Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 3
Kauptu þér hlut í KR, Fram, bönkunum öllum saman, segðu þig úr gagnagrunn- inum (þú vilt ekki að Kári, þessi með hreiminn, viti öll þín leyndarmál) og sæktu svo um kvóta. Vertu athafnamaö- ur á nýju ári og gefðu roluháttinn upp á bátinn. Viö getum öll orðið milljónamær- ingar! Halltu þig innan dyra á gamlárskvöld. Þú hefur ekkert að gera út. Vertu heima hjá þér. Það er biðröð á alla staðina, skíta- kuldi, hálka, slagsmál niðri f bæ og allir alveg geðveikt mikið að skemmta sér. Fólk ætlar að skemmta sér svo mikið og vel og kveðja árið með svo miklum stæl að það endar með ósköpum. Hin venju- legasta húsmóðir hagar sér eins og útúr- spíttaður unglingur á áramótum. Það er því ekkert annað að gera en að loka sig inni yfir áramótin. í S Kúbanskir vindlar er I það sem blffur á ára- ekki kommi þá segistu bara vera frjáls- lyndur anarkisti og þeim leyfist vfst að versla við ólýðræðislegan Kastró. Thunder King tertan. Hún skýtur einu skoti f einu, er tuttugu og fimm skota og það leynast nokkrir góðir hvellir f henni. Hún dreifir líka litum og verðið á henni er undir þúsund kalli. Taktu árið 1999 stormi. Lækkaðu i sjónvarpinu þegar þeir spila Nú árið er liðið og settu Metallica f geislaspilarann. Lagið sem byrjar á þessa leið: „I got something to say, I raped your mother to day" ætti að peppa þig upþ f að þola enn eitt helvftisárið í þessu ban- analýðveldi. Bestu kaupin felast I Blossom after Thundering. Þetta er góð sjötfu skota kaka. Það ýlir í þessu og gefur hvell, litar uþp himininn og skotin eru andskoti langdræg. Nágranni þinn finnur til öfund- ar og sérstaklega þar sem hann veit ekki aö verðið er undir tvö þúsund kalli. Farðu á brennu. Það er ekkert eins gam- an eins og að vera heitt að framan og kalt að aftan. Til að ná hita f afturendann dugir ekkert annað en að taka pela með og fyrir alkana er bara að setjast á log- andi stjörnuljós eða að leyfa rassinum bara að kæla sig eftir alla hátíðarsetuna. Hljóö- og myndlistarmaðurinn Finnbogi Pétursson fékk þá frábæru hugmynd að setja hljóðnema út á svalirnar hjá sér síðasta gamlárskvöld og taka upp flug- eldalætin i vesturbænum frá kl. 23.45 til 0.45. Útkoman kom út á disknum „Firework“ nýlega sem Smekkleysa gef- ur út. Verkið stigmagnast og nær glæstu flugi eftir kortér, sfðan dregur úr látunum og undir lokin heyrist bara annað slagið I einmana ýlum. Notkunargildi þessa disks er ómælt. Gæludýraeigendur geta notað hann til að venja dýrin við áramóta- geðveikina með því að byrja að spila diskinn á lágum styrk í byrjun desember og auka svo hávaðann jafnt og þétt. Er- lendir feröamenn eiga eflaust eftir að kauþa diskinn mikið og íslendingar er- lendis geta spilað diskinn til að kreista fram heimþrá eftir íslensku gamlárs- kvöldi. Diskinn má þvf nota á margan hátt og hann er eiginlega bara ónothæf- ur í einn dag á ári. Og það er á morgun. Nema auðvitað að fólk sé fjarri manna- byggðum eða vilji njóta áramótanna með heddfóni. Hl-Fly rakettan er nánast sú dýrasta á mark- , - aðinum. Kostar þrjú þúsund og fimm hundruð kall. Fer al- veg ótrúlega hátt og dugir f heilar fjórtán sekúndur. Hún góö til að sýna sig og ein af þessum stóru sem gefur karlinum á heimilinu aukiö sjálfstraust. Sumum finnst mikilvægara að gera eitthvað stórkostlegt og frábært en að græða peninga. Slíkir menn taka gamanið fram yfir allt annað, vilja lifa lífinu lifandi