Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Síða 14
b í ó •* Bíóborgin The Horse Whlsperer B6k Nicholas Evans hlaut misjafnar viBtökur og var annars vegar lofuö sem glæsilegt meistaraverk og hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft- bóla. Myndin brúar að mínu mati bilið, og kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge Hope Floats ★★ Bíóhöllin/Saga-bíó Prlmary Colors ★★★ Sjá dóm Hilmars Karlssonar hér á síðunni. Lethal Weapon 4 ★★★ Armageddon ★★ Mafla ★ Godzilla ★★★ Háskólabíó Smálr hermenn ★★ Eina ferðina enn er það brúðuhönnuður- inn og brellumeist- | arinn Stan Winston | sem stendur með pálmann ! höndun- um því eina merki- lega og skemmti- lega í annars ein- hæfri ævintýramynd eru sköpunarverk Win- stons. Leikstjórinn Joe Dante, þekktur hryll- ingsmyndaleikstjóri á árum áður, hefur fengist viö sams konar atriöi og í Small Soldiers, en hefur gert betur. -HK Oanslnn ★★★ Ágúst Guömundsson meö sina bestu kvikmynd frá því hann gerði Meö allt á hreinu. Áhrifamikil saga sem lætur engan ósnortinn. Vel gerö og myndmál sterkt. Oft á tíðum frumleg þar sem dansinn dunar I for- grunni og eöa bakgrunni dramatískra atburöa. Leikarar í heild góöir og ekki hallaö á neinn þegar sagt er að Gunnar Helgason, Pálína Jónsdóttir og Gfsli Halldórsson séu best meöal jafningja. -HK Björgun óbreytts Ryan ★★★★ Stórfengiegt byrjunaratriði gæti eitt sér staðiö undir ómæld- um stjörnufjölda, en Steven Spielberg er meiri maöur en svo aö hann kunni ekki aö fýlgja þessu eftir og í kjölfarið kemur áhugaverð saga um björgun mannslífs, saga sem fær endi ! öðru sterku og löngu atriði þar sem barist er gegn ofureflinu. -HK Sporiaust Paulle ★ Kringlubíó A Perfect Murder Andrew Davis, leik- stjóri A Perfect Murder, ræöst ekki á garðinn þar sem hann er hæstur því að fyrirmyndin, Dial M for Murder (1954), telst ekki til bestu mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó ágætis afþreying sem kemur stundum skemmtilega á óvart. -ge Töfrasveröló ★★ Laugarásbíó Specles II ★ Þessi framhaldsmynd fellur i allar þær gildrur sem framhaldsmyndir eiga á hættu og viröist vera að framhalda fleiri en einni mynd, Terminator II, Aliens, Invasion of the Body Snatchers, Xtro og Insemnoid. -úd Slldlng Doors **i Regnboginn Dr. Doollttle ★★! Það kom mér á óvart hversu lítiö púður var í handriti Nat Mauldin og Larry Levin, en sagan sem slík hefði átt að tryggja fjörmeiri og eftirminniiegri mynd. Gam- an er aö ærslunum í Eddie Murphy, en Dag- frnnur olli mér vonbrigðum. -ge Phantoms ★★★ The X-flles ★★ Les vlslteurs 2 ★ Stjörnubíó The Mask of Zorro ★★★ Það mátti vel skemmta sér yfir þessum ýktu hetjulátum og út- blásnu rómantík og myndin var ákaflega áferðar- falleg, glæsileg og glamúrus og flott og smart, en einhvem veginn vantaði herslumuninn. -úd meira w w w \* i aáj bíódómur Mike Nfchotey leikstjórf Prfmaiy Colors: Uppistandsgrínari varð eikstióri á Broadway í dag frumsýnir Háskólabíó og Bíóhöllin nýjustu kvikmynd Mike Nichols, Primary Colors. Mynd þessi vakti strax mikla athygli þar sem hún þykir koma við kaunin á forseta Bandaríkjanna, Bill Clint- on, sem má ekki viö fleiri vanda- málum í einkaliflnu þessa dagana. Segir myndin frá nánast óþekktum ríkisstjóra sem ætlar sér að verða forseti Bandaríkjanna og lætur ekk- ert stööva sig í því miskunn- arlausa stríði sem háð er bak við ijöldin og í íjölmiðlum. Á bak við hann stendur eigin- konan sem lætur sem ekkert sé þegar framhjáhald eigin- mannsins kemur upp á yfir- borðið. Til að sópa soranum undir motttma hefur ríkis- stjórinn sæg af metnaðar- gjömu fólki sem kemur hon- um til aðstoðar þegar á þarf að halda. John Travolta og Emma Thompson leika ríkisstjórahjónin, Adrian