Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Qupperneq 26
f Ó k U S 27. nóvember 1998 Bíóborgin Mulan ★★★★ Mulan er uppfull af skemmti- legum hugmyndum og flottum senum, handrit- ið vel skrifað og sagan ánægiulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögð i smáatriði eins og er við hæfi í teiknimyndum, og aukakarakterar eins og drekinn og litla (lukku)engisprettan eru svo ,r skemmtileg að þau hefðu ein og sér verið efni í heila mynd. Gó sí. -úd A Perfect Murder ★★★ Andrew Davis, leik- stjóri A Perfect Murder, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er hæstur því að fyrirmyndin, Dial M for Murder (1954) telst ekki til bestu mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó ágætisafþreying sem kemur stundum skemmtilega á óvart. -ge The Horse Whlsperer ★★★ Bíóhöllin/Saga-bíó The Negotlator ★★★ Samuel L. Jakson og Kevin Spacey eru eru í fínu formi I The Negoti- ator sem er ágætlega skrifuö sakamálamynd en ekki nógu heilsteypt. Þeir dreifa athyglinni frá brotalömum í uppbyggingu myndarinnar og því hversu aldrei næst að skapa almennilega spennu í kringum þá dramatísku atburði sem eru að gerast. -HK A Smile llke Yours i Mislukkuð kvikmynd um ung hjón sem langar mikið að eignast barn. Vandræðagangurinn er mestur þegar reynt er að fjalla um getnað á opinskáan hátt enda hefur raunsæi í þessum málum aldrei verið of- arlega á blaði í Hollywood. Myndin, sem á aö vera rómantísk gamanmynd, verður því eitt klúður frá upphafi til enda. -HK The Avengers ★ Herra Steed og frú Peel eru leyniþjón- | ustumenn sem eiga | í höggi við veðurspá- mann sem hefur tek- ið að sér veður- stjórnun svo það er allra veðra von. En skraut- legt veðurfar er ekki nógtil að halda uppi heilli ' mynd og vandamáliö hér er að þegar svona rr.ikið hangir á stílnum þá verður sá að ganga unp; virka smart og kúl en ekki vandræðalega tilgerðarlegur. -úd S.iake Eyes ★★★ Wrongfully Accused *i Töfrasverðlð ★★ Háskólabíó Out of Slght ★★★ Þetta er svona hnsarmynd á yfir- borðinu en undir mðri lítill blús um < tvær manneskjur sem hefðu sameinast á öörum stað og öðrum tíma en heimurinn er stundum vondur og svosem ekkert um það að segja nema að þetta jafnast allt hjá guði. Steven Soderbergh stýrir þeim Clooney og Lopez beina leið í höfn. -ÁS Stelpukvöld ★★ Persónur allar dregnar skýr- uin, einföldum dráttum og lifna ágætlega á tjaldinu. En þetta er ekki merkileg kvikmynda- gerð, hér er málað á tjaldið eftir númerum og satt að segja tilheyrir þessi mynd síðdegisdag- skrám sjónvarpsstöövanna. -ÁS Maurar ★★★ Vel heppnuð og skemmtileg tölvugrafísk teiknimynd með rómantísku ívafi sem öll fjölskyldan getur sameinast um að sjá. Woody Allen talar fýrir aöalpersónuna Z og fer á kostum í hlutverki sem skrifað var fyrir hann. Af öðrum frægum röddum er vert að geta hlutverka Sylvesters Stallones og Genes Hackmans sem báðir komast vel frá sínu.