Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 12
Jf ummÆ 1 i * * # „Börn helmsins hefðu gott af þeirri kennslu- stund í siðfræði sem fællst í því að útskýra fyrir þeim að svefninn væri Kelkó sjálfum fyr- ir bestu. Þá, og þá fyrst, yrði hann frjáls." Steingrímur J. Sigfússon. „HJörleifur Guttormsson var óhress með nið- urstöðu landsfundar allaballa um helgina. Ástæðan var að kratadekrið sigraði í flokkn- um þannig að horfur eru á að ekkert alla- ballaframboð verði í næstu þingkosningum.“ Birgir Guðmundsson í Degi. „Með því að markaðssetja íslenskar konur í tímariti eins og Playboy leggjast ferðamála- spekúlantar ótrúlega lágt. Þeir virðast hel- teknir af íslenskri mlnnimáttarkennd og gera ekki greinarmun á fjallalömbum, sem vissu- lega væri gott að geta selt útlendingum, og ungum konum.“ Elísabet Þorgeirsdóttir. „Mér er efst í huga að þakka þaö traust sem stjórnin sýnir mér með því að ráða mig frá næstu áramótum for- stjóra Landsvirkjunar.“ Friðrik Sophusson. „Það er dagljóst að ef fariö yrðl að tillögum Sverris Hermannssonar, sem mér þykja að vísu illskiljanlegar, þá færi til dæmis Lands- bankinn á hausinn." Halldór Ásgrimsson. „Þeir hafa genglð frjálshyggjunni á vit undir hugmyndafræöilegri forystu Hannesar Hélm- steins og skilið mig og marga aðra frjáls- lynda menn eftir.“ Sverrir Hermannsson um Sjálfstæðisflokkinn. „Ég held ekkl að Hannes Hólmstelnn sé svo merkileg figúra í íslenskum stjórnmálum aö ástæða sé til að stofna nýjan flokk vegna hans.“ Sighvatur Björgvinsson. „Það er rétt að ég kom við á þessu þingi og haföi meö mér þriggja ára gamlan stjúpdótt- urson minn. Ég leyfi mér að fullyrða að hann kaus ekki.“ Páll Pétursson um ásakanir um að hann hafi skipt sér af formannsslagnum hjá SUF. „Við þurfum engar aftökusveitir - fangar sjá um þau mál sjálflr, svipta sig lífi í röðum. Hvar er að gerast á Litla-Hrauni?“ Hrund Smáradóttir grunnskólakennari. „Varðandi Finn sjálfan þá læt ég mér í léttu rúml liggja hvorum megin á klakka hann klúklr eð rassl ríður.“ Sverrir Hermannsson. „Það er undarleg hugmynd að menn þurfi aö vera sammála nánast um mynstrið á klósett- pappírnum á flokksskrifstofunni til að geta verlð saman í flokki.“ Danlel Freyr Jónsson kennaranemi um sameiningarmálin á vinstri vængnum. „í bollalegglngum, sem síöustu misseri hafa tengst samfylkingarþróun tll vinstri við mlðju, benda menn hvað eftir annað á það hvernlg Sjálfstæöisflokkurinn þrifst eins og púklnn í fjósi Sæmundar vlð klofning og dell- ur Jafnaðarmanna.“ Mörður Árnason, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. „Ég tel furöulegt ef ein- hverjir Vestmannaeying- ar telja sig hafa hags- munl af komu Keikos. Þeir eiga miklu meiri hagsmunl í sjávarútvegi en svo að þeim megi fórna fyrir fárveikan há- hyrning." Kristján Lofts- son, framkvæmdastjóri Hvals hf. „Það er alveg Ijóst að svona einkaleyfi lelðir tll einokunar og einokun er stystl vegurinn tll stöðnunar." Tómas Zoéga geðlæknir í umfjöll- un um gagnagrunnsfrumvarpið. „Draugar mega líka ganga í félagið en hafa ekki tillögu- eða atkvæðlsrétt á fundum. Það er svo erfltt að henda reiður þeim og hvernig þeir grelða atkvæði og mjög snúið að fylgjast með hvað margir eru á fundlnum.“ Valur Lýðs- son, formaður Drauga- og tröllaskoðunarfé- lags Evrópu. „Það væri næsta víst að ef honum (Keikó) yrðl sleppt lausum myndi hann elta fisklbát- ana, hellsa upp á mennina um borð og sníkja sér í soðlð, fremur en að veiöa sér sjálfur.“ Ingvar Emilsson haffræðingur. „Ég er búinn að þekkja Ólaf Ragnar í meira en þrjátíu ár og mér kemur ekkert á óvart aö hann skuli hafa skoöanir.“ Páll Pétursson alþingismaður. „ÞJóðarstoltið fér á flug. Það var eins og BJörk hefði glfst Kelkó á astralplaninu." Árni Bergmann rithöfundur um fréttir af áhuga sænskra á Landsbankanum. „Landsvirkjun á ekki landið og Guö, skapari helmsins, hefur ekkl gefiö hennl leyfi til aö ráðskast með það.