Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 4
f Ó k U S 8. janúar 1999 Haraldur Briem veit allt um klamydíu og þá hvernig hún breiðist út. Á hverju ári koma um 1500 einstaklingar til meðferðar vegna klamydíu hjá Húð og kyn. Þetta fólk hefur sofið hjá. Hversu mörgum er ómögulegt að segja og seint verða áhrifin metin. En eitt er víst og það er að klamydíufaraldur gengur í Reykjavík. Verðu þig með smokk eða þú getur fengið óþægindi sem þú kærir þig alls ekkert um. STREMGDIR. þú Áramótahe\t ? . rr-—z . i ':i iíwiiwmíbwh JA. BARA t»ETTA VENJUiEGA, HA.TTA að reykda... / Vr^ Pétur Pan mætir í Borgarlelkhúslnu á morgun kl. 13 og enn má krækja sérí miða. Sömuleið- is á sunnudag á sama tíma. Krökkum finnst þetta ágæt skemmtun, Pétur glúrinn og glett- inn og Krókur ísmeygilega fyndinn og hæfilega ógnvekjandi. Og svo flýgur fólk um sviðið og enginn botnar í hvernig það fer eiginlega að því. Hálfgerðir töfrar allt saman. En þeir hrifa sfður á útlifaða foreldra sem þykjast hafa séð þetta allt saman áður og eru farnir að velta fyrir sér hvort þetta ævintýri hafi yfirhöfuð nokkurn tímann veriö skemmtilegt. Síminn er 568 8000 fyrir þá sem vilja festa sér miða. Bróölr mlnn Ljóns- hjarta gengur enn i ÞJóðlelkhúslnu og næsta sýning er á sunnudaginn kl. 14. Þetta harmræna ævin- týri Astrid Lind- gren snertir unga sem aldna og það kemst þokkalega til skila f þessari uppfærslu. Sfminn er 551 1200 fyrir þá sem vilja trappa börnin hægt niður eftir vellystingarnar og offramboðið af allra handa neyslu um hátíðirnar. Ávaxtakarfan er leikrit um einelti og mun það vera gulrót nokkur sem verður fyrir því á sviði íslensku óperunnar. Þrátt fyrir að eiga við of- urefli að etja tekst henni að snúa gæf- unni sér f vil og fá ávexti af öllum teg- undum til að beina s pj ótu m sínum að upphafsávexti eineltisins, uppstrfl- uöum ananas. En aö sjálfsögðu er þessi seinni árás f alla staða mannúðlegri en sú fyrri og viðurkenndum meðulum á borð við um- vandanir og rök beitt í stað ofbeldis og háðs. Næsta sýning er á sunnudaginn kl. 14 og hægt er að panta miða í sfma 551 1475. Dl m ma 11 mm verður flutt í Iðnó á sunnu- daginn kl. 16. Lftið og Ijóðrænt ævintýri eftir Mugg í hófstilltri framsetningu. Sfminn er 530 3030 fyrir þá sem ætla að skella sér með börnin. Haraldur Briem er sérfræðing- ur í faraldsfræðum hjá Landlækn- isembættinu. Hann segir að um 1500 manns leiti til Húð og kyn á ári vegna klamydíu. Árið 1997 var nokkur aukning því þá komu 1600 klamydíusýktir einstaklingar til meðferðar. Tölurnar fyrir árið sem var að líða eru ekki komnar en það má búast við því að ból- sjúkir íslendingar hafl ekki mikið hægt á sér í góðærinu 1998. Er þetta hlutfall hátt miöaö viö aörar þjóöir? „Þetta er svona í hærri kantin- um,“ segir Haraldur Briem far- aldsfræðingur. „Ef við miðum okkur við hinar Norðurlandaþjóð- irnar.“ Hvaö er klamydía? „Klamydía er baktería sem veldur kynsjúkdómi. Við köllum þessa bakteríu klamydíu. Hún myndast við samfarir og getur einnig myndast hjá ungbörnum í fæðingu og valdið sýkingu í aug- um sé móðirin smituð." Hverjir smitast? „Fólk sem lifir óábyrgu kynlífi. Langflestir sem grein- ast eru á aldrinum 16-20 ára. Fólk sem er að byrja að stunda kynlíf og kannski lausara í rásinni fyrir vik- ið.“ Er þessi sjúkdómur gamall eöa einn af þessum nýju? „Klamydían hefur fylgt okkur frá ómunatíð en hún varð stór í kynlífsbyltingunni fyrir 30 árum. Kynsjúkdóma- vandamálið tók sprett þá.“ Það er sem sagt þessi ‘68 kyn- slóð sem kvatti til hópkynlífs og almenns stóðlífis sem er enn og aftur að láta böm sín borga fyrir syndir sínar. Og í ljósi þess hverj- ir stjórna þjóðfélaginu í dag er þessi staðreynd forvitnileg. Einkenni og einkenna- leysi „Einkennin koma oft ekki fram fyrr en eina til tvær vikur eftir samfarimar sem leiddu til smitsins," segir Haraldur. „En vandamálið er að stór hluti þeirra sem smitast getur verið einkenna- laus mjög lengi. Flestar konur eru einkennalausar eða einkennalitlar og helmingur karla hefur ekki ein- kenni.