Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Page 9
Ómar Blöndal Sigurgeirsson,
44 ára:
Bara óþroskuð
bönd í dag
„Ég kaupi ab meðaltali svona 4-5 plötur á
mánuði. Ég fylgist mikið með músík, bæði
gamalli og nýrri."
Hlustarðu þá líka á drömmenbeis?
„Nei, ég er nú eigínlega kominn alveg yfir í
djassinn. Fyrir svona einu og hálfu ári fór ég
yfir í djassinn svo ég er byrjandi í þeirri deild.
Maður hafði bara heyrt þessa tónlist úr léleg-
um græjum svo það opnuðust nýir heimar
þegar maður fékk sér almennilegar græjur.
Fyrir djassinn var maður í Pink Floyd og þeirri
deild."
Þannlg að þú ert hættur að fylgjast með
því sem hægt er að kalla það „nýjasta í
popplnu“?
„Já, það er lítið varið í það.“
Hvað er mlnna varið í það en þegar
þú varst ungur?
„Flestir sem eru að spila í dag eru óþroskuð
bönd en þegar maður hlustar á þessa gömlu
djassista, Miles Davis og fleiri, eru þeir mörg-
um skrefum fyrir framan."
Hvað verðurðu að hlusta á þegar
þú ert orðinn 75?
„Djass!"
merkilegt" og „alveg eins og eitthvað
annað sem var í gangi þegar ég var
ung/ur“. Þessi afneitun er athyglis-
verð og má kannski setja í samband
við þá staðreynd að fólk saknar ung-
lingsáranna. Afneitunin hefur verið
viðloðandi síðan rokkið varð til. Á
fæðingartíma rokksins í kringum
1956 fannst kántrístjörnunni Bob
WiUis það vera „alveg eins og ég hef
verið að gera síðan 1935“, hippunum
fannst pönkið vera rugl og fólk í dag
sem fílaði Pixies og R.E.M. finnst
„þessi tölvutónlist alger vitleysa.
Það getur hver sem er sem á tölvu
gert þetta,“ segir það.
Það má vel vera að þetta sé allt
sama helvítis vitleysan og um þrí-
tugt fer fólk sem á annað borð hlust-
ar enn þá á tónlist (aðra en þá sem
heyrist úr útvarpinu) mjög oft að
hlusta á klassíska tónlist og djass,
sem er athyglisverð þróun og svipað
því ef fólk með myndlistaráhuga
gæfist upp á að fylgjast með um þrí-
tugt og færi að leggja komur sínar í
Þjóðminjasafnið til að mæna á
gamlar útskomar hurðir. Að hlusta
á klassík og djass þykir enn bera
vott um þroska, þó í raun sé klassík
mjög oft bara popp síns tíma, sbr.
poppið í Mozarti. Þá þykja „erfið-
ar“ tónsmíðar - þ.e.a.s. eitthvað
sem maður getur aldrei flautað í
sturtu - merkilegri og „þroskaðri"
en popp, og t.d. er tónlistin flokkuð
hjá Stefi eftir a til e kerfi; í lægsta
flokkinn - a - (6 punktar) fer popp-
ið, en „alvarlegri" tónsmíðar í e-
flokk (24 punktar). Ríkið heldur
vemdarhendi yfir þessari óréttlátu
mismunun og auðvitað verður ekk-
ert réttlæti í tónlistarheiminum
fyrr en þrjár mínútur af Skítamóral
í útvarpinu gefa sömu Stef-gjöld og
þrjár mínútur af Atla Heimi.
Fólk með óslökkvandi tónlistará-
huga færir sig yfir í klassík eða djass
en meiri hluti fólks fer að hlusta á
„rólegri" tónlist með aldrinum. Kerl-
ingapopp í anda Celine Dion er því
vinsælast þegar fólk fer yfir þrítugt
enda selur hún eina plötu á hverri
sekúndu árið um kring. Örfá undan-
tekningartilfelli em þegar fólk um
og yfir þrítugt fylgist enn þá með þvi
„nýjasta" í poppinu, en ég vil ekki
taka svo djúpt í árinni að segja að
það sé óþroskað, kannski frekar
segja að það búi yfir víðsýni eða
vilja halda dauðahaldi í unglinginn í
sjálfu sér.
7. Mið fuliorðinsár (40-60;
Lagt af mörkum / stöðnun - Hínn mióaldra fær
tilfinningu fyrir því aö hann sé aó leggja eitthvaö
af morkum í lifinu. í gegnum fjolskyldu eóa
vinnu. eöa hann veröur var viö tilgangsleysi.
Kerlingapopp
og græjukarlar
Ef fólk á þessum aldri tæki sig til
og færi að fila Chemical Brothers
væri það einfaldlega álitið eitthvað
skrítið eða þá illa haldið af gráum
fiðringi. Tónlistarsmekkurinn er yf-
irleitt löngu staðnaður og bundinn
við það sem hlustað var á á 5. eða 6.
stigi, þ.e. fólk á þessum aldri í dag
vill heyra þetta „gamla góða“ og
stillir á Gullið eða Stjörnuna eða hef-
ur sökkt sér djúpt í klassísku forn-
leifafræðina. Að heyra „Fyrsta koss-
inn“ í útvarpinu rifjar upp gamla
tima í Glaumbæ og sinfónía eftir
Beethoven býr til róandi sefjun.
