Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1998, Side 19
Nýjasta platan hans Bubba kom út í gær. Hún heitir Arfur. Það er alveg merkiiegt hvað þessi maður býr yfir endalaust miklum krafti. Hann er líka að skrifa bók um box og reglulega lýsir hann boxviðureignum ^ í sjónvarpinu. Hann kemur allavega k tvisvar í viku fram * ik á Borginni og þar að fe auki sinnir hann konu, búi og börnum. Þá er Bubbi ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og þetta vill hann segja um það sem allir eru að tala um. í§§y á að HAfegáía alla., Sköpunarsagan verður leikin á morgun klukk- an 17 í Neskirkju. Aðgangur er ókeypis og um aö gera fyrir foreldra sem eiga í erfileikum með aö útskýra af hverju Adam og Eva voru ekki lengi í paradís að mæta. Verkið er unnið af Furðuleikhúsinu og spinna þau og leika sköpunarsögu Biblíunnar. Góðan smokk má nota nokkrum sinnum sé hann þveginn að samförum loknum f. V.8F -Þannir er xmokknum haldlð. rC Það er alltaf gaman að glugga í gamlar fræðibækur, kannski helst fyrir þá sök hvað hug- myndafræðin er orðin úrelt miðað við ríkjandi skoðanir, enda er „sannleikurinn" í dag oftast orðinn eintóm steypa á morgun. í byrjun sjöunda áratugarins gaf Félags- málastofnun út nokkrar fræðslu- bækur eftir félagsfræðinginn Hannes Jónsson. Þar tók hann fyr- ir mál eins og Verkalýðinn og þjóð- félagið; Efnið, andann og eilífðar- málin; og í flmmtu bók sinni, sem kom út 1964, var kastljósinu beint að fjölskylduáætlunum og siðfræði kynlífsins. Þessi bók er bráð- skemmtileg lesning í ljósi breyttra viðhorfa og nýrrar „tækni". Lítillepa uppblás- \j'j// / Inn i líni ■1 1 1 // s' Hannes kemst að því að frjóvgunar- - varnir eigi að vera -v sem fullkomnastar til að koma í veg fyrir slysabörn. Hann bendir á ýmsar leiðir í því _ sambandi. Fyrst rekur hann hin- ar ýmsu gerðir hettna sem eru á markaðnum, en þegar kemur að smokknum rekur maður upp stór augu: \j „Þegar til lengdar læt- hux er bluinn upp. ur flnnst flestum hjónum smokkur- inn draga um of úr snertitilfínn- ingu kynfæranna og verður oft báð- um hvimleiður. Hann er líka til- tölulega dýr frjóvgunarvöm, ef not- aður aðeins einu sinni, sem oftast vill verða, enda þótt góðan smokk megi nota nokkrum sinnum sé hann þveginn að samfórum loknum og geymdur lítillega uppblásinn í líni, sem talkúmi hefur verið stráð á.“ Pillan var á þessum tíma enn á tilraunastigi og Hannes er í vafa um ágæti hennar. „Sumar konur þola ekki þetta mikla lyfjaát. Þær fá uppköst eða þær ganga með velgju fyrstu dag- •Þannit cr smoklmum haldlft. ana, sem þær taka pill- una, og aðrir erfiðleik- ar hafa í einstaka til- felli gert vart við sig. Auk þess er pillan mjög dýr sem frjóvgunar- vöm, þar sem svo mik- ið þarf að eta að henni til þess að hún veiti ör- yggi. Mánaðarskammt- ur kostar á annað hundrað krón- ur. Og til hvers allt þetta pilluát, t.d. fyrir sjómannskonuna, sem hefur mann sinn hjá sér e.t.v. að- eins 2 daga í mánuði?“ Andstygqð í augum heilbrigos fólks í kafla sínum um siðfræði kyn- lífsins kemst Hannes að fjórum meginreglum: 1) Heilbrigðu og fullnægj- andi kynlífi verður bezt lifað innan hjónabandsins, þar verður kynlíflð yfir- leitt meira og betra en utan hjónabands. 2) Lauslæti ber að varast vegna þess, að því fylgir oft ófullnægjandi kynlíf, það er ósamboðið persónuleika mannsins og býður heim per- sónulegum og þjóðfélagslegum vandamálum. 