Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Qupperneq 10
10
Fréttir
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Eyrnalokkagöt
Nú einnig
Nýjung - gull í gegn
100 gerðir af eyrnalokkum
3 stœrlíir
Þegar krafan
um gott sæti
er í fyrirrúmi
Skúlagötu 61 ■ S: 561 2987
Hjöruliðskrossar
Viðurkenndir
bílavarahlutir.
1 Bíla InaustS
Sími 535 9000
VÖRURMEÐ
ÞESSU MERKI
MENGA MINNA
Norræna umhverfismerkið
hjálpar þér að velja þær vörur
sem skaða síður umhverfið.
Þannig færum við verðmæti
til komandi kynslóða.
UMHVERFISMERKISRÁÐ
HOLLUSTUVERND RÍKISINS
Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins
ísíma 568 8848, heimasíða: www.hollver.is
Hvernig er sálarástand þjóðarinnar undir lok aldarinnar?
Frekar hömlulaust og
stressað og þörf fyrir
öðruvísi verðmæti
- segja sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
i>v
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal sálfræðingar - miklar framfarir hafa orðið á sviði sálfræðinnar eins
og í öðrum greinum. DV-mynd ATH!
Sálarástand þjóðarinnar hefur
breyst á 15 árum. Það staðfesta sál-
fræðingarnir Guðfinna Eydal og
Álfheiður Steinþórsdóttir i Sál-
fræðistöðinni. Þær lýsa þjóðarsál-
inni svo: „Þjóðin er menntaðri og
upplýstari og þess vegna eru for-
dómar minni en áður. Fólk tileink-
ar sér nýjungar með miklum
hraða. En allar kröfur aukast að
sama skapi um það sem nauðsyn-
legt er talið að eiga og fá. Þjóðfélag-
ið er kannski frekar hömlulaust og
stressað. Ef eitthvað einkennir ís-
land er það efalaust hversu mikið
neysluþjóðfélag það er. En einnig
má sjá viss merki um leiða og
þreytu á þessu einhæfa mati og
þörf fyrir öðruvísi verðmæti í líf-
inu. Fólk sættir sig mun minna við
erfið samskipti og vanlíðan en
áður var og gerir sér einnig grein
fyrir að það verður sjálft að taka af
skarið ef það á að verða breyting á
högum þess,“ segja sálfræðingam-
ir tveir.
Fordómar hjá alþingis-
mönnum
„Við kynntumst fyrir tilviljun
árið 1979 þegar við vorum fengnar
til aö skipuleggja fréttamanna-
fundi fyrir norrænu sálfræðinga-
ráðstefnuna. Það gekk svo bráðvel
að við sáum að við hlutum aö geta
unnið meira saman,“ segja þær
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð-
fmna Eydal sálfræðingar í samtali
við DV. Þær reka Sálfræðimiðstöð-
ina sem er fyrsta einkarekna fyrir-
tækið í landinu sem boðið hefur
sálfræðiþjónustu fyrir hinn al-
menna markað, einstaklinga og
fyrirtæki. Þær fögnuðu 15 ára af-
mæli stofunnar og buðu til sín ætt-
ingjum og vinum.
í framhaidi af fyrstu samvinn-
unni á sálfræðingaráðstefnunni
efndu þær til Foreldraráðgjafar
sem var talsvert á undan timanum
og störfuðu við hana í nokkur ár.
Ráðgjöfm mæltist mjög vel fyrir og
reynt var að festa hana í sessi með
frumvarpi sem lagt var fyrir Al-
þingi.
„Það var merkileg lifsreynsla að
fylgjast með vinnslu frumvarpsins
á þinginu. Þingmenn úr öllum
flokkum lögðu fram frumvarpið,
Guðrún Helgadóttir, Matthías
Bjamason, Jóhanna Sigurðardóttir
og Niels Ámi Lund. í byrjun
fannst flestum þetta réttlætismál
fyrir íjölskyldurnar í landinu. Má
þar nefna Albert Guðmundsson,
Sigurlaugu Bjamadóttur og Ólaf Þ.
Þórðarson. Enginn talaði beinlínis
gegn frumvarpinu en andstaðan
vai- greinilega pólitísk og bak viö
tjöldin. Þetta litla mál olli tals-
verðu fjaðrafoki en við fylgdumst
meö því hvernig því var ýtt til
hliðar og afgreitt til nefndar. Það
fengum við að vita að jafngilti
synjun. í dag sjáum við ekki þá for-
dóma sem við fundum 1981 í garð
svona ráðgjafar en fljótlega eftir
þetta ákváðum við að starfa á eig-
in vegum og stofnuðum Sálfræði-
stöðina 1983,“ segja þær Álfheiður
og Guðfinna.
Þær stöllur fengu að heyra í
byrjun að ekki væri líklegt að
svona starfsemi gæti gengið upp.
