og verður meö
kombakk á plötu í byrjun nóv. Aer-
osmith era kannski eins og gamlir
hnakkar í framan, en samt alltaf
jafn heitir og verða með tvöfalda
læfplötu. Aðrir hnakkar, önnur læf-
plata; Rolling Stones með „No
Security“ í byrjun nóv.
„Mutations" heitir nýja Beck-
platan; hana fáum við annan nóv-
ember. Warp-útgáfan er með nýjar
plötur frá Two Lone Swordsmen og
Squarepusher og svo tvöfalt safh af
fágætum eðal frá Stereolab. Vinir
okkar í Cardigans verða með sína
fjórðu plötu 20. okt., „Gran turis-
mo“. Portishead verða með læfplöt-
una „PNYC“ 3. nóv. og sama dag
kemur míníalbúmið „Mother" frá
Goldie. Wu-tangarinn Method
Man verður með plötuna „Tical
2000: Judgement Day“ tíimda nóv.
og annar rapphundur, Ice Cube,
meö „War & Peace" viku seinna.
Busta Rhymes blandar sér líka í
rappslaginn með „Extinction Level
Event“ í byrjun des. Rokk og engar
refjar fáum við svo á nýrri plötu frá
Metallica 18. nóv.
Fatboy Slim heldur áfram að
halda uppi fjörinu. Ný plata með
honum, „You've Come a Long Way
Baby“, kemur eftir helgi. Oasis B-
hliðar safnið kemur 2. nóv. og am-
erísku pönkararnir í Offspring
verða með „Americana" þann 9.
Mariah Carey verður með „One“
þann 16. nóv. og læfþlata Pearl Jam
kemur 23. nóv. Við verðum að bíða
þangað til í janúar eftir nýrri Rage
against the Machine-plötu, en bara
til 26. október eftir „Up“ með
R.E.M. Seal birtist eftir langt hlé
þann 16. nóv. Hans plata heitir ekki
„Seal 111“ eins og eðlilegt væri,
heldur „Human Being“ - ætli
Hebbi viti af þessu? Aö lokum er
rétt að minnast á nýja plötu frá Al-
anis Morissette, sem heitir hvorki
meira né minna en „Supposed For-
mer Infatuation Junkie" og kemur
út 2. nóv. Stelpan seldi heil 28 miilj-
ón stykki af fyrstu plötunni sinni,
„Jagged Little Pill“, svo einhverj-
um plötumógúlnum er öragglega
farið að klæja í lófana undan kom-
andi hárvexti.
Kaffl Reykjavík. Hljómsveitin Svartur Ts spilar
í kvöld og á morgun en á sunnudagskvöldiö
skemmta þeir Harold og Þórir. Annars er
Grolsch-vika núna á þessum fróma staö. Þaö
þýöir að tilboö eru á bjór fram eftir kvöldi alla
vikuna og það veröur líka fariö í ýmsa leiki þar
sem veglegir vinningar eru í boöi. Til dæmis
bjórkeppni sem gítarleikarinn Ingl Gunnar
stjórnar um leiö og hann heldur uppi fjöri á
staðnum.
Ásgaröur I Glæsibæ. Hljómsveit HJördísar
Gelrsdóttur leikur fyrir dansi T kvöld en á
morgun veröur harmóníkuball, aö sjálfsögöu
með Harmóníkufélagi Reykjavikur. Á sunnu-
dagskvöldið heldur svo Caprí-tríólö uppi fjör-
inu.
Hitt húsið. Hljómsveitin Sporfari leikur á síö-
degistónleikum Hins Hússins og Rásar 2 á
Geysi Kakóbar í dag klukkan fimm. Ókeypis
inn.
Á Fógetanum spilar hljómsveitin Blál flðring-
urinn í kvöld og annaö kvöld en á sunnudags-
kvöldið veröur leikinn djass af Kvartett Þor-
stelns Elrikssonar.
BBroadway. I kvöld
veröur þaö Gelrmund-
ur Valtýsson, ásamt
j hljómsveit, sem leikur
fyrir dansi. Álftageröls-
bræður verða þarna
líka og Ómar Ragnars-
son, allir saman léttir!
lund eins og venjulega. Á morgun veröur svo
sýningin New Vork, New York og aö henni lok-
inni munu Páll Óskar og Caslno troöa upp.