“ En hver eru einkennin? „Konur fá aukna útferð eða sviða og kláða i þvagrásinni. Hjá körlum er þetta svipað: Útferð, sviði og kláði í þvagrásinni. En síðan geta einkennin horflð, jafn- vel í langan tíma, en sýkingin lifir eftir sem áður og blossar upp aftur ef þú færð annan kynsjúkdóm eða dregur úr viðnámsþrótti líkamans af einhverjum ástæðum." Hvað ráölegguröu fólki aö gera? „Nota smokkinn að sjálfsögðu. Hann er undratæki sem fæst í öll- um bragðtegundum og ver þig gegn öllum kyn- sjúkdómum. Klamydíu, áblástr i, vörtum, al- næmi og lekanda. En ef þú færð óþæg- indi þá áttu að hugsa: Ég svaf hjá þessum eða hinni. Kviliinn sjálfur „Varðandi einkennin þá höf- um við mestar áhyggjur af fylgi- kvillunum og langtímaáhrifúm sýkingarinnar. Sýkingin getur farið upp í leggöngin hjá konum og eggjaleiðaramir geta stíflast. Það getur valdið ófrjósemi og jafnvel utanlegsfóstri. Klamydí- an getur einnig farið út í gegnum eggjastokkana og yfir í kviðar- Þetta er það sem manni á fyrst að detta í hug og fara svo beint í skoð- un.“ Maöur fer þá upp í Húö og kyn og lœtur stinga spjóti upp í þvag- rásaropin? „Nei, það var þannig hér áður fyrr. Aðferðin sem við höfum til að greina sjúkdóminn er sáraeinfold. Þetta er gert með þvagprufu. Með- ferðin er sýklameðferð og hún get- ur jafnvel farið fram með einni pillu. En það skiptir öllu máli að meðhöndla þá sýktu og fækka smitberunum." „Þetta er stórt vanda- mál í samfélaginu," segir Haraldur Briem, sérfræð- ingur í faraldsfræðum hjá Landlæknisembættinu, um kiamydíu. holið og valdið kviðverkjum. Talið er að um 10% þeirra kvenna sem smitast fari svona illa.“ Hjá karlmönnum getur sjúk- dómurinn leitt til alvarlegra bólgna í eistum og það er eitt- hvað sem enginn alvörukarlmað- ur kærir sig um. En er ekki ótrúlegt aö við skul- um enn vera svona óábyrg þrátt fyrir allan alnœmisáróöurinn? „Jú. Og smokkanotkun breytt- ist heldur lítið sem ekkert í kjöl- far alnæmisherferðarinnar. Það jókst að vísu sala á smokkum í kjölfar herferðarinnar þá en notkunin fór fljótt í samt horf.“ Og klamydían grasserar í kjöl- fariö? „Já. Og þetta er stórt vanda- mál í samfélaginu. Klamydían er mjög smitandi og hún er stað- bundinn faraldur hér á landi.“ Bjóstu viö öllu þessu þegar þú varst aö lœra þetta? Aö endalaust kœmu upp nýir og nýir sjúkdómar? „Nei. Það var líka rosalega skrýtið upp- lifelsi þegar alnæmi kom. Ég var þá að ljúka mínu sérfræðinámi í far- aldsfræðum. Þá kemur allt í einu svona High Tech-sjúkdómur sem verst öllu. Er svo flókinn að enginn ræður neitt við neitt. Nú erum við að vísu famir að geta að- eins haft við honum. Við mennirnir erum engir kjánar en okkur hefur samt ekki tekist að finna neitt bóluefni og þá ekk- ert til að eyða veirunni alveg.“ Og ef við miðum al- næmisfaraldurinn við klamydíufaraldurinn þá greinast að meðal- tali 10 HlV-smitaðir einstaklingar á ári á móti 1500 klamydíusjúklingum. Báðir eru sjúkdómarnir samt keimlíkir að því leyti að sá sýkti getur verið einkennalaus í þónokkum tíma. Fókus hvetur að lokum alla þá sem vettlingi eða smokki geta valdið til að gera Harald atvinnu- lausan. Notum smokkinn eða hættum að hamra þetta út um allt. Það gengur ekki lengur að stór hluti þjóðarinnar sé með kynsjúkdóm. Ef það er vist að 1500 greinist hjá Húð og kyn á ári þá er risastór hópur sýktur og þá sérstaklega í aldurshópn- um 16-20 ára. Nei, annars, hafið engar áhyggjur af Haraldi. Hann hefur alltaf nýja tegund af berkl- um (þessum í Rússlandi) og malarían er líka óstöðvandi og stökkbreytilegur sjúkdómur þrátt fyrir að við höfum hingað til verið laus við hann. Góðir íslendmgar, farið upp í Húð og kyn. Þið gætuð verið með kynsjúkdóm án þess að vita af því. Hvað ætli makinn þinn segði við því? -MT meira sl www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.