Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 10
Manson teærfar Craig Marks, ritstjóri banda- ríska tónlistartímaritsins Spin, hef- ur kært sjokk-rokkinn Marylin Manson fyrir lík- amsárás. Tveir líf- verðir rokkarans réðust á Craig eft- ir tónleika í New York, lyftu hon- um upp á hálsin- um utan í vegg á meðan Manson hótaði að hann gæti „drepið Craig, fjölskyldu hans og alla sem hann þekkir“.Craig telur að árásin hafi verið skipulögð og vill fá litla 24 milljónir dala fyrir líkamlegt og andlegt áfall. „Ég veit ekki hvort Manson vildi gera lítið úr mér eða bara sanna sig fyrir framan vini sína,“ segir Craig, „en þetta lyktaði allavega allt saman illa cif einhvers konar örvæntingu." Spin og Manson hafa eldað grátt silfur saman og þótt Manson hafi ekki tjáð sig um atburðinn hefur hann tjáð sig um ritstjórastefnu tímaritsins sem hann telur á móti sér: „Spin ber enga virðingu fyrir mér og aðdáendum mínum. Ég er þreyttur á blaðinu, en mér svo sem alveg sama hvað þeir segja um mig.“ Mark E. Smith er einn af skringilegri fuglum poppsins. Hann er búinn að vera að með hljóm- sveitinni sinni, The Fall, í rúmlega tutt- ugu ár, er orðinn tæplega fertugur og er nýlega orðinn þurr eftir að hafa verið skikkaður áfengismeðferð Mark E. Smith fór i meðferð eft- ir að aðrir meðlimir The Fall réð- ust á hann á tónleikum í New York. Tónlistarlegur ágreiningur var far- inn að fara í taugarnar á öllum og bandið sagði Mark ekki kunna text- ana sína og að hann syngi bara ein- tóma steypu. Karlinn sló hljóm- borðsleikarann í andlitið, sem svo illa vill til að var kærastan, tón- leikarnir enduðu í slagsmálum og Mark dúsaði i steininum yfir nótt. Það er ekkert nýtt að Mark hafi þurft að skipta um mannskap í The Fall. Það hafa nærri hundrað manns komið við í bandinu og Mark einn verið með frá upphafi. Mark segist umsvifalaust reka fólk þegar það fer að dreyma einhverja rokkstjörnudrauma. „Ég er greini- lega erfíður andskoti," segir hann „en það er alveg hægt að vinna með mér. Eins lengi og ég ræð öllu.“ Eftir slagsmálin skipti Mark auðvitað um allt bandið á einu bretti, kærastan er þó ennþá með en á „faglegum grunni eingöngu". Þú lifir í hausnum á þér The Fall kemur frá Manchester og varð til í kjölfar pönksins. Plöt- umar eru orðnar 35 og Mark hefur marga fjöruna sopið. Tónlist The Fall er bílskúrsleg, gróf og hjakk- andi en hefur þó tekið mörgum breytingum á langri leið og fýluleg rödd Marks er alltaf vörumerkið. Hann spýtir orðunum út úr sér með frekjulegum þjósti og textamir eru yfirleitt óskiljanlegir. Bandið spil- aði hérlendis tvisvar, 1981 og 1983, og þau gigg eru ógleymanleg þeim sem sáu. Mark segist hafa stofnað hljómsveitina til að þeir sem áttu enga hljómsveit myndu eignast hana. Þó hann hefði gaman af ým- issi tónlist var þó enginn tónlistar- maður að gera neitt sem höfðaði beint til hans. „Þegar ég var átján var ég skrif- stofublók við höfnina í Nú fara krakkar að safna fyrir fari til Ástralíu þegar þau eru ellefu ára af því í „Nágrönnum“ er allt svo æðislegt. Manchester," segu Mark. „Mig langaði til að skrifa en sá mig ekki sem hefðbundinn rithöfund. Ég býst við að ég sé ennþá í The Fall af þvi ég er enn að neyða mig til að gera eitthvað úr sjálfum mér. Þegar ég byijaði var enginn sem talaði til skrifstofublókanna og hafnarverka- mannanna. Ef það er einhver ástæða fyrir því að ég fór út í þetta er það sú að ég vildi verða rödd þessa fólks. Ég vildi að The Fall væri band þeirra sem áttu ekkert band, fólkið sem ekki þótti við hæfl að ætti hljómsveit sem það gæti fundið sig í.