Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 9
ardóttur „Á meðan nóttin líður“. Kvikmyndin, sem mun fá titilinn „Operation Ground Zero“, verður að vísu um margt frábrugðin bók- inni en aðalpersónurnar skarta engu að síður íslenskum nöfnum smnar hverjar. í aðalhlutverkum verða: Bruce Willis, Chuck Norris og Pamela Anderson Lee. Popp Fjórar nýjar hljómsveitir koma fram á árinu. Þær munu heita „Mannaskítur að morgni", „Slím- himnubólga", „200.000 sár á lík- amanum" og „Með í eyrunum". Hljómsveitin Botnleðja flytur sig um set til London og gerir al- vöru úr því að meika það, einkum eftir að hljómsveitin leggur niður gamla nafnið og breytir því í „The Trixiebells." Talsverð fjölgun verður í hljóm- sveitinni Bang Gang sem við það breytir einnig um nafn og verður Gang Bang. Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, mun alfarið snúa sér að skógrækt á komandi ári og mun einungis gefa út plöntur í framtiðinni. Miklar breytingar verða á ís- lensku popp-landslagi þegar hinn kunni popp-skríbent Morgun- blaðsins, Árni Matthíasson, verður fyrir hugljómun í þriggja vikna sumarleyfisferð um Suður- ríki Bandaríkjanna og kemur til baka sem „Born Again Christian Country Fan“ og skrifar upp frá því eingöngu um kristilega kán- trý-tónlist. Fjölmiðlar Tímaritið vinsæla „Séð og heyrt“ mun ráðast í sjónvarps- rekstur á árinu og mun stöðin, sem fá mun nafnið „Gróa“, ein- göngu verða með beinar útsend- ingar. Einkum verður sjónvarpað frá brúðkaupum, afmælum í veislusölum og heimahúsum og allskyns kokteilpartíum. Miklar deilur mun vekja vikulegur þátt- ur á stöðinni sem fjallar um nýj- ustu hjónaskilnaði og bera mun nafnið „Hvað klikkaði?" Sjónvarp Sjónvarpsdagskráin verður að mestu með hefðbundnu móti á komandi ári. Framhaldsmynda- flokkurinn „Nýi presturinn" mun þó klárast um miðjan febrúar. Líklegt er að inn fyrir hann komi ástralskur mynda- flokkur um sam- band feðga sem reka sundlaug í Wakiki- þjóðgarðinum. Fréttir ríkis- sjónvarpsins verða með hefð- bundnu sniði á næsta ári en þó munu þær breyting ar verða í byrjun vetrardagskrár að fréttastjórinn Helgi H. Jónsson mun mæta skegglaus til leiks. Fótbolti íslenska landsliðið í fótbolta gerir góða hluti á árinu, einkum eftir að það upp- götvast óvænt að Guðjón Þórðar- son á fjóra upp- komna syni í Hollandi. KSI býðst til að greiða upp gamlar meðlags- skuldir með því skilyrði að Uvi, Markus, Ruud og Edgar gerist íslenskir ríkisborgarar þegar í stað. Einnig bætist íslenska land- liðinu óvæntur liðsauki þegar Ryan Giggs gengur að eiga Ragn- heiði Clausen sjónvarps- þulu, eftir snöggleg kynni á diskóteki í Car- diff, og ákveður að flytja heim og gerast íslensk- ur ríkisborgari. Gengi KR-liðsins verður rokkandi fram eftir árinu, einkum á hlutafjármarkaði, en tekur að skána þegar tekið verður upp á því að skrá gengið í mörk- um. Roskinn Eskfirðingur vinnur stóran vinning í Víkinga-lottóinu um miðjan apríl og ákveður að gera gott fyrir heima- byggð sina og kaupir breska knattspyrnumanninn Paul Gascoigne sem leika mun með KVA næsta sumar við mikla velgengni þar til „Gazza“ verður handtekinn ofurölvi á „Neistaflugi" á Norðfirði um verslunarmannahelg- ina fyrir að hafa nauðgað tveimur kærustum leik- manna KVA auk eigin- konu þjálfarans. Keikó Keikó verður sleppt úr kví sinni í lok júni. Hann verður skömmu siðar hand- tekinn í Panama-skurðin- um verandi á heimleið vest- ur til Oregon. Eriendir gestir Margir frægir gestir munu heimsækja landið á komandi ári. Einkum tengjast þessir gestir Kaffibarnum á einn eða annan hátt. Það mun valda miklum usla þegar popp-söngkonan Madonna birtist þar óvænt ásamt friðu foruneyti eitt föstudagskvöld í lok ágúst. Hún mun fá sér tvo hot- shot á barnum niðri, ræða þar stuttlega við Ingvar Þórðarson og fara síðan upp og reyna þcn geðveikt við Erik Hirt. Fleiri stjörnur munu heim- sækja Kaffibarinn á árinu og