Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Side 10
Mel B og kryddpiurnar stetna ao því að eiga mest seldu plötuna fyrir þessi jól. Hver hreppir jólahnossið? í kringum HM í fótbolta í sum- ar stóð baráttan í breska poppinu á milli nokkurra poppara sem herjuðu með fótboltatengt popp á markaðinn. Nú eru jólin á næsta leiti og baráttan að verða spenn- andi um það hver hreppir jóla- hnossið og verður með toppsmá- skífuna fyrir jólin. Flestir veðja á Spice girls sem gefa út lagið „Goodbye" þann 14. des„ en sigur- stranglegur þykir einnig bransagaurinn Simon Cowell sem sendir hina 14 ára Albertu með „The yo-yo song“ á markað- inn sama dag. Simon þessi ber ábyrgð á Teletubbies-dúkkunum, sem hafa verið að gera allt vit- laust á smábarnamarkaðinum síð- ustu árin. „Teletubbies say eh- oh!“ var einmitt í öðru sæti fyrir siðustu jól á eftir „Too much“ Kryddpíanna. „Ég er búinn að gef- ast upp á að reyna að vera með jólasmellinn,“ segir Simon, „og verð himinlifandi ef ég verð núm- er tvö.“ Kryddpíumar hafa þegar verið tvö ár í röð með jólasmellinn - met sem Bítlamir einir hafa áður náð - og veðbankar spá þeim aftur sigri í ár. Aðrir popparar sem ætla sér að fita bankainnstæðuna með jólasmelli þetta árið era m.a. Jane McDonald (“Cruising to christmas"), B*Witched (“To you I belong“), Billie (“She wants you“), Boyzone (“I love the way you love me“), Fat Les (“Naughty christmas (“Goblin in the office“) og Cliff gamli Richards, sem gef- ur út „Vita Mia“. jJargt að komafrá Neil Young Hinn aldni ■ meistari Neil I Young hefur I fullgert nýja ■ plötu sem lítur ■ dagsins ljós I na'Sta ýgj ári. A ])lötunni I snýr linnn aftur I i akkústísku I ræturnar sem K hafa einkennt I feril hans. Um H^HKli \ sama leyti er HHHHH. von á safnkassa með gamla band- inu hans, Buffalo Springfield, sem m.a. inniheldur sjö lög sem hafa ekki heyrst áður. Neil á ein 100 lög á lager sem ekki hafa heyrst og nú er einnig væntanlegur kassi með þessum upptökum. Þessi útgáfu hefur verið á útgáfuáætlun Wam- er Brothers sl. fimm ár en nú er sem sagt komin hreyfing á málið. Séu þessar fréttir ekki nóg fyrir aðdáendur karlsins má einnig geta þess að þær plötur hans sem ekki hafa komið út á geisladiski eru nú einnig væntanlegar: „American Stars 'n' Bars“, „On the Beach“, „Time Fades away“, „Hawks and Doves“ og „Re*ac*tor“. plötudomur Sætabrauð Bang Gang - You: ★★★ Goggi heitir reyndar Panayiotou að eftimafni og er Grikki alinn upp í London. Hann og Andrew Ridgel- ey voru Wham!, einn stærsti sitt-að- aftan hópurinn, en árið 1987 skildi leiðir, Andrew flutti í einangrun upp í sveit en George varð sólógoð. Hann hefur gefið út þrjár sólóplöt- ur; „Faith“ (1987), „Listen without Prejudice Vol. 1“ (1990) og „01der“ (1996). Nú er kominn út tvöfaldur pakki, „Ladies & Gentlemen - The Best of George Michael", með lög- um af plötunum hans og nýjum lög- um. Plöturnar skiptast eftir stuð- gildum, ein er fyrir hjartað, hin fyr- ir fæturna, og þetta myndarlega safn er skreytt textum og fleiri myndum af popparanum en nokkurn mann gæti hugsanlega vantað. Ekki það að Goggi sé ekki sætur. Hann er smjörkúkur af guðs náð, enda óð hann í sénsum á Wham! tímabilinu. Skömmu eftir að hafa reynt að komast upp á Brooke Shi- elds (“Mamma hennar rak mig út þegar ég hélt að það væri að takast") komst George að því að hann væri hommi. Þetta var 1990 og þá var hann orðinn 27 ára. „Miðað við mann sem hafði riðið eins mikið og ég var ég ömurlega óþroskaður kynferðislega. Ég hafði ekki hugmynd um út á hvað ástin gekk. Kynlíf er ekki bara að fá stand með einhverjum, heldur að fá stand og verða ástfanginn líka.