Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 7
íslendingar, búsettir á íslandi, voru samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar 272.069. - Þessir íslendingar nauðga, smyrja brauð, kúka, gifta sig og skilja, drekka brennivín og haga sér eins og hver önnur stórþjóð miðað við hina margrómuðu höfðatölu. 1 1850 dóu á 1.877.276 kíló af kaffikorgl síuð- ust á árinu. Mebalmanneskjan er sem sagt að stúta 6,9 kílóum af kaffi á ári. En það drekka ekki allir kaffi og því er hlutfall kaffidrykkjumannsins ógnvænlegt. 23 nauðganlr höfðu verið kærðar til lögregl- unnar í Reykjavík í lok nóvember. Það eru tvær I mánuði og þegar tölurnar voru gefnar út þá var aðeins einn mánuður eftir þannig að gera má ráð fyrir því að þær verði 25 og þá er bara átt við þær nauðganir sem eru kærðartil lögreglunnar í Reykjavík. 13.875.519 kíló af sykrl voru flutt inn til landsins. Hver íbúi var því að innbyrða 51 kíló af þessu hvíta efni á árinu. Lifi Kúba! 4151 fæddlst I fyrra og 1850 dóu (tvær af þeim jarðarförum voru í beinni þetta árið). Hagstofan býst við svipuðum tölum fyrir þetta ár þó þær liggi ekki fyrir eins og er. 972 mál hafa komið upp hjá lögregl- unni f Reykjavík þar sem grunur leikur á ölvunarakstrl. Föðurland vort hálft er hafið. 44 kíló af fiski á mann á þessu ári. Samtals gerir það Einn Islendingur greinist með alnæml í hverj- um mánuði. Það eru tólf á ári ef einhver er lé- legur í töium. Á islandi búa 22 elnstakllngar sem eru 100 ára eða eldrl. Lögreglan í Reykjavfk gefur ekki upp hversu mörg kynferðisafbrot hafa verið framin gegn bórnum yngrl en átján ára það sem af er árinu. En til fróðleiks má geta þess að árið 1997 komu 33 mál þar sem kyn- ferðisbrot var framið gagnvart börnum yngri j en 18 ára til lögreglunnar og voru 36 þolendur f þessum málum. Gosdrykkja heldur áfram að vera þjóðarfþrótt isiendinga. 37.191.832 lítrar af gosl svöluðu islendingum á árinu. Þetta eru 136,7 lítrar á mann og þykir mjög mikið f alþjóðlegum saman- burði. 81.620 kfló af kúkl á dag er það sem þjóðin sendir f gegnum dælustöð og út í sjó. Þetta eru 29.791.337 kfló á ári og það hlýtur nú að koma að þvf að þetta verði hreinlega stoppað. Og kannski var Kári Stefánsson 11.971.036 kfló af fiski. einmitt að koma til landsins þess vegna. Á sfðasta ári giftu sig fleiri en skildu. 1481pargekkí það ' ^ heilaga á meöan 514 Enn hefur ekkert morð verið kært til lögreglunn- ar I Reykjavík það sem af er árinu. 3921 flutti af landi brott á sfðasta ári og er búist við að álíka margir hafi flutt á þessu ári. Þetta er jákvætt þar S sem 3990 fluttu heim á sama ári. Við erum þvf f plús á þessari vfgstöð. Frá janúar til nóvemberloka þessa árs voru 1273 Innbrot kærð til lögreglunnar f Reykja- vfk og eru það heldur færri mál en á sama tímabili árið 1997. Því er oft haldið fram ab íslendingar séu upp til hópa drykkjusvolar. En sé tekið allt það magn af áfengi sem flutt var inn til landsins þá er hver ísiendingur ekki að drekka nema rétt 0,1 lítra af brennivíni á dag. Það eru aö vfsu 60,4 lítrar á ári per einstakling og þess verður að geta að Frfhöfnin er ekki inni f þess- um tölum Hagstofunnar. 