“ Ólafur Þ. Hallgrimsson prestur. „Hugmyndin er fráleit og pólitisk sprengja af hálfu þelrra manna sem hafa rakað saman auði og völdum á undanförnum misserum." Guðni Ágústsson alþingismaður um tilboð ís- landsbanka í Búnaðarbankann. Áriö í tónlist: Meikaraumar 09 vinsælt léttpopp i næstu kvikmynd Lars Van Tri- ert íslendingar eignuðust nýtt átrúnaðargoð, Öldu Björk. Hún kom eins og flétthærður poppskratti úr sauðaleggnum og komst hæst íslenskra poppara með frumsamið lag á enska smá- skífulistann þegar „Real good time“ komst í sjöunda sæti. Ekki er hægt að afskrifa hana sem „eins-smells-undur“ því fyrir jól- in kom hún öðru lagi, „Girl’s night out“, í tuttugusta sæti sem er frábær árangur í jólaflóðinu. Alda leikur léttustu gerð af ung- lingapoppi og verður athyglis- vert að sjá hvort hún eigi fleiri smelli í pokahorninu. Það má segja að þetta hafi verið ár Skítamórals. í sumarbyrjun kom hann með plötuna „Nákvæm- lega“, aug- lýsti lítið og taldi sig á n æ g ð a n með ef hún myndi selj- ast í 2000 eintökum, því það var talin ágæt sala á sumarplötu og væri gott miðað við fyrri afrek. Platan seldist þó að lokum í rúmum 6000 eintökum, strákamir fengu sport- bíla og munu örugglega hamra jámið á næsta ári. Fleiri léttpopp- arar áttu gott ár. Land og synir seldu vel af „Alveg eins og þú“ og standa Skítamóralnum ekki langt að baki og Sálin hans Jóns míns sannaði vinsældir sínar og seldi vel af tvöfaldri ferilplötu þó band- ið spilaði lítið á árinu og færi ekki mikinn. Sóldögg átti einnig ágætt ár og sumarsafnplötur með létt- poppi gengu vel. Búast má við harðnandi samkeppni á sumar- ballmarkaðnum eftir sigurför Skítamórals og líklegt er að for- dæmi hans veki vonir margra um sveitaballameik. Rígur poppara og rokkara Þrátt fyrir vinsældirnar komst Skítamórall og sveitaballagengið ekki í kvikmyndina „Popp í Reykjavík" sem tekin var í sum- ar og frumsýnd í haust. Fannst mörgum poppurum þar sem verið væri að stela „popp“-stimplinum af þeim og reyndar voru fæst böndin í Poppinu að fást við popp. Skapaðist nokkur rígur á milli ballgeirans og rokkgeirans, skotin gengu á milli i viðtölum og út- varpsstöðvar tóku afstöðu. Þannig er t.d. X-ið fulltrúi rokksins á meðan FM95.7 sérhæfir sig í poppinu. Nokk- ur bönd komust þó að á báðum stöðum, t.d. Lhooq og Bang gang. í Poppi í Reykjavík var gefin upp frekar þröng mynd af rokk- landslaginu, enda höfðu varla fleiri en böndin sjálf og gestir á tónleikunum áhuga á myndinni þegar til kom. Mistókst því að draga upp trúverðuga mynd af því sem er að gerast á íslandi, enda var það kannski ætlunin, heldur átti að draga fram það „svalasta“, líklega fyrir erlenda áhorfendur. Myndin var þó ágæt skemmtun og gerði vel við flesta sem voru í henni. Eriendir mnrSfztflir SSSOE SiJQIS#SS Margir vildu láta drauminn rætast; að komast úr tilbreyting- arlitilli senu skers- ins og marka sér nafn erlendis. Móa, Magga Stína, Lhooq og Bellatrix reyndu fyrir sér í Bret- iandi, sem er erfið- asti poppmarkaður heims, yfir- fullur af tónlist, en urðu sér þó úti um á g æ t a dóma, já- k v æ ð a r b 1 a ð a - greinar og sjónvarps- uppákom- ur. Dead Sea Apple fór að spila formúlurokk og lögðu grunn að meiki í Ameríku sem er síst auð- veldari markaður. Á næsta ári munu þessir listamenn halda áfram hark- inu og marg- ir aðrir eru i startholum meiksins, t.d. Bang Gang, Aria og Botnleðja (sem Silt). Þá eru það poppararnir sem lengst hafa náð. Gus gus hafði hægt um sig enda að gera nýja plötu. Hún kemur út í vor, á að heita „This is normal" og viðbrögðin við henni skera úr um framtíð hópsins. Árið 1998 var mjög gott ár í popp- # tónlistinni