Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Side 48
Vimiiiigstölur laugardaj ♦Vi Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 1 2.035.700 2. 4af5+® 1 308.380 3. 4 af 5 53 8.400 4. 3 af 5 2.213 460 Jókertölur ■» vikunn«vr: f 6 2 B u é > o n = o 20 ■3 2 Lfi < cr. o \n FRÉTTASKOTIO SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 Gunnlaugur Sigmundsson: Býðst til að hætta ki Gunnlaugur Sigmundsson, alþing- ismaður Framsóknarflokks á Vest- fjörðum, hefur ritað kjörnefnd bréf þar til hann býðst til að hætta þing- mennsku. Hann leggur til að leitað verði að manni um þrítugt til að leiða listann. „Ég segi í bréf- inu að þeim beri að skoða það al- varlega að finna ungan vel mennt- Gunnlaugur Sigmundsson. aðan einstakling til að leiða listann. Þetta segi ég með tilliti til þess að kosið verður i stærra kjördæmi árið 2003 og ég er ekki tilbúinn til að i "wskuMbinda mig til að fara í framboð þá. Ég tek þó fram að ég er alls ekki að stinga af,“ sagði Gunnlaugur í samtali við DV í gærkvöld. Kjömefnd mun skila tillögu að uppstillingu list- ans um miðjan janúar. -rt Velta og slagsmál Lögreglumenn á landsbyggðinni virðast flestir hafa átt rólega helgi því fátt bar til tíðinda. Þó má nefna að bíll valt út af við Viðidalsárbrú nálægt Blönduósi síðdegis í gær. Engin meiðsli urðu á fólki en bíllinn er mik- ið skemmdur. Tveir gistu síðan fangageymslur lögreglunnar á Húsavik eftir að slags- < ^nál og ólæti brutust út á dansleik að- faranótt laugardagsins. -GLM Kveikt var á jólatré í Kringlunni í gærdag að viðstöddu fjölmenni. Barnakór Kársnesskóla söng nokkur jólalög við athöfnina og kom viðskiptavinum Kringlunnar í sannkallað jólaskap. DV-mynd JAK Leit að feðgum: Fundust heil- ir á húfi Björgunarsveitarmenn leituðu á laugardagskvöld að feðgum sem vora á leið frá Reykjavík í Biskups- tungur. Um var að ræða fóður og 8 ára son hans. Þeir ætluðu á bíl sannkallaða fjallaleiö, svokallaðan línuveg sem liggur frá Kaldadalsvegi austur á Kjalveg og niður Miðdalsfjall og er illgreiðfær á veturna. Ekkert hafði spurst til feðganna klukkan 21 á laugardagskvöld og hófst þá leit. Björgunarsveitarmenn fundu feðgana um klukkan hálfeitt um nóttina í bíl sínum. Bíllinn hafði orðið fyrir því óhappi að hann af- felgaðist í erflðum aðstæðum á fjallaleiðinni og sat fastur. Faðirinn hafði ekki náð að gera vart við sig þar sem ekkert símasamband var. Þeir feðgar voru í ágætu ásigkomu- lagi en voru mjög fegnir þegar björgunarsveitarmenn komu og gátu flutt þá til byggða. -RR Seltjarnarnes: Kennarar hafa reynst dýrir Seltirningar kunna að þurfa að hækka útsvar hjá sér. Fram undir vþetta hefur útsvarsprósentan verið 11,24%. Sigurgeir Sigurðsson sagði að á þriðjudag væru samninga- fundir með kenn- urum um launa- kjörin. „Ég vil nú helst ekki fara að safna skuldum svona í ellinni," sagði Sig- urgeir Sigurðs- son. Hann sagði að fjárhagsáætlun- in hefði verið lögð fram með óbreyttum gjöldum. Ef miklar launahækkanir verða megi búast við að hækka verði útsvarsprósent- una. Hann segir að ef samningar *hefðu verið óbreyttir væri ekki um vandamál að ræða. Opnist