27,3 prósent Islendinga reykja daglega. Það eru um 65.000 manns og ef við gefum okkur að þeir reyki pakka á ■ ' dag að meðaltali þá - ™ gerir það 23.725.000 pakka., á ári. Pakkinn kost- ar 350 kall og þvf má reikna með þvf að við eyðum 8.303.750.000 krónum f sf- garettur á ári. Hvað myndi sú upphæð gera fyrir bágstadda úti í hinum stóra heimi? Ef meðal-íslendingur nýtur ásta þrisvar I viku þá eru það 816.207 drættlr á vlku eða 42.442.764 samfarir á ári. Þetta er að vfsu byggt á líkingum og svariö við þvf hvort þetta sé hátt miðað við höfðatölu fæst örugglega aldrei fyrir víst. .M&tk. 185 vélknúnum ökutækjum var stolið á árinu, eða frá janöar til nóvemberloka. Það eru tæp sautján öku- tæki á mánuði og desember verð- ur örugglega engin undantekning hvað þjófn- að á ökutækjum varðar. Hver Islendingur etur um 5,5 kíló af smjöri á einu ári. Það ^___ gerir á heildina 1.496.380 kíló. 815 manns voru teknir fyrir aö aka yflr á rauðu Ijósl fyrstu ellefu mán- uði ársins. 19.099.244 kfló af kjötl runnu ofan í land- ann á árinu. Þetta eru 70 kfló á mann sem eru nú ekki nema tæp 200 grömm á dag. 6016 mál komu upp hjá lögreglunni f Reykja- vfk vegna of hraðs aksturs fyrstu ellefu mán- uöi ársins. Það er þvf ráð ab Reykvíkingar og allir Islendingar fari að hægja á sér. Islendingar borða að sjálfsögðu kart- öflur. Meira að segja mikið af kart- öflum. 12.841.657 kíló af kartöfl- um. Með hýði að vfsu en þetta gerir samt 47 kfló á kjaft yfir árið. * # umma 1 i arsins * * „Hlð rétta er að hún Kristín litla Sigurðardótt- ir hóf þessa umræðu í bankaráðl og kom með þessa hugmynd úr prjónaklúbbl Kvennallst- ans. Það var hins vegar engln samþykkt gerð í þessa veru.“ Sverrir Hermannsson um sam- þykkt bankaráðs að banna laxveiðar á vegum bankans. „Fólkið hlær að þeirri hræðslu sem er hér í krlngum hestasóttlna. Sama fólk spyr okkur hvort við höldum að þessi sótt hafi verið fundln upp á íslandl." Einar Bollason, eigandi íslandshesta. „Með þessu er verlð að svipta börnln æsk- unnl og gera þessl stúlkubörn að litlum lúlúít- um. Og allt saman vegna ásælnl elnstakra gróðapunga af hvaða kyni sem þelr kunna nú að vera." Birna Þórðardóttir ritstjóri um Ford- keppnina en stúlkurnar sem f henni kepptu voru margar hverjar heldur ungar aö mati al- mennings. „Brunlnn í húsakynnum Kópavogslistans er kannski táknrænn fyrir llstann sjálfan: Miklll hltl í upphafl en slökkvistarf gengur greið- lega.“ Vef-Þjóðviljinn. „Mér hefur löngum þótt Ingvar kjáni í pólitík og ég efast ekkert um að hann hafi svipaðar skoð- anlr á mér.“ Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi f Hafnarfirði, um Ingvar Viktorsson bæjarstjóra. „Innan tíðar verður hægt að klóna menn, fjölfalda sérstök skrauteintök af mönnum. Og það mun gerast, hvað sem liður alþjóðlegum samþykkt- um og slðferðl. Doktor Frankenstein er alltat á meðal vor.