Lester leikur ungan hug- sjónamann sem gengur tfl liðs við ríkisstjórann, Billy Bob Thorton og Kathy Bates leika þrautreynd- ar samsærismanneskjur sem ráðn- ar em til að koma í veg fyrir hneyksli og Larry Hagman leikur forsetaframbjóðanda sem virðist hafa gleymt fortíð sinni. Leikstjóri Primary Colors er Mike Nichols, sem er sjálfsagt ein- hver virtasti listamaður Banda- ríkjanna í dag. Nichols er jafnvíg- ur í kvikmyndum og á leiksviði og á að baki marga sigra á hvorum tveggja vígstöðvum. Hann hefur fengið óskarsverðlaunin, Emmy- verðlaunin og sjö Tonyverðlaun sem þykja þau virtustu í leikhús- bransanum i Bandaríkjunum. Þrjátíu og tvö ár eru liðin frá því Mike Nichols leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Who's Afraid of Virgina Wolf? Fékk hann fyrir þá Mike Nichols ræðir vlð John Travolta og Emmu Thompson meðan á tökum stendur. Kvfkmyndfr Mike Nfchote Who's Afraid of Virginia Wolf? 1966 The Graduate 1967 Catch-22 1970 Carnal Knowledge, 1971 The Day of the Dolphin 1973 The Fortune 1975 Gilda Live 1980 Silkwood 1983 Heartburn 1986 Biloxi Blues 1988 Working Girt 1988 Postcards from the Edge 1990 Regarding Harry 1991 Wolf 1994 The Birdcage 1996 mynd sína fyrstu óskarstilnefh- ingu. Ári síðar eða 1967 sendi hann frá sér The Graduade og fékk óskarinn sem besti leikstjóri auk fjölda annarra verðlauna. Á löng- um og farsælum ferli hefur Mike Nichols leikstýrt mörgum úrvals- myndum meðal annars Silkwood og Working Girl sem báðar voru tilnefndar til ósk- arsverðlauna. Mike Nichols fæddist í Berlín 1931, faðir hans var rússneskur og móðir hans þýsk. Þegar hann var sjö ára flutti fjölskyldan til New York þar sem hann ólst upp. Þegar Nichols var við há- „«a| skólanám í Chicago kynntist hann Elaine May og stofh- uðu þau gamandúettinn Second City. Um tíma voru þau eftirsóttustu skemmti- kraftar á næturklúbbum í Bandaríkjunum. Á hátindi frægðarinnar skildu leiðir með þeim og þau fóru sitt í hvora áttina. Þau áttu þó eftir að vinna saman á ný og má geta þess að Elaine May er handritshöfundur að Primary Colors. Mike Nichols hélt sig við heima- borg sína í New York og sló í gegn með sinni fyrstu uppsetningu á Broadway, Barefoot in the Park, árið 1963, þar kynnti hann til leiks ungan og óþekktan leikara, Robert Redford. Sigurganga hans á Broa- dawy hefur verið nánast óslitin og heifa ófáar uppsetningar hans á nýjrnn leikritum verið stældar um allan heim. Bestu forsetamir í kvikmyndum 1. Anthony Hopkins Nixon Leikstjóri: Oliver Stone 2. Peter Sellers Dr. Strangelove Leikstjóri: Stanley Kubrick 3. Frederick March Seven Days in May Leikstjóri: John Frankenheimer 4. Jack Warden Being there Leikstjóri: Hal Ashby 5. Walter Huston Gabriel over the White House Leikstjóri: Gregory La Cava 6. Kevin Kline Dave Leikstjóri: Ivan Reitman 7. Henry Fonda Fail Safe Leikstjóri: Sidney Lumet 8. Michael Douglas The American President Leikstjóri: Rob Reiner 9. Philip Baker Hall Secret Honor Leikstjóri: Robert Altman 10. Gregory Peck Amazing Grace and Chuck Leikstjóri: Mike Newell Ronald Reagan er ekki eini leikarinn sem hefur glímt við hlutverk forseta m Bandaríkjanna: jObestu. forsetamir Það hefur verið ákaflega vinsælt í Hollywood síðustu misserin að flagga forseta Bandaríkjanna í kvik- mynd, hvort sem harrn er tilbúinn eða hefur verið til í raunveruleikan- um. Ekki hefur eftirspumin minnk- að í öllum gauraganginum sem nú umlykur núverandi forseta Banda- ríkjanna, Bill Clinton. Á síðustu tveimur árum hafa verið gerðar nokkrar kvikmyndir þar sem for- setinn er þungamiðjan. Má nefna Jefferson in Paris, Air Force One, Absolute Power, Wag the Dog og nú síðast Primary Colors. Þekktir og óþekktir bandariskir leikarar hafa leikið forsetann. Það er þó ekki bandariskur leikari sem trónir efst á blaði í könnun sem gerð var i Bandaríkjunum um það hver væri besti kvikmyndaforsetinn heldur er það breski stórleikarinn Anthony Hopkins sem þótti ttikast það vel upp í hlutverki skúrksins Nixons í samnefndri kvikmynd Olivers Stone að hann trónar á toppnum. Bíóhöllin /Háskólabíó: Primary Colors Forsetaefni með opna buxnaklauf Lelkstjórl: Mike Nichols. Handrlt: Elaine May. Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Tónllst: Ry Cooder. Helstu hlutverk: John Travolta, Emma Thompson, Billy Bob Thornton, Adrian Lester, Larry Hagman og Kathy Bates. Þegar Primary Colors var frum- sýnd í Bandaríkjunum rétt eftir síð- ustu áramót gat tímasetningin ekki verið betri. Cllnton forseti var í vandamálum út af málarekstri sem fyrrum ástkona hans Paula Jones stóð í og allt var að fara á hvolf út af Monicu Lewinsky. Primary Colors, sem segir frá óþekktum rikisstjóra meö fortíð sem ætlar í forsetafram- boð, var því eins og veisla með vöffl- um og rjóma fyrir þá sem drekka í sig fréttir af hneykslismáium forset- ans. Greinilegt er strax í byrjun að fyrirmyndin er kosningabarátta Bills Clintons fyrir forsetakosning- amar 1992. John Travolta, sem leikur ríkisstjórann Jack Stanton, er eins og klónun af Clinton, röddin brostin, alltaf tilbúinn meö bros og vinsamlegar ráðleggingar, er í raun hinn mesti gæðamaður en á það til að hlaupa útundan sér með ungum stúlkum. Forsetafrúin, sem Emma Thompson leikur, er kannski enn meira Hillary heldur en Stanton er Clinton, hún er lögfræðingur sem grefur allt stolt á bak við grímu lög- fræðingsins til að geta komið eigin- manninum í æðsta embætti þjóðar- innar. Það er ekki rangt að draga þá ályktun að fyrri hluti myndarinnar sé að miklu leyti byggður á fram- boði Clintons. Þegar líður á mynd- ina fer hún að verða dálítið ýkt í viðleitni sinni til að fá fram allan sorann þð aldrei sé aö vita nema stutt sé í sannleikann í ljósi síðustu atburða hvað á sér stað bak við tjöldin í pólitíkinni í Bandaríkjun- um. Hvað um það, Mike Nichols hefur búið til snjalla og góða kvik- mynd sem er beitt í ádeilunni á at- vinnufólk i pólitíkinni, hefur góðan húmor og er skemmtilega kræf og laus við fordóma. Við sjáum at- burðarásina með augum Henry Burtons (Adrian Lester) sem er svartur hugsjónamaður sem telur að Jack Stanton sé besti kosturinn og fer því aö vinna fyrir hann. Burton veröur, eins og búast má við, fyrir vonbrigðum með fram- bjóðandann, en í þjóðfélagi þar eins manns dauði er annars brauð sér hann enga ástæðu til að yfirgefa Stanton og verður hans helsti trún- aðarmaður og bjargar honmn út úr vandræðum þegar kvennamálin komast upp á yfirborðið. Persónurnar í Primary Colors eru einstaklega skýrar og sterkur leikarahópur gerir þeim góð skil. John Travolta og Emma Thompson eru eins og klæðskerasniðin í hlut- „John Travolta og Emma Thompson eru eins og klæðskerasniðin í hlutverk ríkisstjórahjónanna og er þetta besti leikur Travolta frá því hann lék í Pulp Fiction.“ verk ríkisstjórahjónanna og er þetta besti leikur Travolta frá því hann lék í Pulp Fiction. Af aukaleikurum stendur Kathy Bates upp úr í hlut- verki Libby Holden sem er sérfræð- ingur í að koma í veg fyrir hneyksli. Libby er lesbísk, með sóðakjaft og er harkan uppmáluð. Samt er það nú svo að þessi persóna er sú eina í myndinni sem verður ósannfærandi í lokin. Væntanlegum áhorfendum skal bent á eitt, takið vel eftir upp- hafsatriðinu og gleymið ekki skýr- ingum, því í lokin kemur upp sú staöa að gott er að hafa í huga þetta atriði til að skynja viðhorf Stantons til einstakra samferðamanna sinna. Hilmar Karlsson 14 f Ó k U S 16. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.