Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 13
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 13 Fréttír ÚA endanlega laust við Mecklenburger DV, Akureyri: Útgerðarfélag Akureyringa hf. af- henti fyrir skömmu hlutabréf sín í þýska útgerðarfélaginu Mecklen- burger Hochseefischerei til þýskra eigenda og er afskiptum ÚA af fyrir- tækinu þar með lokið. ÚA keypti snemma áratugarins meirihluta í fyrirtækinu og voru miklar vonir bundnar við að Mecklenburger myndi færa ÚA umtalsverðan hagn- að. Annað hefur komið á daginn og hefur þýska fyrirtækið verið rekið með halia allt síðan. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að í og með sé sárt að sjá á eftir þýska fyrirtækinu enda sé rekstur þess farinn að ganga betur en áður vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til undanfarin ár. „Á móti kemur að þetta er mjög áhættusamur rekstur sem hefur verið þungur baggi á ÚA und- anfarin ár,“ segir Guð- brandur. - Hvað hefur ÚA tap- að miklu á þessu máli? „ÚA sjálft hefúr ekki tapað neinu. Það var sett ákveðin upphæð í þetta upphaflega og hún fæst til baka með vöxtum en ég má reyndar ekki gefa upp söluverð okkar á bréfunum í fyrirtækinu en það er trúnaöarmál. Tapið á félaginu í gegnum árin var alltaf fjármagnað með sölu skipa. Ef mig minnir rétt átti Mecklenburger 8 togara þegar ÚA kom að því en nú eru þeir orðn- ir fjórir. Það er líka ljóst að ef rekst- Guðbrandur Sigurðs- son, forstjóri Útgerð- arfélags Akureyringa. urinn hefði gengið illa í ár hefði verið komið að þeim krossgötum að ÚA hefði þurft að leggja fyr- irtækinu til fé eða ábyrgjast einhverjar greiðslur," segir Guð- brandur. Hann segir að stjórn ÚA sé nú búin að gera það sem rætt hafi verið um á aðalfundi að fyrir dyrum stæði, að losa ÚA við ákveðnar eignir. „Við byrjuðum á að selja hlutabréfin í Skagstrendingi, losuð- um okkur út úr Tanga á hárréttu augnabliki, að ég tel, og svo út úr Mecklenburger. Nú einbeitum við okkur að því að byggja upp þetta fyrirtæki og auka veltuna," segir Guðbrandur. -gk Haraldur verölaunað ur í París Eins og við sögðum frá í helgarblaði DV nýlega var Haraldur Ólafsson veðurfræðingur verðlaunaður á dögunum af Veð- urfræðifélagi Frakklands fyrir doktorsritgerð hans frá háskólanum í Toulouse. Verðlaunin, sem kennd eru við veðurfræð- inginn Prud’homme, voru afhent með viðhöfn hjá Frönsku vísindaakademíunni í París. Myndin var tekin við það tæki- færi en hún barst ekki í tæka tfð fyrir birtingu viðtalsins við Harald í helgarblaðinu. DV-mynd Margrét E. Ólafsdóttir Menntunarmál sjávarútvegsins: Frekari uppbygging á Akur- eyri kemur vel til greina - aö mati Davíðs Oddssonar DV, Akureyri: Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að Akureyri hljóti að eiga mikla möguleika varðandi frekari uppbyggingu kennslu í sjávarút- vegsfræðum. „Ég held að það væri fráleitt að beina allri þessari starf- semi hingað suður og þáð gengi þvert á allar þær hugmyndir sem menn hafa haft uppi í byggðamálum almennt," segir Davíð í viðtali viö Útveginn, fréttablað LÍÚ. Davíð fer mjög lofsamlegum orð- um um sjávarútvegsbraut Háskól- ans á Akureyri sem hann segir hafa verið mjög farsæla. „Ég tel að Akur- eyri og nágrenni hafi upp á afskap- lega margt að bjóða í þessu