Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 13
Subterranean og rapptví- burarnir í Real Flavaz voru meö vinsæl lög á safn- plötunni „For Ya Mind“ sem kom út í sumar og Aria rappaði upp gamlan ís- lenskan smell, „Sveitina milli sanda“, sem varð að „Ariella". Annars voru það útlendir R&B- boltar sem áttu hug þeirra sem aðhyllast R&B, enda harla lítið íslenskt við þessa tónlist. Vin- sælasta hljómsveitin 1997, rapp- hundarnir í Quarashi, var fjarri góðu gamni mestallt árið enda hefur aðalmaðurinn Sölvi Blöndal dvalið í S-Ameríku. Þá hætti hljómsveitin Vinýll við aö gefa út plötu enda aðalmennirnir upp- teknir við að spila með Móu og inn „Can’t walk away“ í þrem út- gáfum og Rúnar Júl, sem til- kynnti að hann yrði með plötu á hverju ári upp frá þessu, gaf út fína rokkplötu, „Farandskugg- ann“. Ný dönsk fór aftur á stjá, án Daníels, á hinni misjöfnu plötu, „Húsmæðragarðinum". Sigur Rós, sem verður að teljast allra efnilegasta sveit landsins, lét tölvumenn endurvinna lögin sín en ákvað að bíða með nýja plötu. Næsta ár ætti því síst að verða minna spennandi en þetta og kannski fara fleiri að gefa út plötur fyrr á árinu því jólaplötu- flóðið er orðið allt of mikið krað- ak og það er fáránlegt að gefa 95% af plötum ársins út á tveim síðustu mánuðunum. Gamla Popparar hættá ekki í poppinu þó vinsældimar dali. Ungviðið fær alltaf meiri athygli en vonin um gott kombakk heldur þeim gömlu gangandi og hvað eiga popparamir svo sem annað að gera en að halda áfram að poppa? B u b b i Morthens fór einfalda leið í ár, gaf út kassagít- arplötu með sterkum text- um sem kom í j beinu fram- haldi af mik- illi tónleikayfirreið sem hann hélt úti megnið af árinu. Aldrei þessu vant fór Bubbi ekki beint á Topp 10, enda þar allt troðfullt af „ýmsum flytjendum", óperu- söngvurum og erlendum stór- stjömum. Hörður Torfa kom líka með plötu, Bjartmar gaf út „best of‘ og boðaði að nýtt efni væri í nánd en Megas lét nægja að megasukka með Súkkati. Sjálft gaf Súkkat út hið mikla meistaraverk „Ull“. Herbert Stuðmenn hætta aldrei og til hvers væri það svo sem? Eftirspurn eftir þeim á böllum er alltaf jafn- mikil enda eru fjölmörg lög flokks- ins orðin sigild. Þeir leituðu stuðs á „Hvílíkri þjóð!“ og útbjuggu stuð með Karlakómum Fóstbræðrum á tónleikaplötunni „íslenskir karl- menn“. Telst sú plata söluhæsta plata ársins með rúmlega 18.000 eintök seld en nokkuð mörg fóru reyndar sem bónus í braski. Þónokkrar „kóver-plötur“ komu á árinu þar sem leikin voru fræg lög i misnýjum útgáfum. Páll Ósk- ar spilaði gamalt sófapopp með Casino og hélt uppi stuðinu á böll- um en mun stimpla sig aftur inn í frumsömdu deildina á komandi ári. Andrea og Blúsmenn hennar voru með góða blús- og soul-plötu og Ellen Kristjáns læddist um á angurværri plötu sem hæfði rödd hennar vel. Papar pöbbuðust á ýmsum smellum og fönkið fór í uppsveiflu með plötu Funkmaster 2000. Hvað seldist? Það sem seldist best á árinu voru Pottþétt-safnplöturnar og eru þær komnar til að vera. Fólki fínnst það greinilega góð hugmynd að kaupa öll vinsælustu lögin á einum stað enda engin ný sann- andi að hinum almenna hlustanda lýst best á það sem hann hefur heyrt áður, helst oft. Þannig fór hin sígilda bamaplata „Einu sinni var“ í gullið en meiri fengur var þó í endurútgáfu á plötunni „Hrekkju- svín“ sem seldist vel. „Popplands- liðið“ lét ljós sitt skína á tveim „heiðurs“-plötum; plötunni „Sökn- uður“, þar sem lögin sem