Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Blaðsíða 38
46
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Hringiðan
DV
Gestur & Rúna og
Guðný Magnúsdóttir
opnuðu myndlistar-
sýningu á vinnustof-
unni Austurgötu 17 í
Hafnarfirði á laugar-
daginn. Sigrún Guð-
jónsdóttir og Sigrún
Vala Þorgrímsdóttir
gæddu sér á nammi
á meðan gestirnir
skoðuðu verkin.
Herbert Guðmundsson hélt
útgáfuteiti á Nelly’s á föstu-
dagskvöldið í tilefni af nýrri
breiöskífu. Breiðskífan,
sem heitir Faith, er safn
eldri laga auk þess sem þar
er að finna fimm ný númer.
Elín Ýr, Maria Anna (dóttir
Herberts), Bjartur, Sjöfn og
Sunna voru á svæðinu.
85 FrænkurnarGuðnýeldri
S og Guðný yngri skoð-
■ uðu nýjan Mulan-tölvu-
§B ieik fyrir utan Búnaðar-
'W bankann í Smáranum á
H laugardaginn. Guðný
W eldri var að kynna tölvu-
f leikinn fyrir hönd Japis og
börnin fengu blöðrur og
tóku þátt í Mulan-leik.
Operutónlistin
hljómaði í Há-
skólabíói á
föstudagskvöld-
ið. Þá leiddu
saman hesta
sína Sinfóníu-
hljómsveitin,
Óperukórinn og
Fóstbræður.
Nanna Helga-
dóttir og Jón
Stefánsson
Langholtskirkju-
maður nutu
þessara sér-
stæðu tónleika.
Söngfuglinn Sverrir Guðjónsson stóð fyrir
opnun á myndlistarsýningu sex listamanna
í anddyri Hallgrímskirkju á laugardaginn.
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Edda
Heiðrún Backman fengu sér kaffibolla við
opnunina.
Heimilislæknarnir Stefán Finnsson og Þórður Ólafsson brugðu á leik við vígslu nýs húsnæðis Læknavaktar-
innar í Smáranum í Kópavogi. Stefán mældi blóðþrýstinginn hjá Þórði enda um að gera að prófa græjurnar.
Abel Snorko býr einn nefnist leik-
ritið sem frumsýnt var á Litla sviði
Þjóðleikhússins á föstudagskvöld-
ið. Þórhaliur Sigurðsson, Sjöfn
Pálsdóttir og Pálmi Gestsson voru
á frumsýningunni.
W Elín Rós Bjarnadóttir og Þórunn Þor-
l gilsdóttir voru á Broadway á laugar-
' dagskvöldið. Þar gæddu þær sér á
jólahlaðborði og horfðu á Abbasýning-
una en stuðið hófst fyrir alvöru þegar
hljómsveitin Sóldögg steig á svið.
Beggi, söngvari stuðgrúppunnar Sóldaggar, tókst á loft
í hita leiksins á Broadway á laugardagskvöldið. Sól-
dögg spilaði fyrir gesti að lokinni Abbasýningu og hit-
aði upp fyrir áramótin því hún verður aðalnúmerið á
áramótadansleik Broadway.