Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 14
f t Á laugardaginn kl. 16 verða fyrstu tónleikar Styrktarfélags íslensku óperunnar á þessum vetri. Fram koma Björg Þórhallsdóttir sópran, Keith Reed baríton og Gerrit Schull píanóleik- ari. Francls Poulenc verður fastur gestur á þriðju- dögum í Iðnó út þennan mánuð og hefjast tónleikar hans kl. 20.30. Innan þess sem kallað hefur verið „danstónlist" eru margar stefnur, og ein sú nýjasta og mest spennandi er „drum & bass“ fyr- irbærið. Eftir hraða uppsveiflu er það komið til að vera og nú hefur það eignast stuðningsaðila á íslandi því félagsskapurinn Virkni ætlar að vera með trúboð einu sinni í mánuði og fá útlenda d&b snillinga til að koma og spila. Annað kvöld, laugardags- kvöld, fer fyrsta Virkni-kvöld ársins fram með því að þrír kappar frá Bretlandi - Deep Blue, Rhodesy og DJ Indicia - taka snúðabúrið i Kaffi Thomsen í sínar hendur. Tveir þeir fyrst nefndu eru að koma hingað í annað sinn; þeir gerðu allt vit- laust á Bíóbarnum í ágúst sl. Þeir eru nátengdir Partisan-út- gáfunni sem var stofnuð í fyrra út frá One Little Indian (sem gef- ur út Björk) og hefur verið að þróast í eitt besta útgáfufyrir- tækið í d&b geiranum. Það fékk mikla athyglina á árinu: „Partis- an er að verða stórveldi í drum & bass“ (Mixmag); „Frábært merki, Partisan flýgur fram úr sam- keppninni (Knowledge). Deep Blue er starfandi lista- maður á merkinu og stefnir að stórri plötu á árinu en Rhodesy er titlaður framleiðslustjóri. Báð- ir eru þeir plötusnúðar, líkt og DJ Indicia, sem i vinnunni snýr plötum hjá Rude FM, einni vin- sælustu dansútvarpsstöðinni í London. Rhodesy, eða Paul Rhodes eins og foreldrar létu hann heita, segir að uppgangur Partisan hafi verið hraður. „Þegar við stofnuð- um merkið höfðum við víðsýni að leiðarljósi og vildum fá eins Útsalan byrjar í dag Laugarvegur II s.551 6811 plötudómur Lewis Parker - Masquerades & Silhouettes: ★★★'i DSj VJJJ jjJ 2x16” pizzur m/2 áleggsteg. 2I. gos og stór franskar í kaupbæti 2090 Fáð’ana heim Höfuöpaurar Partisan: Þingvellir í gær, Thomsen á morgun. mikla athygli og við gátum. Út- gáfan gekk frábærlega í fyrra, það komu út sautján smáskífur og þrjár safnplötur og við höfum stór plön á þessu ári. Eftir síð- asta ár veit fólk hvers merkið er megnugt og við erum í viðræð- um við aðila í Bandaríkjunum um samstarf. Markmiðið er að koma d&b-inu í eyru stærri hlustendahóps, enda hafa vin- sældir stefnunnar verið bundnar við jaðarinn og sumir halda að Goldie og Roni Size séu þeir einu sem eru að gera eitthvað af viti.“ Hverjir eru helsti smellir Partisan-útgáfunnar? „Þetta hefur allt gengið mjög vel innan d&b-senunnar, en lagið „Risk“ með Foul Play hefur m.a.s. verið að heyrast á stóru ríkisstöðvunum, svo kannski er það helsti smellurinn. Drum & bass er þó ekki tónlist sem fer mikið inn á almenna vinsældar- lista enn sem komið er, en það gæti breyst.“ Aó hverju stefnir þú þegar þú snúöast? „Helsti draumur hvers plötu- snúðs er einfaldlega að sjá hóp- inn fara á hreyfingu. Mín per- sónulega heimspeki i þessu er að koma alltaf með eitthvað óvænt inn í prógrammið, ekki hanga of mikið í sama gírnum heldur gera tilraunir á fólkinu. Allt of marg- ir snúðar finnst mér vera of ein- hæfir í því sem þeir spila.