Vil- hjálmur Vilhjálmsson söng voru tekin upp á nýtt, og á plötunni „Heimurinn og ég“ með lögum við ljóð Steins Steinarrs. Fóru báðar plöturnar grimmt í jólapakka eldri hlustenda. Óperutröllin Kristján Jóhannsson og Diddú seldu mikið enda stöðugt í tísku en þrátt fyrir gott úrval af góðu rokki fór engin rokkskífa í gull, heldur fýsti land- ann í léttpopp Skítamórals og Lands og sona. Gæði og frumleiki skiptir því engu máli þegar kemur meik ummi 1 i Árið var algjör metár í tilraun- um til meiks í útlöndum. Það hef- ur löngum verið fljótgert að fylla þann kvóta sem hægt er að spila upp í á íslandi. Gefin er út plata, hún kynnt, spilað á þeim fáu stöðum sem standa til boða í Reykjavik, jafnvel kíkt aðeins út á land, en hvað svo? Næsta plata? Miðað við að á íslandi býr jafh- margt fólk og í meðalstórri borg í Þýskalandi er gróskan hér með ólíkindum, auðvelt er að gefa út tónlist en aðalhausverkurinn felst í að selja plötuna í meira en 500 eintökum og í mörgum tilfell- um færri. Oft eru áhugasamir hlustendur einfaldlega ekki til staðar. Því er næsta skref hjá þeim sem sætta sig ekki við til- breytingarleysið að kíkja til út- landa, enda mörg fordæmi fyrir því að það hafí gengið upp. í „Poppi í Reykjavík“ var margur popparinn með meikstjömur í augunum og setningin „það væri gott ef við gætum lifað á þessu“ lá í loftinu. Það er ekki nema fyr- ir allra stærstu ballstjörnur að lifa á tónlist hér og allflestir popparar þurfa að vinna eins og skepnur og rokka í frítímanum. Það ber því allt að sama brunni: að fara til útlanda. En það er ekkert grín. Þessi bransi er víðast hvar að springa af tónlist og það að spila verulega góða músík er ekki endilega það sem virkar. Þetta er allt spurning um góð sambönd, góða tímasetn- ingu og úthald. Fáar sveitir hafa reynt eins mikið meik og Bella- trix og eftir áralangar tilraunir virðist bandið loksins komið með góðan meðbyr. í London, þangað sem Bellatrix hefur sótt, er band- ið komið í umræðuna og viku- blöðin NME og Melody Maker hafa gefið því góða dóma. Þetta hefur mikið að segja, því þó þessi blöð selji engin ósköp er tekið mikið mark á þeim. Næsta ár gæti því orðið árið sem Bellatrix- ur hætta að standa á þröskuldin- Móu hefur gengið vel í sínu meiki og er meö kortlagt plan um fram- haldlö. um og detta inn í hlýjuna. Ekki minnka möguleikarnir við að þær flytja út í vor. Með í för verða há- vaðaseggirnir í Botnleðju sem eru enn á byrjunarreit þrátt fyrir Blur- túrinn. Þeir hafa alla möguleika á að rokka sig upp yfir þröskuldinn. Lhooq-hópurinn fékk víða góða dóma með plötunni sinni en það er ekki nóg og nýlega sagði bandið skilið við plötufyrirtækið sitt. Þre- menningarnir eru því samnings- lausir en eru orðnir þokkalega kynntir og ættu að fá inni annars staðar. Móu hefur gengið vel í sínu meiki og er með kortlagt plan um framhaldið. Þar verður því harkað áfram. Þrátt fyrir snilldina á fyrstu plötu sinni fékk Magga Stína ekki þann meðbyr sem hún átti skilið. Bransaliðið fattaði hana ekki al- mennilega fyrr en það sá hana spfia á undan Björk í nóvember. Magga er að vinna að nýrri plötu með bandinu sinu stórgóða og framtíðin getur varla verið ann- að en björt á þeim bænum. Meiktilraunir landans halda áfram á fullum þunga árið 1999 því ekki mun þjóðin stækka um milljónir eða skipta snögglega um tónlistarsmekk. Stórir sigrar og litlir verða unnir og mörg tá- fýlusveitt ferðin í sendibíl um þjóðvegi Bretlands og annarra