Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 6
matur ARGENTÍNA ★★★ Barónsstíg Ua, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. CAFÉ ÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPEDIEM ★ Rauöarárstíg 18, s. 552 4555. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegur 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annar í eldhúsi og hinn í sal, og fókusinn á matreiðsluhefðum skilgreinds svæðis, i þessu tilviki suðurstrandar Banda- rikjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkó." Opið 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN ★★ Veltusundl 1. 5115 090. „Leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café eöa Planet Hollywood." Opiö 18-22. HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568 9888. „Staðurinn hæfir fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góöa hamborgara og daufa ímynd þess að vera úti að borða. Þjónustan jafn alúðleg og ágæt og fýrr." Opiö 11.30-23.30. HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í mat- argerðariist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiðsla, sem gerir jafnvel baunir aö Ijúfmeti." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og iaugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltið." Opiö 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var aö neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." Opiö frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir og gæðaþjónustan er hálfitölsk. Það, sem tæpast hangir í ítölskunni, er matreiöslan." Opiö 11.30-11.30. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Margt er það, sem dregur, matreiðsla, verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera Kinahúsið að einni af helztu matarvinjum mið- bæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30-22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 „Kínamúrinn eitt fárra frambærilegra veit- ingahúsa hér á landi, sem kenna sig við aust- ræna matreiðslu." Opiö 11.30 til 22.30 alla daga nema sunnudaga frá 17.00 til 22.30. LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan'af landi og frá útlöndum." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. „Matreiöslan rambar út og suður, góð, frambærileg eða vond eftir atvikum." Opiö mánudaga-miövikudaga 11-23.30, fimmtu- daga-sunnudaga 11-0.30. MADONNA ★★★ Rauðarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantisk veitingastofa með góðri þjónustu og frambæri- legum Ítalíumat fýrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." Opiö virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir í profiteroles og créme brulée." Opiö 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrfsgrjónaréttir og óteljandi til- brigði af góöum pöstum en lítt skólað og of upp- áþrengjandi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn eropinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. LA PRIMAVERA ★★★★ Austuistræti 9, s. 5618555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fýrir því." Opiö 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um helgar frá 18.00-23.30. RAUÐARÁ ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. 8REX ★★★ Austurstrætl 9, s. 511 9111 „Rex kom mér * á óvart með góðri, fjöl- : breyttri og oftast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á einföld og falleg salöt, mis- : jafnt eldaðar pöstur og hæfi- ! lega eldaða fiskrétti." Opiö ________ j 11.30-22.30. SKÓUBRÚ ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dálitið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm." Opiö frá kl. 18 alla daga. VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 551 8666. „Nú virðist Tjörnin endanlega hafa gefið forystuna eftir og raunar annað sætið líka, gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." Opiö 12-23. ÞRÍR FRAKKAR ★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." Opiö 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og laugardag. TTt-? Á nJ&M nfe.ll www.visir.is Það er frelsið sem heillar Tolla við tölvur og internet. Laugardaginn 5. desember opnar hann nýstárlega sýningu í Bílar og list við hliðina á Vegamótum. Sýningin er í samvinnu við Aco og kemur nýi ilVlac-inn mikið við sögu. Þessi myndlistarsýning er ekki bara fyrir listfræðinga með kampavínsglös. Þessi sýning er fyrir íslendinga og verður í beinni á www.apple.is. _ j-r sijóranna ful Internetið og tölvur eru framtíð- in! Þetta er vinsælt slagorð hjá stórpólitíkusum en það býr kannski ekki mikið á bak við inni- haldslaus slagorð. Bestu hlutimir eiga það oft til að gerast að frum- kvæði einstaklinga en ekki þjóða. Heildin verður of einlit og fáir vilja bregða út af venjunni. Og venjan í myndlistarheiminum er að opna sýningar i galleríum. Venjan í bókaiðnaðinum er að gefa bækur út fyrir jól og kvik- myndagerðarmenn taka upp á filmu og sýna í bíó. Þeir gera þetta ekki endilega vegna þess að það sé betra, hentugra, ódýrara eða lík- legra til árangurs. Þetta er meira bara vegna þess að þannig hefur það verið í gegnum tíðina. Tolli er ekki einn af þeim sem hlusta á hópsálina um hvernig hlutirnir eigi að vera. Hann er þekktur fyr- ir að gera það sem honum sýnist. „Sýningin samanstendur af fimmtíu tölvum uppi í Bílar og list,“ segir Tolli aðspurður hvað sé eiginlega í gangi með þessa sýningu. Hann bætir því við að á skjá tölvanna séu myndir eftir hann. „Svo er þarna líka myndband sem ég hef unnið með tónlistar- manninum Mister BIX og Saga film.