Þeir sem ólust upp með rokkinu hafa
þó margir góðlátlega meðaumkun
með tónlistaráhuga afkvæmanna og
ef þeir vilja vera einstaklega „líbó“
þykjast þeir jafnvel hafa áhuga á því
sem unglingurinn filar. Karlar á
þessum aldri fyllast oft græjuæði og
vilja fá sér sem kraftmestar ster-
eogræjur til að spila Stóns eða Kinks
og halda að ef sándið sé betra verði
æskuminningin sterkari. Konurnar
eru enn á Celine Dion-stiginu og fyll-
ast oft jákvæðu æði ef lag verður
vinsælt í útvarpinu, t.d. lag sem
móðir syngur til heyrnarlausrar
dóttur eða þegar Sigga Beinteins
eða Diddú gefa út plötu; þær hlusta
sem sagt eftir persónuleika poppar-
ans, lesa Séð og heyrt og tala sín á
milli í saumaklúbbunum um hvað
hún Sigga sé nú alltaf skemmtileg.
8. Sið-fullorðinsár
(60 og ufjjj úr)
Hfcilleikl / orvænting - Þegar hugsaó er til
haka finnur hinn aldraöi annaöhvort fyrir
ánægju meó lífiö eöa finnst honum hafa mis-
tekist og fyllist orvæntingu, því þaö er oröiö
of seint aö gera eitthvaö i málinu.
Kemur í liós hvort Elvis
fyigir meo á eiiiheimilin
Hingað til hafa gamlingjar hlust-
að á það sem þeir hlustuðu á þegar
þeir voru upp á sitt besta, harm-
óníkutónlist, einsöngslög og karla-
kóra, enda hefur stöðnun ríkt ára-
tugum saman í tónlistarhlustun
fólks og fáránlegt fyrir sjötugan
mann að taka upp á því að fara að
fíla Botnleðju, hann yrði sendur
babú á Klepp ef hann mætti i Mar-
ylin Manson-meiköppi á hannyrða-
kvöld.
Svo undarlega sem það hljómar þá
er stöðnun kallað þroskamerki; ef
fólk er eins áratugum saman, hlust-
andi á sömu tónlistina í sömu flóka-
inniskónum, þá er það viturt og
spakt. Það er einhver pirrandi þver-
sögn í þessu. Á lífið ekki að vera sí-
Grímur Ormsson
69 ára:
Thikk í ktassfldnni
„Ég er náttúrlega gamall og ég ólst upp við
harmóníkumúsík . Á böllum var bara harm-
óníkumúslk . Ég er nú meira tyrir hana og ís-
lensk sönglög en samt er maður aðeins að
færa sig út í klassíkina. Ég ætla t.d. að fá
mér plötuna með Diddú núna. En nýju tónlist-
ina, nei, ég er ekki fyrir hana. Rokkið var
komið þegar ég var yngri, það er ágætt."
Hefur smekkurinn breyst með aldrinum?
„Ég er kominn I klassíkina meira núna, þá
tónlist heyrði maður aldrei áður.“
Dlddú þá aðallega?
„Nei, allt þara, kóra og óperur lika. Ég kaupi
einstaka sinnum diska, nokkra á ári, helst
eitthvað í klassíkinni."
Hvað verður gamla fólklð að fila
eftir fimmtíu ár?
felld þróun og leit? Þessi speki skilar
sér ekki í tónlistaráhuga.
Brennandi tónlistaráhugi virðist
vera æskumerki, það að hafa staðn-
aðan smekk þroskamerki. Megin-
þorri fólks hlustar því á sömu tónlist-
ina frá því að það er tuttugu og fimm
þar til það er á lokastiginu, að „búa
sig undir dauðann". Kannski þetta sé
út af því að í eðli sínu er popptónlist-
in alltaf eins, grípandi melódíur ofan
í gefandi takti, og kannski eru Elvis,
Sex Pistols, Duran Duran og Goldie í
raun það sama, bara popphjól sem er
fundið upp aftur og aftur. Kannski
gefst fólk upp á poppi og staðnar i
gömlu fari þegar það kemst að því að
þetta er allt sama tóbakið, það hætt-
ir að nenna að eltast við rófuna á
popphundinum sem hleypur gjamm-
andi í hringi.
Það verður alla vega gaman að
kíkja á Grund árið 2050 þegar Wu-
Tang Clan berst úr bingósalnum og
gamlingjarnir sitja bognir á göngun-
um og „dissa þetta helvítis „skvúdd-
plong-flobb“ sem unglingarnir eru
svo hrifnir af í dag“.
„Það er erfitt að segia. Þetta er voðalega rikt
í manni, tónlistarsmekkurinn, ég miða bara
viö sjálfan mig. Það sem maður elst upp við
og er mest I gangi fram yfir tvítugt verður
alltaf rikt I manni en svo breytist það að-
eins.“
Hvað helllar vlð klassíklna?
„Það gefur manni svolítið. Mér finnst t.d.
meira varið I að heyra karlmenn syngja. Þeir
gefa manni trukk og upplifun ef þeir eru
sterkir og góðir."
Landsbankin n
27. nóvember 1998 f Ó k U S
9