Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 3
m g ö m æ 1 i e f n i Kynsjúkdómur í sókn: Klamedíu- faraldur Drifðu þig í menningarskokk um helgina og læddu þér á opnanir á myndlistarsýn- Ingum. Einar þrjár verða opnaðar á morg- un kl. 16; í Nýló, Ásmundarsal og á Kjar- valsstöðum. Það er yfirleitt enginn að spá í það hvort þú sért með boðsmiða, þú færð frítt léttvín - og stundum eitt- hvað sterkara - og þarft bara að ganga einn hring um svæðið og segia að þetta eða hitt sé nú assgoti kraftmikið hjá stráknum eða að þarna sé nú verulega vel unnið með rýmið hjá stelpunni. Þarna hangir allt flottasta liðið; sætustu stelp- urnar og skemmtilegustu strákarnir, og það er ástæðulaust annað en að þú sért í hópnum. *r ‘’Enga fjárans ofgnótt lengur! Jólin eru húin, hangiketið og hamborgarhryggirnir étnir, skitnir og á góðri siglingu út á Atlantshaf, svo nú er það bara gamla og góða ýsan í öll mál aftur. Hún er reyndar orðin alltof dýr, en kannski alveg þess virði, með kartöflum og hamsatólg - a la mamma. Jíiil Babes í fangelsum um allan heim er einmana fólk sem óskar sér einskis frekar en aö hitta góða manneskju eins og þig til að deila jífinu með. Já, þetta fólk hefur gert sín mistök, en nú er það fullt iðrunar og horfir bjartsýnt fram á veg- inn. Á slóðinni yvww.jailbabes.com er stefnumótaþjón- usta fyrlr kvenfólk í bandarískum fang- elsum. Þar eru rimlabeibin í hrönnum með skýringarmynd- um og haldgóðum persónuupplýsingum. Kvenmennirnir eru flokkaðir eftir litarhafti og aldri og athygli vek- ur hve margar stúlkur- nurvilja bæði kynnast mónnum eða konum. Ekki kemur fram fýrir hvað stúlkurnar sitja inni og sjaldan er vitað hvenær þær sleppa út. Það kost- ar ekki nema 7 dollara að komast I sam- ‘band við hvert beib - öðru eins hefur nú verið eytt í veiðimennskuna. Drum & bass-aðdáendur komast í spik- feitt á morgun þegar fyrsta Vlrknl-kvöld ársins fer fram á Kaffi Thomsen. Þrír hoppandi kátir DJ-ar, öl með miðanúm og meiri háttar stemning fram / á nótt. Virkni ætlar sér að vera virk áfram I að kynna D&B-iö með mánaðar- legum uppákomum - gott framtak! Fáðu þér góða skó meö almennilegum sóla. Þú vilt ekki detta á rassinn og liggja fótbrotinn f strætinu eins og vitleysingur, er það? Mannbrodda á línuna, grófa sóla Tindir hvern skó! Vonum svo bara að það komi almennilegur vetur með mann- skæöu svelli. Þá getum við sýnt hvað í mannbrodd- unum býr og staulast um bæinn ofurvar- kár og hrikalega örugg með okkur. Ektabítillinn Óttar Felix: Pops er hið raunverulega sixtísband! „Við eram hið raunverulega sixtis- band,“ segir Óttar Felix Hauksson, einn af þremur gítarleikurum hins sí- endurvakta unglingabands Pops, „við erum ðe ríl þing“. Bandið starfaði á tímabilinu 1966 til ‘70, spilaði aðallega stuðlög eftir aðra og gaf ekki út ann- að en litla plötu með Flosa Ólafssyni, „Það er svo geggjað að geta hneggj- og Björgvin Gíslason á gítar, Jón Ólafsson er á bassa, Ólafur Sigurðs- son á trommur en Pétur Kristjánsson sér um söng og almennt stuð. „Það átti bara að vera eitt gigg á Hótel ís- landi, en þau urðu fjögur fyrir troð- fullu húsi. Upp úr því höfðu for- sprakkar ‘68 kynslóðarinnar sam- band og báðu okkur um að spila á að.“ „Menn komu og fóra og það hafa líklega komið einir tuttugu við sögu í Pops,“ segir Óttar. „Þegar við ákváð- um að koma saman í tilefhi af tuttugu og fimm ára afmælinu ‘92 valdist þessi hópur og Pops hefur verið svona síðan.“ Auk Óttars spila Birgir Hrafnsson Hótel Sögu á nýárskvöld ‘93. Eftir ballið ‘95 var ánægjan orðin slík að við voram fastráðnir til aldamóta." Það hefur lika orðið að sið að Pops spili næsta laugardag eftir nýárs- kvöld og því verður Pops-ball annað kvöld á Hótel Sögu. Óttar segir undir- búninginn vera kominn í fastj skorður: „Við byrjum að æfa í byrjun nóvember, komum saman vikulega og rifjum upp formatið. Síðan komumst við í rafmagn á annan í jól- um og þá eru keyrðar tvær æfingar á dag fram að ballinu.