Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Side 7
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 7 DV Fréttir Lítið um fisk i Breiðafirði: Marglytta sprengir vörpur dragnótabáta DV, Vesturlandi: Þorskveiðar í Breiðafirði hafa gengið mun verr en í fyrrahaust og almennt finnst sjómönnum minna vera um fisk, að minnsta kosti við botninn, eftir því Jón Sólmundsson, hjá Útibúi Hafró í Ólafsvík, segir: „Segja má að ástand sjávar í Breiðafirði hafi verið nokkuð sér- stakt nú á haustmánuðum. Sjórinn hefur verið fremur heitur, mjög mikið um marglyttu svo dragnóta- bátar hafa jafnvel sprengt vörpur sínar og við botninn voru sums staðar þykk lög af einhvers konar drullu. Svo mikið var af þessari drullu í september að netabátar þurftu að taka upp netin í nokkra daga. Lóðningar sýndu að í innanverð- um Kolluál gat drullan sums staðar myndað nokkurra metra þykkt lag á botninum. Hafrannsóknastofnunin fékk sent sýni og reynist þetta vera hlanda af marglyttuleifum, dauðum botnlægum grænþörungum og leir. I þessum lífræna graut var síðan mikið af bakteríum sem sýnir að niðurbrot og rotnun var í fullum gangi. Ástandið virðist því ekki henta þorskinum vel en erfitt er að segja hvaða þættir skipta þar mestu máli. Ef marglyttu og áðurnefndri líf- rænu drullu er um að kenna má þó húast við að ástandið fari batnandi því sjórinn hefur nú að mestu hreinsað sig af drullunni með rotn- un og aukinni blöndun vegna kóln- andi sjávar. -DVÓ/ ÓJ Eigendur þessa húss á Einarsreit við Álfaskeið í Hafnarfirði hafa látið byggja súlu undir eitt horn á húsinu. Súlan gengur niður í hraunið og sér um að halda jafnvægi á þessum hluta hússins. Með þessu hafa eigendurnir komist hjá því að skemma hraunið. Mikil byggð er á Einarsreit sem er í hjarta Hafn- arfjarðar og á undanförnum mánuðum hafa risið þarna um 20 einbýlishús. DV-mynd GVA Frjósamir Grundfiröingar: Nemendur 210 í grunnskólanum - í 950 manna sveitarfélagi DV, Vesturlandi: Meðal þess sem Byggðastofnun telur vera forsendu fyrir því að snúa megi við fólksstraumnum á höfuðborgarsvæðið er fjölbreytni í atvinnulífmu. í Grundarfirði hafa einstaklingar verið mjög ötulir við að koma á fót nýjum fyrirtækjum í ár, auk þess sem fyrirtæki hafa flutt þangað. í mars opnaði Aðalskoðun bif- reiðaskoðunarstöð - þá fyrstu á Snæfellsnesi. í byrjun maí var Brauðhús Helgu opnað. Hótel Fram- nes, með gistirými og veitingaað- stöðu fyrir 50 manns, hóf starfsemi í júní. Verslunin Tangi, sem er ný- lenduvöruverslun, var með opnun- arveislu í júlí. Kranabílaþjónusta Kristjáns Kristjánssonar var sett á laggirnar í ágúst og í þeim sama mánuði var opnuð umboðsskrifstofa fyrir bókhaldsþjónustu og Trygg- ingamiðstöðina. í september hóf Kósý, sem er vídeóleiga og söluturn, starfsemi og um svipað leyti var opnuð nuddstofa í Grundarfirði. Þessi gróska í stofnun fyrirtækja skilar sér í blómaversluninni á staðnum sem hefur í sumar vart haft undan að útbúa blómaskreyt- ingar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru aðfluttir umfram brottflutta næstflestir á Vesturlandi eða 6. Þá er alveg