-HK Pdmary Colors ★★★ Mike Nichols hefur búið til snjalla og góða kvikmynd sem er beitt í ádeilunni á atvinnufóik í pólitíkinni, hefur góð- an húmor og er skemmtilega kræf og laus við fordóma. Þaö er ekki rangt aö draga þá álykt- un að fýrri hluti myndarinnar sé að miklu leyti byggður á framboði Clintons árið 1992. -HK Smálr hermenn ★★ Eina feröina enn er það brúðuhönnuöurinn og brellumeistarinn Stan Winston sem stendur með pálmann í höndun- um þvi það eina merkilega og skemmtilega í annars einhæfri ævintýramynd er sköpunar- verk Winstons. Leikstjðrinn Joe Dante, þekkt- ur hryllingsmyndaleikstjóri á árum áður, hefur fengist við sams konar atriði og I Small Soldi- ers en hefur gert betur. -HK Danslnn ★★★ Ágúst Guömundsson með sína bestu kvikmynd frá því hann geröi Með allt á hreinu. Áhrifamikil saga sem lætur engan ® ósnortinn. Vel gerö og myndmál sterkt. Oft á tíðum frumleg þar sem dansinn dunar í for- grunni og eða bakgrunni dramatískra atburða. Leikarar I heild gððir og ekki hallað á neinn þegar sagt er að Gunnar Helgason, Pálína Jónsdóttir og Gísli Halldórsson séu best með- al jafningja. -HK BJörgun óbreytts Ryans ★★★★ Paulle ★ Kringlubíó Popp í Reykjavík ★★ Helsta vandamál Popps I Reykjavík: rysjóttur taktur, blindandi leiðin- legur á köflum en með þónokkrum smart mó- mentum. En með nokkrum fínum vísúal- sprettum og ánægjulegri leiösögn Páls Óskars f* um næturlífið þá er Popp í Reykjavík alls ekki slæm sem kynning á tónlistarmenningu nú- tímans - og tónlistin sjálf er fín. -úd FJölskylduglldran ★★★ Framhald á næstu s/ðu —♦ Leiksjarmörinn Kevin Space.y: na 'fe $6 mHí P* 1 > *1lÉ]ll|, || Kevin Spacey og Samuel L. Jackson sýna stórleik í The Negoti- ator sem frumsýnd er í dag í Bíóhöll- inni, Kringlubíói og Nýja bíói á Ak- ureyri. Um er að ræða spennumynd þar sem tekist er á um sannleikann og réttlætið. Spacey og Jackson leika báðir lögreglumenn sem eru í misgóðri aðstöðu gagnvart samfélag- inu. Kevin Spacey hefur hægt og hljótt verið að klifra upp á stjörnuhimin- inn í Hollywood og er nú meðal virtustu leikara þar í borg. Það er ekki mikið vitað um einkalíf Kevin Spacey og þannig vill hann hafa það: „Enginn veit hver ég er og þannig vill ég hafa það í lengstu lög því það hjálpar mér að gera betur sem leikari." Þetta lét Spacey hafa eftir sér fyrir fimm árum og enn hefur hann getað haft einkalíf sitt fyrir sjálfan sig þótt sumir telji víst að hann sé hommi. Sjálfur segir hann að eina varanlega sam- band hans sé við hundinn Legacy sem hann hirti dag einn af strætum Los Angeles. Einu sinni var hann spurður hvort hann hefði einhvem tíma verið í hjónabandi og svarið var einfalt: „Ég hef verið mjög ná- lægt því.“ Ódæll í æsku Vitað er að Kevin Spacey fæddist Kevin Fowler í New Jersey og ólst upp í Kalifomíu og að móðir hans er einkaritari og faðir hans var blaða- maður. Að þeirra sögn var hann frekar ódæll í æsku og eftir að hann kveikti í auðu timburhúsi eitt sinn var hann sendur í skóla þar sem agi var mikill. Hann losnaði úr þessum stranga skóla og fékk að fara í „venjulegan" skóla þar sem hann fékk áhuga á leiklist. Þar gekk hon- um mjög vel og var annar tveggja nemenda í leiklist sem útskrifuðust með hæstu einkunn. Hinn nemand- Helstu kvikmyndir Kevins Spacey: Heartburn 1986 Working Girl 1988 See no Evil, Hear no Evil 1989 ; Henry and June 1990 ■ Fall from Grace 1990 Glengarry Glen Rpse 1992 Consenting Adults 1992 The Ref 1994 Swimming with Sharks 1994 Iron Will 1994 The Usual Suspect 1995 ® Seven 1995 Outbreak 1995 ► Looking for Richard 1996 A trime to kill 1996 • Midnight