Sjálfar voru þær vissar um að allt
gengi þeim í haginn enda höfðu
þær þreifað svolítið púlsinn á þjóð-
inni því þær höfðu í nokkur ár
skrifað dálka í Vikuna um sál-
fræðileg málefni við góðar undir-
tektir og höfðu oft fengið spuming-
ar um hvort ekki væri hægt að fá
að tala við sálfræðingana. Á þess-
um tíma voru sálfræðingar ekki
með opnar stofur en í dag er það
sjálfsagt mál að leita aðstoðar og
ástandiö hefur gjörbreyst á stutt-
um tíma eins og greina má í gulu
síðum símaskrárinnar.
Fólk sem er fast í farinu
Hvers vegna leitar fólk til sál-
fræðings?
„Það stafar af fjölmörgu, en með-
al annars vegna samskiptavanda-
mála eða andlegrar vanlíðunar.
Fólki finnst oft aö það sé fast í ein-
hveiju fari, það er með slæmt
sjálfsmat, er kvíðið eða dapurt.
Fólk stendur líka oft á tímamótum
og þarf að taka ákvarðanir sem eru
erfiðar. Margir lenda í sálarkreppu
vegna ýmiss konar missis, skilnað-
ar eða trúnaöarbrests og þurfa
hjálp til að vinna sig út úr þeim
erfiðleikum. Sumir koma í eitt eða
örfá viðtöl en aðrir þurfa lengri
tíma til að greina vanda og takast
á við hann," segja þær Álfheiður
og Guðfinna.
Sálfræðingamir verða að sýna
mikinn hreyfanleika í starfi og
vinna því mikið utan stofu sinnar,
á námskeiðum af ýmsu tagi, við
fyrirlestrahald og starfsmannaráð-
gjöf fyrir fyrirtæki. Vitað er að
samskipti á vinnustað geta verið
viðkvæm og geta verið allt frá því
að vera ljúf og þægileg og yfir í að
vera nánast óþolandi. í tilvikum
þar sem sálfræðingar koma að
málinu leggja þeir áherslu á að
greina og skilja samskiptaleiðimar
og finna nýjar lausnir þegar nauð-
syn krefur. „Sjúkur" vinnustaður
er ekki vel til þess fallinn að af-
kasta miklu af gæðum auk þess
sem ástandið getur verið öllum á
vinnustaðnum erfitt. Námskeiðin
spanna yfir vítt svið en þær Álf-
heiður og Guðfinna segjast ekki
síst vera stoltar yfir sjálfstyrking-
amámskeiðunum sem þær sömdu
fyrir 15 árum og hafa haldið
margoft síðan. „Við heyrum mjög
oft frá fólki, jafnvel löngu eftir
námskeið, sem lýsir því hve margt
hafl breyst í kjölfar þess að hafa
lært að takast á við lífið á nýjan
hátt.“
Sambandslausar
sjómannsfjölskyldur
Em einhver námskeið sérstak-
lega minnisstæð?
„Já, fyrir stuttu síðan héldum
við námskeið fyrir togarasjómenn
og maka þeirra sem okkur fannst
sérstaklega ánægjulegt og gefandi.
Það er sérstakt fjölskyldulíf sem
verður til þegar annar makinn er
langtímum saman fiarverandi frá
sínum nánustu, oft án símasam-
bands og hinn makinn þarf að róa
í land heimilisrekstri, barnaupp-
eldi og ef til vill eigin starfi utan
heimilis. Það er talsverð prófraun
á sambandiö þegar makarnir era
aðskildir vegna starfsins til lang-
frama. Okkar hlutverk var að
fr æða um hvemig svona raunveru-
leiki hefur áhrif á fólk og hvaða
leiðir hafi reynst vel til að styrkja
fiölskylduna. Það er sérstaklega
ánægjulegt að útgerðarfélögin hafa
sýnt þessu skilning og áhuga og
gjarnan tekið ffumkvæði að þess-
um námskeiðum. Það hefði varla
gerst fyrir 10-15 árum. Þaö eru
ekki síst tengsl sem skapast á nám-
skeiðum eins og þessum, bæöi í
Reykjavík og úti á landi, sem gefa
okkur innsýn í íslensku þjóðar-
sálina og skilning á henni," sögðu
sálfræðingamir Álfheiðm- og Guð-
finna að lokum. -JBP
Síðustu ár hefur skátahreyf'mgin selt sígrœn
eðaltré, í hcesta gœðaflokki og prýða pau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
t* 10 ára ábyrgð
10 stœrðir, 90 - 370 cm
í». Stálfótur fylgir
té. Ekkert barr að ryksuga
t*. Truflar ekki stofublómin
;*• Eldtraust
f*. Þarf ekki að vökva
té íslenskar leiðbeiningar
té.- Traustur söluaðili
té Skynsamleg fjárfesting
BANDALAG ÍSLENSiCSA SKÁTA
áw