Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 5
Fókuss lífl þínu? „Allir at- burðir breyta ábyggilega lífi manns en ekki alltaf það mik- ið að maður verði var við það.“ Steini „Tjú tjú“ í Manson-genginu Hvernig var 1998? „Mest flnt.“ Hvað var það merki- legasta sem þú keyptir á ár- inu? „Latex-klæddi bangsinn minn.“ Hver var mesta vit- leysan sem þú eyddir í? „Ým- iss konar ruslblöð og tímarit." Hvernig ætlarðu að eyða gamlárskvöldi? „Á rúnti um bæinn og hafa það fínt.“ Bíó- mynd ársins: „Það var lítið um góðar myndir, en Godzilla er langefst á lista yfir ömurleg- ustu myndirnar.“ Maður árs- ins: „Nú stend ég á gati eins og fótalaus kona. Segjum bara strákurinn í 4. sæti í keppn- inni um hr. ísland." Ómenni ársins: „Bjarni Felixson. Hann er glæsilegt ómenni.“ Breytti forsfðan í Fókusi lífi þtnu? „Verður maður ekki að segja já? Hún prýddi stjömum á minn stjörnulausa veg.“ Nanna Kristín leikkona Hvernig var 1998? „Það var fjölbreytt og skemmtilegt ár.“ Hvert var eftirminni- legasta leikritið sem þú sást? „Það var Bróðir minn Ljónshjarta þar sem kærast- inn minn var að leika í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu." Fékkstu þér einhver tæki á árinu? „Ég keypti mér sjón- varp, GSM-síma og símanúm- erabirti." Hver var eftir- minnilegasta helgin? „Það var þegar Sporlaust var fram- sýnd og ég var að leika í Gre- ase og fékk lögreglufylgdina umtöluðu." Hvaða tónlist varstu að hlusta á? „Ætli Grease hafi ekki verið það sem ég heyrði mest en það breytist á nýju ári.“ Hver er maður ársins? „Kári Stefáns- son.“ Hvert er ómenni árs- ins? „Æi, þetta er búið að vera svo yndislegt ár hjá mér að ég man ekki eftir neinum sem er ómenni.“ Breytti for- síða Fókuss lifi þínu? „Nei, það þekkti mig enginn fram- an á Fókusi. Við reynum kannski aftur á næsta ári.“ Eins og að losna úr álögum - eins og að öðlast frelsi. Nýtt ár á vafalaust eftir að verða mörgum manninum blessun og upphaf að nýju og betra lífi. En ekkert kemur af sjálfu sér ... Úr fjötrum í frelsi Óvænt og í opna skjöldu. Á árinu sem nú er að líða gerðist það að fyndnin komst í tísku. Fyndnin fór að höfða til allra. Líka til þeirra sem eru ekki fyndnir. Drepfyndið Fyndnasti maður landsins var kjörinn í fyrsta sinn á árinu og var það tímanna tákn. Sveinn Waage hlaut titilinn og hafði nóg að gera upp frá því. Áður hafði hann senst með tómatsösu en nú ferðaðist hann um landið þvert og endilangt og skemmti. Þjóðin kunni að meta fyndnina hvar sem hún birtist. Hellisbúi Bjarna Þórs Hauks- sonar í íslensku óperunni sló í gegn vegna þess að sýningin var fyndin og komust færri að en vildu. Fyndnin bjargaði einnig bágum fjárhag Borgarleikhússins sem hal- aði inn áhorfendur á Sex í sveit og Hár og hitt. Árið var meira að segja svo fynd- ið á íslandi að Seinfeld kom tljúg- andi frá Bandaríkjunum til að skemmta í Háskólabíói. Honum fannst hins vegar ekkert voðalega fyndið að kærastan hans frá því í síðustu heimsókn var búin að gifta sig. Flýtti hann sér þá til Spánar þar sem hann þekkti eina ógifta. Á árinu urðu einnig kynslóða- skipti í gríninu. Spaugstofan lét hægt og sígandi undan; ekki vegna þess að henni hefði farið aftur, heldur kölluðu nýir tíma á nýtt grín. Fóstbræður á Stöð 2 náðu aldrei neinu spaugstofuflugi og Radíusbræður töpuðu fyrir Tví- höfða. Og þetta var árið sem Laddi hætti endanlega að vera fyndinn. Til marks um fyndnina má geta þess að á árinu komu út sex fram- samdar íslenskar sakamálasögur og grín- og barnamyndin Stikkfrí var tekin fram yfir Dans Ágústs Guð- mundssonar sem framlag íslands til óskarsverðlauna. er brátt á enda. Hann