Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 27
Hraðasta tölva í heimi: Djúpblá verður græn af öfund hermir eftir kjarnorkusprengingum IBM hefur hannað hraðvirk- ustu tölvu í heimi fyrir orku- málaráðuneyti Bandaríkjanna. Meginverkefni hennar verður að framkvæma flókna útreikn- inga tO að viðhalda kjamorku- vopnabúri Bandaríkjamanna án þess að eiginlegar sprengju- tilraunir þurfi að fara fram. Þegar A1 Gore tilkynnti smíði tölvimnar, sem kölluð hefur verið Kyrrahafsblá, spar- aði hann ekki stóru orðin. „Hér er á ferðinni tölva sem gerir Djúpbláa græna af öf- und,“ sagði hann, en Djúpblá er ofurtölvan sem lagði Kasparov að velli í skák eins og margir muna eftir. „Kyrra- hafsblá er meira en tvöfalt hraðvirkari en nokkur önnur tölva sem til er í dag,“ fullyrti hann einnig. Fjölbreyttir mögu- leikar Bandaríkjamenn þurfa nú ekki að gera eina einustu tilraun með kjarnavopn í ná- inni framtíð, hvað þá skjóta kjarnorkufiaugum á loft. Ofurtölvan nýja getur fram- kvæmt hvorki meira né minna en 3,9 billjónir aðgerða á sekúndu. Þessi geysilegi hraði gerir henni m.a. kleift að herma eftir kjarnorku- sprengingum. Það auðveldar vís- indamönnum að fylgjast með kjarn- orkuvopnabúri Bandaríkjamanna án þess að sprengja eina einustu til- raunasprengingu. Vinnsluhraði Kyrrahafsblárrar er um 15.000 sinnum meiri en venju- legrar einkatölvu. Minni hennar er jafnframt um 80.000 sinnum stærra en við eigum aö venjast í heimilis- tölvunum. Flókna útreikninga, sem tæki jafnvel mjög öflugar tölvur nokkra mánuði að framkvæma, er hægt að gera í þessari tölvu á örfá- um dögum. En það er margt fleira hægt að gera með grip sem þessum. Til dæmis er hægt að nýta tölvuna til að reikna út loftslagsbreytingar á nákvæmari hátt en áður hefur ver- ið hægt og til að bæta hönnun flug- véla. Að auki hafa háþróaðar tölvur hjálpað læknavísindunum undan- farið við lyfjaþróun og sparað þeim mikinn tíma sem annars hefði farið í tímafrekar tilraunir. Leikjaframleiðendur hagnast Nú hafa margir leikjaframleið- endur kynnt afkomu sína á þriðja fjórðungi ársins og sumir jafnvel gefið út ársskýrslur sínar með upp- lýsingiun um afkomu. Helsta niður- staðcm er sú að þessi starfsgrein fer ört vaxandi og almennt er afkoma fyrirtækjanna með ágætum. En þó er ljóst að hagnaðurinn er langmestur meðal stærstu fyrir- tækjanna í bransanum. Umfangs- miklir leikjaframleiðendur, eins og Electronic Arts og Acclaim Enterta- inment, hreinlega raka til sín fé. Síðamefnda fyrirtækið varð næst- um gjaldþrota fyrir tveimur árum en tekst með undraverðum hætti að skila 21 milljón dollara í hagnað í ár. Sólin skín ekki alveg eins mikið á meðalstór fyrirtæki á þessum markaði. Allar spár benda til þess að stóru fyrirtækin muni í náinni framtíð kaupa upp helstu óháðu fyr- irtækin. Útlit er fyrir að mörg þess- ara fyrirtækja hreinlega neyðist til að leita á náðir risanna til að forð- ast skipbrot. Dæmi um leikjafyrir- tæki í vandræðum eru Activision og Interplay sem hafa verið rekin með miklu tapi á síðustu misserum. aðalfundur Framhaldsaðalfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn mónu- daginn 9. nóvember 1998 kl. ló.OO að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. 1998 Dagskrá: Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. § Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundarboð ásamt fundargögnum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu og málfrelsi. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 6. nóvember n.k. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. ^Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins fró 21. september 1998 og geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn, fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á veraldarvefnum. Slóð sjóðsins er www.lifeyrir.rl.is. Reykjavík, 18. september 1998 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. rir ameinaði ífeyrissjóðurinn Græddur er geymdur lífeyrir SuSurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 510 5000 Fax 510 5010 Grænt númer 800 6865 HeimasíSa: lifeyrir.rl.is Netfang: mottaka@lifeyrir.rl.is | baraiau þiriu forskot a _ ■■■■irramtiðiria Framtíðarbörn og Síminn Internet bjóða börnum á aldrinum 5 -14 ára upp á nytsamleg og spennandi tölvunámskeið fyrir aðeins 3.900 krónur á mánuði. Tilboðið gildir aðeins fyrir viðskiptavini Símans Intemet. 3.900 krónur á mánuði Tölvuskólinn Framtíðarbörn sérhæfir sig í tölvukennslu fyrir böm og unglinga á aldrinum 5-14 ára. Námið sjálft er byggt upp í kringum tiu ákveðna þætti tölvunotkunar, m.a. ritvinnslu, töflureikni, myndvinnslu, margmiðlun og hagnýtingu tölvunnar og kennt er hvernig tölvan nýtist við lausnir ýmissa verkefna og vandamála. Markmiðið er að gera tölvunotkun skemmtilega og lifandi og er unnið eftir ákveðnu þema á hverju námskeiði. Næstu námskeið hefjast 2. - 7. nóvember. Gert verður hlé á kennslu 14. desember, byrjað aftur 4. janúar og haldið áfram fram í miðjan maí. Skráning fer fram á skrifstofum Framtíðarbarna á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Grensásvegi 13 (Pfaffhúsinu), sími: 553 3322 Akureyri, Skipagötu 16, sími: 4613328, Anna Akranes, Kirkjubraut 17, sími: 4313350, Borghildur ísafirði, Mánagötu 6, sími: 456 3168 eftir kl. 20, Bergljót Selfossi, Tölvuskóla Suðurlands, sími: 482 3937 SIMINNinternet -> FRAMTÍÐARBÖRN sími 553 3322 Hönnun: Gísli B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.