“ Hvernig eru íslenskir áheyrend- ur miöað við þá í London? „Það er miklu skemmtilegra að spila fyrir íslendinga, finnst mér. Það var frábært í sumar. Á íslandi er hugsunin sú aðallega að skemmta sér, en bæði í London og New York, þar sem við höfum líka spilað, er fólk allt of upptekið við að sýnast svalt, það er einum of hrætt við að missa stjórn á sér. Við getum varla beðið að koma aftur til Is- lands, þetta ætti að verða alveg frábært!" Deep Blue byrjar stundvíslega kl. 22 með létt og djassað pró- gramm, en Rhodesy fylgir á eftir með harðari takti. DJ Indicia kemur svo einnig fram, en hann er einn af frumkvöðliun d&b-ins í útvarpsmannastétt. Það er ljóst að Virkni-félagsskapurinn er veruleg vítamínsprauta í ört stækkandi d&b-senuna á íslandi og fram undan eru DJ-kvöld með Justice frá Modem Urban Jazz og Klute frá Certificate 18. -glh — TILBOÐ Takt’ana heim 14 16” pizzuveisla aðeins 990 m/4 áleggsteg. 1 Þú kaupir eina pizzu og hvítlauksbrauð og færð aðra pizzu í kaupbæti 15 Heimsend fjölskylduveisla Oftar en ekki hef ég lent í því á ævinni að sjá utan á einhvern disk og hugsa með mér: „Hvaða kjaftæði er nú þetta?“ Það var eitthvað í þeim dúr sem mér datt í hug þegar ég fékk disk Lewis Parkers í hendurnar. Einhver gaur að labba niður i fjöru með skóna sína í höndunum. Þetta leit síður en svo út fyrir að vera eitthvað með viti. En hvað eftir annað hefur manni verið sagt að dæma fólk ekki eftir útlitinu og það á einkar vel við um Lewis Parker því þetta er einstaklega góður diskur. Lewis Parker er ekki svona þessi venjulegi rappari, það sést strax á umslaginu. Hann er ekki að reyna að vera eitthvað, hann er bara hann sjálfur og gerir það sem honum sýnist. Það kemur mjög vel út og er skemmtileg til- breyting frá öllum gaurunum með dollaramerkin í augunum. Vinnslan á útliti disksins er að sama skapi frábrugðin öllu hinu dótinu. Bara eitt blað með lág- marksupplýsingum og varla það. Lögin á diskinum eru öll frek- ar í rólegri kanntinum með flott- um og oftar en ekki seiðandi sömplum, dálítið svona maður að labba á strönd... Það er eng- inn frægur náungi viðriðinn neitt af lögunum, að minnsta kosti kannast ég ekki við neinn, ekki einu sinni útgáfufyrirtækið Melankolic. Þetta er sem sagt neðanjarðarútgáfa sem hefur samt náð til landsins og sem flestir ættu að setja í geisla- spilarana. Guðmundur H. Guðmundsson 16 16”pizzam/2áleggsteg. 2I. gos og mið franskar í kaupbæti 1390 II 16” pizza m/3 áleggsteg. og 12“ hvítlauksbrauð 1590 Tveir staðir Austurveri Háaleltlsbraut 68 Arnarbakki Brelðholtl drum & ba Thomse Slnfóníuhljómsveltln verður meó létta Vínar- tónleika I Laugardalshölllnni I kvöld kl. 20 og mun þar svífa í gegnum Strauss-ættina og aðra valsakónga sem drottnuðu yfir veröld sem var. Á morgun kl. 17 endurtekur sveitin síðan leikinn í Höllinni og á sunnudaginn verð- ur hún mætt á Egilsstaði þar sem hún mun leika Vínartónlist fyrir Héraðsþúa kl. 16. Ein- söngvari á tónleikunum er Izabela Labuda en stjórnandinn heitir Peter Guth. 14 f Ó k U S 8. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.