Álafoss föt bezt. Tryggvl Húbner og Rúnar
Júlíusson í kvöld og annaö kvöld. Svaka stuö
alltaf í þeim.
Grand Hótel v/Sigtún. Frá klukkan sjö til ell-
efu leikur Gunnar Páll og syngur perlur! kvöld
og annaö kvöld.
Catalina. Hljómsvertin Útlagar leikur { kvöld
og annaö kvöld þarna! Kópavogi.
Café Amsterdam. Drengirnir úr Úlrik frá Borg-
arnesi munu halda uppi sveitaballastuöi alla
helgina.
Gaukur á Stöng. Hljómsveitin Buttercup stíg-
ur á stokk meö hressilegt helgarfiörefni tvö
fyrri kvöld helgarinnar en á sunnudags- og
mánudagskvöld veröur leikinn ítalskur blús
meö hljómsveitinni Ullldy Blues Band.
Hótel Saga. Gleöigjafarnir André Backman og
KJartan leika valda tónlist á Mímisbar.
Gullöldin. Svensen & Hallfunkel leika bæöi
djammkvöldin. Já, já.
Næturgallnn. Þau Hllmar Sverrlsson og Anna
Vllhjálms leika í kvöld og á morgun en Hljóm-
sveit Hjördísar Geirs leikur nýju og gömlu
dansana á sunnudagskvöldiö eins og öll önn-
ur sunnudagskvöld! vetur.
Café Romance. Hin ómótstæöilega Llz
Gammon skemmtir gestum þetta misseriö.
Líka matargestum Café Óperu.
Kringlukráln. Léttlr sprettlr leika ! kvöld og
annaö kvöld og I Leikstofunni verður Vlðar
Jónsson meö Ijúfa tóna.
Naustlð. Öm Árnason og píanóleikarinn KJart-
an Valdlmarsson veröa meö gleðistundir um
helgina. Svo verður dansaö til þrjú.
Naustkjallarlnn. Skugga-Baldur leikur til þrjú!
kvöld. Á fimmtudagskvöldiö veröur svo að
vanda dansaður línudans á staönum. Þaö
byrjar alltaf klukkan níu og kostar fimmhund-
ruökall.
Dubliner. Bjaml Tryggva sér um aö engum
leiðist á þessum Irska bar um helgina.
Lelkhúskjallarínn. Stjórnin veröur á sínum
stað í kvöld en á morgun verður Slggl Hlö !
búrinu og sér um diskóstuöið. Á mánudags-
kvöldiö veröur svo skemmtidagskrá sem
Ustaklúbburinn stendur fyrir. Margir kunnir
listamenn koma þar fram.
FJaran. Jón Moller klikkar ekki á róman-
ttsku píanótónlistinni og Víkingasveitin
kemur líka í heimsókn.
Feltl dvergurinn. Slxtles í kvöld og diskó-
tek á morgun.
FJörugarðurinn. Á föstudags- og laugar-
dagskvöldum eru víkingaveislur og þá spil-
ar Viklngasveltin. Á eftir er dansleikur meö
hljómsveitinni KOS, krúttllegum og sætum.
Klúbburinn. Bjórfestival, októberfest og all-
ur sá pakki. Byrjar klukkan ellefu i kvöld og á
sama tíma á morgun. Plötusnúðurinn DJ
Gumml Gonzales sér svo um aö engum leiö-
ist.
Skothúslð í Hafnarfirði.
Stórdansleikur meö
Stjórnlnnl á morgun.
Vltlnn i Hafnarfiröi. Hafnfirskar unglingahljóm-
sveitir standa fyrir upptökutónleikum annað
kvöld frá klukkan sex til ellefu.
Slr Ollver. Blús-
menn Andreu
skemmta í kvöld og
annaö kvöld en á
sunnudagskvöld
mæta hinir hressu
Bitlar á svæöiö.
| meira á
uuwuu uisir is
16. október 1998 f ÓkUS
11