“ Pops að gefa út plötu Óttar segir að Pops ráði yfir 70-80 lögum, en alltaf sé hent og „ný“ lög tekin inn. „Kjarninn er Stóns, Kinks, Bítlarnir, Spencer Davis, Animals, Manfred Man - enska bylgjan - en amerískt í bland, engin íslensk, nema einstaka sinnum lög sem Pétur gerði fræg seinna." Gítarleikarinn er ekki í neinum vafa um að Pops eru sífellt að batna. „Þetta er miklu betra band en í gamla daga, við eram eldri og reynd- ari og það er meiri skilningur á lög- unum. Við höfum jafnvel verið að ræða um að gefa út plötu með úrvali af prógramminu, teljum okkur vera orðna það góða. Við gætum spilað miklu meira en bara í kringum ára- mótin, en Óli trommari býr í Dan- mörku og það var heiðursmanna- samkomulag okkar á milli að enginn annar trommari yrði í Pops.“ Þó gamla bítlarokkið eigi alltaf mest pláss í rokkhjarta Óttars segist hann þó hlusta á allt: „Klassík og ný bönd eins og Smashing Pumpkins og Pavement. Dóttir mín spilar á bassa og kemur oft með eitthvað nýtt i hús. Ég er að vísu lítið í hási og hipp-hoppi, er bara ekki nógu hrif- inn, en rokkarfleifðin lifir góðu lífi og þar finn ég mig.“ -glh Thor’s Hammer verðmætusty ph i fj lo Fyrir tuttugu áram vora nokkrir strákar í unglingavinnunni í Kópa- vogi. Þéir voru að mála grindverk í vesturbænum þegar þeir leituðu skjóls undan rigningarskúr í yfir- gefnu húsi. í einu hominu rákust þeir á lítinn pappakassa sem í reynd- íust vera nokkur óspiluð eintök af jtvöfaldri smáskífu Thor’s Hammer j(Hljóma), „Umbarumbamba“. Strák- amir skiptu plötunum á milli sin og ifóru með þær heim til sín eftir vinnu. Á þessum tuttugu áram era þeir allir búnir að týna plötunum sínum, enda eru litlar vinyl-plötur sjaldan álitnar verðmæti. En strákarnir hefðu átt að passa betur upp á plöturnar sínar því í seinni tíð hefur „Umbarumbamba" orðið vinsæl meðal þeirra sem safna vinyl-plötum frá sjöunda áratugnum. I nýjasta hefði plötusafnarabiblíunn- ar Record Collector er birtur listi yfir verðmætustu plötur rokksög- unnar og þar er hráa rokkplatan sem Gunnar Þórðar, Rúnar Júl og hinir strákamir gerðu 1966 í 41. sa innan um önnur stórmeni rokksins. Platan er metin á 81 pund, eða rúmlega 100 þúsun kall. Hér er auðvitað verið i tala um gott eintak í uppranale um pakkningum, en plöturn; voru tvær og pakkað í tvegg, vasa umslag. Þessi verðmæta tónlist Thor’s Hammer var nýlega endurút- gefín á geisladisk og hafa pantanir að utan ekki látið standa á sér. Næstverðmætasta plata íslands- sögunnar er barnaplata Bjarkar, sem hún gerði 1977, en fyrir hana má fá í kringum 30 þúsund-kall, sem þó er ekki nóg til að koma henni á lista Record Collector. Arnaldur Máni skoðar mannlífið heima og D vestan hafs New York - Reykjavík íslenska þjóðin vakin Kristján Hreinsson talar m.a. um geisladisk sem hundurinn hans gaf út ' Hver á hvaða kúk? —Þú er það sem þú borðar Vetvangsferð í Ölver: Alþýðusöngvarar í karaoke 8-9 Mark E. Smith í The Fall: Hljómsveit 10 skrifstofublókanna Einn af gleymdu snillingum tónlistarsögunnar: Raftónlist fýrir reifabörn Menn aldar- innar 12-13 Hverjir skara framúr á tuttugustu öldinni? Drum & Bass á Thomsen ■ Erlendir plötusnúðar fluttir inn til „trúboðunnar" Ekki með Ijótt typpi Rætt við Olaf Einarsson, safnarabúðar- kaupmann Vampírur - Nýjasta mynd Johns Carpenters frumsýnd í dag • 21 Hvað er að gerast? Veitingahús ................6 Myndlist....................7 Leikhús ....................8 Popp.......................11 Klassík....................14 Sjónvarp................15-18 Bíó.....................2Ó-21 Hverjir voru hvar..........22 F 6 k u s fm fylgir DV á ^ föstudögum Forsíðumyndina tók Einar Ólason af Ólafi Einarssyni. 8. janúar 1999 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.