sam- bandi. Sjávarútvegsdeildin við Há- skólann á Akureyri hefúr lukkast framar vonum og þá er ég ekki bara að leggja dóm á kennsluna sem slíka heldur ekki síður hvert nem- endumir hafa síðan farið. Þetta fólk hefúr farið inn í atvinnugreinina en ekki til annarra starfa. Auðvitað er öll menntun góð en hún hefur stundum farið forgöröum, ef svo má segja. Menn hafa verið í námi í nokkur ár og síðan farið til starfa við eitthvað allt annað en þeir lærðu til“. Davíð segir að viö Sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri hafl nýtingin hins vegar orðið mjög góð. „Við sem erum með byggðamálin á okkar könnu í stjómsýslunni og eig- um nú í vök að verjast vegna flutn- ings af landsbyggðinni horfum með aðáun á hvemig þetta hefur lukkast við Háskólann á Akureyri. Það á bæði við um sjávarútvegsbrautina og fLeiri brautir við skólann. Verk- menntaskólinn hefúr einnig verið með vel lukkaða braut í tengslum við nám í sjávarútvegsfræðum. Ég tel að Akureyri hljóti að eiga mikla möguleika núna, varðandi frekari uppbyggingu í sjávarútvegsfræð- um“ segir Davíð Oddsson. -gk Viö treystu GUININARSSOTNI -rödd Reykjarneskjördæmis á Alþingi Einar Sveinsson forstjóri, Garðabæ Magnús Gunnarsson bæjarstjóri, Hafnarfirði Gunnsteinn Sigurösson skólastjóri, Kópavogi Hörður Sævaldsson tannlæknir, Seltjamamesi Bjami Snæbjöm Jónsson ráðgjafi, Mosfellsbæ Þorsteinn Erlingsson útgerðarmaður, Reykjanesbæ Olafur Proppé prófessor, Hafnarfírði Þorgerður Aðalsteinsdóttir form. sjálfstæöiskv. Eldu, Kópavogi Guðrún Eggertsdóttir viðskiptafræðingur, Bessastaðahreppi Engilbert Snorrason tannlæknir, Hafnarfírði Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri, Garðabæ Stefán Sigurðsson veitingamaður, Kópavogi Hanna Lina Helgadóttir lögmaður, Hafnarfirði Sigurrós Þorgrimsdóttir bæjarfulltri, Kópavogi Jón Þórarinsson flugstjóri, Garðabæ Bragi Michaelsson bæjarfulltrúi, Kópavogi Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvelli Steinar J. Lúðvíksson ritstjóri, Garðabæ Þórður Guðmundsson framkvæmdastjóri, Seltjamamesi Pétur Friðriksson rekstrarfræðingur, Kjalamesi Guöjón Valgeirsson tannlæknir, Mosfellsbæ Halldór Ámason sparisjóösstjóri, Kópavogi Ámi Rafnsson framkvæmdastjóri, Seltjamamesi Rúnar Sigurhjartarson verslunarmaður, Bessastaðahreppi Sveinn Hjörtur Hjartarson rekstrarhagfræðingur, Kópavogi Jónas Reynisson sparisjóðsstjóri, Hafnarfirði Guöný Kristinsdóttir fijármálastjóri, Seltjamamesi Stuðningsmenn MMC Pajero DTI 2500 5 d. '98, vlnr., ek. 21 þ. km, spoiler, álf., 31“. V. 2.800.000 MMC Carisma GLX 1600 5 d., '98, grár, ek. 9 þ. km, ssk. V. 1.650.000 Subaru Legacy 4x4 GL 2000 5 d„ '97, silfurl., ssk., ek.17 þ. km, krókur. V. 2.050.000 MMC Galant 4x4 GLSI 2000 '96 Ijósblár, ek. 57 þ. km, álf., spoiler. V. 1.750.000 Subaru Justy 4x4 J-12 '90 hvitur, ek. 83 þ. km. V. 450.000 MMC Space Wagon 4x4 GLXi 2000 '98 blár, ek. 7 þ. km, ssk., krókur. V. 2.190.000 MIKIL SALA VANTAR BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐINN STRAX Opið virka daga 10-12 og 13-18. Laugardaga 13-17. .. fBÍLÁSAUm] HöUur ehf. B í L A S A L A Tryggvabraut 14 600 Akureyri 461 3020-461 3019 VW Golf 4x4 GL 1800, 5 d. '97 silfurl. ek. 41 þ. km, álf. o.fl. V. 1.490.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.