Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 22
22 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 Fréttir____________________________________pv Þvert ofan 1 allar kenningar: Samþjöppunin hefur lækkað matvöruverð ATLAS-kort matvörubúöa á höfuðborgarsvæðinu Sparisjóös vélstjóra, hafa verið vel reknar og þróast laglega á löngum tíma. Þær njóta vinsælda, verðlagið er ekki það lægsta í bænum en þjón- ustan prýðileg og vöruval með því betra sem sést. Hugsanleg veltutala 1998: 4,5 milljarðar Verslanir 10-11 hafa verið mikið ævintýri ekki síður en Bónus. Jó- hannes réðst í Bónus með tvær hend- ur tómar eftir alllangt atvinnuleysi. Eirikur Sigurðsson réðst i 10-11 eftir að hafa orðið fyrir biturri reynslu af gjaldþroti Víðisverslananna. Báðir eru þeir Jóhannes og Eiríkur fæddir kaupmenn og ólust upp í matvörubúð- um ef svo má segja. Þeir hafa ekki notið skólagöngu í verslunarfaginu en lært af reynslunni og hafa lært mikið. Þeir eru kóngamir í matvöruverslun- inni en spuming hvort Eirikur leggur ekki kórónuna frá sér áður en langt um líður. Veltuspá 1998:2,5 milljarðar króna. Velta 11-11 nemur eflaust rúmum milljarði og litlu verslanimar em eins og Davíð forðum gegn Golíat, talsvert drjúgar, með veltu sem sveifl- ast á bilinu frá ca 70 milljónum upp í 200 milljónir. Hrói höttur kominn á kreik Athyglisverð verslun starfar í Hafnarfirði og hefur gert á þriðja ára- tug, Fjarðarkaup. Þar er kaupmaður Sigurbergur Sigurðsson viðskipta- fræðingur. Hann er í raun orðinn eins konar Hrói höttur matvörufagsins. Þó er ekki hægt að heimfæra upp á Sig- urberg að hann steh frá þeim ríku og gefi þeim fátæku. Hann fer millileið- ina, gerir afar hagstæð innkaup en selur á prýðilegu verði. Viðskiptavin- ir hans em margir og mjög tryggir. Sigurbergur er maður sjálfstæður og hefur allt fram til þessa hafnaö sam- vinnu við innkaupakeðjur. Hann hef- ur heldur ekki haft neinar hugmynd- ir um aö auka velfima með því að byggja meira af verslunarhöllum. Velta Fjarðarkaups i ár: Um 1,5 millj- arðar króna. Eins og sjá má em veltutölur ágisk- un en munu nálægt sanni. Víða er um blandaða verslun að ræða og erfitt að gera upp á milli matvöm og annarrar vöm. Menn vita varla að morgni hvemig matvörumarkaðurinn kemur til með að líta út að kvöldi, segja þeir sem lifa og hrærast í matvörudreifingunni. Gífúrleg breyting og samþjöppun er orðin á stuttum tíma. Milljarðaeignir skipta um hendur í sífellu. Fullyrða má að tveir eða þrir aðilar em að skipta á milli sín stærsta bitanum, íbúum höfuðborgarsvæðisins og næsta nágrenni, tveim þriðju hlutum þjóðarinnar. Litlu matvörabúðrmum fækkar, eða að þær hverfa inn í verslanakeðj- ur sem hugnast rekstur fremur smárra eininga. „Það er eflaust hægt að reka litla matvörabúð í dag en til þess þurfa menn að eiga peninga, mikla peninga til að greiða vöruna á rétfinn tíma. En kaupið getur aldrei orðið hátt og vinnutiminn er langur," sagði Þórhallur Steingrimsson, kaup- maður i Grímsbæ. Hann er að fara í jólatraffikina í síðasta sinn. Harrn hef- ur rekið verslun sína í 16 ár en Vöm- veltan keypti allt húsið og snemma á næsta ári kemur 10-11 búð i húsið. Stétt matvörukaupmanna orðin rýr í roðinu Fyrir daga stóra kjörbúðanna vom matvöruverslanir í Reykjavík hátt á annað hundrað þegar allt var talið. Ein og ein verslunarkeðja komst á legg. Silfi & Valdi var frægust þeirra með hátt i tuttugu búðir þegar best lét, allt litl- ar hverfisverslanir, nema undir lokin stærri verslanir I Austurstræti 17 og í Glæsibæ. Sláturfélag Suðurlands átti keðju- búðir sem voru um tima afar vinsælar. KRON lifði talsvert fram á níunda áratug- inn, en kaupfélags- og samvinnuverslun átti erfitt uppdráttar meðal Reykvíkinga, enda náði hún engum ár- angri miðað við einka- framtakið. Kaup- mennskan þar á bæ var vægast sagt ófag- mannleg og metnaður- inn i lágmarki. Starfsemin í Félagi matvörukaupmanna er nánast engin