á íslandi. Heill hellingur kom út ^l- af plötum eins og vanalega, óvenju- margar mjög góðar, m.a.s. þótt lítið væri kannski um stórvirki eða glænýjar tilraunir. í rokkinu og tölvupoppinu bar mikið á meiktilraun- um í útlöndum en ^ sveitaballaböndin létu sér Klakann nægja og urðu vinsælli en í ^ langan tíma. Þegar hefur myndast nokkur eft- irvænting eftir plötunni og von- andi er að hún standi undir væntingum. Björk spilaði víða um heim- inn með ís- lenskri strengja- sveit, gaf út nokkrar smá- skífur og tíma- bært safn af myndböndunum sínum. Þetta var hálfgert hleðsluár hjá henni en rokkheimurinn er síst búinn að gleyma henni og það má búast við að hann taki næstu verkefn- um hennar með opnum örmum. Björk hefur verið að leggja grunn að nýrri plötu allt árið og einnig verður hlutur hennar stór Tórtleilcaáríð: Spennandl nýliðar Árið gat af sér plötur nokk- Þó engir stórtónleikar hafi ver- ið haldnir var þó slatti af ágæt- um smátónleikum. Hjartsláttar- kvöldin á Thomsen blésu lífi í senuna og bandaríska bílskúrs- bandið Fuck spilaði á Gauknum en hvarf algjörlega í skuggann af heimalningunum Sigur Rós og Botnleðju. Þá komu Gravedigg- urra spennandi nýliða. Tiltölu- lega auðvelt er orðið að gefa út geisladisk, hljóðgæðum hefur fleygt mikið fram sem skilar sér í pottþéttari plötum. 200.000 naglbítar afsönnuðu hugmyndir um sveitalegan tónlistarsmekk Akureyringa með fyrnafinni rokkplötu og í auglýsingastofu- poppinu stóð Bang gang uppi sem sigurvegari með sterkri melódíuplötu. Ragnar Sólberg varð yngsti rokkari landsins með ágætu byrjendaverki og Ensími kom sterkur inn með vel út- færðri og persónulegri rokk- skífu. Þá varð Súrefni að alvöru hljómsveit með plötunni „Wide noise“ sem átti slefandi fina spretti. Innvortis frá Húsavík spilaði skemmtilegt rokk á sinni frumsmíð sem gufaði upp og Saktmóðígur og Örkuml héldu pönkinu á lofti. „Akranes-bylgjan" sprakk út á árinu á þrem plötum. Sú merki- legasta verður að teljast önnur plata Önnu Halldórsdóttur, „Undravefurinn", sem fór glæ- nýjar leiðir og framandi. Fitl, ný rokkhljómsveit, sýndi efnileg til- þrif og þjóðlagakombóið Umm- hmm hvarf aftur í kassagítartíð Spilverksins og Mannakorns á ágætri frumsmíð. R&B-tónlist varð vinsæl á árinu. az, reiðir rapparar, í íþróttasal Fylkis og slógu upp ágætu partíi. Jad Fair spilaði á gítar og söng á Vegamótum, Terry Bozzio töfraði trommara landsins upp úr skónum í stútfullum Loftkast- ala og Pachora, þjóðlagavænt til- raunaband Skúla Sverrissonar, heillaði marga á sama stað. Mikil afturför í byrjun sumars kom „rnnboðs- maður Rolling Stones", Ragn- heiður Hanson, með þær sprengifréttir að Rolling Stones myndi spila í Sunda- höfn „einhvem tim- ann seinna I sum- ar“. Urðu vitanlega miklar vangaveltur í framhaldi af þess- um tíðindum og fóru margir að hlakka til. Leit út fyrir að kostnaðurinn yrði ekki undir 200 millj- ónum og þurftu 30 þúsund manns að mæta til að ævintýrið gengi upp. Allir vita svo hvernig fór, Roll- ingarnir komu ekki en eiga vfst að koma á nýju ári. Það er á hreinu. Er það ekki? Þetta hringl með dagsetningu á „tónleikum aldarinnar" varð til þess að engir almennilegir stórtónleikar með erlendri sveit voru haldnir á klakanum i sum- ar enda hefði það verið óðs manns æði að ætla sér í sam- keppni við stærstu hljóm- sveit heimsins, eða alla vega þá lífseigustu. Lista- hátið gerði ekk- ert fyrir rokk- þorsta landans og einu stórtón- leikar ársins voru þegar Prodigy kom í fjórða skipti á klakann í apríl. Árið var þvi mikið afturfararár í þessu sambandi því á árunum á undan hefur verið mikið um skemmti- legar heimsóknir. Vonandi verð- ur 1999 betra og skiptir þá litlu hvort Stóns koma eða ekki. 16 f ÓktlS 30. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.