Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Qupperneq 28
leonardo DiCaprio leikur Chet Miramax til- kynnti nýlega að til stæði að gera mynd um trompetleikarann og söngvarann silkimjúka Chet Baker og mun Leonardo DiCaprio hafa verið orðaður við aðalhlutverkið. Því skal þó tek- ið með fyrirvara því að leikarinn knái hefur á undanfómum mánuð- 'um játað ýmsum hlutverkum en skipt svo jafnharðan um skoðun. Þær fréttir berast að prufusýn- ingar á Notting Hill, nýjustu mynd Hughs Grants, sem jafnframt mun vera óbeint framhald Fjögurra brúðkaupa og jarðarfarar, hafi vak- ið almenna ánægju þeirra sem á horfðu. Til stendur að frumsýna myndina næsta srnnar og satt að segja veitir Grant kallinum ekkert af ofurlítiHi velgengni enda hefur hann leikið í eintómu drasli síðan mn árið, fyrir utan ýmsa aðra óár- an sem nóg hefur verið fjallað um. Arlega sendir Walt Disney frá sér eina stóra teiknimynd sem gerð er með hefðbundinni aðferð, það er að segja í meginatriðum með þeirri sömu aðferð og frægar teiknimynd- ir á borð við Mjallhvít og dvergarn- ir sjö, Litla hafmeyjan, The Lion King hafa verið gerðar með. Nýjasta myndin í þennan hóp úr- valsteiknimynda er Mulan, sem fengið hefur góðar viðtökur hvar sem hún hefur verið sýnd. Mulan er sýnd hér á landi bæði með íslensku og ensku tali. í ensku útgáfunni er vert að benda á hlut Eddies Murphys sem þykir fara á kostum í hlutverki Mushu. Sú sem talar fyrir Mulan heitir Ming-Na Wen sem meðal annars lék í The Joy Club. Aðrir leikarar sem ljá raddir sínar eru Harvey Fier- stein, Pat Moriata, Mami Nixon, James Shigeta og Donny Osmond. Hjá Disney gilda þær reglur að enginn er valinn til að tala inn á teiknimynd á þeirra veg- um nema samþykki liggi fyrir í að- alstöðvum Disneys og er islenskan engin undantekning. Það þarf því fyrst að senda til Bandaríkjanna raddir sem koma til greina og þeir sem sitja við skrifborðin í Hollywood velja síðan raddimar. Til að fara með rödd Mulans vald- ist ung leikkona, Edda Eyjólfs- dóttir, og Valgerður Guðnadóttir syngur lög Mulans. Aðrir íslenskir leikarar eru Hilmir Snær Guðna- son, Þórhallur Sigurðsson, Ell- ert Ingimundarson, Bergur Ing- ólfsson, Jóhann Sigurðarson, Rúrik Haraldsson, Helga Bach- mann, Lísa Pálsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Jón Gnarr, Ró- bert Arnfinnsson og Amar Jóns- son. Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir stjómaði talsetningunni. -HK bíódómur Ævintýri í Lelkstjórn: Barry Cook og Tony Banchroft. Raddlr: Ming Na Wen, B.D. Wong, Eddie Murphy. Barnamyndir em alltaf að verða æ meira við hæfi fullorðinna, líkt og tölvuvæddu Maura- og Leik- fangamyndimar hafa sýnt og sann- að. Disney hefur fengið aukna sam- keppni í teiknimyndabransanum og hafa þeir að því er virðist bragðist þannig við að auka kröf- umar og eru jafnvel famir að vera pínulítið framsæknir. Nú þegar allt austurlenskt er í brennidepli (allt frá markaðsvandræðum til aukinnar viðurkenningar Hong Kong-mynda, samfara áberandi ijölgun austurlenskra leikara) er það einstaklega viðeigandi að fá í hendurnar ekta kínverskt ævin- týri með tilheyrandi drekum og kynjahefðum. En hér gengur allt út á að brjóta hefðimar, þvi Disney- liðið tekur sig tO og býður upp á sterka kvenhetju sem neitar að beygja sig undir kynhlutverk sitt og stendur uppi sem sigurvegari að hætti hetja. Mulan er einkadóttirin á heimil- inu og henni gengur illa að aðlag- ast hlutverki sínu sem hið auð- mjúka brúðarefni. Þegar Húnarnir ráðast yfir Kínamúrinn er gert al- mennt herútkall, en vegna sona- leysis verður aldraður faðir Mulan að fara í stríðið. Nema Mulan sætt- ir sig ekki við þetta, sker hár sitt og stelur búningi og sverði föður sins og heldur í herþjálfim. Fram- liðnir forfeður vilja leggja sitt af mörkum og vekja upp fyrir mistök fremur misheppnaðan smádreka sem tekur að sér að gerast vemd- ari Mulan. Líkt og í mauramyndinni skiptir raddsetningin miklu máli, því Sam-bíóin — Mulan: ★★★★ Kína „Myndin er uppfull af skemmtilegum hugmyndum og flottum senum, handritið vel skrifað og sagan ánægjulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney." drekinn er leikinn af Eddie Murphy sem ljær honum sinn sér- staka karakter og á ríkan þátt í að gera Mulan að þeirri ánægjulegu skemmtun sem hún er. Myndin er uppfull af skemmtilegum hug- myndum og flottum senum, hand- ritið vel skrifað og sagan ánægju- lega laus við þá yfndrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögð í smáatriði eins og er viö hæfi í teiknimyndum, og aukakarakterar eins og drekinn og litla (lukku)engisprettan em svo skemmtileg að þau hefðu ein og sér verið efni í heila mynd. Þetta ger- ist varla betra. Gó si. Úlfhildur Dagsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.