og leyfa sem flestum að skemmta sér með. Agnar Tr. Le’macks er einn af þessum mönn- um. Hann og frmm aðrir náungar mynda hóp sem einhverjir eru farnir að kalla Skjálftahóp. Það er vegna þess að um verslunarmannahelgina stóð þessi hópur fyrir rosalegu fjöri sem kallaðist Skjálfti og var haldið fyrir norðan. Allir helstu plötusnúð- arnir þeyttu skífur og þetta þótti takast mjög vel. Nú ætlar þessi sami hópur að standa fyrir ægilegu ára- mótateiti í Þórscafé. Náungarnir fimm sem eru með Agnari í liði eru allir nafntogaðir í tónlistar-, nætur- lífs- og skemmtanabransanum og heita ísleifur Birgir Þórhallsson, „ísi“, Margeir Ingólfsson, „Dj Mar- geir“, Árni Einar, „Dj Árni E“, Helgi Már Bjarnason, „Party Zone maður“ og Þórhallur Arnórsson, „Tóti“. „Þetta verður alveg rosalegt. Við erum með alla bestu plötusnúða landsins og einn frá New York. Hljóð- kerfið er svakalega gott og ljósakerfið líka. Samt er þetta með ódýrari ára- mótateitum sem í boði eru, kostar að- eins tvö þúsund kall inn,“ segir Agn- ar. Ætliöi sem sagt ekkert aö grœða á þessu? „Nja, við viljum frekar hafa þetta kúl og gera sem flestum kleift að sletta úr klaufunum. Kannski fáum við einhverja smáaura ef mætingin verður almennileg," svarar Agnar af hógværð. Það hefur lengi viljað loða við ára- mót ógurleg eftirvænting til gamlárs- Þetta er hluti aðstandenda og plötusnúða áramóta-Skjálftans. Frá vinstri: Robbi Chronic, Agnar Tr., Tóti, ísi, Margeir, Árni E., Andrés og Heigi Már. kvölds og mikið ráðabrugg um skemmtun sem á að slá öll met. Allir ætla að skemmta sér betur en nokkurn tíma áður. Djamma alla nóttina og upplifa eitthvað „geð- veikt“. Svo kemur á daginn að kvöld- ið var ekkert sérstakt, jafnvel klénara en flest önnur kvöld ársins. Vonlaust að fá leigubíl, útilokað að fá eitthvað að borða og troðningur, olnbogaskot, sígarettugöt, sull og sviti á skemmti- stöðunum. Finu fotin ónýt. Veröur þetta ekki bara enn eitt svona teitiö? „Nei, einmitt ekki. Við erum að halda almennilegt og skipulagt teiti en ekki eitthvað stjórnlaust rugl og vitleysu. Þetta verður til dæmis á all- an hátt öðruvísi en það sem var á Astró í fyrra þegar auglýst var að þar yrði Playboy-kvöld og stelpurnar sem sátu fyrir í tímaritinu yrðu allar á staðnum. Þeir sem mættu urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar ekkert var að sjá nema þrjár stelpur frá Eskimo Models í bolum sem stóð á Playboy,“ segir Agnar og bætir við að Skjálfta- menn leggi áherslu á að vera frumleg- ir. Þeir velji staði sem eru óvenjuleg- ir og hafi uppákomurnar óhefðbundn- ar. Eins og þegar hefur komið fram verður Skjálfti á Þórscafé þessi ára- mótin en Agnar vill meina að sá forni staður sé eitt best geymda leyndar- málið í íslensku næturlífi. -ILK ■ _ ————— - Páll Oskar og Arni Johnsen verða í sama húsi, annar á gamlárskvöld og hinn á nýárskvöld. Hótel Island flaggar ofur hommanum og sjálfri A Hótel Islandi, Broadway, verður Páll Óskar Hjálmtýsson í eðalklúbbastuði. Það verður ekkert rugl því Óli Lauf er enginn Árni Johnsen. Hans skemmtikraftar fá að haga sér eins og þeim sýnist bak- sviðs og þess vegna verður Palli í góðu skapi (ekki sköpum eins og Paparnir forðum) með félögum sinum í Casino. Þeir spila alla þessa slagara sem þejr eru vægast sagt vel þekktir fyrir. Á eft- ir þeim spilar popphljómsveitin Sól- dögg sem er víst að meika það i Bæj- aralandi (já, það er í Þýskalandi). Sól- daggarmenn gefa