in the Garden of Good and Evil 1997 L.A. Confidental 1997 • The Negotiator 1998 A Bug’s Life (rödd) 1998 inn var leikkonan Mare Winning- ham og léku þau saman í útskriftar- leikritinu The Sound of Music þar sem Spacey lék höfuð fjölskyldunnar Von Trapp. í Los Angeles reyndi Spacey fyrir sér sem grínisti með litlum árangri og ákvað því að farsælast væri að læra meira og tók áskorum frá vini sínum og félaga Val Kilmer að inn- rita sig í Julliard þar sem Kilmer var við nám. Að tveimur árum liðn- um yfirgaf Spacey Julliard og réðst sem statisti við The New York Shakespeare Festival þar sem hann frumraun hans á sviöi var boðberi i Henry V. Spacey fór í kjölfarið að reyna fyrir sér á Broadway. Heppni og hæfileikar réðu því að hann fékk stórt hlutverk í Draugum Ibsens á móti Liv Ullman. Fékk hann nú í fyrsta sinn góða dóma. Þetta var árið 1984. Tilboðin komu til hans en Spacey tók það rólega: „Ég vil aðeins hlutverk sem ég er hræddur við,“ Mikil átök eiga sér staö á milli Samuel L. Jackson og Kevin Spacey. sagði hann og tók frekar við af fræg- um leikurum í erfiðum leikritum heldur en frumflytja sjálfur. Á þess- um árum lék hann í mörgum góðum uppsetningum á Broadway, meðal annars á móti Jack Lemmon í Long Day’s Journey into Night, uppsetn- ing sem fékk mikið lof. Sló í gegn á sviði i Englandi Kvikmyndaferill Kevins Spaceys hefst með litlu hlutverki í Heart- burn árið 1986. Lék hann misstór hlutverk í nokkrum myndum en var alltaf með annan fótinn á Broadway og fékk Tony verðlaunin sem besti leikarinn fyrir Lost in Yonkers eftir Neil Simon. Með The Usual Suspect má segja að að Kevin Spacey hafi brotið múrinn gagnvart kvikmynd- unum. ! hlutverki Roger „Verbal” Kint sýndi hann magnaðan leik og fékk óskarsverðlaun sem besti leik- arinn í aukahlutverki. Þá jók L.A. Confidental enn á frægð hans. Að lokum má geta þess að Kevin Spacey fór mikla sigurfór til Englands á þessu ári þar sem hann lék í London aðalhlutverkið í The Iceman Cometh eftir Eugene O'Neill. Áttu gagn- rýnendur varla nógu sterk orð til að lýsa leik hans og er sjaldgæft að hin- ir ströngu bresku leikhúsgagnrýend- ur hæli bandarískum leikara jafii- mikið. -HK nýjustu myndirnar? Rugrats, nýjasta tölvuteikni- myndin frá Disney sem nú er á toppi aðsóknarlistans, fær held- ur slæma útreið; Dave Kehr hjá New York Daily News kall- ar hana bæði kunnuglega og fyrirsjáanlega, Roger Ebert hjá Chicago Sun-Times hefði ekki sætt sig við hana þegar hann var tíu ára og félagi hans Gene Siskel hjá Chicago Tribu- ne segir hana valda vonbrigð- um. Nýjasta mynd Will Smith og Gene Hackman, Enemy of the State, frá framleiðandanum Jerry Bruckheimer (Arma- geddon) og leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide), fær góð- ar viðtökur. Rita Kempley hjá Washington Post segir hana innihalda nauðsynlegan lúðra- blástur og söng en lætin nái þó ekki að hylja skort á dýpt. Kollega hennar, Janet MasUn hjá New York Times segir svo vera, því sagan renni hraðar áfram en svo að hægt sé að staldra við gloppumar. Leikar- arnir fá einnig mikið hrós og er Smith meðal annars líkt við Cary Grant í North by Nort- hwest en Steve Murray hjá The Atlanta Journal segir Hackman vera Hackman „og það er mikið hrós“. Eins