mUljónalanda er framundan. Guömundsson gaf út „Faith" og þar þótti ástæða til að hafa smell- að pyngjunni, frekar en svo oft 1 áður. -glh 1 Fáar sveitir hafa reynt eins mikið meik og Bellatrix og eftir áralangar til- 1 raunir virðist bandið loksins komið með góðan meðbyr. Þetta sögðu poppararnin # r n iTT rr «r\ . „ Ci i i cl P r bara lyiliríl „Ef þú ætlar að lifa af þessu verð- urðu að stUa að- eins inn á mark- aðinn, kannski meira en þú filar sjálfur." Skítamórall „Hvað er aftur Skítamórall?" Spúnk „Ef fólk sér ekki fram á annað en að slá i gegn á þessum sveitabaUa- markaði verður ekki til nein al- mennUeg músík.“ Kiddi í Vinýl „Ég held aö þú sért ekkert verri þó þú sért að gera popp, ef þú filar það sjálfur sem þú ert að gera.“ Ásgeir í Sóldögg „Við erum 50% hórur og 50% hard core easy listening dúdar.“ Páll Óskar um Casino. „Ég held maður hafi bara ekki nennt að gera neitt annað. Þetta er bara leti og ómennska." Tómas Tómasson Stuðmaður um ævistarfið. „Ég stefni eiginlega ennþá á að fara í Háskólann, nenni ekki að vera í þessu helvítis poppi. Þetta er bara rugl, þetta er bara fyUirí!" Sölvi Blöndal, Quarashi. ^„Þrisvar sinnum hef ég fengið raf- magnsstuð úr míkrafóninum og hrunið í gólfið. Maður hefur verið nálægt einhverju dauðastigi en gigg- ið heldur áfram og maður kemur fljótlega inn aftur en heldur sig að- eins frá míkrafóninum." Rúnar Júlíusson „Ég er egóisti og böggið var yndis- legt á meðan það var. Þegar það var horfið, þegar maður var kominn til útlanda í strætó og enginn böggaði mann, þá hugsaði ég; enginn veit hvað átt hefru fyrr en misst hefur.“ ^ Bjartmar Guðlaugsson „Það er miklu skemmtUegra að gera lög með íslenskum textum og við gerum bara músík vegna þess að það er gaman að búa hana tU.“ Ensími „Þetta er ekkert nærbuxnavæl eins og flest af flórunni hérna er.“ Ummhmm, um eigin texta „Auðvitað sendum við þetta eitthvað út. Við búum á jörð, ekki bara á eyju.“ Barði í Bang gang í meikhugleiðingum „Maður er aUtaf aðaUega að gera þetta fyrir sjálfan sig en viU náttúr- lega að einhver hlusti á sig. Það er ekkert gaman að hanga inni i æfinga- plássi að gera tónlist sem enginn fær svo að heyra.“ Súrefni „R&B er tilraun djöfulsins tU að gera mig vitlausan. Bróðir minn spUar ekki annað og ég er að tapa geðheUsunni!" Karl í Saktmóðígi „Það er snobbað svo mikið fyrir myndlist. Það þykir svo fint og aU- ir þessir listamenn fá fullt af styrkjum og drasli tU að lifa á þessu. Þú veist, þeir gera eitthvað svona rugl og svo kemur snobblið- ið og snobbar fyrir þessu. Maður ætti kannski að safna tagli, fá sér hatt og fara að mála einhverja vit- leysu - í alvöru, það er ekkert mál.“ Heiðar í Botnleðju íhugar að skipta um listgrein „Tími okkar mun koma, næsta öld verður öld gítarleikarans." Gísli Magnússon, Gímaldin „Eg verö aö segja þaö alveg elns og er aö þaö var mikill léttlr fyrir mig aö segja sklllö viö þingflokk Kvennalistans eftir allan vlt- leysisganginn þar. Veran var beinlínis oröln heilsusplllandl.“ Kristín Ástgeirsdóttir alþing- ismaöur. „Ég er búin aö reyna aö verða helmsfræg í mörg ár. Nú held ég aö draumurinn sé aö ræt- ast.“ Alda Björk Ólafsdóttir söngkona en hún átti lag sem varð vinsælt I Bretlandi. „Þaö er rétt hjá Davíð Oddssyni forsætisráö- herra aö gögn um sjúkllnga llggi á glámbekk. Ég keyptl notaöa tölvu sem Innihélt urmul af sjúkralýsingum hundraða sjúkllnga frá lækn- um.