samning- ar hins vegar núna þá komi upp vandamál sem verði að leysa án þess að farið verði út í lántökur. -JBP Sigurgeir urösson. Sig- Ungverjar sendu íslendinga sneypta heim í gær: Spiluðum eins og jólasveinar - segir Júlíus Jónasson, fyrirliði íslenska landsliðsins Margrét Valdimarsdóttir hannaði þennan óvenjulega kjól. DV-mynd S Fatahönnunarkeppni: Stúlka úr Njarð- vík sigraði „Mig langaði bara að gera eitthvað óvenjulegt. Þema keppninnar var feg- urð og frelsi og þessi kjóll passar við það,“ sagði Margrét Valdimarsdóttir, 13 ára stúlka úr Njarðvík, sem sigraði í fatahönnunarkeppni efstu bekkja grunnskóla sem fram fór í Laugar- dalshöll í gær. Hún var hógværðin uppmáluð þegar hún var spurð hvort hún væri flink að sauma en viður- kenndi þó að hún stefndi á að verða fatahönnuður í framtíðinni. Mikið flölmenni var í höllinni og vora kepp- endur rúmlega hundrað og þrjátíu talsins. -GLM DV, Nyíregyháza: „Maður vissi að þetta gæti alltaf gerst en ég hafði mikla trú á að við myndum klára þetta, allt frá því við spiluðum okkar fyrsta leik í keppninni. En nú erum við úti, og verðum að kyngja þvi. Takmörkin nást ekki alltaf," sagði Júlíus Jón- asson, fyrirliði íslenska landsliðs- ins, við DV í gærkvöld. „Við vorum alltaf inni í leikn- run, og í stöðunni 21-20 vorum við búnir að brjóta þeirra leik niður og í raun komnir með undirtökin. Við vorum á fleygiferð, og Ung- verjarnir komnir í panik yfir þvi að vera að missa niður gott for- skot. En þá fórum við að spila eins og einhverjir jólasveinar og náð- um ekki að klára þetta. Við fengum tvö gullin færi til að jafna, þeir skoruðu, og við héldum áfram að gera vitleysur. Við viss- um ekki hvernig Sviss-Finnland færi og áttum allavega ekki að tapa með meiru en þremur mörk- Júlíus Jónasson, fyrirliöi íslenska landsliðsins. um til að eiga enn séns. Þessar 2-3 síðustu mínútur voru hrikalegar. Það er ekki lengur hægt að afsaka sig með því að við lærum af þessu, liðið er það reynt að í þessari stöðu átti það að gera eitthvað í málunum. En við töpuðum þessu ekki endi- lega hér. Það er leikurinn í Sviss sem situr mest í mér, þar fórum við með stigin sem áttu að koma okkur áfram til Egyptalands. Það átti að vera I lagi að tapa fyrir Ungverjum úti, sem eru í raun eðlileg úrslit hjá svona jöfnum lið- um. Við komum okkur í þessi vandræði með klúðrinu í Sviss. Hvorugt liðið var að spila sérstak- lega vel vegna þess að það var pressa á báðum liðum. Dómararnir voru mjög góðir, alls ekki nein heimadómgæsla heldur ■ alvöru dómgæsla eins og þetta á að vera. En það eru hrika- leg vonbrigði að vera dottnir út, og líka út af ólympíuleikunum. Ekki síst fyrir yngri leikmenn- ina sem hefðu átt kost á að fara í HM og ÓL í fyrsta skipti," sagði Júlíus Jónasson. -VS Veðrið á morgun: Léttskýjað norðaustan- lands Á morgun er útlit fyrir suð- vestan stinningskcdda og skúrir sunnan og vestan til en léttskýj- að verður norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 53. * 4°0- v V 4°3 4°Q j V / V 5<* 7"' V V V 5° J V ^ fQBLIItONI' ffátindur ánægjunnar SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.