ætlar að hætta og þar búa einnig konuráð að baki. Ingibjörg Rafnar, eiginkona hans, hyggur nú á stjórnmála- þátttöku og beitti sér því fyrir því að Þorsteinn hætti. Hjón eiga bágt með að vera í sama þing- flokki - hvað þá í sömu ríkisstjórn. Það ríkir jafnræði með þeim Þorsteini og Ingi- björgu. Hann er búinn að hoppa. Nú fær hún að hoppa. Þorsteinn verður ekki ritstjóri Morgunblaðsins á nýju ári. Líklegra er að hann verði sendur til Lundúna sem sendiherra. Þá eiga þau eftir að búa í sitt hvoru landinu hjónakorn- in Þorsteinn og Ingibjörg. En fyrir því era fordæmi í Sjáifstæðisflokkn- um. Þorsteinn og Ingibjörg breyttu rétt. Við þeim blasir nýtt líf - til hamingju. Friðriki tókst það. Jóni Baldvini og Bryndísi tókst það. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra ætlar að reyna það. Og Þorsteinn Pálsson líka. Vonandi tekst sem flestum það á nýju ári. Að kollsteypa tilveru sinni og komast loks á þann stað þar sem draumamir búa. Friðrik Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra tók af skarið á árinu og hætti í pólitík. Maður á besta aldri gerir upp hug sinn og kemst að þvi að nóg sé komið. Með réttu hefði Friðrik átt að halda áfram í stjórnmálum því nóg var eftir af púðrinu. En áhrifavaldarnir náðu í gegn. Gildi Kvennalistans hafa verið að sí- ast inn og líkt og dropinn holar steininn lét Friðrik undan eiginkonunni. Hann breytti rétt. Hann fór að ráðum konunnar því konan er vitr- ari en maðurinn. Stjórnmál era slít- andi. Forstjórastaða í Landsvirkjun er uppbyggjandi. Þar sem áður var erill og svefnlausar nætur er nú gæðatími með fjölskyldunni. Leikur á grænu túni þar sem lækur tifar létt um máða steina. Heimspeki kon- unnar sigraði. Friðrik Sophusson losnaði úr fjötram karlmannlegrar einfeldni. Hans bíða góðir tímar. Hann sigraði sjálfan sig á árinu. Bryndís og Jón Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson hvarf til Bandaríkjanna og tók Bryndísi og sum börnin með sér. Líkt og Friðrik Sophusson sá hann við tím- anum og lét slag standa. Ef til vill gerði hann þetta fyrir konuna; alla vega hefur Bryndís eiginkona hans lýst því 1 blaðaviðtali að eftir kom- una til Washington hafi henni fyrst orðið ljóst hversu aðþrengd hún var á Vesturgötunni. í Washington blómstrar Bryndís og bóndi hennar. Þau eru á launum við að lifa eins og aðalsfólk. Bryndís heldur tískusýningar og tónlistar- veislur í sendiherrabústaðnum og skálar fyrir lífinu. Jón Baldvin skrif- ar snörp lesendabréf í heimsfræg dagblöð. Þau líta ekki með söknuði um öxl heldur brosandi til framtíð- ar. Árið sem brátt er á enda var þeim gott. Þau tóku ákvörðun og völdu frelsi í stað fjötra. Guðmundur Guðmundur Bjarnason umhverf- ismálaráðherra tók einnig ákvörðun á árinu. Ákvörðun um að hætta í stjórnmálum og hefja nýtt líf. Land- búnaðar- og um- hverflsmálin voru farin að taka sinn toll. Nýtt starf í íbúðalánasjóði þótti honum ákjósanlegra. Lík- lega hefur hann rangt fyrir sér. Það var ekki kona sem tók þessa ákvörð- un fyrir hann heldur hann sjálfur. Hann hefði átt að spyrja. Þorsteinn Þorsteinn Pálsson fékk einnig nóg af stjómmálum á árinu sem nú * # ^ ummi 1 i ársins „Forsætlsráðherrann er ekki bara skemmtl- legur, hann er líka forsjáll, sem sjá má á því að hann lét byggja perlu efst á Eskihlíðinni þegar hann var um fertugt, tll að geta haldið þjóðinnl veislu þegar hann yrði fimmtugur." Árni Björnsson læknir. „R-llstinn hafnar Fram- sóknarflokknum í for- ustusæti, Alþýðuflokkur- inn hefur fallið úr borgar- stjórn og í þeirra sætum sitja nú fyrrverandi fram- sóknarmaður og ungur óháður, sem kemur úr Al- þýðubandalaginu.