“ Þó The Fall hafi aldrei verið mjög vinsæl sveit er hún hljóm- sveit sem hinum vinsælu þykir flnt að segjast hafa orðið undir áhrifum af. Fólk eins og Damon Albarn, Nick Cave, Sonic Youth og Courtney Love eru allt aðdá- endur. Mark hefur þó litla hug- mynd um hve „inn“ hljómsveitin er og pælir ekkert í því. „Erum við kúl?“ spyr hann og veit ekki svarið. „Gengi okkar virðist fara upp og niður. Stundum eru kannski þrir í heiminum sem flla okkar og viku seinna erum við ofurvinsæl. En það vita þó að minnsta kosti flestir núna út á hvað hljómsveit- in gengur." Fólk vill aðallega flýja sjálft sig Mark býr ennþá í Manchester og hefur enga löngun til að flytja. „Þegar ég var að alast upp dreymdi marga í kringum mig að flytja til New York eða Sydney. Ef ég er með einhverja rómantík í text- unum er það bara um Manchester. Á Viktoriutímabilinu voru margir rithöfundar með rómantík um Austrið en komust svo að því þegar þeir fóru að það var ekkert varið í svæðið. Nú fara krakkar að safna fyrir fari til Ástralíu þegar þau eru ellefu ára af því í „Nágrönnum" er allt svo æðislegt. Sumir halda að með þvi að fara í burtu finni þeir sjálfa sig og gangi inn í frábært nýtt líf. Fólk vill aðallega flýja sjálft sig, held ég, sem er auðvitað ekki hægt. Þú lifir í fjárans hausnum á þér, er það ekki? -glh plötudómur Aria - Haze: ik AIK um Eaiiamín Aria er listamannsnafn Maríu Bjarkar sem gefið hefur út nokkrar plötur sem selst hafa ágætlega hér á landi. Nú eru það greinilega útlönd- in sem heilla, Haze er öll á ensku og tónlistin í einhverjum ambient/trip hop stíl. Það eru nefnilega peningar í því eins og Hjalti Úrsus sagði þeg- ar hann fór að æfa amerískan fót- bolta. Það er hinn rammíslenski Dirty Bix sem á heiðurinn af forritun og upptökustjórn á plötunni og semur auk þess lögin með Ariu. Hann er nokkuð góður forritari og býr til skemmtilega trommutakta, en því miður heldur það ekki uppi heilli plötu. Besta lag plötunnar er „Orange meadows", skemmtilegt lag og eitt af fáum lögum skífunnar sem hefur nógu sterka melódíu til að geta sleg- ið í gegn. Allt of oft eru Aria og Bix hins vegar að reyna að klófesta hlustandann með einhverjum Enyu- töktum; syfjuleg tónlist þegar best lætur og yflrleitt bara þreytandi. Heimstónlist svokölluð er Ariu einnig hugleikin. En arabísku stefln, sem koma fyrir öðru hvoru, virka meira til uppfyllingar, og í stað þess að hverfa til Bagdad fer maður að velta fyrir sér sjónvarpsdagskránni og lánskjarahallanum. Ékki gott. Hin hittformúlan er svo að ráða rappara á skútuna og fylla upp í við- lögin með melódísku mási, eins og í lögunum „State of mind“ og „Ariella". Það síðamefnda er reynd- ar alger hryllingur, rappað með ís- lenskum hreim straight from tha he- art of Breiðholt og var ekki gefm út heO plata þar sem rappað var yfir „klassíska tónlist'‘ fyrir nokkru? Er einhver þörf á að gera það aftur og verr? Haze er alveg í takt við það sem er að gerast í íslensku poppi. Horft Horft bænaraugum á erlend hljómplötufyrirtæki og vonast til að íburðarmiklar umbúðir nái að dylja hugmyndaleysið. bænaraugum á erlend hljómplötu- fyrirtæki og vonast til að íburðar- miklar umbúðir nái að dylja hug- myndaleysið og SAMNINGURINN komi í þetta sinn og réttlæti allt saman. Það mætti svo sem alveg dæma hljómsveitir eftir hversu vel þær rækta viðskiptasamböndin úti í löndum, en væri þá ekki hægt að hlífa okkur „from the land of ice“ við þessum sívandræðalegri prómó- plötum og drífa sig bara beint út? Ari Eldon 10 f Ó k U S 8. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.