“ Erla Guömundsdóttir tölvukaupandi. „Nú auglýsa menn upp aö Samherji ætli aö fara aö borga skatta. Þaö er elns og þaö sé einhver sérstakur greiði viö þjóöfélagiö. Svo segja þelr aö næst muni miklu fleirl borga. Þaö er einmitt það, segi ég bara. Fjandlnn þakki því fyrir aö borga skatta.“ Sverrir Her- mannsson, fýrrverandi bankastjóri, þegar Samherji tilkynnti aö það ætlaði að greiða skatta. „Ég vissi ekki einu sinni aö þaö byggi félk á íslandi, hvaö þá aö þar væri starfandi dans- flokkur.“ Chad Adam Bantner, dansari hjá Is- lenska dansflokkinum. „Keikó er sagöur vera um 5 tonn aö þyngd. Þaö merkir aö matarhæft kjöt er ekki minna en 3 tonn. Þaö mætti laga mlkinn og góöan mat úr svo miklu kjöti. Venjulegar kjötbollur sem vlö þekkjum til heimabrúks eru um 50 grömm. Það þýölr aö laga mætti 60.000 boll- ur úr Keikó.“ Jón Kr. Gunnarsson sem veiddi Keikó (þá Sigga) á sínum tíma um heimkomu hans. „Nú skilur maður að vísu hvers vegna frétta- maðurinn frá Selfossl var alltaf svona stjarf- ur þegar hann var á skjánum - þaö var vegna þess aö hann var svo kúgaður af Helga H. Jónssyni." Guðmundur Andri Thorsson rithöf- undur í pistli um njósnara ársins. „Ég get hinsvegar full- vissað þlg um aö þaö svaf englnn í þessari sendinefnd og ég hef gaman af aö vita hvort Bush myndl segja svona hluti viö Frakka, Breta < eöa Rússa. Ég held ekki.“ Steingrimur Her- mannsson, fýrrv. banka-1 stjóri og ráðherra, um ummæli Georges Bush í | Degi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað maöurinn var aö tala. Ég er þekktur fyrlr annaö en aö sofa á fundum." Jón Baldvin Hannibalsson sendi- herra um sömu ummæli í DV. „Menn eru farnlr aö taka dýrin fram yfir mennina. Ég bara botna ekkert í þessu.“ Konráð Eggertsson, formaður hrefnuveiði- manna. „Ég er fullur efasemda um þessa svonefndu umhverfissiöfræöi. í fræöiritum eru nú farnar aö koma grelnar um siöferölsleg réttlndl kartaflna.“ Kristján Kristjánsson, prófessor og heimspekingur. „Ögmundur gekk aldrei í Alþýöubandalaglö og getur þar af leiðand! ekki klofiö þaö. Hann var gestur á lelð heim.“ Björgvin Sigurðsson, talsmaður Grósku. „Þaö er grátlega vltleysa. Þaö er safnað sam- an ollum eyösluáformum í einn bunka tll aö gleðja hlnn og þennan og englnn gerlr greln fyrir kostnaðlnum." Davíð Oddsson forsætis- ráðherra um málefnaskrá A-flokkanna. „Umsóknin kom svo seint fram aö hún fér ekki fyrir borgarráð þannig að skrlfstofustjóri borgarstjérnar hrlngdl bara á línuna tll aö at- huga hvort borgarráösmenn féllust á aö gefa leyfið.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri um það af hverju hún gaf KR vínveitinga- leyfi þar sem hún sat i stúku rétt áöur en úr- slitaleikurinn hófst. „Ég þekki ekkl eltt einasta dæmi þess aö menn hafi notað persónuupplýsingar á helF brigöissvlöinu til aö berja á náunganum.“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfða- greiningar. „Þó aö viö deilum stundum á ríkisstjórnar- fundum um einstök mál hefur hvorugur flokk- urinn nokkru slnnl komlö í bakið á hlnum.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra um sam- starfið við Framsókn. „Þaö sem kom mest á óvart við þingsetnlngar- athöfnina þar sem þlng- menn auk fjölmargra viröulegra gesta sátu prúöbúnlr í hátíöarskapl eftir messu í Dómklrkj- unnl var aö hlusta á „skítkast" frá forsætis- ráöherra án þess aö hafa möguleika á því aö svara.“ Guðný Guð- björnsdóttir alþingismað- ur. 30. desember 1998 f Ó k U S 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.