má þar nefna meðal annarra: Cher, Tony Morrison, Jack Nichol- son, Antonio Bandeiras, Aqua- flokkinn, Gerhard Schröder, Charles Dickens Jr., Dr. Spock og Captain Kirk (sem verða hér- lendis við tökur á Star Trek 17 í Kapelluhrauni í 3 vikur), Alanis Morissette, Beck, Jennifer Lopez, Seal og Red Hot Chili Peppers. Reyndar verður ánauðin slík að það óhapp verður í lok nóvember að irska stór- sveitin U2 kemst ekki inn á Kaffi- barinn og kemst Villi dyravörður í heimsfréttirnar fyrir vikið. Það sem í upphafi virtist ætla að verða hneisa fyrir Reykjavíkur- borg snýst hinsvegar upp í þá mestu landkynningu sem ísland hefur fengið í heimspressunni með fyrirsögnum á við: „You too!“ og „Rockers on ice in Iceland". Eftir viðtal við Villa á CNN fær hann boð um að gerast dyravörð- ur á „No Stars Allowed-klúbbn- um“ í London. Tony Blair mun fljúga yfir landið á leið til Japan. Talsverðar líkur eru á því að hann líti niður á okkur útum flugvél- argluggann. Þá mun bandaríska kvikmyndastjarnan Julia Roberts hug- leiða það alvarlega að koma til landsins. Af því verður þó ekki. Kristján Jóhanns- son mun gera stuttan stans í Leifsstöð á Þor- láksmessu þar sem þrjú þúsund manns hafa safnast fyrir til að hylla söngvarann. Þrátt fyrir að vera vansvefta eftir 18 tíma flug frá Sidney í Ástral- íu og annað eins framundan, lætur hann til leiðast og tekur lagið fyrir fólkið. Vegna mannfjöldans verður Kristján látinn syngja í kallkerfi stöðvarinnar sem verður til þess að það springur, auk þess sem hálft flugstjórnarsvæði Kefla- víkurflugvallar dett- ur út af radar í flugtumi. Af þess- um sökum verður Kristján innlyksa hér á landi yfir jólin þar sem ekki verður flogið til né frá landinu í tæpa viku. Rolling Sto- nes munu loksins heimsækja landið og halda hér tón- leika í lok júní. Hinsvegar munu þeir ekki verða haldnir í Sundahöfn eins og til stóð þar sem undan- þága frá hávaða- reglugerð Reykjavíkur- borgar fæst ekki sam- þykkt í borgarráði og munu Rollingarnir í staðinn leika á Ytri höfninni. Landinn meikar það Margir íslendingar munu gera það gott á erlendri grund á kom- andi ári. Miklar væringar verða í gusgus-hópnum þegar söngvara hljómsveitarinnar, Daníel Ágúst Haraldssyni, berst óvænt tilboð um að syngja dúett með Celine Dion í lagi við nýja teiknimynd frá Disney-fyrirtækinu. Árni Johnsen og Geir H. Haarde verða framlag íslendinga til Eurovision-keppninnar næsta vor. í stað þess að syngja mun fjár- málaráðherra greiða framlagið, sem nemur 120 milljónum króna, út i hönd. Mikla athygli vekxm þegar þekktur breskur plötusnúður endurgerir gamla „Ljóma-lagið“ með Ríó Tríó í jungle-trip- hop-stíl og lagið slær í gegn á klúbbum víðsvegar um Bret- landseyjar. í tilefni þessa ákveða þeir Ríó-menn að koma saman aft- ur og fara í tónleikaferðalag um Bretland. Sú ferð mun ganga mjög vel þar til kemur að laginu „Bæ- jabba-babba-bæ“. Pör ársins Ragnheiður Clausen og Ryan Giggs verða gefin saman í byrjun september í Bústaðakirkju af séra Pálma Matthíassyni og mun ís- lenska landsliðið leika knatt- spyrnu undir athöfninni. Myndlistarkonan Sjöfn Har mun taka saman við myndlistar- gagnrýnandann Braga Ásgeirs- son. Heimili þeirra hjóna mun verða í Listhúsinu i Laugardal. Logi Bergmann og Elín Hirst munu óvænt kyssast í lok eins fréttatíma um miðjan maí og verða óaðskiljanleg upp frá því. Til dæmis munu þau sitja þétt upp að hvoru öðru þegar þau lesa fréttirnar og haldast hönd í hönd. Mikið verður fjallað um þetta í blöðum og útvarpi fram eftir sumri, einkum í Þjóðarsálinni. Smám saman mun þjóðin þó venj- ast þessu og taka nýja fréttaparið í sátt. Bryndís Hlöðversdóttir og Svavar Gestsson. Sameiningar- málin taka óvænta stefnu rétt fyr- ir prófkjör í Reykjavík þegar Svavar og Bryndís byrja SAMAN og sækjast SAMAN eftir 1. sætinu í Reykjavík. Miklar deilur spretta af þessari hugmynd og verður einkmn deilt um þau orð Svavars að hann ætli að „sitja undir henni“ á þingi. Nýjung þessi mun þó síðan vinna sér sess innan Samfylkingarinnar, þar sem þetta þykir sýna góðan samhug vinstri- manna og samvinnu kynjanna í nýju ljósi, og innan raða hennar munu þrjú önnur pör verða kosin á þing í sama sætið. umm<£ 1 i a r s i n s W „Að sjálfsögðu verður þessu máll haldið áfram meðan Sverrir gegnir stöðu þriðja ritstjóra Morgunblaðsins eins og hann hefur gert undan- farið.