Palla örugg- lega ekkert eftir hvað stuð, sprell og áramótafjör varðar. Húsið verður annars opnað klukkan ellefu og hljómsveitim- ar eiga að vera farnar af sviðinu klukkan fjögur. En það er bara að vona að það breytist eitthvað. Á nýárskvöld býður Óli Lauf svo upp á Vinardansleik ásamt íslensku óperunni. Húsið verður opnað kl. 19 og hefst að sjálfsögðu með stórkostlegri máltíð. Síðan mæta þeir Árni Johnsen (sem betur fer einu kvöldi á eftir Páli Óskari) og Geir H. Haarde (við skulum vona að hann gefi samt ekki út sólóplötu á nýju ári). Óperusöngvar- arnir Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson syngja síðan ásamt kór ís- lensku óperunnar. Að lokum leikur Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir dansi, hvorki meira né minna. Þetta er sjóvið sem amma og afi flla. Gamla Amma Lú: H-rHJJJUJ:!!- Íll:JjJlli)lJ/íjJjJ Spænska diskótekakeðjan Ku verður á Infernó, gömlu ömmu Lú undir Kringlunni. Þar verður spönsk klúbbastemning í algleym- ingi. Ekkert nema allsberar yngis- meyjar, stæltir folar og jafnvel slatti af dragdrottningum. Plötusnúðamir Arnar, Frímann, Grétar, Bjössi, Reynir og Robbi Rampage þeyta skifum og kvöldið mun enda með því að fara út yfir öll velsæmis- mörk. Þeir vita hvernig fór sem mættu síðast, nú í haust, þegar Ku mætti á klakann til að hrista upp í víkingablóðinu. Heitt mætir köldu á Ku á gamlárskvöld. Súlnasalur Hótel Sögu á Nýárskvöld: ‘68 kynslóðin og Kári Stefánsson Á gamlárskvöld ætla Skjálftamenn að halda óvenjulegt tímamótateiti á einu best geymda leyndarmáli íslensks næturlífs, hinum ævaforna og nýuppgerða skemmtistað Þórscafé. Þeir ætla að hafa þetta kúl og láta aðgangsmiðana kosta lítið. alvöru m mmm teiti Hvernig var árið? - rætt við forsíðu- efni Fókuss m Burtflognir Islendingar sem hafa það bara gott: Úr fjötrum 1 í frelsi 5 Kápumyndina teiknaði Þórarinn Leifsson. Hið árlega partí ‘68 kynslóðar- hlýða á ræðumann kvöldsins sem innar verður haldið í Súlnasal í blábyrjun árs. Á nýársdag verður svaka dinner og dansiball með föngulegum gestum og ekta hippasukki fram eft- ir morgni. Það er að vísu uppselt í matinn og búið að vera nánast frá þvi í fyrra. Enda segir sagan að það sé fastur kjarni sem sæki þessa skemmtun. I ár er matargestum boðið að er enginn annar en ‘68 kynslóðar ofurgaurinn Kári Stefánsson. Hipp- arnir breyttu heiminum og uppskáru Kára, ásamt öllum hinum. Hann hlýtur að verða í góðu skapi á nýju ári j ^ jaam þar sem þetta sem nú Kári Stefánsson er er að ljúka gekk upp ræfcumabur ‘68 hjá honum. Svo verð- kvnslóðarinnar. ur HeUisbúinn þarna 1 með útjaskað pró- gramm sem hann heimfærir að vísu r upp á kvöldið. son r°kkar aö Systkinin Ellen hætti h'PPa. Kristjáns og KK taka lagið en fyrir dansi leikur Pétur Kristjáns ásamt hljóm- sveitinni Pops. Það verður því kynngimagnað stuð hjá gömlu gerpunum öllum saman. Matur og ball kostar 5.700 krónur en ballið skitnar 2.000 og húsið verð- ur opnað klukkan hálftólf fyrir ballgesti. Hvað finnst fyndnasta manni landsins um árið? Drepfýndið ár Bestu plöturnar Átta poppfræðingar 6 velja poppplötur ársins. 1998 í tölum: 1850 íslendingar dóu á árinu 7 Heimsfrægð Frægðarspor • / Islendinga í ' útlöndum. Völvuspá Allt um kvótann, lögguna, Keikó og Hussein 1999. 8-9 Menn ársins Itarleg úttekt á hetjudáðum og glapræðum. 10-15 Ár Skítamórals Meikdraumar og léttpopp. 30. desember 1998 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.