“ Hvaö tölvupœlingar eru þetta? „Það er frelsi internetsins. Þarna eru menn að opna dyr sem brjóta niður alla múra á milli listamannsins og listunnandans. Svo maður verði svolítið Einars Máslegur í þessu þá er tími kaup- félagsstjóranna liðinn og skæru- liðarnir eru að koma út úr skápn- um. Kaupfélagsstjórinn er þá gall- eríseigandinn. Þeir ráða öllu í þessum bransa. Velja hvað er sýnt og svo framvegis en þessu getur intemetið breytt.“ Að þessari sýningu stendur verslunin Aco, í samvinnu við Tolla. Þeir eru að kynna iMac-inn sinn sem þykir með fríkaðri hönn- unum á markaðnum. „Við erum að gera Jóni Jóns kleift að fara í gallerí,“ segir Ólaf- ur Hand hjá Aco aðspurður af hverju þeir séu að taka þátt í þessu. „Við erum að sjálfsögðu líka að kynna nýju tölvuna en vildum gera eitthvað annað en bara auglýsa í blöðum. Svo ég hringdi í Tolla, sem ég kannast við í gegnum íþróttir, því hann er alltaf til í eitthvað nýtt. Og þetta verður þannig að hægt er að koma þarna og skoða sýninguna og fá stóra og vandaða útprentuna af myndinni. Það kostar eitthvað lít- ið og peningamir renna svo beint til Barnaspítala Hringsins.“ „Sýningin verðrn- einnig opnuð á Netinu," segir Tolli og bætir því við að þessi tjáskipti séu stór part- ur af framtíðinni. „Og á Netinu gefst landsbyggð- arfólki einnig kostur á að kaupa útprentanir og jafnvel komast í samband við listamanninn,“ bætir Ólafur við. „Bjöm Bjarnason mun síðan opna sýninguna í gegnum inter- netið,“ segir Tolli. „Það verða fimmtíu skjáir með Bimi þama. Hann verður margklónaður því hann verður í Danmörku á þess- um tíma.“ Fyrir utan þessar pælingar allar - sem verða til sýnis í Bílar og list - er Tolli einnig að búa til marg- miðlunardisk sem kemur á mark- að á komandi misserum. Það er því miður ekki hægt að koma með mikla yfirlýsingar í þeim efnum fyrr en það er komið betur á hreint en það er hægt að eyða klukkutíma í desember í heimsku- legri hlut en að kíkja og kaupa sér útprentun á engum öðrum en Toll- anum. -MT Tilveran: Grænt og bleikt friðarríki Þjónustan er elskuleg og kemur nógu af köldu vatni og mjúku brauði á borðið, meðan beðið er eftir matnum. Vínlistinn er stutt- ur, vel valinn og ódýr, með góðu Chile-víni í glasatali. Það eru einmitt svona staðir, sem við þurfum fleiri af til að fá almenn- ing til að lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep almennilegs matar- æðis. Blaðlaukssúpa dagsins var því miður eins og oftar áður hefðbundin uppbökun á hveiti. Græn- metissúpa dags- ins var skárri, einkenndist af tómati og ristuðum brauð- teningum. Bezta súpan var tært grænmetisseyði með miklu af rækjum, laxi, lúðu, kræklingi og sveppum, hressileg vetrarsúpa. Salat dagsins var ferskt, en ein- kenndist af jöklasalati, borið fram með örlitlu af rækjum og skinkuræmum. Hæfilega elduð og eins góð og „Það eru einmitt svona staðir, sem við þurfum fleiri aftil að fá almenning til að lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep almennilegs mataræðis.“ hún gerist bezt á landinu var steikt tindabikkja með skemmti- lega sterku sítrónusmjöri, hæfi- lega elduðum kartöflum og góðu hrásalati, tvímælalaust bezti rétt- ur staðarins. Hins vegar var tvenna staðarins, rauðspretta og steinbítur, of mikið elduð, með hæfilega elduðum kartöflum, of þykktri humarsósu og sæmilegu hrásalati. Hin tvenna staðarins, lamb og grís, var einnig ofelduð, einkum grísinn, sem var orðinn þurr. Með henni var samt ágætlega léttsoðið grænmeti og kartöflustappa, bök- uð í hálfu hýði af stórri bökunar- kartöflu, rauðlaukur og tómatar. Svipað meðlæti, og kryddlegnar perusneiðar að auki, fylgdi hæfi- lega léttsteiktum svartfuglsbring- um með þunnri og góðri, en hlut- lausri gráðostasósu. ís staðarins var lagskiptur vanillu og súkkulaðiís fíngerður með kiwi og vatnsmelónusneið- um. Ostakaka staðarins var ein- fold og bragðmild, lítið þéttari en búðingur. Kaffi var þunnt, en gott. Jónas Kristjánsson Saltnotkun hefur minnkað til bóta, en eldunartímar á fiski eru enn óþarflega breytilegir á Tilver- unni, sem um nokkurt skeið hef- ur haldið uppi merki framúrskar- andi hagstæðs verðs á frambæri- legum mat í Hafnarfírði. Þetta grænþiljaða og bleikmálaða frið- arríki er búið að festa sig í sessi á horni Fjarðargötu og Linnetstígs. Afspyrnuljótir pipar- og salt- staukar i formi grænmetis og ávaxta skera í augun, þar sem rúmt er setið við heimilislegar aðstæður í þægilegum stólum við kögurdúkuð borð undir lágværri tónlist og reynt að horfa á lítil og skemmti- leg málverk frá Spáni. Á kvöldin er hægt að velja milli sex rétta, auk súpu og eftirréttar, fyrir 1700 krónur að kaffí meðtöldu. Val milli fimm rétta, auk súpu, í hádeginu kostar 870 krónur. Þetta verðlag er hvergi slegið út á boð- legum veitingastað á íslandi, nema á Laugaási í Reykjavík, og takmarkar annan metnað staðar- ins. f Ó k U S 27. nóvember 1998 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.