Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 17
1Q)'\ T MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 menmng Huldar litli og Lappi Það er engin tilviljun að eini sveitabærinn sem Huldar Breiöfjörð ákveður fyrir fram að nema staðar við á hringferð sinni um landið skuli einmitt vera Hali í Suðursveit. Ferðasaga hans minnir oft á verk Þórhergs Þórðar- sonar, ekki síst sjálfshæðnin sem litar textann. Þá dúkkar hér upp eitt af uppáhaldshugtök- um Þórbergs, end- urfæðingin, og leik- ur stórt hlutverk í ferðasögunni. Huldar Breið- flörð, eins og hann birtist okkur sem aðalpersóna í eigin sögu, er hreinrækt- að borgarbam. Ekki bara vegna þess að asfaltið er iljum hans kærast, heldur vegna þess að þegar hann er kominn einn í sínum Lapp- lander út á þjóðvegi íslands (Lappi þessi er raunar hin aðal- persóna sögimnar) er hann jafnhjálpar- vana og barn og sjálfur líkir hann sér iðulega við óþroskað bam. Góðir íslendingar er einkennilega þjóðleg bók, íslensk ferðasaga með tilheyrandi hrakningum á heiðar- vegum, lýsingum á gistihúsum og veitingastöðum og safni af sérkenni- legu fólki. Þetta kemur manni í opna skjöldu; að maður, sem kennir sig í upphafi sögu við Katfibarinn, og dettur fyrst í hug að flýja land þegar hann verður leiður á Reykja- vík, leggi upp með það markmið að finna sjálfan sig sem íslending. Feröalag hans verður fyrir bragðið undarlega heiliandi leit að sam- hljómi við hann sjálfan í landi og þjóð sem hann þekkir í raun sáralít- ið. Huldar lýsir lýsir fundum sinum við land og fólk á skemmtUega heið- arlegan og sjálfsafhjúpandi hátt. Hann fer með vænan skammt af bæði fordómum og goðsögnum út á land og tekur jafnan á þeim af alvöru þótt sú aivara geti verið lituð íróníu. Ein hliðin á þessum sjálfsmeðvitaða heiðarleika Huldars er sú að hann kem- ur ekki úr ferðinni sem nýr og heU- steyptur maður í anda hefðbundinnar ferðasögu. Hann hefur kannski fund- ið einhvem „sig“, hann hefur svo sannarlega lært að meta ísland, en hann er ekki orðinn að þeim íslendingi sem hann vUdi verða - hann hefúr einungis lært að leika hann. Það verður áþreifanlega ljóst í síðasta kafla bókarinnar þar sem Huldar heim- sækir tvö sveitaheimili sem eru orð- lögð fyrir hversu „íslensk" þau séu og gengst þar undir manndómspróf. Það er því býsna nútímalegur mannskUningur sem býr að baki þessari annars þjóðlegu bók. Þetta er kröftug blanda: nútímaíslending- urinn og hans samsetta, óstöðuga sjálfsmynd og draumurinn um hið þjóðlega, stöðuga íslendingseðli takast hér á í sífeUu. Útkoman er eftirminnileg ferð um ísland og innri mann, nútíð og fortíð. Huldar Breiðfjörð: Góðir íslendingar. Ferðasaga. Bjartur 1998. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Af hetjuskap og góðmennsku Aldrei að vita! er þriðja bók Guð- rúnar Helgadóttur um þingmanns- soninn Ara Svein og vini hans, þau Áka og Evu. Sem fyrr lenda þau í ævintýri og þurfa að leysa dularfuUt mál. Fyrri bókum Guðrúnar um krakkana snjöUu, Ekkert að þakka! og Ekkert að marka!, var vel tekið, og er skemmst frá því að segja að sú þriðja er ekkert síðri en hinar tvær og jafnvel betri. í þetta sinn segir Áki söguna og hann er sérlega skemmti- legur sögumaður. Frásögn hans er bæði fyndin og spennandi. Þar sem sögumaður er að- eins tiu ára reynir á sérstaka hæfUeika höfundar tU að sjá heiminn með aug- um barns og sem fyrr tekst Guðrúnu vel upp. Áki segir frá eins og tiu ára drengur og sýn hans á heiminn er sýn barns, lituð af sakleysi en aldrei of einföld. Börn sjá nefnilega stundmn meira en fullorðið fólk. Það sem mér fmnst þessi bók hafa fram yfir hinar tvær er sögusviðið. Áki bregður sér í ferðalag út á lands- byggðina með fjölskyldu Ara Sveins, sem er eins konar sambland af sum- arfríi og kosningaferðalagi þing- mannsins. Það er gaman að upplifa náttúruna og landið í frásögn tíu ára skálds. Sveitin kemur borgarbörn- unum sífeUt á óvart og fyrir lesend- ur sem eru líka borgarbörn er auð- velt að hrífast með. Glæpur sögunn- ar er að mínu mati einnig áhuga- verðari en landasalan í síðustu bók, en hann tengist æðarvarpi. Annað gerir þessa bók dýpri en þær fyrri. í upphafi sögunnar lendir Eva í alvarlegu um- ferðarslysi og liggur á sjúkrahúsi miUi heims og helju. Strákarnir verða vitni að slysinu og Ari Sveinn verður fyrir miklu áfalli. Það er þroskandi fyr- ir unga lesendur að fylgja söguhetjunum i gegnum þessar miklu raunir og þeg- ar allt fer vel að lok- um vinnur lesandinn einnig sigur. Kristin Ragna Gunnarsdóttir mynd- skreytir bókina. Myndir hennar eru ferskar og hressileg- ar og hæfa sögunni vel. Það er auðvelt að mæla með þessari bók og ég vona að hún nái til sem flestra. Hún á það skUið. Guðrún Helgadóttir: Aldrei að vita! Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndskreytti. Vaka-Helgafell 1998. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir 17 Verö aöeins: Verö aöeins: W8H72 ENN MEIRI VERÐLÆKKUN TOMMU • BLACK LINE MYNDLAMPI TOMMU • SUPER PLANAR BLACK LINE MYNDLAMPI Goðir hatalarar að framan Sterio heyrnatólatengi Nicam sterio magnari Sjálfvirk stöðvaleitun Fullkomin fjarstýring Allar aðgerðir á skjá íslenskt textavarp 2 Euro scart tengi S-VHS inngangur icVtt Armúfa 38 • Símí 553113? UMBOÐSMENN AIWA UM LAND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan - Hafnarfjördur Rafbúð Skúla -Grindavík: Rafeindaþjónusta Guðmundar - Keflavík: Sónar- Akranes: Hljómsýn-Borgames: Kaupfélag Borgfiröinga-Hellissandur: Blómsturvellir-Stykkishólmur Skipavík - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurössonar-Sauðárkrókur: Skagfiröingabúö-Búdardalur: Verslun Einars StefánssonarBolungarvík: Vélvirkinn -ísafjörður: Frummynd -Siglufjörður Rafbær-Akureyri: BókvalA-jósgjafinn-Húsavík: ÓmurVopnafjörður: Verslunin Kauptún-Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupsstáður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræöur - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radlórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradló Þelr flska sem róa... Þelr flska sem róa... Þelr flska sem róa... Þeir FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.