“ Daviö Oddsson forsætisráðherra um framboðsmál Sverris Hermannssonar. „Ég væri tilbúinn að gera bandalag viö sjálf- an skrattann í því skyni að afnema kvóta- kerfið og koma á heilbrigöu fyrirkomulagi við fiskveiöar. Sverrir er vélbyssukjaftur sem við þurfum á að halda í þessari baráttu.'1 Reynir Torfason hafnarvörður. „Ég sé mig starfa í bakvarðasveit sjálfstæð- ismanna og sinna því en ég verð ekki í fram- varðasveitnni." Árni Sigfússon borgarfulltrúi fyrir D-lista, en hann lagði pólitíska stöðu sína undir fyrir kosningarnar sem enduðu þannig að R-listinn fór með sigur af hólmi. „Það er algerlega ólíð- andi að menn komist upp með það að míga á Alþingishúsið óáreittir. Fyrir svoleiðis verða menn nú teknir og kærð- ir.“ Georg Kr. Lárusson, settur lögreglustjóri, en hann þótti leggja áherslu á önnur atriði í löggæsL unni en forveri hans. „Ég hef verið mjög siösamur í allri mlnni kvik- myndagerð og það sama er að segja um þessa mynd. Þetta er bara lítil hugmynd sem varð, eins og Hilmar Örn segir, aö gargandi meistarastykki.“ Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaleikstjóri um erótíska stuttmynd sfna. „Mér til undrunar hefur Dagur haldið áfram aö koma út eftir kosningar, ólíkt öörum kosn- ingablööum, sem ég hef séö til.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Maður er meira að segja viss um að Árni Johnsen fer til hans og blður um leyfi áður en hann gefur út hljómplötu." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur um stöðu Davíðs Odds- sonar f Sjálfstæðisflokknum. „Ekki ég - ekki benda á mig, segja ráðherrar og vísa á undirmenn sem vísa á aðra undlr- menn og svo koll af kolli þar til ræstingakonan fer að velta því fyrir sér hvort hún hafi brugðist.“ Kristín Hall- dórsdóttir alþingismaður. „Árni er einfaldlega dæmd- ur af verkum sínum. Þeir sem eru virkir, kjósa ekki Árna.“ Dagný Jónsdóttir, f varstjórn FUF, um formann- inn Árna Gunnarsson. „Mér finnst skrýtið að menn séu farnir að líta á mig sem frumkvöðul i við- skiptum. Ég hef alltaf litið á mig sem fyrst og fremst vísindamann, í annan stað lækni og í þriðja stað held- ur lélegt skáld.“ Kári Stef- ánsson hjá íslenskri erföa- greiningu. „Við sem vorum á móti sameiningunni hérna höfum sagt að það hafi alltaf staðiö tll að Keikó kæmi til Eskifjarðar. Þangað til Banda- ríkjamennirnlr fréttu að kommúnistar væru komnir hér til valda. Þá hættu þeir við.“ Aðal- steinn Jónsson (Alli riki). „Reiðin sem sýður á fólki um allt land út af ranglæti og óöryggi kvótakerfisins er slík að ekki dugar að setja pottlok yfir. Stjórnmála- hreyfing, sem ætlar sér aö boða áfram „besta kvótakerfi í heimi“, ættl aö velja sér aðra þjóð.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður. „Svo segja menn „Frjáls Willy". Hann verður bara sperrtur inni í fangelsi. Ég veit hvað vakir fyrlr þessum mönnum. Þetta er veiði- mennska. Menn eru að veiða peninga." Hilm- ar Sigurbjörnsson trillukarl. „Komi fram tlllaga um sameiginlegt framboð nú í vor eða snemmsumars er það ávísun á eitt og aðeins eitt - átök og klofning Alþýðubanda- lagsins.“ Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. „Við höldum að þetta komi ekki til með að draga úr hagvexti. Ef eitthvað er þá eflir HM bara keppnlsandann." Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, um hvort vinnu- stundir tapist meðan HM stendur yfir. 30. desember 1998 f Ókll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.