3) Framhjáhald í hjóna- bandi ber að varast vegna þess, að því fylg- ir yfirleitt ófullnægj- andi kynlíf, og það leið- ir yfirleitt til persónu- legra vandamála og óhamingju. 4) Hvers konar öfuguggahátt á sviði kynlífs ber að forðast, þar sem hann er í senn ógeðslegur og lítillækkar þar af leiðandi viðkom- andi persónu og rýrir sjálfsvirð- ingu hennar. Lítum aðeins frekar á síðustu siðaregluna. „Fjórða siðaregla kynlífsins, eins og þær koma mér fyrir sjónir, er sú, að 'Aíierí tu að hvers konar öfugugga- profa smoklc. £ syjðj kynlífslns beri að forðast, þar sem hann sé í senn andstæður megintilgangi lifs- ins, sé ógeðslegur og lítillækki þar af leiðandi viðkomandi persónur og rýri sjálfsvirðingu þeirra. Þessa reglu þarf ekki að ræða mikið. Gildi hennar er svo augljós. Kynvilla, samfarir við dýr og hvers konar kynferðislegur sadismi, er svo langt fyrir neðan virðingu mannsins, að það fólk, sem stundar slíkan öfugugga- hátt, missir að verulegu leyti sjálfsvirðingu sína og þar með rýmar örygg- istÚfinningin og andleg vellíðan þess. Það gengur nær undantekningarlaust með sektartilfinningu, af því að það veit, að það hefur lítillækkað sig og fyrirverður sig fyrir það. Auk þess stríðir öfuguggaháttur- inn á móti lögmálum sjálfs lífsins, þar sem með slíkum aðforum er úti- lokað að viðhalda kynstofninum, en augljósustu rök benda til þess, að kynfærin séu okkur ásköpuð til þess fyrst og fremst að viðhalda lífi mannsins á jörðinni. Öfuguggahátturinn er því í senn andstæður lögmálum lífsins og við- haldi þess og auk þess andstyggð í augum heilbrigðs fólks.“ Þjóðleikhúsið sýnir Bróður mlnn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren á sunnudag kl. 14. Það eru nokkur sæti laus og síminn er 551-1200. Ávaxtakarfan er í Óperunni á sunnudag kl. 14. Það eru örfá sæti laus. Þetta er mjög upp- eldislegt leikrit um ávexti sem þurfa að takast á við einelti i körfunni sinni. Síminn í Óper- unni er 551-1475. Hannes Jónsson, fyrrum sendiherra, gaf út syrpu af bókum snemma á sjöunda áratugnum þar sem hann krufði flest það sem máli skiptir í veröldinni. Ein þessara bóka fjallaði um siðfræði kyn lífsins og lýsir í sumu viðhorfum síns tíma en í öðru sérstæðum hugmyndum Hannesar sjálfs. Iðnó sýnir Dlmmallmm á sunnudag kl. 14, nokkur sæti laus. Sími 530-3030. Hafnarfjarðarlelkhúslð Hermöður og Háðvör heldur áfram að leika Síðasta bæinn í daln- um. Næsta sýning er í dag kl. 16. Það fer þvi hver að verða síðastur að hringja í sima 555- 0553 og panta sér miða. Söngleikurinn Bugsy Malone i Loftkastalan- um á sunnudag kl. 14. Þetta er síðasta sýn- ingin á verkinu. Síminn í kastalanum er 552- 3000. fi ■ Á að veita íslenskri erfðagreiningu einkaleyfl á gagnagrunni? „Ef það yrði til þess að hægt væri að lækna sjúk- dóma sem læknar hafa hingað til staðið ráðþrota frammi fyrir. Ég tala nú ekki um ef það yrði til þess að fmna hið eina sanna alkagen. Þá segði ég já.“ 2b Á að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálið upp að nýju? „Engin spurning. Það mál er svartur blettur á réttarfars- sögu íslendinga og ef það sannast að þeir sem keyrðu á málið á sín- um tíma hafi beitt ólöglegum að- ferðum, þá á að sækja þá til saka.