“ Goggi kynntist brasil- ískum hönnuði, Anselmo Feleppa, og þeir voru par þar til Anselmo lést úr eyðni- tengdu heilablóðfalli 1993. George syrgði hinn látna ástvin George Michael ásamt núvarandi unnusta, Kenny Goss. og lenti í miklum málaferlum við Sony-samsteypuna út af höfundar- rétti og söluhagnaði. Eftir mikið maus tapaði hann málinu. Hin langa þögn á milli platna skýrist af þessum tilfinningahræringi öllum, en þegar George kom loksins með plötu, „01der“, var hann, eins og nafnið bendir til, orðinn eldri og reyndari, enda búinn að fá sinn skerf af raunum tilverunnar. Bömmerinn var því ekki allur því í febrúar ‘97 lést móðir hans, sem hann hafði haldið miklu og djúpu sambandi við. Enn á ný fór poppar- inn í rusl, kynntist þó nýjum kærasta, Texasgæjanum Kenny Goss, og reif sig hægt og bítandi upp úr lægðinni. Nánustu vinir og samstarfsmenn vissu að George var hommi, en heimurinn var ekki al- veg með það á hreinu. Hann komst þó að því á stórbrotinn hátt þann 7. apríl sl. George með hundinum sínum, sem fílar líka að stunda kynlíf á almannafæri. Eg skal sýna þer minn ef þú sýmr mer þinn Þá var George handtekinn fyrir „ósæmilegt athæfi á almannafæri" af tveim löggum fyrir framan al- menningssalerni í Los Angeles. Hann er ekki í nokkrum vafa að þaö hafi verið tilgangur laganna varða að koma höggi á sig. Goggi var í mesta sakleysi að þykjast pissa í rennuna er inn kemur karl- maður og fer að þykjast spræna við hliðina. Samkvæmt lögreglu- skýrslum sem þessi karlmaður, óeinkennisklædda löggan Rodrigu- ez, gerði; „beindi hinn ákærði reist- um limi sínum að mér og fróaði sér með hægri hendi.“ Löggan fór und- an í flæmingi og aumingja Goggi var handtekinn þegar hann fór út. Afleiðing: smásekt og best skráða „komið-úr-skápnum“ saga poppsög- unnar. „Ég hef alltaf filað að stimda kyn- líf á almannafæri," segir George. „Einu sinni fór ég upp á einhverja stelpu á bilastæði eftir Wham! tón- leika. Það var hópur af fólki í kring, öryggisverðirnir voru þarna, og ég var pissfollur. Það hringdi samt enginn á lögguna þá.“ Hvaö geröist eiginlega á kamrin- um? „Ég gat bara ekki setið á mér en ég kom ekki nálægt gaurnum. Hann byrjaði líka, ég skal sýna þér minn ef þú sýnir mér þinn. Og þegar þú sýnir mér þinn þá tek ég þig fastan. Þetta er það sem geröist og ég var bálreiður. Hann var líka myndarlegur, þetta var enginn Columbo með typpið á sér úti. Um leið og ég sýndi honum typpið á mér var hann farinn og ég stóð þarna og hugsaði; „vá, þetta tók fljótt af,“ ég gerði ráð fyrir að honum þætti ekkert varið í mig. En þetta er bara það sem gerist. Ef menn vilja pikka hvor annan upp sýna þeir hvor öðrum á sér typpið. En menn eru yfirleitt ekki teknir fastir og ég hafði enga ástæðu til að halda að þessi gaur væri lögga." Ég er bestur Bresku blöðin æptu auðvitað „Hneyksli, hneyksli" á forsíðum, en ferill Georges dróst ekki í svaðið, enda er almenningur ekki eins hneykslunargjarn og blöðin sem hann les. Skítt með það þó Goggi sé graður, hverjum kemur það við? Hann er poppari; laga- og textasmið- ur sem hefur samið helling af lög- um sem fólki þykir vænt um og hef- ur notað sem sándtrakk við eigið lif. Og það er aðalatriðið. George með foreldrum sínum, Jack og Lesley Panayiotou. „í því sem ég geri er ég bestur," segir George. „Hæfileikar mínar eru mjög hefðbundnir. Ég hef ekki áhuga á öðru en lögum sem stand- ast tímans tönn. Ég hef alltaf viljað búa til tónlist fyrir fólk og fæ gæsa- húð þegar ég geri eitthvað sem ég finn á mér að fólki mun líka við. Núna get ég samið texta um eitt- hvað sem er mjög mikilvægt fyrir mig og látið það virka innan popp- lágs sem allir munu fila. Fyrir mér er það þróun. Ég virði algjörlega hæfileika mína.