og bú- ast mátti við eru skiptar skoð- anir um nýju Woody Allen- myndina, Celebrity með Leon- ardo DiCaprio. Mike Clark hjá USA Today segir hana fara á langan lista yfir bestu mynd- ir Allens og bætir því við að gamli maðurinn sé nálægt sínu súrasta og besta. Roger Ebert slær hvorki úr né í; segir hana Jack Nicholson viö frumsýngu Rugrats. Hann talar fyrir eina af persónum myndarinnar, sem hefur fengiö slælega dóma. nógu snjalla og óvenjulega til að afstýra leiðindum, en ekki sé mikil ástæða til að gleðjast heldur. Rick Groen hjá Toronto Globe and Mail er þó ekkert að skafa utan af því og segir þessa ræmu hafa átt að heita „Fúlibær”. bíódómur Sam-bíóin - The Negotiator: ★★'i Lögga gegn löggu Lelkstjórl: F. Gary Gray. Handrlt: David Ho- berman og Arnon Milchqan. Kvikmyndataka: Russell Carpenter. Tónllst: Graeme Revell. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Kevin Spacey, David Morse, Ron Rifkin og J.T. Walsh. Samuel L. Jakson og Kevin Spacey eru ekki aðeins góðir leik- arar heldur hafa þeir báðir mikla útgeislun og eiga auðvelt með að halda athygli áhorfandans og það gera þeir svo sannarlega í The Negotiator og dreifa um leið at- hyglinni frá brotalömum í upp- byggingu myndarinnar og því hversu aldrei næst að skapa al- mennilega spennu í kringum þá dramatísku atburði sem eru að gerast. Samuel L. Jakson leikur ofur- löggu, sérfræðing í aðgerðum gegn mannræningjum, sem kvöld eitt stendur frammi fyrir því að vera ásakaður um að hafa stolið úr sjóðum lögreglunnar og myrt sinn besta vin. Aðeins Jackson veit að hann gerði ekkert af því sem hann er ásakaður um og veit einnig að hann getur ekki geta sannað sakleysi sitt gagnvart yfir- mönnum þar sem greinilegt er að um samsæri gegn honum er að ræða innan lögreglunnar. Til að fá málið á hreint tekur hann fólk í gíslingu, meðal annars lögreglu- menn, og býr um sig á tuttugustu hæð í háhýsi. Heimtar hann að honum sé fenginn samningamað- ur sem hann þekkir til og er úr öðru lögregluumdæmi. Hefst nú mikið taugastríð milli tveggja manna sem báðir eru færir í sínu fagi og treysta engum. Samuel L. Jackson og Kevin Spacey eru ólíkir leikarar. Fyrir- ferðin skipti miklu máli í leik Jacksons á meðan Spacey leikur á lágum nótum. Þeir ná samt ein- staklega vel saman í The Negoti- ator og samleikur þeirra er magn- aður. Öll innri spenna sem mynd- ast er þeim að þakka og er frammistaöa þeirra svo góð að það liggur við að þeir komi mynd- inni upp um einn gæðaflokk. Hefði sterkur leikstjóri verið við stýrið hefði The Negotiator getað orðið meiriháttar spennumynd en F. Gary Gray er ekki vandanum vaxinn og er leitt til þess að vita að þegar leikstjóri fær allan óska- listann upp í hendumar geti hann ekki nýtt sér það. Hvað eftir ann- að missir hann tökin á sögunni og um leið áhuga áhorfandans og lokaatriðið er punkturinn yfir i-ið á slæma frammistöðu hans. Vert er að geta góðra aukaleik- ara, Paul Giamatti í hlutverki gísls sem er að fara á taugum á góða spretti og J.T. Walsh sem leikur einnig einn gíslinn, spilta löggu, bregst ekki frekar en oftast áður. Þetta var síðasta kvikmynd- in sem þessi ágæti karakterleik- ari lék í og er myndin tileinkuð honum. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.