orðin. „Það má segja að Félag matvörukaupmanna í Reykjavík sé skipað kaupmönnum úr Þinni verslun eingöngu," segir Þór- hallur sem lengi hefur starfað að fé- lagsmálum matvörukaupmanna og er formaður félagsins. Áður fyrr vora þar starfandi tugir matvörukaup- manna, keppinautar sem ræddust vinalega við í félaginu, en börðust sem ólmir daginn langan. Verslunin vinnur á verðbólgunni Siguröur Jónsson framkvæmda- stjóri segir að Kaupmannasamtök ís- lands hafi ákveðið að láta samkeppn- ismálin fara fram hjá sér, menn taki ekki afstöðu með einu fyrirtæki gegn öðm. „En vissulega er mikil sam- þjöppun á þessum markaði og það er hlutur sem maður horfir ekki á með neinni sérstakri ánægju. Mörgum þykir nú nóg um,“ sagði Sigurður Jónsson. Sigurður segir að framleiðnin í verslun hafi aukist gífurlega. „Það er í fáum greinum sem framleiðniaukn- ingin er eins mikil og í versluninni á (keðjuverslanir): GOLIATAR BAUGUR (9 Bónusbúðir - 8 Nýkaupsbúðir - 2 Hagkaupsbúðir) 18 NÓATÚN 9 VÖRUVELTAN (13 10-11 verslanir, tvær opna í desemb.) 13 KAUPÁS (10 11-11 verslanir, tvær að opna) 10 FJARÐARKAUP 1 NETTÓ 1 ÞÍN VERSLUN 7 1 alls 59 búðir, flestar stórar DAVÍÐAR (ntiu Kjöthöllin Sunnukjör Herjólfur Kjötborg Hagabúðin Vísir, Laugavegi 1 Pétursbúð, Ránargötu Þingholt, Grundarstíg Skerjaver, Einarsnesi 36 Bensínstöðvar fjölskyldubúðirnar); 1 af hverri síðustu misserum og árum. Og lands- feðumir benda á að verslunin eigi drýgstan þátt í að halda niðri verð- bólgu í landinu," sagði Sigurður. Þróun á matvörumarkaði hér á landi hefur verið hröð. Samt hefúr svipað verið að gerast í öðrum lönd- um þar sem mikil samþjöppun hefúr átt sér stað. Undanfama daga hafa fulltrúar Reiten Gmppen í Noregi ver- ið hér á landi að skoða eignir sínar sem þeir nýlega fjárfestu í. Þeir skoð- uðu meðal annars lagerhúsnæði Inn- kaupa og vom yfir sig ánægðir með þá byggingu, sem og fagmennskuna í verslunum Baugs. Ljóst er að íslensk- ir kaupmenn kunna vel til verka. Stjómvöld í öðrum löndum hafa skipt sér meira af þróuninni en gert hefur verið hér á landi. Gott dæmi um þetta er að skipulagsyfirvöld annars staðar á Norðurlöndum hafa tak- markað byggingu stórverslana að undanfomu. Danir byrjuðu, Finnar komu á eftir, síðan Norðmenn og nú em Svíar að setja löggjöf um slíkar byggingar. Hins vegar em hvergi hömlur að sjá gagn- vart samþjöppun valdsins í verslun- inni, samkeppnislög landanna virðast ekki sjá neitt athugavert. Miðbæir víða hafa verið að þoma upp vegna „molla" sem risið hafa út og suður um fiöll og fimindi ef svo má segja. Það dregur lífið úr mið- borgarsamfélaginu sem menn vilja gjarn- an varðveita. Yfirburðir Baugs- búðanna miklir En er eitthvað at- hugavert við að Baug- ur verði með allt að tvo þriðju verslunar- innar á höfuðborgar- svæðinu, kannski meira? Bónus-dæmið hefur aldeilis gengið Fréttaljós Jón Birgir Pétursson upp í höndum þeirra Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs, sonar hans. Þeir hafa á örfáum árum búið til veldi sem er engu líkt á íslandi. Eins og sjá má á Atlas-korti matvöm- verslunarinnar á þessari síðu em búðir þeirra víða, - og margar þeirra era mjög stórar. Framleiðnin í því fyrirtæki er því mikil. Yfirráðin yfir keppinautunum fyrrverandi, Hag- kaupi og Nýkaupi, var snjall leikur. Og innkoma 10-11 í Aöfóng, birgðafyr- irtæki Baugsbúðanna, virðist aðeins hafa verið forleikurinn að inngöngu í Baug. Hugsanleg veltutala matvöru á höfuðborgarsvæðinu í ár: 14 milljarð- ar króna. Nóatún er meginkeppinautur Baugs. Verslanir Jóns Júlíussonar, vélstjóra, kaupmanns og formanns Jóhannes í Bónus er með 9 ára gamalt fyrirtæki sem er ráðandi í allri mat- vörusölu í landinu. Hér er hann í ferð með kaupmönnum í Danmörku 1986 þar sem hann lærði margt og mikið til viðbótar við fyrri kaupmannafræði sín, meðal annars um lágverðsverslanir og miðlæga vörubanka. DV-mynd JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.