“ Jóhannes Sigurjónsson í Degi. Kínverjarnir sprungu Kristján Jóhannsson hélt áfram frægðarför sinni um heim- inn á árinu. Náði hún há- marki þegar hann söng í kínverska útvarpið og útvarp Reykjavík greindi frá því að fimm hundruð milljón- ir hefðu lagt við hlust- ir. Það þýðir að millj- ; arður eyrna hafi numið 1 söng Kristjáns og jafn margir steðjar, ístöð og hamrar hafi titrað. Alls eru Kínverjar 1200 milljónir þannig að samkvæmt kínverskum skoðanakönnunum hefði Kristján átt að fá 46 prósenta hlustun. Slík útvarpshlustim hef- ur aldrei náðst á íslandi, hvorki fyrr né siðar og ólíklegt að það gerist í Kína því Kínverjar eru hvað þekktastir fyrir að hlusta ekki á útvarp. Fyrir utan að þeir eiga yfirleitt ekki útvarpstæki. Árangur Kristjáns var engu að síður frábær í fréttum Útvarps Reykjavík. Enda seldu fáir fleiri hljómdiska i Reykjavik fyrir jólin. Óvænt stjarna Sigurvegari ársins í keppninni um íslenska heimsfrægð er án vafa Alda Björk sem hraktist úr landi eft- ir að hafa sést á götu með Sverri Stormsker. Alda Björk fór til Lundúna eins og svo margir áður en munurinn á henni og hinum var sá að Alda sló í gegn. Söng lag inn á plötu og skaust eins og ekkert væri upp i sjöunda sæti breska vinsældalist- ans. Draumar Björgvins Halldórs- sonar og Jakobs Magnússonar rættust þama í líki ungrar stúlku sem hafði hrökklast úr landi. Ekki sér enn fyrir endann á frægðarför Öldu Bjarkar í Lund- únum því breska þjóðin hefur tek- ið hana í fóstur - ástfóstur. Stjarna í vanda Hálfnafna Öldu Bjarkar, Björk Guðmundsdóttir, hefur átt í vand- ræðum á árinu. Björk er komin á toppinn fyrir löngu og árið 1998 átti hún fullt 1 fangi með að halda jafnvægi þar. Af toppnum er að- eins ein leið - niður; nema stjörn- urnar haldi jafnvægi og geti stik- að hinn mjóa veg sem liggur lárétt út frá toppnum. Á árinu var Björk að upplifa hið neikvæða við frægðina. Frægðin er bara skemmtileg fyrst - á meðan hún kitlar. Svo fer hún að klóra. Björk stendur frammi fyrir því að þurfa að endurnýja sig án afláts. Öðru- Skyndifiskur íslendingar slógu í klárinn og fóru mikinn með Guðmund Franklín verðbréfamiðlara í New York í broddi fylkingar. Guð- mundur Franklín og Skúli Þor- valdsson á Hótel Holti ásamt fleir- um keyptu skyndibita- keðjuna Arthur Teachers sem sér- hæfir sig í fiskrétt- um. í kjölfarið hélt Guðmundur Frank- lín áfram ásamt fjár- festum og keypti flest fékk mikið lof fyrir vinnu slna en hann var sá hinn sami og hannaði sviðsmyndina fyrir Djöflaeyju Friðriks Þórs. Hann heitir Ámi Páll og tilboðin streyma nú til hans þrátt fyrir slæma mætingu í Lissabon. Tugur afreka Fjölþrautakappinn Jón Arnar Magnússon vann stórglæsilegan sigur á tugþrautarmóti í Frakk- landi á árinu. Mótið var haldið í dalverpi fjarri þjóðvegum og kepp- endur áttu að eiga það sameigin- Eins og svo oft áður reyndu fjölmargir íslendingar að geta sér frægðar úti í hinum stóra heimi á árinu. Árangurinn var misjafn og þeir unnu sigrana sem síst skyldi. Hinir stóru runnu híns vegar á rassinn - stundum. Tiðindalaust af heimsfrægðinni visi heldur hún ekki velli. Frægð- in hefur fleytt henni um allan heim en það ferðalag verður þreytandi þegar hringirnir eru orðnir fjórir. Björk stendur frammi fyrir nýju ári sem verður afdrifaríkt. Snjórass Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafs- firði, var óskabarn þjóðarinnar í upp- hafi árs. Lands- menn fylgdust grannt með öllum ‘ hreyfingum hans hvar sem hann fór og foreldrar