“ 3. Er Kristján Jóhannsson góður söngvari? „Brillíant. Hann er frábær söngvari, frábær performer og frábærlega skemmtilegur persónuleiki." 4. Á að koma á veiði- leyfagjaldi? „Ef það er eina leið- in sem stjórnvöld sjá í þessu máli, já. Ég vil hins vegar afmá kvótann einn, tveir og þrír og myndi vilja sjá mun róttækari aðgerðir.“ & u Á að selja áfengi í stór- mörkuðum? „Málið er þetta: Ef við eigum að taka mark á yflr- völdum á annað borð, skulum við hafa I huga að þau vilja sjá ísland dóplaust árið tvöþúsund. Ég held að það sé fyrst og fremst til þess að réttlæta eigin neyslu á áfengi sem er öflugasti og út- breiddasti vímugjafinn sem er á boðstólum." 6 ■ Hver flnnst þér að ætti að veita sameinuðum jafnaðar- mönnum forystu? „Össur Skarp- héðinsson er hæfastur.“ 7 ■ Hvort er betra sánd í vínylplötu eða geisladiski? „Það er bara smekksatriði. Mér er nákvæmlega sama.“ ö« Ertu hlynntur loftárás- um NATO á Serbíu? „Ég er yflr höfuð ekki hlynntur loftárásum á einn eða neinn. Ég hefði kannski ekki verið hlynntur þessu fyrir fjórum mánuðum, áður en fjöldamorðin tóku á sig þessa hrikalegu mynd. Ef loftárásir geta stöðva fjöldamorð, þá get ég ekki annað en verið hlynntur þeim.“ w ■ Ertu hlynntur eftirlits- myndavélimum í bænum? „Ég er hlynntur auknu eftirliti með ráðamönnum borgarinnar sem virðast ekki geta séð til þess að borgin sé hættulaus. Það er aum- ingjaháttur að geta ekki stöðvað þessa öldu ofbeldis sem ríkir í miðbænum. Það býður hættunni heim að þjappa öllum þessum veitingahúsum saman á svona litlu svæði. Kannski vegna þess að borgarfulltrúarnir vilja geta rúntað um á milli baranna." 10 11 ■ Á að lögleiða fíkni- efni? „Það er lögleiðing á flkni- efnum á íslandi og áfengisdýrkun í þessu þjóðfélagi. Kannabisefni virðast vera komin til að vera og þau geta alveg eins verið lögleg fyrst áfengið er það. Ég vil samt taka skýrt fram að ég er ekki hlynntur neyslu á þessum vímu- efnum og mæli þeim ekki bót enda hef ég eigin reynslu af skað- semi þeirra. Það skiptir hins veg- ar engu máli hvort menn skemma sig á kannabisefnum eða áfengi.“ i Viltu aðskilnað ríkis og kirkju? „Nei.“ Hvor var betri, Lax- ness eða Þórbergur? „Þeir voru báðir miklir húmoristar." 13. Á að fækka þing- mönnum? „Það á að leggja alla þingmenn af. Þeir eru óþarfir og stjómarhættimir úreltir. Ég er viss um að það sé hægt að flnna betri leið til að stjórna þjóðarbú- inu en að sitja uppi með alla þessa þingmenn. Þeir gera ekkert annað en að hygla sér og sínum og skemma og menga landið. Ég myndi frekar vilja sjá að hverfls- og grasrótarsamtök fengju mögu- leika á að stjóma landinu en það eru auðvitað bara draumórar í mér.“ Er einhver munur á íslensku vatni og vatni í öðr- um löndum? „Stórmunur. Það er bragð af íslenska vatninu. Það er það besta. Allavega enn sem komið er. Ég veit ekki hvort ég segi það sama eftir tíu ár.“ Eru íslenskar konur lauslátar? „Nei. Ég held að ís- lenskir karlmenn séu lauslátari." Party Zone Bara tónlist Aðstandendur útvarpsþáttarins Party Zone vilja koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: Það eina sem við höfum boðað í þætti okkar er tónlist og ekkert annað ef einhverjir hafa skilið það sem svo í viötali við okkur í síðasta tölublaði Fókuss. meira á.) www.visir.is 16. október 1998 f ÓkUS 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.