Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Qupperneq 20
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
TÉ sýnls og sölu
hjá Brimborq
BRIMBORG
Faxafeni 8 • Sími 515 7010
Opið laugardag kl. 12-16,
sunnudag kl. 13-16.
0enning
m
Arnar Jónsson og Jóhann Sigurðarson í Abel Snorko býr einn: Leikritið er sem sniðið fyrir þá. DV-mynd Pjetur
Einlyndi og marglyndi
Það var skondið að sitja í sal Litla
sviðs Þjóðleikhússins á fóstudags-
kvöldið, horfa á nýtt franskt verð-
launaleikrit og hugsa hvað eftir
annað um áttrætt íslenskt skáld-
verk. En grundvallarspurningarnar
í Abel Snorko býr einn og útfærslan
á þeim minna ótrúlega oft á Hel,
lokahluta Fornra ásta eftir Sigurð
Nordal, einkum kaflann sem heitir
„Dagur dómsins". Eins og þar mæt-
ast í verki Erics-Emmanuels
Schmitt tveir ólíkir menn, í þetta
sinn nóbelsverðlaunahafi í bók-
menntum og blaðamaður sem
hyggst eiga við hann viðtal, og ræða
saman. Og smám saman afhjúpast,
lag fyrir lag, ekki aðeins líf þeirra
fram að þeirri stundu heldur öll af-
cÍQrSo Hoirro til 1 ífcir*c nrr
Lituuu pvxxxu lli 1X101110 Ug JOO Cllirvuill
ástarinnar, uns sú niðurstaða fæst,
eins og hjá Sigurði, að það sé meira
að elska en vera elskaður, „betra að
faðma kaldan stein en vera sjálfur
steinninn" því í ástinni þiggur mað-
ur hvorki meira né minna en hann
getur sjálfur gefið.
Leikritið um Abel Snorko er ein-
vígi í orðum eins og Frakkar eru
svo veikir fyrir. Það er snilldarlega
vel skrifað og samanfléttað, heim-
spekilegt, drepfyndið og átakanlegt.
A frummálinu heitir það Tilbrigði
við ráðgátu, og gáturnar urðu þegar
á leið fleiri og safaríkari en mann
óraði fyrir. Þýðingin hefur afar
vandað yfirbragð en er samt munn-
töm og munurinn á málfari mann-
anna tveggja sannfærandi.
Leiklist
Silja Aðalsteinsdóttir
Þetta er þriðji tvíleikurinn á fá-
einum mánuðum sem Arnar Jóns-
son tekur þátt i. í hinum tveimur,
Svikamyllu og Svartklæddu kon-
loilnm Vsnnndílrú n w.Ai! h
uiim, iciivux naiui iiiVd. n iuuLi uui UIIl
karlmanni en þriðja aðalpersónan
er í öhum verkunum kona sem er
fjarverandi. Hlutverk Abels Snorko
er sniðið fyrir listamann á leiksviði
á borð við Arnar; hann fær að fara
um aUt hið geðræna svið, frá mein-
fýsnu yfirlæti og hroka gegnum
gleði og hamingju ofan í sára sorg
og upp aftur; og ekki er þá enn end-
ir á tiifinningasveiflunum. Arnar er
draumaleikari Schmitts í þetta hlut-
verk og hefur kannski aldrei leikið
betur.
Jóhann Sigurðarson bjó tU týpu í
hlutverki Eriks Larsen sem ég man
ekki eftir hjá honum áður; hógvær-
an mann, jafnvel auðmjúkan, en þó
fylginn sér, mann sem hefur tekið
ábyrgð á sínu lífi og skammast sin
ekki fyrir lífsreynslu sína og við-
brögð sín við henni. Hann var alger-
lega heiU í hlutverkinu.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir er lítt
vön leikstjórn í atvinnuleikhúsi en
leikararnir hennar eru engir við-
vaningar og hún nýtur þess að geta
treyst þeim fram á ystu brún. Hæg-
ur leikurinn hélt spennunni lengi
vel en í síðasta hlutanum hefði hún
átt að halda betur uppi dampi.
GlæsUeg sviðsmynd með einföld-
únl éil rikffisnniegum brag og skýjs-
fari og hljóðmynd með sjávamiði
báru sniUingum vitni. Þetta er sýn-
ing sem leikhúsástríðufólk má ekki
missa af.
Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu:
Abel Snorko býr einn
Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson
Leikmynd og búningar: Hlín Gunn-
arsdóttir
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafs-
dóttir
Geðveiki fyrir eina rödd
Eigum til sölu örfáa lítið notaða og vel með farna
Daihatsu Terios 4x4 bílaleigubíla, árg '98,
á einstaklega hagstæðu verði.
Búnaður m.a.: Vökvastýri, 15“ álfelgur, 2 loftpúðar,
samlæsing, rafdrifnar rúður að framan,
tregðulæsing, útvarp,
segulband o.m.fl.
GeðveUún er eitt af sígUdum við-
fangsefnum bókmenntanna og ófáh’
af höfuðsniUingum þeirra hafa gert
hana að viðfangsefni sínu. Einnig
íslenskar bókmenntir eiga verk sem
hafa lýst þessum heimi af næmi og
gert skil bæði ömurleika hans og
mögnuðum óhugnaði þegar verst
lætur.
Skáldsaga Einars Arnar Gunn-
stiafni/uf - itertu me<f/
6ði*eqit£24. í/e&efri/jei*
yireyiJS'í- desendte^ (<±9$
að vetðmaeh
^58 skattftjálsr vinningaf
18,3
milijérúr króna
MIÐINR. 001998
- t Opei Astra 1600 Statoo Clob,
sjiltítóptu:. árgerð 5999.
Verðmætn .700.000 kr.
1 Biíreið eða greiðsla upp
i íbúð.
Verðmæti 1.000.000 kr.
tSS Úttektir hjá ferðaskrifsuAi
eðaverslun. ...-
Hver að verðmae]
100.000 kr.
arssonar.Tár paradísarfuglsins, er
grein af þessum meiði bókmennt-
anna; tilraun tU að gegnumlýsa
heim geösjúks manns og draga upp
hroUvekjandi
mynd af persónu
hans, hugarflugi
og athöfnum.
Sagan er sögð í
formi bréfs sem
aðalpersónan
skrifar móður
sinni látinni. Að
baki er uppvöxt-
ur hans í fjöl-
skyldu sem er
slétt og felld á yf-
irborðinu en lif-
ir í skugga of-
beldis og mis-
kunnarleysis.
Fram undan er
lokauppgjör
hans við heim-
inn.
Frásögnin er
því sem næst al-
gerlega ein-
radda, þar er
ekki að finna
neina aðra rödd
en hins geðveika
og texti hans er
ekki litaður af neinu öðru en
mónómaníu hans sjálfs. Texti af
þessu tagi þarf að vera verulega
magnaður ef hann á að standa und-
ir heilli bók. Hann treystir alger-
lega á rödd hins geðveika sögu-
manns, engin írónísk sýn eða
spenna er á mUli söguhöfundar og
sögumanns. Textinn miðar þannig
eingöngu að framsetningu á orð-
ræðu hins geðveika og stendur og
feUur með því að sú listræna blekk-
ing gangi upp.
Og því miður
tekst þetta ekki hjá
Einari Erni. Þessi
bók er fyrst og
fremst fyrirsjáan-
leg. Hér er hlaðið
upp hverri klisj-
unni um hugsana-
gang hins geðveika
ofan á aðra, guð-
last, kynlíf, ofheldi,
mikUmennsku-
brjálæði og ofsókn-
arkennd. En sagan
nær aldrei að lyfta
sér upp fyrir þessar
klisjur. Textinn er
sléttur og feUdur,
geðveikin og sá
brenglaði hugar-
heimur sem hann
lýsir nær aldrei út
í hann sjálfan.
Afleiðingin verð-
ur sú að þessi saga
hreyfir ekki veru-
lega við lesandan-
um, hún vekur
hvorki með manni hroll né samúð,
og ekki einu sinni furðu; sá truflaði
heimur sem hér er lýst er einfald-
lega ekki nógu nýstárlegur.
Einar Örn Gunnarsson:
Tár paradísarfuglslns
Ormstunga 1998
Bókmenntir
Jón Yngvi Jóhannsson
Þátttaka í happdrætti Krabbameinsféíagsins
er stuðningur við mikilvægt forvarnarstarf