“ Árni Sigfússon borgarfuiltrúi. „Spaugstofan á að vera þarna inni í Karphúsi. Þar getur hún fengið alveg hellingsefni. Þetta er bara bull.“ Birgir Björgvinsson, stjórnar- maður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. „j málinu er frostmark en yfirleltt kemur þíða eftir frost.“ Þórir Einarsson, sáttasemjari ! sjómannadeilunni. „Alþýðubandalagið heldur enn velli en veru- leg hætta er á að þar fari á sama veg og með Kvennalistann ef forysta flokksins gætir ekki að sér.“ Hjörleifur Guttormsson alþingismað- „Það er hægt að vera í tvelmur stjérnmála- samtökum, þótt ýmsum finnist það skrýtlð.“ Jóhanna Sigurðardóttir. „Starfandi lögmenn höfðu sagt mér áður en kveðinn var upp dómur T kvótamáli mínu gegn sjávarútvegsráðherra að þeir teldu öll lagarök hníga að því að ég ynni mállð, en jafnframt að þeir væru þess fullvissir að úr- skurður héraðsdómarans yrði mér ! óhag.“ Valdimar Jóhannesson hjá Samtökum um þjóðareign. „Ég er enginn Esra en ég held að bókln mín muni samt seljast vel.“ Stein- grimur Sigurðsson mynd- listarmaður um væntan- lega endurminningabók sína. „Það verður að segjast eins og er að Jokki blöðrusali og hans fólk er með því leiðinleg- ara sem birst hefur á skjánum í háa herrans tíð.“ Soffía Auður Birgisdóttir í leikdómi um sjónvarpsleikritið Blöðruveldið. „Halldór Laxness var elni maðurlnn á íslandl sem mátti reykja í sjónvarpinu." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. „Nú er það bara stríö og menn eru að vega hver annan og strá salti í sárin, sparka í þá sem liggja og svo framvegis.“ Jón Þórðarson, formaður Apótekarafélags islands, um rekstur apóteka en viðskiptaumhverfi lyfsölu breyttist verulega með nýjum lyfsölulögum. „Ég fagna því að nokkru leyti að leikurinn sé endurtekinn vegna þess að fyrir Valsmenn skiptir fjárhagslega hliðin miklu melra máli heldur en titillinn. Við erum búnir að vinna hann, búnir aö fagna honum og það verður aldrei af okkur tekið." Brynjar Harðarson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Vals, þegar dómstóll HSÍ ógilti bikarúrslitaleik Fram og Vals eftir að hafa tekið fýrir kæru Framara. „Hér er búið að vera helvítis hatur. Hér er búið að stinga menn í bakið aftur og aftur." Björn S. Pálsson, formaður sjálfstæðisfélags- ins Ingólfs í Hveragerði, en þar gekk mikið á T innbyrðisdeilum félagsins sem klofnaði. „Þetta er manneskja sem ég get treyst og það sklptir ekki svo litlu máll í fagi þar sem refirnir leynast víða.“ Guðni Emilsson hljóm- sveitarstjóri um umboðsmann sinn, „Ég hef hreinlega á tilfinningunni að Sam- keppnisstofnun hafi verið aö bíða eftir ein- hverju máli tll að sýna tennurnar, hún hafi ekki þorað í oliufélögin eða flugfélögin." Kol- beinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunn- ar, um úrskurð Samkeppnisstofnunar sem ógilti kaup Myllunnar á Samsölubakaríi. „Það er með ólíkindum ef hún hefur horfið sporlaust og dáið drottnl sínum." Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, um slldina. „Alþýðubandalagsmenn hafa nú komist að mik- ilsverðri niöurstöðu í auðlindagjaldsmállnu og afgreitt það með mynd- arlegum hætti. Þeir hafa tekiö afdráttarlaust frumkvæðl og afgerandl forystu um stefnumótun íslensks samfélags. Þeir hafa stungið upp á að skipuð verðl nefnd.“ Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur. „Vonandi getur hann andaö um sína öndunar- vél. Vonandi er hann frjáls og ekkl í gísllngu neins þó honum hafl ekki tekist aö segja sig úr Alþýöubandalaginu." Svavar Gestsson um Guðmund Andra Thorsson. 30. desember 1998 f Ókus 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.