“ George segist vera góður gæi og besti félagi hans er labradorhundur- inn Hippy. „Ég er frekar skrýtinn. Fólk heldur að ég sé jafn hreinlynd- ur og auðveldur að melta og lögin sem ég bý til, en í raun er ég mjög óhefðbundin poppstjarna. Ég er mikill sómamaður þó ég sé útmálað- ur sem eitthvað annað. Ég hef aldrei vísvitandi sært eða komið illa fram við einhvern. Ég er bara venjuleg manneskja með einstaka hæfi- leika.“ -glh Hann er þriðja stærsta poppgoð heimsins (á eftir Michael Jackson og Madonnu) en hann er jafn mannlegur og nágranni þinn. Hann vílar ekki fyrir sér að reykja gras í viðtölum, hann runkar sér framan í löggur á almenningsklósettum og hann blótar eins og hann sé með Tourette’s heilkenni. Hann er George Michael og hann er svalur Barði Jóhannsson er búinn að bauka í alls kyns böndum frá því um fermingu. Einu sinni var hann í bandi sem kallaði sig Öpp jors, var að gera frekar rótækt popp og var með groddalegt grin í gangi; bandið dreifði t.d. myndum af sér að míga fram af handriði. Nú virð- ist Barði búinn að hlaupa af sér hornin og er kominn út í tónlistar- stefnuna sem allir ætla væntan- lega að nota til að feta í fótspor Bjarkar í útlöndum, stefnu sem hægt er að kalla „auglýsingastofu- popp“, því þetta er tónlist af teikniborðinu, ekki frá hjartanu heldur heilanum, hönnuð fyrir markaðinn með sándi sem æpir úr öllum saumum; „nú er 1998 og þetta er það sem gengur í dag!“ Þó tónlist Bang Gang sé hönnuð froða hefur hún tvennt sem fær hana til að lyftast yfir meðal- mennskuna og minni spámenn; Barði er orðinn verulega klár melódíusmiður og hann er búinn að fá til liðs við sig eina albestu söngkonu landsins af nýja skólan- um, Estheri Taliu Casey. Þetta gerir þessa plötu að gómsætu sætabrauði og sætindin eru lík- lega alveg jafn nauðsynleg í fæðu- keðju poppsins og rúgbrauðið. Melódíur Barða eru einfaldar en eftirminnilegar. Eins og auglýs- ingastofupopps er siður eru þær skreyttar nýjustu grúfum og sánd- um, þó passað að hafa sum sándin dálítið gamaldags, enda þykir það svalt. Á „You“ eru ellefu lög, það síðasta úr David Lynch-myndinni „Eraserhead", hin frá Barða. Flest eru glerfin popplög, hvert öðru betra, en dálítið á sömu línu, straumlínu. Mörg hafa þegar orðið vinsæl; „So Alone?“, „Sacred Things" og „Sleep" eru fljótandi froða en þó föst í sér og klínast ekki í eyrunum við hlustun - möbelfaktaprófuð dægurlög sem fylla upp í bakgrunninn og heimta enga sérstaka athygli. Þó tónlistin sé listilega hrærð upp úr upp- skriftum St. Etienne, Air og Portishead hefur Barði hitt naglann á höfuðið og ekki er hægt að væna hann um stælingar; Bang gang er með sitt eigið sánd og íi- líng og það kæmi ekki á óvart þó fleiri lög á þessari plötu myndu feta sig upp vinsældalistana. „You“ er einfaldlega góð popp- plata þar sem umbúðir skipta meira máli en innihald. Bang Gang hefur ekkert að segja í text- um og kannski ekkert að segja yf- irleitt, nema kannski „Hard life, simple song“, sem er ekki verri speki en hver önnur. Platan er sem hress og vel snyrtur púðlu- hundur á gæruskinni, þægileg, froðuleg, flott. Ég hefði ekkert haft á móti því að heyra meiri áhættur teknar og jafnvel smágrodda sett- an í gang, þó það sé ljótt að stríða ,,„You“ er einfaldlega góð popp- plata þar sem umbúðir skipta meira máli en innihald. Bang Gang hefur ekkert að segja í textum og kannski ekkert að segja yfirleitt dýrum hefði þessum púðluhundi ekkert veitt af smásinnepi í rass- inn - það hefði alveg mátt míga aðeins fram af popphandriðinu. Bang Gang verður kannski mál seinna. Gunnar Hjálmarsson 10 f ÓktlS 27. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.