Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 21
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Fréttir
21
DV
Héraðslæknirinn og skipstjórinn undirbúa messuhald á Flateyri:
Poppmessa
í febrúar
- kvikmynd læknisins í bígerð og plata væntanleg
„Við munum aðstoða við messu-
gjörð i febrúar og við erum þegar
byrjaðir að undirbúa það mál. Þetta
verður poppmessa og við erum að
reyna að fá fleiri hljómlistarmenn
til aðstoðar," segir Ólafur Ragnars-
son, skipstjóri og tónlistarmaður á
Flateyri, sem ásamt Lýð Árnasyni
héraðslækni gerði garðinn frægan
þegar þeir félagar sóttu um að leysa
sóknarprestinn, séra Gunnar
Björnsson, af. Sóknarnefnd hafnaði
því að þeir fengju full yfirráð yfir
guðshúsinu á staðnum en síðar varð
að samkomulagi að þeir þjónuðu
sem aðstoðarprestar. Ólafur og Lýð-
ur hafa staðið fyrir menningarhá-
tíðum á Vagninum á Flateyri og
mikla athygli vakti þegar læknirinn
brá sér í gervi dragdrottningar á
sinum tima.
En þeir eru með fieiri járn í eld-
inum. Væntanleg er hljómplata með
þeim og Jóni Rósmanni Mýrdal
söngvara. Þá vinnur Lýður læknir
að því að framleiða kvikmynd í
fullri lengd. Vinnuheiti myndarinn-
ar er í faðmi hafsins og hún gerist
að hluta til á Flateyri. Upptökur
munu hefjast á Flateyri í desember.
Óhætt er að fullyrða að Lýður lækn-
ir sé með þeim fjölhæfari sem í stétt
héraðslækna finnast. Ekki er ákveð-
ið hvenær plata þeirra félaga kemur
út en gert er ráð fyrir að það verði
snemma á næsta ári.
„Við erum svo gott sem búnir að
taka upp plötuna. Þetta er í léttari
kantinum og kvenþjóðin fær sinn
skerf,“ segir Ólafur „poppari" Ragn-
arsson í samtali við DV. -rt
í nóvember hafa þeir Ólafur Ragnarsson skipstjóri, Lýður Árnason héraðs-
læknir og Jón Rósmann Mýrdal óperusöngvari unnið að gerð hljómplötu.
Hér eru þeir í Hljóðstofunni í Hafnarfirði við upptökur. DV-myndir S
Smábátabryggjan í Ólafsvík:
Slitnaði upp í norðangarra
DV, Vesturlandi:
í norðaustanáhlaupinu um helgina
slitnaði smábátabryggjan í Ólafsvik
frá stæði sínu við hafnargarðinn.
Ekki urðu neinar skemmdir og tókst
að draga bryggjuna inn á lygnari sjó.
í haust hefur ástand sjávar í Breiða-
firði verið nokkuð sérstakt. Sjórinn
hefur verið tremur heitur og
marglyttan hefur verið að gera mönn-
um lífið leitt. Eru dæmi þess að drag-
nótabátar hafi sprengt vörpur sínar
vegna marglythmnar. Þá hefur reynst
mikið af einhvers konar drullu við
sjávarbotn.
Hefúr Hafrannsóknastofnun greint
sýni af þessu og er niðurstaða sú að
hér sé um að ræða blöndu af
marglyttu, dauðum botnlægum græn-
þörungum, leir og fleiru. Af hölda
baktería má ráða að niðurbrot og
rotnun var í fullum gangi. Að mati
sjómanna hefur minna verið af þorski
við botninn af þessum sökum. Haf-
rannsóknastofnun telur að sé því um
að kenna sé von á betra ástandi með
kólnandi sjó og meiri blöndun. -DVÓ
íris Sveinsdóttir, sambýliskona Lýðs, aðstoðar við upptökustjórn. Hér er
hún á tökkunum og svo er að sjá sem dóttir hennar og Lýðs, Lovísa, 4 mán-
aða, sé áhugasöm um að taka þátt í upptökustjórninni.
S. Anna E. Nikulásdóttir, myndlistarmaður
nG allerí
/»\miðar§s
^SpSKAKT
Skólavörðustíg l6a, Sími 561 4090
I tilefni af 76 ára afmæli okkar 1. Desember.
Glæsileg tilboð og mikill afsláttur
^ i á flestum vörum,aðeins í3 daga. A
BOSCH ,JS
GSM sími 608 » •
AEG
Borvél SBE 570
mm
verð áður 24.400
AEG
Eldavél 5002
SHARR
Reiknivél
með dagatali EL 950
AEG 1
Rafhlöðuvél BS2E12T
AEG
Þvottavél W1010
100 snúninga
SHARR
Örbylgjuofn R 211
29" ijÚJJ 71259
i | imiii luusnuninga
(MUÍB CTipiiTB
vfirfl áflnr 15 900 - 4»*
/*jFö#*<©<&r i
Hljómtækjastæða N 500
verð áður 44.900
BOSCH
Bílskúrshurðaropnarí
SHARR
Faxtæki F1500
verð áður 39.900
20% afsláttur af öilum ryksugum,kaffjkönnum,brauðrlstum,straujórnum ofl. Einnig 20% afsláttur af TEFAL
pottum og pönnum og EMILE HENRY leirbunaði. 15% afsláttur af Husqvarna 10% afsláttur af Indesit
57.000
52.900,
HEKLA
NE-114 SCANIA142,6X2 búkkabíll,
árg. 1988,420 hö, CR19, svefnhús.
Ekinn ca. 850.000 km. Bíll í góðu
ástandi. Hjólabil 4600m/m.
Verð 1.950.000 + VSK.
UY-089 SCANIA 143,6X4 stell bill,
árg. 1990,470 hö, CR19, svefnhús.
Ekinn 375.300. Gottástand.
Dráttarbifteiö með sturtudælu og tilbúim
til vinnu. Vérð 3Æ00.000 + VSK.
KR-686 SCANIA143,6X2 búkkabíll,
árg. 1989,450 hö, CR19, svefnhús.
Ekinn 883.000 km. Bíllígóðuástandi.
Dráttarbifteið með sttrtudælu og tilbúinn
í vinnu. Verð 2.150.000 + VSK.
VY-067SCANIA 124,6X2 búkkabíll,
árg. 1996,400 hö, CR19, sveínhús. Ekinn
239.000 km. Mjöggottástand. Hjólabil
5100m/m. Góðurbíllundirkassaeða
langan pall. Verð 5.200.000 + VSK.
véladeild
sími 569 5700
www.hekla.is