hans fyr- ir norðan voru orðnir fjölskylduvinir heimilanna. Krist- inn fór hratt og bratt af stað en eft- ir því sem á árið leið féll hann hvað eftir annað í skíðabrekkun- um ytra og í lok árs eru lands- menn búnir að gleyma hvemig foreldrar hans lita út. frystihús á Vestfjörðum undir nafni Rauða hersins. Hugmyndin var sú að breyta fiski á Vestfjörð- um í skyndibita í Bandaríkjun- um. Frelsarinn breytti vatni í vin og Guðmundi Franklín á vafa- laust eftir að takast ætlunarverk sitt. Alla vega tókst honum að kaupa sér íbúð beint á móti Dakota-byggingunni í New York þar sem Yoko Ono býr nú. Þau geta kallast á. Skáli í Lissabon Islendingar lögðu stórfé í að byggja skála á heimssýningu í Lissabon sem fáir heimsóttu. Var aðsóknin það dræm að forráða- menn sýningarinnar gripu til þess ráðs að ræna bæði bókhaldi og sjóðum sýning- arinnar. íslenska skálanum var hins vegar ekki rænt enda naglfastur. Hönnuður skálans legt að vera fæddir sama dag. Þetta var fyrsta keppnin þess- arar tegundar og Jón Arnar hljóp hraðar og stökk hærra og lengra en hin afmælis- bömin. Leifur og Clinton íslendingar og Nórðmenn deildu hart um eignarhald á Leifi heppna Eiríkssyni á árinu. Blönd- uðust í þær deilur bæði Jón Bald- vin Hannibals- son og Clinton Bandaríkjafor- seti. Einar Bene- diktsson, fyrrum sendiherra í Bandaríkjunum, deildi út pening- um á báða bóga sem formaður Landafundanefnd- ar ríkisins en allt kom fyrir ekki. Skoðanakannanir ytra sýna að flestir Bandaríkja- menn halda að Leifur sé norskur og gott ef ekki sonur Kólumbusar. Miklum vonbrigðum olli frammistaða Clintons í þessu máli. Hann hafði lofað forseta ís- lands að styðja íslenskt ætterni Leifs heppna og jafnvel að búa til teiknimynd um hann. í þessu máli var jafnmikið að marka orð hans eins og þegar hann stóð eiðsvar- inn fyrir rétti. Nýr Thorvaldsen Fyrir aldarfjórðungi fæddist nýr Thorvaldsen í Danmörku. Hann var skírður Ólafur Elíasson og hefur náð lengst allra íslenskra myndlistarmanna. Fyrir skemmstu sýndi hann verk sín á Museum of Modern Art i New York; ljósmyndir af íslenskum eyj- um og hellum. Einnig hefur hann myndað fossa, rigningu og ____^ látið grænan lit í laxveiðiá. Var sú listsköpun í ætt við það sem ullar- þvottastöðin við Varmá i Hverra- gerði hefur stundað svo árum skiptir - að lita læki. Thorvaldsen-viðurnefnið hefur Ólafur hlotið vegna þess að skammt er í að Danir og íslend- ingar fari að rífast um hvort hann sé danskur eða íslenskur. Galdrakarlar Á örfáum árum hef- ur ungum drengjum tekist að gera tölvu- fyrirtækið OZ að eftirsóttri vöru í alþjóðavið- skiptum. Á árinu bárust þær fréttir að sænska stórfyrir- tækið Ericsson væri tilbúið til að kaupa hlut í fyrirtækinu og það væri nú metið á um fimm millj- arða króna. Þá hefur forseti ís- lands tekið upp þann sið að bjóða öllum erlendum þjóðhöfðingjum sem til landsins koma að heim- sækja höfuðstöðvar OZ við Snorrabraut í stað þess að skoða Gullfoss og Geysi. Sérfræðingar í hnattrænum viðskiptum eru þá á einu máli um að seint muni OZ- galdrakarlarnir skáka fyrrnefnd- um náttúrufyrirbærum. 30. desember 1998 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.