eftir að telja þá sem fæðst hafa á árinu. Frjósemi er mikil i Grundarfirði eins og sjá má af því að í grunnskólanum eru nú 210 nemendur en íbúatalan er nálægt 950 manns. -DVÓ Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Heildarútgjöld 2,4 milljarðar ir króna. Stefnt hafði verið að því að útgjöld næmu 80% af tekjum en sú tala hækkar í 82%. Útsvarsprósenta í staðgreiðslu op- inberra gjalda verður 11,84% af álagningarstofni. Fasteignaskattur af eigin íbúðum þeirra sem verða 70 ára og eldri á árinu verður lækkað- ur um allt að 16.800 krónum og hjá örorkulífeyrisþegum með 75% ör- orku um sömu upphæð miðað við ákveðin tekjumörk. -gk DV, Akureyri: Heildarútgjöld Akureyrarbæjar fyrir árið 1999 verða 2.240 milljarðar króna samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið í bæjar- ráði og lögð verður fram í bæjar- stjórn næsta þriðjudag. Rekstrar- gjöld nema rúmum 1,8 milljarði, fjármunagjöld 25 milljónum og til gjaldfærðs stoínkostnaðar og eign- arbreytinga fara ríflega 362 milljón- topparnír GRUnDIG qéé kaup! Kr. 59.900 • 28 1 Black Line D myndlampi • 2x15 watta Nicam Stereo magnari • Textavarp með íslenskum stöfum • Valmyndakerfi • Sjálfvirk stoðvaleitun • Tvö Scart-tengi • RCA tengi framan á tækinu • Fjarstýring • 28" Black Line D myndlampi • 100 Hz myndtækni • CTI Clear Color litakerfi • 2x20 watta Nicam Stereo hljóðkerfi • Textavarp með islenskum stöfum • RCA tengi framan á tækinu • Valmyndakerfi • Tvo Scart-tengi • Fjarstýring Í1 [l 1 ulml • 29" Super Megatron rykfrír myndlampi • CTI Clear Color litakerfi • 2x20 watta Nicam Stereo hljóðkerfi • Textavarp með íslenskum stofum • Dinamískur fókus • Valmyndakerfi • Tvö Scart-tengi ba m • Fjarstyring » ■ 1 GRLinDIG ST7286D KP. 109.900 • 33 ” Super Black Lme myndlampi • 2x20 watta Nicam Stereo hljoðkerfi • CTI Clear Color litakerfi • Textavarp með islenskum stofum • Fjólkerfa mottaka • Tvö Scart-tengi CTOílOni • Valmyndakerfi • Fjarstýring ‘"WlOK GRlinDIG Umboðsmenn um land allt: SÍÐUMÚLA 2 , SIMI 568 9090 www.sm.is REYKJAVlK: Heimskringlan. KrinBlunni.VESTURLAND: Hljomsýn, Akranesi. Kauptélag Borofiröinga, Borgarnesl. Blómsturvellir, Hellissandi. Giiíiií Hallgrímsson, Grundarfirði. VESTFIRÐIR: Ralbúð Júnasar Mrs. Patrekstirði. Póllinn. Isafirði. NORDURLAND: EF Steíngrimsljarðar. Hólmavik. EF V-Húnvetninga. Hvammstanga. EF Húnvetninga. Blöndoúsi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA, Dalvík. Ljósgjafion, Akureyri. Kf Wngeyinga. Húsavik. Urð. Haularhöln.AUSTURLAND: KF Héraðsbúa. Egilsstöðum. Verslunin Vík. Neskaupsstað. Kauplún Vopnalirði. KF Vopnfirðinga, Vopnalirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. Tumbræður. Seyðislirði.KF Fðskrúðsljarðar. Fáskrúðsf irði. KASK, Djúpavogi. KASK. Hðtn Homafirði. SUDURLAND: Raf magnsverkstæði j KR, Hvelsvelli. Moslell. Hellu. Heimstækni. Selfossi. KÁ. Sellossi. Rás, Þorlákshðln. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavik. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garöi. Rafmætti, Hafnarlirði. Tónborg, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.